Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Síða 13
13 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Á nýafstaðinni kvikmyndahátíð voru margar góðar og athyglisverðar kvik- myndir sýndar. Járnmaðurinn eftir Andrzej Wajda var ein af þeim mynd- unt sem vakti hvað mesta athygli enda stórvel gerð mynd, sem notar altalað umhverfi og atburði sem myndefni. Meginefni þessarar greinar er ekki myndin sjálf, heldur viðtal við leik- stjórann Wajda frá þvi í ágúst í sumar, áður en herlög voru sett, en eins og kunnugt er af fréttum er staða hans af- skaplega ótrygg núna. Viðtalið, sem þýtt er úr „Sight and Sound” veturinn 81/82, snýst að mestu um Járnmann- inn, en einnig er margt fróðlegt að finna um Marmaramanninn. Má nefna það t.d. að hugmyndin að Marmara- manninum er frá því 1960 og handritið álíka gamalt. Wajda og félagar hans fengu hins vegar ekki leyfi til fram- leiðslu á myndinni fyrr en 1977. (Viðtalið, er hér fer á eftir, er talsvert stytt). Sp:...heldur þú að þriðja nianna myndin, nokkurs konar trílogía verði til? W: Nei, ég held það verði ekki fram- hald af Járnmanninum. Það er alltaf vafasamt frá listrænu sjónarhorni að halda áfram verkefni, því vel má, vera að engar listrænar ástæður séu fyrir þvi. Reyndar sé ég enga mikilvæga at- burði sem gætu orðið efni í framhalds- mynd. Báðar myndirnar eru nátengdar lífi og dauða—Járnmaðurinn var að hluta til vegna þess að ég hafði tæki- færi til að sýna í þeirri mynd nokkra hluti sem ég vildi hafa sett í Marmara- manninn, sérstaklega atburðina sem tengdust dauða Birkut. Sp: Hversu mikið aðstoðaði SAMSTAÐA þig við töku Járnmann- sins? W: Þer gátu ekki hjálpað eins mikið og þeir vildu. Vegna þess að ntyndin er tekin að vetri en átti að gerast sumarið á undan, þá var frá byrjun ljóst að eng- in leið yrði að búa til múgatriði. Við: gátum ekki beðið til sumarsins 1981; myndinni varðaðljúka eins fljótt og auðið varð. ímyndaðu þér hvemig yrði að gera hana núna! SAMSTAÐA hjálpaði okkur að endurskapa staðinn þar sem samningurinn var undirritað- ur, en stærsta framlag þeirra var ein- faldlega drepandi áhugi þeirra á að myndin yrði yfir höfuð gerð. Sjálft verkalýðsfélagið tók engan þátt í sjálfri framleiðslunni. Við fengum heimildarefni úr „Workers ’80, úr sjónvarpsmynd Engler „August ’80” og filmum tekn- nunt af erlendum fréttamönnum. Ég notaði einnig búta úr pólskri frétta- mynd frá 1970, og ég hafði frjálsar hendur að nota hvaða filmubúta sem ég sá. Járnmaðurinn kostaði í kringum 16 milljónir zlotys, sem er ntjög ódýrt (nokkrar nýlegar pólskar ntyndir kosta allt að 100 milljónir). VIÐTALV1D ANDRZEJWAJDA ÚrkvJkmynd VVajda, Jimmaöurinn, som sýnd var é síðustu kvikmyndahátíO. Sp: Hvernig útskýrir þú að þrátt fyrir búsetu í einræðisþjóðfélagi tekst þér að skapa myndir, er draga í efa gæði sjálfs samfélagsins sem fjármagnar þær? Sumir gagnrýnendur gætu jafnvel álitið pólskan kvikmyndaiðnað sekan um of ntikla undanlátssemi, a.m.k. á sumum tímum eftir stríð. W: Ef ég heyrði slíkar skoðanir myndi ég segja að það fólk vissi ekkert og skildi ekkert hvað væri á seyði í Póllandi.