Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Qupperneq 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982.
Dýr in mín 1 bl láogi m lai rin
r — 1 heimsókn á Dýraspítala Watsons í Víðida il
Konudagurinn
er á morgun
Lítið inn
í nœstu blómabúð
*■
W
^Blóma
fiamleiðendur
„Nei, hrikalega er þetta loðið kvik-
indi — og sjáðu þennan, sá er nú væru-
kær,” voru orð Gunnnars ljósmyndara
við blaðamann þegar þeir stigu fæti inn
á Dýraspítala Watsons í Víðidal við
Reykjavík skömmu eftir nón einn sól-
rikan vetrardaginn í mánuðinum.
Frískir voru þeir
Hann átti við stóran og fagran
angórakött og annan álíka mikinn, sem
lágu heimakærir í anddyri spítalans.
Greinilegt var að hvorugur þeirra var
að koma eða fara í aðgerð, því að frísk-
ir vo. u þeir og vel á sig komnir:
„Sennilega heimiliskettir”, hugsaði
blaðamaður meðsér.
Brátt bar ofurstóran og stæltan hund
að og tók hann komumönnum fálega,
lagðist á gólfið og sofnaði.
Leið svo um stund, unz dýralæknir-
inn á staðnum, Ragnar Ragnarsson lét
sjá sig. Andstætt hundkvikindinu tók
hann aðkomumönnum vel og bauð
þeim til sætis á skrifstofu sinni. Sagði
hann að brátt hæfist heimsóknartími
og mætti því fara að búast við fólki
með heimilisdýr sin til rannsóknar.
Ekki leið á löngu, þangað til fyrstu
viðskiptavinirnir luku upp hurðinni og
voru þar á ferðinni Baldvin Þórarins-
son og Ingunn Ingvadóttir ásamt ríf-
lega stórum pappakassa. Innihald hans
reyndist vera dáfalleg læða auk
kettlingsræfils, sem eitthvað illa virtist
kunna við sig í henni veröld. Hvæsti
hann ákaft á viðstadda og lét öllum ill-
um látum þegar hann var tekinn úr
kassanum. Var hann þó ekki mikill á
velli, þegar til kom. Má vera að hann
Hvuttinn Ferró ásamt eigendum sinum, Svölu Guðjónsdóttur og Ólafi Haukssyni.
Verið er að taka þráðinn úr kviðnum á Ferró, en sá hinn sami var geltur á dögunum.
háðslega.
„Slíkar vangaveltur eru nú ekki til
umræðu hérna,” segir Ragnar annars
hugar og lýkur við sjúkraskýrsluna.
Þessu næst tekur hann Rósu og af-
kvæmið i fang sér og heldur áleiðis inn
á legudeildina, sent er inn af sjúkrastof-
unni. Þar fá „ntæðgurnar” sérklefa
með flestum nútíma kattaþægindum —
og bíða síns tíma; Rósa þessi að verða
ófrjövguð og kettlingurinn þess að fara
til kattahiminsins.
„Ætli ég sinni þeim ekki á morgun,”
segir Ragnar um leið og hann lokar
klefanum.
Líffræðilegar vangavettur
Hvernig eru þessar aðgerðir frarn-
kvæmdar? spyr ég eftir að vera búinn
að jafna mig á þessum döpru örlögum
sem bíða kattargreyjanna.
,,Ja, kettlingurinn fær fyrst svo-
nefnda deyfilyfssprautu, sern hann
sofnar út frá. Þar á eftir er vægu
svefnlyfi sprautað í æð á honum. Þetta
er sem sagt algjörlega sársaukalaus
meðferð sent greyið fær.
Læðan fær hinsvegar deyfingu fyrst,
unz hún er skorin upp og legið fjarlægt
úr henni. Nokkrum tímum síðar er hún
vöknuð og lætur sem ekkert hafi í skor-
ízt. Saumurinn er svo tekinn úr henni
ca 10 dögum síðar,” segir læknirinn
eins og ekkert sé auðveldara í veröld-
inni.
Eftir þessar líffræðilegu vangaveltur
er knúiðdyra á skrifstofu Dýraspítalans
hann í fang sér og heldur inn á sjúkra-
stofuna. ,,Þú hefur nú eitthvað verið
að naga í sauminn, vinurinn, það er
greinilegt. En okkur er ekki til setunnar
boðið. Þú verður að halda honum,”
segir læknirinn og bendir á Svölu. Hún
tekur til óspilltra málanna á meðan
Ragnar sækir töngina og nteð einu
handtaki er saumurinn horfinn úr
kviðnum. En mikið óskaplega fann
blaðamaður til með hundkrílinu á
meðan aðfarirnar stóðu sent hæst. En
allt tekur enda og þegar hvuttinn er bú-
inn að jafna sig hverfa eigendur hans á
burt með geldinginn undir hendinni.
,,Þá er þessu verkefni lokið,” segir
Ragnar, ,,en ætli það sé ekki bezt að ég
fjarlægi umbúðirnar af honum Trú-
fast. Hann skar sig illa á dögunum,
greyið, en er nú allur að ná sér.”
Við höldum á eftir Ragnari inn á
hundalegudeildina, þarsem hundurinn
Trúfastur er fyrir. Hann er af collie-
kyni og því nokkuð stór, en Ragnar
lætur það ekki aftra sér við að lyfta
honunt upp í fangið og halda á honunt
fram á sjúkrastofu.
„Sættede sig"
„Það er Dani sem á hann þennan og
þessvegna heitir hundurinn þessu
skondna nafni,” segir Ragnar um leið
og hann skipar þeim danska að setjast.
Það gengur eitthvað ógreiðlega, en þeg-
ar Ragnar grípur til dönskukunnáttu
sinnar þá sezt hundurinn umsvifalaust.
,,Þeim gengur alltaf illa að skilja ís-
og inn koma hjónin Ölafur Hauksson
og Svala Guðjónsdóttir, ásamt dóttur-
inni Helenu og litlu hvítkrulluðu hund-
kríli sem ber það höfðinglega nafn,
Ferró.
hafi haft hugboð um það sem beið hans
— og skal þá engan undra fár hans —
því að sögn Ingunnar hafði hún hug á
að láta farga honum:
,,Ég vil helzt ekki gefa hann. Það er
svo misjafnlega farið með þessa vesa-
linga og ég vil ekki taka neina áhættu.”
Úrsambandi
Hvaðá að gera við læðuna?
„Hana Rósu mína? Það á að taka
greyið úr sambandi. Hún er búin að
gjóta tvisvar og mér finnst það alveg
nóg. . . ”
Nú grípur Baldvin inn i umræðurnar
og spyr hvort þetta verði mikil aðgerð á
henni Rósu.
„Nei, þetta er ósköp lítil og saklaus
aðgerð og veldur henni engum
sársauka,” segir Ragnar hughreystandi
og tekur til við að útfylla sjúkraskýrslu
kattanna.
„Þetta er þá kannski eitthvað í lík-
ingu við kjallaraaðgerðirnar á konunt,
eða hvað,” bætir Baldvin við og glottir
Ingunn Ingvadóttir með heimilislæðuna Rósu, sem átti að taka úr sambandi. Kettlingnum hennar átti hins vegar að fargz
Gekfíngurínn
Ferró litli var geltur á dögunum og
skyldi saumurinn verða fjarlægður úr
honum.
„Þú ert væntanlega bráðhress, Ferró
minn,” segir Ragnar þegar hann tekur
Texti: Sigmundur
Ernir Rúnarsson
Myndir: GunnarV.
Andrésson