Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1982. 21 i heigina Hva&^er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Valsvöllur — Rm. 4. fl. A — Valur: KR kl. 13.00 Valsvöllur — Rm. 4. fl. B — Valur: KR kl. 14.15 Víkingsvöllur — Rm. 4. fl. A — Víkingur:Þrótturkl. Víkingsv.—Rm. 4fl. A—Vík.:Þróttur kl. 13.00 Víkingsvl—Rm. 4. fl.B—Vik.:Þróttur kl. 14.15 Framv.—Rm. 5. fl. A—Fram:Leiknir kl. 13.00 Framv.—Rm 5. fl. B—Fram:Leiknir kl. 14.00 Árbæjarvöllur — Rm. 5. fl. A — Fylkir: ÍR kl. 13.00 Árbæjarvöllur — Rm. 5. fl. B — Fylkir: ÍR kl. 14.00 KR-völlur — Rm. 5. fl. A — KR: Valur kl. 13.00 KR-völlur — Rm. 5. fl. B — KR: Valur kl. 14.00 Þróttarv.—Rm. 5. fl. A—Þróttur:Vík. kl. 13.00 Þróttarv.—Rm. 5. fl. A—Þróttur:Vík. kl. 13.00 Þróttarv.—Rm. 5. fl. B—Þróttur—Vík. kl. 14.00. Sunnudagur 25. apríl Melavöllur — Rm, mfl. — Ármann: Þróttur. Tapað -fundið HJálp 300 krónur í fundarlaun Hafið þið séð eða orðið vör við köttinn okkar, Tiswin, sem hvarf frá Lindargötu 61? Hann er stór og loðinn, svartur með hvíta bringu og hefur rautt hálsband. Vinsamlegast látið vita i síma 84436. Sá sem getur afhent okkur Tiswin fær 300 krónur. Þessi f ríðieiksköttur er týndur Hann er auðþekkjanlegur því að hann er af angóra- kyni með óvenjuloðið skott og stóran hvitan smekk á bringunni. Kisi hvarf eiganda sínum við Réttar- holtsveg en á annars heima i Skipasundi. Síminn þar er 33938 og væri heimilisfólkið fegið ef einhver gæti upplýst hvar kisi er. Hann hefur verið týndur síðan á föstudaginn. Gönguferðir Frá Ferðafólagi íslands Dagsferðir sunnudaginn 25. april. 1. Kl. 10: Hengill (767 m). Fararstjóri: Hjalti Krist- geirsson. Verð kr. 60. 2. Kl. 13: Jósepsdalur — ólafsskarð — Lambafell. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Verð kr. 60. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar viðbil. Miðvikudaginn 28. apríl kl. 20.30 efnir Ferða- félagið til kvöldvöku að Hótel Heklu. Árni Bjöms- son þjóðháttafræðingur segir frá byggð útilegumanna víðsvegar um landið og þá einkum Fjalla-Eyvindar. Frásögn Árna verður í máli og myndum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kvikmyndir Kvikmyndir gerðar eftir skáldsögum Jacks London sýndar (MÍR Tvo næstu sunnudaga verða sýndar gamlar sové/kar kvikmyndir gerðar eftir skáldsögum Jacks London i MÍR-salnum, Lindargötu 48. „Úlfhundurinn” verö- ur sýndur sunnudaginn 25. april og „Mexikaninn” 2. maí, báða dagana kl. 16. „Úlfhundurinn” er svart-hvít mynd, gerð 1946 undir stjóm sové/ka kvikmyndagerðarmannsins Alexanders Zguridi, sem var kunnur á árum áður fyrir náttúru- og dýralífsmyndir sínar. í skáldsögu Londons og kvikmyndinni er lýst lifinu i skógi á norðurslóðum. Allur fyrri hluti myndarinnar fjallar um úlfa, lífið i úlfabæli og uppvöxt hvolpanna. í siðari hlutanum er svo sagt frá samskiptum úlf- hundsins Hvítings og manna. Með aðalhlutverk i myndihni fara Oleg Shakov, Lév Sverdlin og Orip Abúlov. Skýringatextar á ensku. Skáldsagan „Úlf- hundurinn” kom út hjá forlagi ísafoldar 1967. Aögangur að MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill. Listasöfn Ustasafn Alþýðu Grensásvegi16 öm Þorsteinsson heldur sýningu á málverkum, teikningum, lágmyndum og skúlptúr. örn er fæddur i Reykjavík árið 1948, hann stundaði nám i Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1966—’71 og framhaldsnám viö listaskólann í Stokkhólmi. Sýningin verður opin daglega frá klukkan 14—22 og stendur yfir til 9. maí. KJARVALSSTAÐIR MIKLATÚNI: Nýlega opnaði Höskuldur Björnsson málverkasýningu. Á sýn- ingunni eru náttúrulifs- og landslagsmyndir. Sýning- in verður opin daglega frá klukkan 