Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982.
Aðalfundur
Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn
að Borgartúni 18, laugardaginn 27. marz nk. kl.
14.00.
Dagskrá:
Vcnjulcg aðalfundarstörf
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum þeirra
föstudaginn 26. marz í afgreiðslu sparisjóðsins að
Borgartúni 18 og við innganginn.
Stjórnin.
Veljum
íslenzkt
veljum vandað
Mjög hagstætt verð
og góðir greiðsluskilmálar
Lítið inn og skoðið
okkar mikla húsgagnaúrval
Verzlið þar sem úrvalið er
mest og kjörin bezt
Opið laugardag kl. 9— 12,!
Húsgagnasýning sunnudag kl. 14 til 16.
Trésmiðjan
IDúnahúsinu
Síðumúla 23
Sími 39700
/
Neytendur Neytendur Neytendur
Af orkuverði á Vestfjörðum og víðar
A áttunda þúsund fyrir
rafmagn í tvo mánuði
bjartari tímar f ramundan
Það er ekki ofsögum sagt af
raforkuverðinu víða um land. Okkur
hafa nýlega borizt nokkrir reikningar
frá fólki í Hólmavík, bréf víða að og
könnun á kyndingarkostnaði i
Grundarfirði.
Hrikalegasta dæmið er um hús í
Hólmavík. Þar eru tveir rafmagns-
reikningar sem bárust núna í febrúar-
byrjun upp á samtals 7410,80 kr. ef
greitt er fyrir eindaga, annars fer
upphæðin í 7639,30. Hrikaleg tala en
þvi miður sönn. Húsið er reyndar illa
einangrað að því er segir í bréfi frá
íbúa þess. Meðalhiti i því er 20 stig.
Samkvæmt fasteignamati er húsið
657 rúmmetrar, þar af stór bílskúr.
Rafhitun var sett í húsið í október. í
því er Danfoss kerfi á öllum ofnum.
Skýringin á því hvað þetta hús er með
mikinn kyndingarkostnað kann að
liggja í lélegu einangruninni. Lítum
því á fleiri dæmi.
Maður í 196,1 fermetra húsi (610
rúmmetrar samkvæmt fasteignamati
sem hann telur reyndar of hátt) fær í
janúar tvo rafmagnsreikninga upp á
samtals 4444,70 ef greitt er fyrir ein-
daga, annars 4520,10. Hiti í húsinu er
20—22 stig. Þarna er ekki um að
ræða að húsið sé illa einangrað
heldur er þetta 3 ára gamalt steinhús
sem vel er einangrað. Með í rúmmál-
inu er talinn bílskúr. Á síðasta ári
voru hitareikningar fyrir þetta hús
hvorki meira né minna en 14.484,10.
Með í þeim reikningum er samt ekki
kostnaður vegna einnar dælu sem er
áheimilistaxta.
í næsta húsi er kostnaðurinn
svipaður. Þar ber eiganda að greiða
4118,65 fyrir eindaga eða 4245,60 ef
ekki er greitt fyrr en þar á eftir. í
þessu húsi eru rafmagnsofnar. Það er
620 rúmmetrar samkvæmt fasteigna-
mati. Húsið er tíu ára gamalt en í
góðu standi.
Meira segja þeir sem nær aldrei
eru heima ög nota því lítið rafmagn
þurfa að borga mikið. Þannig má
nefna dæmi um konu sem borgar
1182,95 núna í febrúar. Hún er lítið
heima, eldar nær aldrei því hún
borðar annars staðar. Hitinn er líka
langmestur liður í upphæðinni,
936,92 krónur. íbúðin er þó lítil og
aðeins tveir ofnar í henni.
Fjölskylda á ísafirði segir okkur
svipaðasögu. Hún býr í 160 fermetra
raðhúsi, þar með talinn bílskúr.
Þessari fjölskyldu var gert að borga í
rafmagn á síðasta ári 19.329 , 50 eða
1610,80 krónur á mánuði. Borgað
var eftir svonefndri markmælingu,
12 kílóvattstundum, bæði til hús-
hitunar og ljósa. Segist þessi fjöl-
skylda á fsafirði þó sleppa vel miðað
við margar aðrar.
Olíustyrkinn til orkusparandi aðgerða?
