Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRlL 1982. 19 Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Frá æfingu á Meyjaskemmunni en æfingar hafa staöiö undanfarin kvöld. DV-mynd Bjarnleifur. Frumsýning helgarinnar—Þjóðleikhúsið: Gamalkunnur söngleikur á f jölum Þjóðleikhússins —f rumsýning á Meyjaskemmunni annað kvöld Tilkynningar Handbók verkalýðsfólaga Ot er komin hjá Menningar- og frœöslusambandi al- þýöu önnur útgáfa Handbókar verkalýösfélaga.- Fyrsta bókarinnar kom út áriö 1976 og seldist þá fljótlega upp. Þessi önnur útgáfa Handbókarinnar er mikið auk- in og endurbætt frá þeirri fyrri. í henni er að fmna margháttaðar upplýsingar sem snerta verkafólk og verkalýösfélög. Bókin skiptist i 11 kafla. í 1. kaflaer fjallaö um ASÍ og stofnanir tengdar þvi. í 2. kafla er fjallað um orlofsmál og i 3. kafla eru ýmis lög sem snerta réttindi verkafólks auk þess sem birtir eru all- margir dómar um málefni þess. í 4.-6. kafla eru upplýsingar um heilbrigðis- og öryggismál vinnu- staða, almanna- og atvinnuleysistryggingar og lif- eyrissjóði. I 7.—8. kafla er fjallaö um húsnæðis- og neytendamál og í 9.—11. kafla eru ýmsar upplýsing- ar um alþjóöleg samskipti verkalýðssamtaka, félags- og fundarstörf, vísitölur svo eitthvað sé nefnt. Að ofangrcindri upptalningu má sjá að bókin ætti aö geta verið þeim mjög handhægt uppsláttarrit sem láta sig málefni verkafólks og verkalýösfélaga eitt- hvað varða. í formála annarrar útgáfu Handbókar verkalýðs- félaga segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, m.a.: ,,Í nafni Alþýöusambands íslands fagna ég þvi að útgáfa handbókar skuli nú orðin fastur liöur i fræðslustarfi samtakanna. Af reynslunni veit ég, að Handbókin mun koma aö drjúgum notum, jafnt i Félagsmálaskólanum og trúnaðarmannanámskeið- um, sem í daglegu starfl trúnaöarmanna og allra virkra félagsmanna.” Handbók verkalýðsfélaga er 555 bls. að stærð og hana er hægt að fá hjá Menn- ingar- og fræðslusambandi alþýðu, Grensásvegi 16 Reykjavik. Bókina er auk þess hægt að fá senda í póstkröfu og er tekiö viö pöntunum hjá MFA i sima 84233. Afturalding Nýlega kom út Afturelding, 1. tbl. 49. árg. 1982. Neðal efnis i blaðinu er að fjallað er um hvernig spá- dómur biblíunnar og atburðir nútímans fara saman. Nokkrir einstaklingar spurðir: Væntir þú endur- komuKrist, hvenær? Hvernig? Erlendar fréttir. í leit að sannleikanum, Þórarinn Hafberg segir frá og margt fleira fróðlegt. Minningarspjöld Minningarspjöld Landssamtakanna Þroskahjálp eru til sölu á skrifstofu samtakanna Nóatúni 17, simi 29901. Gamalkunnur og vinsæll söng- leikur, Meyjaskemman, verður frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu á laugar- dagskvöld með alþekktri tónlist eftir Franz Schubert. Meyjaskemman er saga af ástum og ástarraunum Schuberts en að vísu ekki byggð á raunverulegum atvikum gagnstætt því sem nokkuð almennt er álitið. Texti óperettunnar er eftir A.M. Willner og Heinz Reinhert en ung- verskættaða tónskáldið Heinrich Berté bjó tónlist Schuberts til sviðs- flutnings. Berté hafði upphaflega samið sjálfur tónlist við verkið en henni var hafnað á þeirri forsendu að hún stæðist engan samanburð við tónlist Schuberts sjálfs. Leikstjóri sýningarinnar er frá Austurríki og heitir Wilfried Steiner. Hann á langan feril að baki sem leik- stjóri og leikari og hefur starfað í flestum borgum Austurrikis og V- Þýzkalands. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur undir stjórn Páls P. Pálssonar en mikill fjöldi söngvara og leikara kemur fram í sýningunni — eða um fimmtíu manns. Þýðing söngleiksins er eftir Björn Franzson, Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd og búninga og Páll Ragnarsson sér um lýsingu. Sigurður Björnsson fer með hlut- verk Schuberts sjálfs, Júlíus Vífill Ingvarsson með hlutverk Schober. Systurnar þrjár í Meyjaskemmunni eru Katrín Sigurðardóttir, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir og Elísabet F. Eiriksdóttir. Þetta er frumraun Katrinar í Þjóðleikhúsinu, en hún hefur verið við söngnám í Svíþjóð. Guðmundur Jónsson og Þuríður Pálsdóttir eru foreldrar stúiknanna í sýningunni, þeir Kristinn Hallsson, Halldór Vilhelmsson og Bergþór Pálsson eru félagar