Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1982, Qupperneq 32
Álviðræður í „virðulegri vinsemd”:
GÆTU ENDAÐ MEÐ
STÓRTÍDINDUM!
Viðræður iðnaðarráðherra og
aðalforsijóra Alusuisse, sem hófust í
gærmorgun og halda áfram að
minnsta kosti fram eftir degi í dag,
eru sagðar fara fram í „virðulegri
vinsemd” eftir allt. Rætt er um alla
þætti málefna íslenska álfélagsins hf.
og samkvæmt traustum heimildum
DV gætu þessar viðræður endað með
stórtíðindum; boðskap um endur-
skoðun á kjörum ísals og hugsanlega
stækkun álversins með eignaraðild
rikisins.
í gærmorgun ræddust þeir fyrst
við einslega Hjörleifur Guttormsson
ráðherra og dr. Paul Miiller aðalfor-
stjóri en síðan bættust við þrír menn
frá hvorri hlið. Með ráðherranum eru
Vilhjálmur Lúðvíksson og Ingi R.
Helgason, báðir úr álviðræðunefnd
og Halldór Kristjánsson lögfræð-
ingur iðnaðarráðuneytisins. En með
dr. Múller er Wolfensberger frá
Alusuisse og þeir Halldór H. Jóns-
son og Ragnar Halldórsson frá ísal.
Þá voru Gunnar Thoroddsen for-
sætisráðherra og Steingrimur
Hermannsson sjávarútvegsráðherra
með í hádegisverði í gær en þeir
mynda með Hjörleifi ráðherranefnd
um málefni ísals.
Viðræður stóðu með hléum fram
undir kvöldmat i gær og hófust aftur
nú í morgun kl. 11. „Það er allt til
umræðu og fyrir mitt leyti er ég til-
búinn til þess að halda þessum
viðræðum áfram lengur en í dag, ef
það sýnist leið til þess að ná frekari
árangri,” sagði iðnaðarráðherra í
samtali við DV í morgun. Fyrirfram
var gert ráð fyrir því að dr. Múller
yrði hér aðeins til morguns.
Ljóst er að þessar viðræður snúast
ekki um eiginlega samninga á milli
aðila. Þeim er á hinn bóginn ætlað að
skerpa línur og skýra viðhorf. Ef vel
gengur gætu viðræðurnar nú leitt til
beinna samningaviðræðna um
framtíð ísals, eins og áður segir. Mun
Alusuisse hafa mikinn áhuga á að
missa ekki fótanna í álframleiðslunni
hér á landi. -HERB.
Flutningaskipið Suðurland. Það er 1.143 brúttórúmlestir, eign Nesskips.
Sjóslysið við Færeyjar:
Nýir neyðarsendar
komu að góðum notum
—segir Hannes Hafstein
„Okkur barst tilkynning kl. 12.55 í
gær frá Hornafjarðarradíói að Suður-
land væri í hættu um 30—40 milur frá
Mykinesi í Færeyjum og að það væri
kominn um 60 gráða halli á skipið,”
sagði Hannes Hafstein hjá Slysavarna-
félaginu í samtali við DV í morgun.
„Klukkan 13.16 var síðan tilkynnt
að áhöfnin væri að yfirgefa skipið. Við
hringdum strax í flotastöð Dana í Fær-
eyjum en þá var varðskipið Hvidbjörn-
en þegar á leiðinni og átti eftir um
klukkutíma siglingu.
Varðstjóri hjá Flugstjórn, Haraldur
Guðmundsson, ræsti strax út menn í
flugmiðstöðinni í Patrivie í Skotlandi.
Þá strax fór þyrla frá brezka flughern-
um af stað og skömmu síðar einn-
ig Nimrod-þota. Viðbrögð Haralds
áttu mikinn þátt í því hve fljótt þyrlan
fór á loft og það skipti sköpum fyrir
björgunina.
Skömmu síðar var einnig tilkynnt að
Hercules-vél sem var á leið frá Bret-
landi til Keflavíkur hefði verið beðin
um að fara inn á svæðið til leitar og að-
stoðar. Þar sem þessir aðilar voru fljót-
ari á vettvang voru aðilar hér heima
beðnir um að vera á bakvakt.
Um klukkan hálfþrjú var síðan til-
kynnt að þyrla frá Hvidbjörnen hefði
komizt á loft og tekizt að bjarga tveim-
ur mönnum. Þyrlan frá brezka flug-
hernum náði síðan að bjarga þeim 8
sem eftir voru um klukkan 5 og þremur
korérum síðar lenti hún í Þórshöfn þar
sem mennirnir voru allir fluttir á
sjúkrahús. Enginn þeirra reyndist þó
slasaður. Síðan var leitað fram í myrk-
ur að þeim sem féll útbyrðis en án
árangurs.
Hannes Hafstein sagðist vilja taka
það sérstaklega fram að nýir neyðar-
sendar sem settir höfðu verið í björgun-
arbátana fyrir nokkrum dögum hefðu
komið að miklum notum. Þeir voru
norskir af gerðinni Utron og sendu út á
flugvélatíðni sem hefði gert það að
verkum að þyrlan og aðrar flugvélar
gátu strax miðað sig inn.
