Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Síða 7
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982.
Neytendur
Neytendur
ÖRKUBÚ VESTFJARÐA
/ Póslhóll 220 - 400 Isaljórður
ORKUREIKNINGUR Nr. 132250
FVRRI ALE«tua
m —d | SL-Ai
Mr | Skynng i r
2.1 Htl'ULI 10-51 A4560 12-.S1
_ NOTMIN ______| VERO | UPPHÆDIR
M.ign i 12 j * einingu j Kr/.ur
2.3A0 KWH 0*57 1.333.80
61 DAGAR' 0*99 60*39
HLUTUR ORKUBUS 1.39A*19
SÖLUSK. 23.50Þ 327*63
VERDJ.GJ. 19*006 264*90
REIKM.UPPH.
ATH.: REIKNINGSUPPHÆO VERÐUR EFTIR EINDAGA
i — KB *-'■ -■
| 2.047*9
• p FALIINN i ö.lALDOAGA VIHSAML EGAST GREIDID HANN
3‘JNAJARÖANKA ISL. HJLMAVIK
MUNIO AO TILKYNNA
OHKUBUINU SEM FYRST
ADSETURSSKIPTI YÐAR
ÓRKUBU VESTFJARÐA
Pnslholl ?.'0 • 40C :sa!|OrSur
ORKUREIKNINGUR
> V' %
Nr. 132251
' 4XTI j FYRRI ALESTUR I SE.NN: ALESTUR j TIMI | NOTKUN ] VERO I UPPHÆOIR
j >•' ] Skýring ' m-d f Surta , m -d j Starta | ú I Magn j Ein j *“lnln0u | Kr/«ur 4.3 MITJ.4 10-31 3Í)U0 12-31 ’1300 18-300 KWH 3,28 5-124,00 íFLGJaLU/FLATABM-GJ- 61 20,00 KW 0,20 244*00 ! ÉASTAGJALD 61 0AGA9 0,92 56*12
HLUIUK ORKUBUS 5-424*12
HUSVEITUNUMER
•srv '• ■ >- )! r .2-02-23
REIKN.UPPH. >^424*40
■•: i.r r.WnAGA | 5.591*35 |
Þetta eru hæstu rafmagnsreikningar hjá einstaklingi sem við höfum ennþá séö
fyrir tveggja mánaða tímabii. Reyndar var húsió illa einangrað, en upphæðin er
eigi að siöur hrikaleg.
Þá fengum við lítinn miða frá
Hvolsvelli. Á honum stendur að fyrir
desember og janúar séu greiddar
2.600 krónur fyrir rafhitun. Fyrir ljós
þess utan 900 krónur. Húsið er vel
einangrað en ekki stendur á miðanum
hvað það er stórt.
Olían á svipuðu
verði
í bréfi sem okkur hefur borizt frá
Bolungarvik er sögð saga af hinni
hliðinni á sama peningnum. Hvað
kostar að kynda þegar notuð er olía.
Þar segist bréfritari fara með um 2
þúsund krónur í olíu sem dugar í 1 og
1/2 til tvo mánuði. í Bolungarvík er
hins vegar ekki greiddur olíustyrkur
vegna þess að menn eiga kost á því að
fá rafhitun á svipuðu verði og því
sem tíðkast á Hólmavík.
Loks má geta verðkönnunar sem
blaðið Birting gerði á kyndingar-
kostnaði í Grundarfirði. Kannaður
var kyndingarkostnaður í 112
fermetra einbýlishúsi sem kynt er
með rafmagni og öðru aðeins stærra
(114 fermetrar) sem kynt er með
olíu. Rafkynta húsið þurfti til upphit-
unar allt síðasta ár rafmagn fyrir
12.173 krónur, eða 1.014 á mánuði.
Olíukynta húsið þurfti olíufyrir
12.144 allt síðasta ár eða 1012krónur
á mánuði. Sá sem það hús átti var
hins vegar svo heppinn að eiga rétt á
olíustyrk þannig að upphæðin
minnkaði um 373 krónur á mánuði.
Kyndingarkostnaður varð því i raun
639 krónur á mánuði. Það er því
orðið töluvert ódýrara fyrir manninn
að kynda með olíu en rafmagni.
ölíustyrkur eða
olíustyrkur ekki
Þá er komið að því sem mörgum
finnst vera kjarni málsins. í bréfi frá
einum af Hómvíkingunum segir að
mönnum þar í plássinu finnist verst
að verið er að hvetja menn til þess að
koma sér upp rafhitun í stað olíu-
kyndingar, vitaskuld á þeirri for-
sendu að slíkt væri ódýrara. Hins
vegar kemur i ljós að kyndingin sjálf
er dýrari, jafnvel þó mikill stofn-
kostnaður við að koma upp rafhitun
sé ekki talinn með. Mönnum finnst
einnig óréttlátt að olíustyrkurinn,
sem þeir missa þannig af, skuli ekki
fara til þess að greiða niður þetta
gífurleg rafmagnsverð.
Samanburðurinn við suðvestur-
hornið svíður lika í augum. Þannig
segir Birting í Grundarfirði frá því að
fyrir 130 fermetra einbýlishús í Kópa-
vogi hafi aðeins verið greitt 2280
krónur fyrir hita á öllu síðasta ári.
