Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1982, Side 20
20 DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð — Sérstæð sakamál Lana i fyrsta hlutvarkinu, skólastalpa á peysu. Þaðan fókk hún viðurnofnið „peysu-skvísan O Harmleikir í Hollywood Lík Stampanatos í svefnherbergi Lönu. sagði hún eitt sinn í blaðaviðtali: „Mér finnast karlmenn æðislega æsandi og hver sú kona sem er ekki sammála mér hlýtur að vera skrælnuð piparjúnka, hóra eða dýrðlingur.” Sambandið víð Johnny Leit Lönu að æsingi í lífinu tók á sig örvæntingarsvip eftir að hún varð þrí- tug. Og Johnny fullnægði þörfum hennar. Þrátt fyrir rysjótta sambúð sendi hún honum jafnan flugmiða nokkrum dögum eftir að hún hafði kvatt hann. í bréfum sínum til hans skrifaði hún um þennan „lostasæta sársauka” sem hann gæfi henni. Og Johnny gekk á lagið. Hann naut þess að hafa hana i hendi sér og átti til að klípa hana fast i nefið og segja: „Þegar ég segi hopp, þá hoppar hún. Þegar ég segi hlaup, þá hleypur hún.” Hann hótaði líka að merkja sér hana: „Ég skal lemja þig til óbóta þangað til þú verður svo Ijót að þú verður að vera í felum það sem eftir er ævinnar.” Eitt sinn, er Lana var að vinna að kvik- mynd með Sean Connery í Englandi, brauzt Johnny inn í búningsherbergi Connerys, veifaði skammbyssu og sagði honum aö halda sér frá Lönu. Kvikmyndaverið lét lögregluna senda hann heim til Hollywood. Þó saknaði Lana hans einatt. Bréf hennar til hans, eftir atvikið í Englandi segjasína sögu: „Ég þrái atlot þín, þennan ofsa sem brennir mig. Þau eru svo falleg en samt svo hræðileg. Ég er þín og ég þarf þig, þig, þig.” Þau hittust aftur í Mexikó, þar sem útiatriði myndarinnar voru tekin. Hótelgestir kvörtuðu undan hávaðanum í þeim. Að kvikmyndatök- unni lokinni flugu þau heim til Holly- wood. Cheryl, 14 ára gömul dóttir Lönu, tók á móti þeim á flugvellinum. Cheryl var taugaveikluð og brjóstum- kennanlegur táningur. Hún bjó með móður sinni og neyddist til að horfa upp á líferni hennar og elskhugans. Nóttín langa Skömmu eftir heimkomuna rifusl þau ofsalega. Lana hafði neitað að greiða spilaskuldir Johnnys og hann hótaði henni með líkamsmeiðingum. Hann hótaði líka að hefna sin á fjöl- skyldu Lönu, ekki sízt dótturinni. Cheryl stóð við dyrnar og hlustaði. Hún sagði síðar frá því í réttarhöldun- um: „Ég skal skera þig í parta og ég skal skera mömmu þina og stelpuna líka. . . ég kann tökin á svona lög- uðu.” Cheryl hljóp fram í eldhús, greip fyrsta vopnið sem hún rak augun í, 15 cm langan búrhníf, og hljóp með hann inn til mömmu sinnar. Lana sagði fyrir réttinum: „Þetta gerðist allt svo fljótt að ég sá ekki einu iinni hnífinn í höndum Cheryl. Fyrst hélt ég að hún he'fði lamið hann í mag- ann með hnefunum. Stampanato féll og hrundi einhvern veginn niður á bak- ið, hóstaði og tók höndum um hálsinn. Ég fór til hans og lyfti peysunni. Þá sá ég blóðið. Svo komu hryglukennd hljóð út úr honum.” Kvikmyndaleikkonan grét mikið fyr- ir réttinum og þegar hún sagði frá þessu augnabliki lá við að hún félli í ómegin. Blöðin hrósa leiknum Dagblöðin létu ekkert fram hjá sér fara. Þeim kom öllum saman um að leikur Lönu hefði verið stórkostlegur! En kviðdómurinn sýndi meiri misk- unn, álit hans var að hér væri um „réttlætanlegt manndráp” að ræða. Peysu-skvísan Þegar Johnny hringdi fyrst í Lönu var hún, eins og hann hafði grunað, ein- inana og þyrst eftir félagsskap. Ferill hennar í kvikmyndunum var að því er virtist á niðurleið. Hún varð stjarna á einni nóttu árið 