Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Qupperneq 26
34
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982.
Andlát
Útför Guðgeirs Ólafssonar, fer fram
frá Selfosskirkju laugardaginn 27.
marz kl. 1 eftir hádegi. Jarðsett verður
að Búrfelli.
Ásgrímur Jónsson, Hjallabrekku 7
Kópavogi, fyrrv. útgerðarmaður frá
Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju i dag, 26. marz, kl.
15.00.
Sólveig Halldórsdóttir, Flókagötu 63,
lézt í Landspítalanum 17. þ.m. Jarðar-
förin hefur farið fram.
Pálína Jónsdóttir, Grund Eyjafirði,
sem lézt 21. þ.m. verður jarðsungin frá
Grundarkirkju laugardaginn 27. marz
kl. 14.00.
Þórarinn Magnússon, skósmiður,
Haðarstíg 10, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavik mánudaginn
29. marz kl. 13.30.
Sigrún E. Hafsteln lézt 18. marz. Hún
var fædd á Fáskrúðsfirði 18. júlí 1920.
Foreldrar hennar voru hjónin Eyjólfur
Ólafsson og Jónína Guðlaug Erlends-
dóttir. Sigrún giftist Eyjólfi Hafstein
Marinóssyni, eignuðust þau 4 börn.
Eyjólfur lézt árið 1959. Sigrún verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag kl.
13.30.
85 ára er í dag, 26. marz, Margrét
Magnúsdóttir, Reynimel 23 hér i borg,
ekkja Ólafs Gíslasonar stórkaup-
manns. Húneraðheiman i dag.
Minningarspjöld
Minningarsjóður Víkings
Minningarspjöld Minningarsjóðs Víkings fást á
eftirtöldum stöðum:
Bókabúðinni Grímsbæ.
Garðsapóteki, Sogavegi.
Geysi h/f, Vesturgötu.
Sportvali, Hlemmtorgi.
Skrifstofu Bústaðakirkju, fimmtudaginn 25 marz.
Skrifstofu Búðahrepps, Fáskrúðsfirði.
Kvennadeild Vikings.
Félagsheimili Vikings við Hæðargarð í síma 83245
kl. 17—19, miðvikudag, fimmtudag og föstudag.
Tapað -fundið
Tapað
Klói köttur er týndur, hann er gulur og hvítur. Finn-
andi vinsamlegast hringi í síma 84360, fundarlaun.
Nauðungaruppboð
annað og síöasta á hluta I Njörvasundi 27, þingl. eign Hjartar Grímsson-
ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Innheimtustofnun-
ar sveitarfélaga á eigninni sjálfri mánudag 29. marz 1982 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Sólheimum 23, talinni eign Valgarðs Magnús-
sonar o.fl., fer fram eftir kröfu Sigurðar Helga Guðjónssonar hdl. og
Gjaldheimtunnar í Rcykjavík á eigninni sjálfri mánudag 29. marz 1982 kl.
11.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 46., 50. og 53. thl. Lögbirtingablaðs 1981 á Brautarholti
18, þingl. eign Óskars Karlssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á
eigninni sjálfri mánudag 29. marz 1981 kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
FAM
RYKSUGUR
Haukur og Ólafur
Armula 32 - Sími 37700.
iBIABIÐt
&
óskar eftir að ráða umboðsmann á Hellis-
sandi. Uppl. gefur Bryndís Sigurðardóttir.
Sími 93-6789.
Tónlist
Jass-kvöld í Stúdentakjallaranum.
Sigurður Flosason, Tómas Einarsson
og Friðrik Karlsson leika jass í
Stúdentakjaliaranum á sunnudags-
kvöldið frá klukkan 21.—23.30.
Sýningar
Gallery
Lækjartorg
Opnuö veröur i Gallery Lækjartorgi samsýning
Ómars Stefánssonar og Óskars Thorarensen. Um 30
myndir verða á sýningunni og verða flestar til sölu.
Viðfangsefni þeirra er einkum dulspekilegur
symbolismi en hugmyndir sínar útfærðu þeir á ýmsa
vegu í olíu, acryl og gouache. Á sýningunni verða
einnig nokkrar teikningar og grafikmyndir.
Ómar Stefánsson er fæddur í KeBavík 15.8 ’60.
Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólan-
um 1981 og hefur síðan haldið 2 einkasýningar og
tekið þátt í 2 samsýningum.
Óskar Thorarensen er fæddur í Reykjavík 16.4
’58. Hann er sjálfmenntaður og er þetta í fyrsta sinn
sem hann sýnir opinberlega.
í tilefni sýningarinnar verða útgefnar 3 myndir
eftir þá félaga, hver mynd í 100 eintökum, þar af 50
eintök hverrar myndar tölusett og árituð af höfund-
um.
Gestur sýningarinnar verður Eva Benjamínsdóttir
og sýnir hún 3 gouache myndir i anddyri sýningar-
salarins.
Eva hefur verið við myndlistarnám í Bandaríkjun-
um siðastliðin 5 ár í School og the Museum of Fine
Art í Boston. Eva er fædd 23.9 ’46 á Bíldudal við
Arnarfjörð en þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir hér
á landi og eru myndimar til sölu.
Sýningin stendur frá 27. marz til' 12. apríl og er
opið virka daga kl. 10—18, laugardaga kl. 14—18og
sunnudaga kl. 14—22.
Árshátíð
Sjálfsbjörg, félag fatlaflra I Reykjavík og nágrenni.
Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 27.
marz að Ártúni, Vagnhöfða 11. Borðhald hefst
klukkan 19.30. Borða- og miðapantanir í síma
17868.