Hægt að fá lán til breytinga á
húsum til orkusparnaðar
Hólmvíkingur minnist á það í bréfi
sínu, sem getið er hér á síðunni, að
mönnum finnist óréttlátt að sá olíu-
styrkur, sem fólk missir við að fá raf-
hitun, skuli ekki fara til niðurgreiðslu
á hinu gífurlega rafmagnsverði. í
sama streng tók Björn Friðfinnsson
formaður orkusparnaðarnefndar í
ávarpsorðum sínum á ráðstefnu sem
haldin var um orkusparnað í febrúar.
Að ráðstefnunni stóðu Samband
íslenzkra sveitarfélaga og
orkusparnaðarnefnd iðnaðar-
ráðuneytisins.
Björn sagði þá meðal annars: „Hér
er um algjöra endaleysu að ræða að
minu mati. Ef ætlunin er að draga úr
húshitunarkostnaði fólks á olíuhituð-
um svæðum á að beina fjármagninu
fyrst og fremst til orkusparandi
endurbóta á húsnæði þess. ’ ’
Menn geta með umsókn fengið lán
til orkusparandi aðgerða, þó með
ýmsum sldlyrðum. Lög þar um voru
sett í hittifyrra og lánað eftir þeim til
189 íbúða á síðasta ári. Langflestar
lánveitingar fóru til Vestfjarða og
Austfjarða. Lánað er til fleiri íbúða á
Vestfjörðum en aftur meira til hverr-
ar á Austfjörðum. Menn geta sótt um
slikt lán, kyndi þeir með olíu eða raf-
magni, annaðhvort beint eða með
fjarvarma og eigi ekki von á hitaveitu
næstu 3 árin. Fólk á „dýrum” hita-
veitusvæðum getur einnig fengið lán
ef kostnaður þess við kyndingu er
sem næst jafnmikill og kynt væri
meðolíu.
Lánaður helmingur
Lánað er til ísetningar á tvöföldu
gleri þar sem einfalt var fyrir. Þar
sem einangrun útveggja var ófull-
nægjandi og sömuleiðis ef einangrun
þakplötu er ekki næg. Lánað er til
skipta á lágþrýstum olíubrennara í
háþrýstan og tii skipta á olíukynd-
ingu í rafhitun. Lágmarkskostnaður
verður að vera 15 þúsund krónur svo
lánséveitt.
Lánað er 50% af kostnaðaráætlun
þegar verkið er langt komið. Það er
endurgreitt á 11 árum. Verður sparn-
aður við að vinna verkið að vera það
mikill að hann greiðist upp á þeim
tíma í lækkuðum kyndingarkostnaði.
Lánið er að fullu verðtryggt með
2,25% vöxtum. Til tryggingar því er
tekið veð i fasteign.
Það er Húsnæðisstofnun rikisins
sem veitir þessi lán. Hún metur einnig
í hverju einstöku tilfelli hvort menn
eru hæfir til þess að fá lán. Það er
einnig húsnæðismálastjórn sem
ákveður að lána helming til verksins
þó í lögum segi að lána megi allt að
75%.
í fyrra var eins og áður sagði lánað
til 189 íbúða. Umsóknir sem bárust
voru hins vegar 349. Ugglaust fær
eitthvað af því fólki sem ekki fékk úr-
lausn, þá lán á þessu ári. Hinir hafa
ýmist fengið neitun eða verið færðir
yfir í annan lánaflokk, í endurbóta-
lán sem eru til dýrari framkvæmda.
Að þessu sögðu má ljóst vera að
hægt er að fá stuðning hins opinbera
við að spara orkuna. En lánið verður
að teljast fremur óhagstætt miðað
við verðbólguna eins og hún hefur
verið. Því verða menn að vega og
meta í hverju tilfelli hvort það borgar
sig fyrir þáað taka svona lán. DS
argus
soiui frasögn
af konunni sem
losnaði undan ofurvaldi eiturlyíjanna með hjálp Hans,
konu svo harðsvíraðri að ekkert gat fengið hana til að
tárfella. Sagan er sögð eins og hún raunverulega
gerðist, spennandi, kröftug og stundum ógnvekjandi.
Metsölubækur Samhjálpar: Krossinn og hnífsblaðið
1978, Hlauptu drengur hlauptu 1980 og Láttu mig
gráta 1981.
í ; J" Metsölubækur Samhjálpar: Krossinn og hnífsblaðið
■■ m Æk M ÆL 1978, Hlauptu drengur hlauptu 1980 og Láttu mig
ORA1A gráta 1981.
Þriðja metsölubók Samhjólþar