Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1982, Side 20
Og þá er það bolludagurinn „Bolla, bolla,” hrópuðu krakkarnir I Steinahlíð með miklum tilþrifum. „Ég ætla fyrst að flengja pabba og svo mömmu.” Að fíengja menn með vendi Bolludagurinn er á mánudaginn 22. febrúar, en svo er nefndur mánudagurinn í föstuinngangi. Þetta heiti hans mun reyndar vera tiltölu- lega ungt, en fyrirbærið sjálft þó nálægt hundrað ára gamalt hérlendis. Bendir flest til, að siðurinn hafi borist hingað fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara, sem settust hér að. Að flengja menn með vendi og fá rjómabollur að launum Þessa er getið i blöðum frá þessum tíma, svo og í endurminningum fólks frá síðari hluta síðustu aldar. Slíkar fylkingar virðast hafa farið um götur ísafjarðar, Stykkishólms, Akureyrar, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur að minnsta kosti. (DV-myndir GVA). í bók Árna Björnssonar, Sögu daganna segir, að aðalþættir bollu- dagsins séu tveir, að flengja menn með vendi, áður en þeir komast úr bólinu og fá i staðinn eitthvert góð- gæti, hér rjómabollur. „Þennan bolluvönd á ég.” Fyrra atriðið mun eiga rót sína að rekja til þeirra hirtinga og písla, sent ntenn lögðu á sig og aðra sem iðrunarmerki á föstunni til að minn- ast pínu frelsarans. En eftir siðbreyt- inguna þróaðist þetta hvarvetna smám saman yfir í gamanmál. Bolluátið mun hinsvegar vera leifar frá því að „fasta við hvítan mat”, nenta nú var hann mun betur úti látinn en fyrrum. „Hafnfirðingar vildu ekki vera minni menn." En hvert skyldi vera upphaf bollu- dagsins á íslandi? Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, svarar þvi. „f endurminningum Knud Ziemsen, borgarstjóra, Við fjörð og vík, sem Lúðvík Kristjánsson skráði kemur fram, að í Hafnarfirði í kringum 1880— ’90 höfðu strákar með sér félög, þar sem þeir méðal annars gáfu út blöð. Þeir héldu reglu- lega fundi og á einurn þessara funda kom upp sú tilllaga að fara fylktu liði um götur eins og gert sé í höfuð- staðnum. Þetta var samþykkt sam- hljóða, því Hafnfirðingar vildu ekki vera minni nienn en Reykvíkingar. Krakkarnir gengu svo fylktu liði um göturnar, iðulega syngjandi búni r stríðsklæðum og trévopnum. Þeir fóru í verzlanir og fengu sælgæti eða í hús, þar sem þeir fengu peninga til að kaupa kökur eða sælgæti fyrir. Hvenær þessi siður leggst niður er nijög óljóst, en líklega hefur það verið öðru hvorurn rnegin við alda- mótin, nema á Akureyri, sem siðnum ,Hver skyldi eiga þennan bolluvönd?” „Ég get nú ekki neitað þvi að það er pfnulitið þreytandi að búa til bolluvönd.” svo hæg sé að flengja pabba og mðmmu að morgni bolludags. Við hér á DV heimsóttum einn leikskólann t vikunni. Þar skein einbeitnin út úr hverju andliti, enda mikið í húfi, það á sko að koma pabba og mömmu á óvart með flottum bolluvendi. -KÞ. „Þetta er voða einfalt að búa til bolluvönd. Maður bara klippir og limir soldið og svo er bolluvöndurinn til.” hefur verið haldið við æ síðan. Hann hefur þó færst yfir á öskudaginn þar, en þá slá Akureyrarkrakkarnir „köttinn úr tunnunni að dönskum sið.” Bernhöftsbakarí fyrst með bollurnar? — En hvenær komu bollurnar? „Það hefur sennilega verið fyrir um hundrað árum eða unt svipað leyti og bakaríin fóru að spretta hér upp. Þetta er innfluttur siður, því fyrstu bakararnir hér voru danskir og norskir. Fyrsta bakariið i Reykjavík var Bernhöftsbakarí, sent þá var til húsa í Torfunni og vafalaust hafa þeir haft á boðstólum rjómabollur eða allavega einhvers konar rjóma- kökur í tilefni dagsins,” sagði Árni Björnsson. Flottir bolluvendir Þótt krakkar í Reykjavík fari ekki enn fylktu liði unt götur borgarinnar á þessum degi búa þó allir sent vettlingi geta valdið sér til bolluvendi, að minnsta kosti sntáfólkið. Á barna- heimilunum og í leikskólunum er allt á ferð og flugi vikuna fyrir bollu- daginn til að gera vöndinn kláran,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.