14.00—22.00. Henni lýkur2. mai. ASMUNDARSALUR, Freyjugötu: Engin sýning fyrr en 26. apríl. ÁRBÆJARSAFN: Opið samkvæmt umtali i sima 84412 á milli klukkan 9 og 10. ÁSMUNDARSALUR Freyjugötu, sími 14055:- Engin sýning fyrr en 24. apríl. LISTASAFN Lsland v/Suðurgötu: Yfirlitssýning Brynjólfs Þórðarsonar 1896—1938. Sýningin mun standa yfir til 2. maí og er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 13.30—16 og laugardaga og sunnudaga frá klukkan 13.30—22. MOKKA—KAFFI, Skólavörðustíg 3a, sími 21174: Kristinn Guðbrandur Harðason og Helgi Þorgils Friðjónsson sýna samvinnuverk með pastillitum. Gallerí Kirkjumunir, KirkjustræU 10. Sigrún Jóns- dóttir sýnir batik og kirkjuskreytingar. Opið virka daga frá kl. 9.00—18.00 og um helgar frá kl. 9.00— 16.00. Gallerí Langbrók, Amtmannsstíg 1: Sýning á verk- um einnar Langbrókarinnar. Listmunahúsið Lækjargötu 2: Vignir Jóhannsson myndlistarmaður sýnir verk sín í Listmunahúsinu. Sýningin mun standa yfir til 25. apríl og er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 10—18. Um helg- ar verður sýningin opin frá kl. 14—20. HÖGGMYNDASAFN Ásmundar Sveinssonar: sími 32155: Opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga frákl. 14—16. ÁSGRÍMSSAFN.Bergstaðastræti 74, simi 13644: Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30—16. Vetrarsýning. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Safnið er opið þriöjudaga, fimmtudaga og um helgar, frá kl. 13.30. Síminn er 22220. Leiklist Þjóðleikhúsifl um helgina Síðasta sýningin á Húsi skáldsins eftir Halldór Laxness verður á föstudagskvöldið, 23. apríl, á af- mæli skáldsins. Leikgerðin er eftir Svein Einarsson leikstjóri er Eyvindur Erlendsson og Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd og búninga, en tónlistin er eftir Jón Ásgeirsson og er hún flutt af leikhópnum við harmóníkuundirleik Grettis Björnssonar. Meðal leikenda eru Hjalti Rögnvalds- son, Bríet Héðinsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Björn Karlsson, Kristján Viggósson, Rúrik Haraldsson, Helga Bachmann og Þórhallur Sigurðsson. Meyjaskemman eftir Schubert verður frumsýnd á Enska knatt- spyman Glenn Hoddle — átti mjög góöan leik. Man. Utd. fær Tottenham í heimsókn Leikmenn Manchester United verða enn einu sinni í sviðsljósinu í þættinum um ensku knattspyrnuna í sjónvarpinu kl. 18.55 á laugardaginn. Þeir mæta þá bikarmeisturum Tottenham á Old Trafford, sem er nú byrjaður að láta á sjá, eins og mun sjást í sjónvarpinu. 50.724 áhorf- endur sáu leikinn, sem var fjörugur á köflum. Steve Coppell, miðvallarspilari Upited, átti góðan leik og þá var Arthur Albiston, bakvörður liðsins í sviðsljósinu og ungur sóknarleik- maður — Scott McGarvey, sem var 19 ára á laugardaginn, þegar leikur- inn fór fram. Glenn Hoddle hjá Tottenham átti mjög góðan leik og var hann valinn maður leiksins, eftir leikinn. Ray Clemence, landsliðsmarkvörðurinn snjalli hjá Tottenham, var bókaður í leiknum, en það er ekki á hverjum degi sem Clemence er áminntur af dómurum. Þeir leikmenn, sem léku á Old Trafford, voru: Macnhester United: — Bailey, Gidman, Albiston, McQueen, Moran, B. Robson, Wilkins, Grimes, Stapleton, Steve Coppell, McGarvey. Tottenham: Clemence, Houghton, Miller (Paul Price), Perryman, Roberts, Villa, Glavin, Hoddle, Archibald og Crooks. Markhæstu menn: Eftirtaldir leikmenn eru nú mark- hæstir iEnglandi: 1. DEILD Keegan (Southampton) 27 Rush (Liverpool) 27 Brazil (Ipswich) 23 Regis (WBA) 22 2. DEILD Stainrod (QPR) 21 Bannister (Sheffield W) 19 Houchen (Orient) 19 Moore (Rotherham) 19 3. DEILD Davies (Fulham) 22 Kellow (Exeter) 21 Thomas (Oxford) 18 4. DEILD