1937. Kvikmyndin hét They Won’t Forget, Þeir gleyma ekki, og titillinn varð orð að sönnu. Hlutverk Lönu var ekki stórt — hún kom fram í fyrsta atriði myndarinnar. Ung skóla- stúlka gengur yfir torg, hittir þar mann sem nauðgar henni og myrðir síðan. En brjóst Lönu urðu áhorfendum ógleym- anleg — og þeir vildu fá meira að sjá. Árið 1946 var Lana Turner orðin ein af eftirsóttustu kvikmyndaleikkonum Bandaríkjanna og ein af þeim 10 rík- ustu. Hún var drottning MGM-kvik- mýndaversins. Og hún var drottning samkvæmanna og safnaði karlmönn- um eins og aðrar konur kaktusum. Frank Sinatra, Howard Huges, Tyrone Power o.s.frv. o.s.frv. og slúðurdálk- arnir fylgdust náið með gangi mála eins og þeirra er vani. Hún giftist nokkrum sinnum, fyrst hljómsveitarstjóranum Atrie Smith, þá Steve Crane (faðir Cheryl), Bob Topping milljónamær- ingi og síðast Lex Barker. Hún þráði að eignast barn rrieð Barker en það tókst ekki, hún missti fóstrin. Hún á aðeins að hafa elskað einn allra þessara manna, Tyrone Power. En eigingirni og afbrýðisemi Lönu gerði út af við samband þeirra. Og árið 1957 setti MGM hana út af samningi, fefill henn- ar virtist á enda. Ekki ókunn ofbeldi Hún þekkti ofbeldi, bæði úr hjóna- böndum sínum og ástarsamböndum. Einn eiginmanna hennar hafði fleygt henni niður stiga, annar slegið hana ut- an undir opinberlega og sá þriðji jós yf- ir hjjna kampavíni á Ciro — aðalstaðn- um í skemmtanalífi stjarnanna. Hún hafði hlaupið út grátandi. Iðulega gekk hún með sólgleraugu til að fela glóðar- auga. Hún virtist gera sér far um að krækja í ofstopafulla karlmenn. Sjálf Hollywood, föstudaginn langa 1958. Síminn hringdi hjá Jerry Geisler, dýr- asta og fínastalögfræðingi kvikmynda- borgarinnar. Kunnugleg rödd sagði í símann: „Þetta er Lana Turner. Það hefur dálítið voðalegt komið fyrir. Get- urðu komiðstrax.” Jerry Geisler lét ekki bíða eftir sér. Hann fór strax beinustu leið heim til Lönu í Beverly Hills-villuna hennar.- Lana beið hans útgrátin, dóttir hennar, Cheryl, var í móðursýkiskasti. Ástæðan kom fljótt í Ijós — i bleikj blúndóttu svefnherbergi kvikmynda- stjörnunnar lá blóðugt lík Johnny Stampanato, fýrrverandi lífvarðar gangstersins Mickey Cohen. Stamp- anato, alræmdur kvennabósi — elsk- hugi Lönu Turner hafði verið stunginn til bana. Eftirsóttur efstjörnunum Johnny þessi Stampanato var frægur gæi — honum hafi verið úthlutaður óopinber óskar fyrir frammistöðu sína i svefnherbergissenum. Árið 1957 hafði Johnny upp á leyninúmeri Lönu og sló á þráðinn til hennar. Hann vissi vel — eins og reyndar öll bandaríska •þjóðin vissi líka — að Lana var nýskilin við Lex Barker, Tarzan-hetjuna sjálfa. Og Johnny þóttist vita að Lana væri einmana og til í tuskið. Hann bauð henni út, lét falla nöfn nokkurra sam- eiginlegra kunningja, minntist á óskar- inn og Lana lét tilleiðast að hitta hann. Johnny átti og rak gjafavöruverzlun í Hollywood um þetta ieyti. En verzlun- in var meira það sem kallað er grima, afsökun. Hann skipti sér lítið af rekstri hennar. Þess í stað einbeitti hann sér að ríku kvenfólki. Lana komst ekki að því fyrr en eftir dauða Johnnys að hann hafði verið giftur þrisvar sinnum og átti 10 ára gamlan son. Hún vissi þó að hann var í nánum samböndum við glæpaheima Kaliforníu, en það skipti hana litlu máli. Þvert á móti virtist það verka eggjandi og æsandi á hana að hafa alvöru-glæpon fyrir fylgdarsvein og elskhuga. Hann gekk jafnvel með byssu í beltinu! Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.