Fundir
Samtök gegn asma og
ofnæmi
Aðalfundur samtakanna verður haldinn laugardag
27. marz að Norðurbrún 1 og hefst klukkan 14
síðdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Fjöl-
mennið og mætið stundvíslega.
Jenny Wood Allan
varaforseti V. svæðis alþjóðasamtaka málfreyja,
mun dvelja hér á landi frá 27. marz til 6. apríl nk.
Hún mun sitja ráðsfund samtakanna sem haldinn
verður þann 3. apríl að Hótel Heklu.
Kökubasar
Kökubasar verður haldinn í húsi K.F.U.M. og K. i
Langagerði 1, laugardaginn 27. marz og hefst hann
klukkan 15.00. Stórglæsilegar kökur verður þar að
fá.
Eins og undanfarin ár er ágóðanum varið til efl-
ingar félagsstarfinu þar í hverfinu og frágangi á lóð
féjagshússins.
Breiðablikskonur
halda kökubasar að Hamraborg 1, sunnudagínn 28.
marz klukkan 15.00.
Kirkjustarf
Kvenfélag
Langholtssóknar
efnir til merkja- og kaffisölu til eflingar kirkju-
byggingarsjóði Langholtskirkju sunnudaginn 28.
marz klukkan 15 í safnaðarheimilinu.
Leiklist
Skagaleikflokkurinn frumsýnir Leyni-
mel 13 1 kvöld klukkan 20.30 í Bíóhöll-
inni Akranesi, einnig verða sýningar á
sunnudag og mánudag klukkan 20.30.
Leikstjóri er Guðrún Alfreðsdóttir.
Formaður leikflokksins er Guðbjörg
Árnadóttir.
Leikbrúðuland
14.30 Leikbrúðuland sýnir „Hátíð dýranna” og
„Eggið hans Kiwi” í sal 3.
20.00 Eric Bass sýnir „Haustmyndir” í sal 4.
Laugardagur 27. marz.
14.30 Leikbrúðuland sýnir „Hátið dýranna” og
„Eggið hans Kiwi” i sal 3.
16.00 Eric Bass sýnir „Haustmyndir” i sal 4.
Sunnudagur 28. marz
14.30 Leikbrúðuland sýnir þrjár þjóðsögur í sal 3.
16.00 íslenzka brúðuleikhúsið sýnir „Gamla
konan” og „Kabarett” í sal 2.
16.00 Leikbrúðuland sýnir „Krakkarnir í götunni í
kaffistofu.
Kvikmyndir
Kvikmyndasýning
Germaníu:
Systur eftir Von Trotta
Á laugardag 27. marz kl. 5 efnir félagið Germanía til
kvikmyndasýningar í Tjarnarbíói. Sýnd verður hin
þekkta mynd Schwestern oder die Balance des
Glíicks, Systur eða jafnvægi hamingjunnar. Leik-
stjóri er Margarethe von Trotta. Myndin var sýnd á
islenzku kvikmyndahátiðinni fyrr í vetur. Efni
hennar er viðburðaríkt samband milli tveggja systra
og þykir von Trotta lýsa tilfinningum og umhverfi á
sérstaklega næman hátt. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Umræðuf undur um
kjarnorkuvígbúnað
í kvöld kl. 21.00 mun helzti talsmað-
ur brezku friðarhreyfingarinnar
(C.N.D.) Edward P. Thompson, og
kona hans Dorothy Thompson, sem
einnig er virkur baráttumaður gegn
kjarnorkuvigbúnaði, koma fram á al-
mennum umræðufundi 1 hátíðarsal Há-
skóla íslands.
E.P. Thompson flytur stutt erindi
um friðarbaráttu í Austur- og Vestur-
Evrópu. D. Thompson flytur einnig
erindi sem fjallar m.a. um þátt kvenna-
hreyfinga í baráttunrii gegn kjarnorku-
vigbúnaði.
Að því loku gefst fundargestum
tækifæri til að koma með fyrirspurnir
til frummælenda. Fundurinn er öllum
opinn. -BÁ/ST.
Þjónustuauglýsingar //
Jarðvinna - vélaleiga
MCJRBROT-FLEYGCIN
MEÐ VÖKVAPRESSU
HLJÓÐLÁTT RYKLAUST
! KJARNABORUN!
HjðU HorðRraoo. Vvkíklgq
SIMI 77770 OG 78410
Garðyrkja
Húsdýraáburður
4 Dreift ef óskað er, sanngjarnt
verð.
Einnig tilboð.
Guðmundur, sími 77045 og 72686.
Ennfremur trjáklippingar.
Verzlun
auáturlcitók unbrabetfU)
I Jasroi R fef
k Grettisqötu 64
S: 11625
Rýmingarsala
Allur fatnaður á niðursettu veröi, kjólar á 200—300 kr.,
3E blússur á 90—120 kr., pils á 175 kr., vesti (vatteruð) á kr.
2 150, kjóll+ vesti (sett) á 400 kr., klútar 20—40 krM pils +
blússa (sett) á 300 kr., pils + blússa + vesti (sett) á 500 kr. og
Z margt fleira. 25% afsláttur af metravöru. Einnig mikið úr-
val austurlenzkra handunninna listmuna og skrautvara til
S heimilisprýði og gjafa.
OPIÐ A LAUGARDÖGUM.
aitótudettób unbraberðlb
Þjónusta
TIL AUGLÝSENDA
SMÁAUGL ÝSINGADEILD
Dagblaðsins Et Vísis
eríÞVERHOLT111
og síminn er27022.
Tekið er á móti auglýsingum
mánudaga—föstudaga frá kl. 9—22
iaugardaga frá kl. 9—14
sunnudaga frá kl. 14—22.
&