Það gera 190 krónur á mánuði. Mis-
munurinn á þeirri tölu og jafnvel
lægstu tölunni á Hólmavík er gífur-
legur.
Betri tímar
Vestfirðingar sjá hins vegar fram á
eitthvað betri tíma því Rafmagnsveit-
ur ríkisins og Orkubú Vestfjarða
hafa gert samning um sölu á afgangs-
orku til húshitunar á lágu verði.
Gerður hefur verið samningur sem
nær til 1. október. Þá fær Orkubúið
kílóvattstundina á 5,5 aura. Fyrir
orkuna borgar það hins vegar venju-
lega um 30 aura þannig að munurinn
er umtalsverður. Gert er ráð fyrir að
um 28 gígavattstundir verði seldar á
ári með þessum hætti til að byrja
með. Orkan er hins vegar með öllu
ótrygg og er unnt að rjúfa hana fyrir-
varalaust hvenær sem er. Er þá olía
látin taka við.
Ef samningar verða endurnýjaðir í
haust leggst viðbótarkosnaður, sem
nú er ekki tekinn inn í dæmið, ofan á
orkuverðið. Það verður þá 8,5 til
8,75 aurar á kílóvattstundina.
Jakob Ólafsson, rekstrarstjóri
Orkubúsins, sagði að verulegur
sparnaður kæmi hins vegar ekki til
fyrr en með haustinu ef samningur-
inn verður endurnýjaður. Hann sagði
að þó gefið væri upp að venjulegt
orkuverð væri 30 aurar á kílóvatt-
stundina færi það niður í 7 aura á
sumrin. Sparnaðurinn í sumar er því
aðeins hálfur annar eyrir á kílóvatt-
stund. En í haust verður hann sem
sagt umtalsverðurverði samningurinn
endurnýjaður.
í framkvæmd er samningurinn
þannig að þessi ódýra orka fer aðeins
til fjarvarmaveitunnar á ísafirði.
Þeirri verðíækkun, sem með honum
næst, verður hins vegar jafnað út
fyrir alla viðskipavini Orkubúsins.
Samningurinn verður undirritaður
núna næstu daga en frá honum hefur
veriðgengiðsímleiðis. DS
Seljandinn neitaði að
gangast við ábyrgð
Grein um ábyrgð á nýjum jafnt sem
notuðum hlutum birtist hér á síðunni á
mánudaginn. Þar fjallaði Þórður S.
Gunnarssonlögfræðingur um þann rétt
kaupanda sem felst i ábyrgð. Meðal
annars sagði Þórður að í kaupalögun-
um væri gert ráð fyrir því að ef
kaupandi hefur ekki ári eftir að hann
fékk hlutinn í hendur tilkynnt á
sannanlegan hátt að hann væri gallaður
geti hann ekki síðar gert kröfu um
bætur.
Nú hafði samband við okkur maður
sem lenti í því að nýtt bílútvarp, sem
hann keypti, bilaði. Voru þá liðnir 11
mánuðir frá kaupunum. Maðurinn fór
strax með tækið til seljanda og viður-
kenndi sá síðar nefndi að um galla væri
7
fe.
Við stækkum
Frá og mcð laugardegi 27. marz bjóðum við gömium
og nýjum
viðskiptavinum að koma og vcrzla í breyttu og
rúmbctra húsnæði mcð vaxandi vöruúrvali
Og þar sem verzlunin er 10 ára um þessar mundir þá
gefum við 10—20% afslátt af ýmsum vörum útnæstu viku.
Opið á morgun frá kl. 10—14. Lítið inn eða hringið.
G.T^
..VJrSibumúta 17
Sm 37140
BUÐlnl/Pósthóll 5274 125Reyk/avik
s
FÖSTUDAGSKVÖLD
1 Jl! HÚSINUI í Jl! HÚSINU
0PIÐ DEILDUM TIL KL10 í KVÖLD
NÝJAR VÖRUR í ÚLLUM DEILDUM
að ræða. Stykkið sem bilaði var hins
vegar ekki til. Leið hálfur annar
mánuður þar til stykkið kom. Þá vildi
seljandi meina að ábyrgðin væri úti og
ætti kaupandi því bæði að greiða fyrir
stykkið og vinnuna. Þessu vildi hann
ekki una og leitaði til okkar og spurðist
fyrir.
Þórður Gunnarsson sagði að það
væri algjör fjarstæða hjá seljanda að
kaupandi ætti að greiða efni og vinnu.
Kaupandinn hefði látið vita áður en
ársábyrgð rann út að tækið væri
gallað. Þar með hefði hann gegnt sinni
skyldu. Það væri síðan seljandans að
eiga eða útvega varahluti, kaupandan-
um að kostnaðarlausu.
DS
MATVÖRUR
FATNAÐUR
HÚSGÖGN
BYGGINGAVÖRUR
TEPPI
RAFTÆKI
RAFLJÓS
REIÐHJÓL
Ótrúlega hagstæðir
greiðsluskilninlar á
flestum vöruflokkum.
Allt niður i 20% út-
borgun og lánstími allt
að 9 mánuðum.
JIS
Jón Loftsson hf.
/a a a a a a %
[ESED e m i
SIEll
eauEiL
ili sl
J UU'J-J,
iTM
TrT
Hringbraut 121 Sími 10600
0PIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12