þeirra Schuberts og Schobers. Anna Júlíana Sveins- dóttir er í hlutverki Guidittu Grisi óperusöngkonu. Fjöldi leikara kemur einnig fram i sýningunni, eins og áður sagði, og með stærstu leikara- hlutverkin fara Jón S. Gunnarsson, Kristján Viggósson, Árni Tryggvason, Erlingur Gíslason og Herdís Þorvaldsdóttir. Meyjaskemman var fyrst sýnd hér á landi í Iðnó á vegum Hljómsveitar Reykjavíkur árið 1934 og var dr. Franz Mixa hljómsveitarstjóri. Leik- stjóri þá var Ragnar E. Kvaran. Sömu aðilar stóðu að annarri sýningu á sama stað árið 1939. Útdráttur úr óperettunni var fluttur í Austur- bæjarbíói og síðan í útvarpinu. Meyjaskemman hefur einnig verið sviðsett víða um landið og notið mikilla vinsælda. -ELA. Ýmislegt o Ægir, rit, fiskifólags íslands, 75. árg., 3. tbl. 1982 er nýkomið út. Meðal efnis í blaðinu eru greinar um laxeldistilraunir í Lóni i Kelduhverfi 1980—82, at- hugun á veiðiskýrslum úr nokkrum laxveiðiám norö- austan- og austanlands 1969—1981. Einnig er sagt frá algengum kvillum i isl. laxeldisstöðvum könnun á ástandi laxastofnsins i EUiöaám og hag- kvæmustu nýtingu hans og margt fleira. ^|^!Targií• Sandemo álagafjötpar Prenthúsið hefur gefið út fyrstu bókina i bóka- flokknum SAGAN UM ÍSFÓLKIÐ og heitir hún ÁLAGAFJÖTRAR. Sagan um ísfólkið er ættarsagaen sú bölvun hvllir yfir ættinni, aö forfaöir hennar, Þengill hinn illi, gerði samning við paura sjálfan og verður einn af hverri kynslóð að ganga honum á hönd. Á bókakápu segir: Silja Arngrímsdóttir var aðeins sautján ára þegar ættingjar hcnnar létust i plágunni árið 1581. Hún gekk aöframkomin af hungri og kulda að líkbrennunum fyrir utan Þrándheim með tvö börn í sinni umsjá til að orna sér ögn. Það var aöeins einn sem hjálpaöi Silju á neyöarstundu maður af ættbálki isfólksins, sem Silju fannst bæði dýrslegt og ógnvekjandi — og óendanlega aðlaðandi samtimis. Í sögunni fléttast saman fordæðuskapur, hjátrú Fundir Fundaskrá AA-samtakanna á Íslandí Föstudagur REYKJAVÍK Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00 Tjarnargata 5. Græna húsið Enska. kl. 19.00 Graham, simi 20129 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsiö, opinn fjöl; skyldufundur kl. 21.00 Tjarnargata 5 (91-12010). lokaöur uppi kl. 21.00 Tjarnargata 3 Rauöa húsið, Hádegisfundurkl. 12.00 Tjarnargata 3 (91-16373). Rauöa húsiö kl.'2l .00 Hallgrimskirkja, Byrjendafundir kl. 18.00 Ingólfsstræti 1 á 3h kl. 21.00 Neskirkja, 2. deild kl. 18.00 Neskirkja kl. 21.00 LANDIÐ Akureyri, Sporafundur kl. 21.00 Akureyri, (96-22373) Geislagata 39 kl. 12.00 Hellissandur, Hellisbraut 18 kl. 21.00 Húsavík, Höfðabrckka 11 kl. 20.30 Neskaupsstaöur, Egilsbúð kl. 20.00 Selfoss, (99-1787). Sigt. 1, Sporafundur kl. 20.00 Kirkjustarf Kvenfólag Óháða safnaöarins Næstkomandi laugardag, klukkan 14, verður föndurkennsla i blómum úr næloni, kaffiveitingar á eftir. Komdu og láttu Dröfn sýna þér byltingu í matreiöslu 1 laugardaginn 24. apríl kl. 10-12. Sjáðu hvernig bakað er á 1 mínútu, matur hitaöur á örskammri stund, hvernig krakkarnir geta poppað án þess að brenna sig éða eyðileggja pottana þína. Og sunnudags- læriö stiknar á 20—30 mínútum. TOSHIBA-örbylgjuofnarnir bjóða upp á stórkostlega mögu leika fyrir fjölskyldur, sem borða á mismunandi tima, borða mismunandi fæði (megrun, magasjúklingar). Toshiba ofnamir eru svo einfaldir og öruggir í notkun, að böm geta matreitt i þeim. Til Drafnar H. Farestvcit. hússtjórnarkennara Einar Farestveit & Co. hf. Bergstaðastræti 10A. Toshiba ER669 Verð frá 5.560, Vinsamlega póstsendið frekari upplýsingar Ffladelffukirkjanl Safnaðarguðsþjónusta verður á sunnudag kl. 14. Almenn guðsþjónusta klukkan 17. Ræðumaður Eric Dando frá Englandi. Toshiba örbylgjuofn er meira en bara venjulegur örbylgju- ofn, þú getur matreitt og bakað i honum flestar uppskrift- irnar þínar. Nafn........ Heimilisfang Kirkja Óháða safnaðarins Messa klukkan 14 sunnudag. Safnaðarpresturinn, séra Emil Ðjörnsson, er komin til starfa að loknu veikindafríi. Og siðast en ekki síst, svo þú fáir fullkomið gagn af Toshiba ofninum þínum, býður Dröfn þér á matreiðslu- námskeið án endurgjalds. Stærstir 1 gerð örbylgjuofna Safnaöarstjórnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.