Það er ekki alveg satt að við búum við einræðisþjóðfélag. Við gerð þessara mynda gerðum við ekkert sem taldist ólöglegt. Það er ómögulegt að gera kvikmyndir í neðanjarðarand- spyrnu og við gerðum kvikmyndir sem okkur fannst að væru eftirsóttar en fullkomlega löglegar. Hafa ber í huga að áður en mynd er gerð hér verður hún að fara í gegnum menningarmála- ráðuneytið og fá opinbert leyfi, og að vissu leyti voru það ekki aðeins kvik- Kvikmyndir Örn Þórisson Lech WaJosa. Hann takJJ myndJna ofróttæka. Andrxa! Wafda. ík að búa yfir framsýni til að skipu- leggja kvikmynd á þann hátt að hún gæli ekki auðveldlega verið klippt. Ef þú gerir mynd sem inniheldur aðeins nokkur óaðgengileg atriði þá er auðvelt að banna hana. Vinir rnínir sannfærðu mig um að kiippa úr Marmaramannin- um atriði sern sýndi dauða Birkut, annars yrði myndin stöðvuð. Ég gerði það, því ég taldi atriðið ekki ráða úr- slitum fyrir ntyndina. myndaleikstjórar, heldur rnargir menningarfrömuðir og jafnvel stjórn- málamenn, sem vildu að þessar myndir væru gerðar. Vegna þess að við gerðum þessar myndir á Iöglegan hátt urðum við aldrei fyrir afskiptum eða árásum frá hendi öryggissveitanna. Sjálfar mynd- irnar voru oft óaðgengilegar fyrir yfir- völd, og það var stundunt ákveðin takt- Við gátum gert myndir á borð við Marmarantanninn vegna þess að við bentum sífellt á eftirspurn eftir slikurn myndum og á skyldu okkar að mæta þeirri eftirspurn. Það var mjög mikil- vægt að mikill meirihiuti kvikmynda- fólks stóð að baki þessari kröfu, að þessu sameiginlega átaki. Sp: Járnmaðurinn hlaut ekki al- menna viðurkenningu í Póllandi. Einn af þekktustu kvikmyndagagnrýnendum Póllands var sérstaklega dómharður á listrænan heildarsvip myndarinnar og var andsnúinn „flashback” atrið- unum. Walesa taldi að hún væri of ró- tæk. Hvernig bregztu við þessum skoð- unum? W: Ég hef lesið þessa gagnrýni og ég held að gagnrýnandinn sem urn ræðir geri sömu vitleysuna aftur og aftur, þ.e. hann reynir að vera frumlegur hvað sent það kostar. Árið 1958 skrif- aði hann gagnrýni um „Ashes and Diamonds”...sem byggðist á því að Cybulski (aðalleikarinn) gekk í þröng- uni gallabuxum i myndinni (sem á þess- um tíma voru táknrænar fyrir vestræna menntamenn) og að slíkar buxur hafi ekki verið tízka þegar myndin átti að gerast, þ.e. i stríðinu. Hvað Walesa varðar held ég að hann hafi viljað segja eitthvað um myndina en hafi ekki getað orðað það nákvæmlega. Ég þekki viðbrögð fólks í Póllandi við myndinni— sumt hef ég séð gráta yfir vissum atriðum— og ég þarf engin önnur ummæli. Sp: Eftir að hafa vakið mikla athygli á Vesturlöndum með Járnmanninunt, heldurðu að þú komir til með að vinna oftar en áður erlendis? W:Ég hef í nokkur skipti reynt að gera myndir á Vesturlöndum en þær hafa aldrei tekizt. Minn styrkleiki býr í Póllandi þar sem ég hef reynt í mörg ár að skilja þjóðina og þar seni frábært tæknifólk aðstoðar mig. Þegar ég fer til annara landa skil ég eftir allan styrk niinn; ég er aðeins einn af þúsundunt leikstjóra, öfugt við það sem er í Pól- landi, þar sem staða mín er árangur tuttugu ára vinnu. Eins og áður kom fram var þetta við- tal við Wajda tekið í ágúst siðastliðn- um, en í ljósi síðustu atburða i Póllandi ntá gera ráð fyrir að ef það væri tekið í dag þá myndi Wajda ekki vera bjart- sýnn á búsetu í heimalandi sínu. Reyndar er hann þegar viðtalið er tekið að vinna að fransk-pólskri kvikmynd sem fyrirhugað vár að taka í Frakk- landi, með leikurum frá báðunt lönd- um. Hvað framtíðin ber í skauti sínu fyrir Wajda er ekki gott að segja. Vonandi fær hann þó tækifæri til að sinna sinni köllun. Hæfileikar hans sem kvik- myndaleikstjóra verða ekki dregnir í efa— hætt er hins vegar við að vinnu- tækifærum fækki. Verkfallsnafnd að störfum í Leninverksmiöjunum i Gadansk. Örn Þórisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.