ÓEF.
A
ism m
Rannsóknimar á geyma-
svæðinu við Heiguvík:
Enduðu
hja Orku-
stofnun
Orkustofnun og Jarðboranir ríkis-
ins fá nú að bora rannsóknarholur á
geymasvæðinu við Helguvik eftir að
stofnunin bauð verkkaupa óbreyttan
samning með viðhengdum skýr-
ingum. Boð bandarfska sjóhersins
frá þvi á þriðjudag um að hann féllist
ekki á breytingar á samningnum ultu
um sjálf sig með þessu. Er herinn sem
fyrr samþykkur framkvæmd á
gerðum samningi.
Bréf frá Orkustofnun leysti
hnútinn. Þar var verkkaupa tilkynnt
um að tekið yrði við greiðsíu í
íslenzkum krónum en ekki í banda-
rískum dollurum og skýrt frá fyrir-
vörum iðnaðarráðherra. Við þetta
hafði herinn ekkert að athuga enda er
samningnum um rannsóknirnar í
engu breytt. Það eina sem breytist er
að verkið lækkar i verði fyrir herinn
með lækkandi verðgildi krónunnar á
mótidollara. HERB.
Skíðaskálinn
fauk út i
buskann!
Mikið óveður gekk yfir Flateyri
við Önundarfjörð aðfaranótt
miðvikudagsins og urðu þar tölu-
verðar skemmdir. Skíðaskáli Skíða-
félagsins á Flateyri, sem var i Hjarð-
ardal, fauk um 150 metra leið og
gjöreyðilagðisl. Þa fauk helmingur
skreiðarhjalla kaupfélagsins um koll
og urðu þar einnig nokkrar
skemmdir.
-ÞT, Flateyri / - klp-
Bátsmaður-
inn fórst
Maðurinn sem fórst þegar Suður-
landið sökk norður af Færeyjum í
gær hét Ævar Ragnarsson og var
bátsmaður á skipinu. Hann var 35
ára gamall, einhleypur og búscttur á
Akureyri.
Þetta er fyrsti mannskaðinn sem
verður i sambandi við hina tíðu skip-
tapa í kaupskipaflota íslendinga, en
fjögur islenzk kaupskip hafa sokkið
eða strandað á siðustu mánuöum.
Eru það Berglind, Tungufoss, Máv-
urinn og nú Suðurland. Fimmta
skipið er svo spánska ieiguskipið
Rangá sem strandaði I jómfrúarferð
sinni við írland fyrr í þessum mán-
uði,
-klp-
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982.
Óeining í uppstillingar-
nefnd Alþýðuflokksins
á Akureyri:
Von á þremur
tillögum frá
nefndinni
Ekki náðist samstaða um framboðs-
lista Alþýðuflokksins á Akureyri á
fundi uppstillingarnefndar. Samkvænlt
upplýsingum DV er ekki útlit fyrir að
nefndin nái samstöðu um skipan
listans. Allt eins er líklegt að nefndin
leggi þrjár tillögur fyrir fund í fulltrúa-
ráðinu sem fyrirhugaður er um helgina. <
Framboðsraunir Alþýðuflokksins á
Akureyri byrjuðu eftir að úrslit í próf-
kjörinu lágu fyrir eins og áður hefur
komið fram í DV. Urslit prófkjörsins
voru ekki öllum flokksmönnum að
skapi og þátttaka svo lítil að úrslitin
voru ekki bindandi. Gaf það tækifæri
til að stilla upp lista sem nyti stuðnings
sem flestra flokksmanna. Það hefur
ekki gengiðenn.
Samstaða er um að Freyr Ófeigsson,
bæjarfulltrúi flokksins, skipi efsta
sætið. Ein tillagan gerir ráð fyrir Bárði
Halldórssyni í 2. sætið, Birgi Marinós-
syni í 3. sætið og Tryggva Gunnarssyni
í 4. sætið. Önnur tillaga gerir ráð fyrir
Jórunni Sæmundsdóttur í 2. sætið,
Birgi Marinóssyni í 3. sætið, Tryggva
Gunnarssyni í 4. sætið og Snælaugi
Stefánssyni i 5. sætið. Þriðja tillagan
sem von er á frá uppstillingarnefnd er
ekki fullmótuð en þar verður Gígja
Möller að líkindum í 2. sæti og Birgir
Marinósson i þvi 3. -CS/Akureyri.
Mótorhjóla-
slys á Húsavík
27 ára gamall maður frá Húsavík
siasaðist töluvert þegar mótorhjól sem
hann ók lenti út af veginum rétt neðan
við bæinn Héðinshöfða, norðan Húsa-
vikur.
Slysið átti sér stað um kl. 18 í gær-
dag. Var sá slasaði þegar fluttur á
sjúkrahús i Reykjavík. Mótorhjólið
mun svo til ónýtt. .jjj
LOKI
— Lok k>k og læs og ofít í
áfí, segir Hjörlerfur bara
þegar hann er spurður út í
á/vkírmöumar.
Iskalt
Ní»VÉ»n
hressir betur.