Madden (Bury) 36 Cooke (Peterborough) 28 Edwards (Sheffield U) 28 laugardagskvöldið og önnur sýning verður á sunnudagskvöldið. Margir islenzkir leikhúsgestir minnast þessa ljúfa sðngleiks því sex sinnum áður hefur hann verið sviðsettur hér á landi, 'fyrst í Iðnó 1934 og aftur 1939, þá í Austurbæjarbíói, á ísafirði Akurcyri og í Vestmannaeyjum. — Siguröui Björnsson fer með hlutverk Schuberts, Július Vífill Ingvarsson er í hlutverki Schobers, Katrín Sigurðar- dóttir er Hanna og mikill fjöldi annarra söngvara og leikara kemur fram í sýningunni — alls um fimmtiu manns. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson og Sinfóniuhljómsveit Islands leikur. Leikstjóri er Wilfried Steincr frá Austurriki, aðstoðarleikstjóri er Sigmundur örn Arngrimsson, leikmynd og búninga gerir Sigurjón Jóhannsson og lýsinguna annast Páll Ragnarsson. íslenzk þýðing Meyjaskemmunnar er eftir Bjöm Franzson. Á sunnudaginn kl. 14 verður dagskrá um Halldór Laxness i leikhúsinu og ber hún yfirskriftina Ég er vinur farfuglanna — dagskrá um Halldór Laxness og Tao. Umsjón hefur Baldvin Halldórsson, að dag- skránni standa Rithöfundasamband íslands, Banda- lag islenzkra listamanna og Þjóðleikhúsið. Fram koma rithöfundar, leikarar og söngvarar. Aðgangur er ókeypis. Á sunnudaginn kl. 16 verður aukasýning á Uppgjörinu, en miðar á siðustu sýningu á verkinu sl. miðvikudag seldust upp á skömmum tima. Ekki er gert ráð fyrir fleiri sýningum á verkinu. Þau Edda Þórarinsdóttir og Guðmundur Magnússon fara með hlutverkin í þessari sýningu sem sett var upp í tilefni af alþjóðaári fatlaðra. Ég er vinur farfuglanna — dagskrá um Halldór Laxness ogTao Sunnudaginn 25. apríl nk. kl. 14 verður flutt í Þjóð- leikhúsinu dagskrá í tilefni af áttræðisafmæli Hall- dórs Laxness og ber hún yfirskriftina. Ég er vinur farfuglann.. g *gskrá um Halldór Laxncss og Tao. Flytjendur efnisins eru rithöfundar, leikarar og tón- listarmenn, en að þessari dagskrá standa Rithöf- undasamband Íslands, Bandalag íslenzkra lista- manna og Þjóðleikhúsið. Eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir en aðgangur er ókeypis. Gefst hér ein- stakt tækifæri til þess að heiðra skáldið. Umsjón- með dagskránni hefur Baldvin Halldórsson. Norrœna húsifl Ó, hve lótt er þitt skóhljóð Vegna mikillar aðsóknar verður dagskráin úr Ijóðum Halldórs Laxness, Ó, Ine létt er þitt skóhljóð, sem nemendur 3. bekkjar Leiklistarskóla íslands frumfluttu sl. sunnudag, endurtekin í þriöja sinn föstudagskvöldiö 23. apríl kl. 20.30 i Norræna húsinu. Halldór Laxness og frú Auður voru viðstödd dagskrána á sunnudaginn og færðu leiklistamemar skáldinu blóm og hann ávarpaði n mana og þakkaði þeim góða sýningu. Fyrirhuguð er fjórða sýning í Norræna húsinu laugardaginn 1. mai kl. 17.00. Aðgöngumiðar á dagskrána eru seldir í Norræna húsinu og kosta kr. 50. Norrænahúsið v/Hringbraut simi 17030. í anddyri er sýning á bókaskreytingum við ljóðabók eftir Ragnheiði Jónsdóttur í tilefni afmælis Halldórs Lax- ness. Steinþór Marinó Gunnarsson og Sigrún Steinþórs- dóttir Eggen sýna myndverk og veggteppi. Sýningin er opin daglega frá klukkan 14.—22 og stendur yfir til 9. maí. Jazz-inn — Háskólabíói Ákveðið hefur verið að halda aukasýningu á Jazz- inum vegna mikillar aðsóknar á sunnudaginn kl. 21. Aöalieikarar eru: Guðbergur Garðarsson, Sigrún Waage og Pálmi Gunnarsson. Hljómsveit Áma Scheving leikur og verkið er eftir Báru Magnús- dóttur. Við erum ekki stærstir, en þú getur treysl okkar íerðum FERÐASKRIFSTOEA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstígl. Símar 28388 og28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.