Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1982, Blaðsíða 4
20 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1982. Hvað er á seyði um helgina Hvaðeráseyði um helgina Hvað er á seyði un Bók vikunnar—Bráðum kemur betri tíð... Ljóð Laxness í sér- stakrí afmælisúlgáfu — bókin myndskreytt af Ragnheiði Jónsdóttur myndlistarmanni Bók vikunnar að þessu sinni er án efa bókin Bráðum kemur betri tíð. . . sem út kemur í dag í tilefni af áttræðisafmæli Halldórs Laxness. í bókinni er úrval af ljóðum eftir skáldið sem Kristján Karlsson bók- menntafræðingur hefur valið „að eigin sérvizku”, eins og hann sjálfur orðaði það. Nafn bókarinnar er dregið af upphafi fyrsta ljóðsins í Kvæöakveri Halldórs Laxness sem út kom árið 1930. Það er bókaútgáfan Helgafell sem gefur bókina út en útgáfan minnist afmælis Laxness með þessum hætti þar sem bókaútgáfan hefur gefið út flestar bækur hans. f bókinni eru tuttugu og fimm Ijóð og er hún fagurlega myndskreytt af Ragnheiði Jónsdóttur myndlistar- manni. Ekki er algengt að mynd- listarmenn skreyti bækur rithöfunda, þvi miður, en Ragnheiður Jónsdóttir sagði, er bókin var kynnt blaða- mönnum, að hér hefði hún fengið mjög skemmtilegt viðfangsefni. „Ég hefði getað haldið áfram endalaust,” sagði hún. ,,Þó að Halldór hafi að sjálfsögðu lagt meiri stund á aðrar greinar bók- mennta en ljóðlist leyfir Helgafell sér að minna á þýðingu hans sem ljóð- skálds með þessari vönduðu afmælis- útgáfu,” sagði Erna Ragnarsdóttir er hún kynnti bókina fyrir hönd Helga- fells. í bókinni eru ljóð úr Kvæðakveri Laxness í meirihluta en einnig ljóðið Glugginn úr Sjömeistarasögu. Til myndskreytingar á bókinni valdi Ragnheiður sér Glugga og túlkaði hún hann sem glugga á vinnustofu skáldsins og þaö sem hann sér út um hann. Væntanlega láta ljóðaunnendur bók þessa ekki fram hjá sér fara en hún er gefin út í mjög takmörkuðu upplagi eða um eitt þúsund ein- tökum. Bókin kostar 580 krónur. -ELA. Frá blaðamannafundi þar sem búkin var kynnt en hún kemur út í dag, á afmælis- degi skáldsins. DV-mynd Einar Ólason. og miskunnarlcysi, ástir, kynlif og mannúö. Höfundur bókaflokksins, MARGIT SANDEMO, cr þekkt og mikils metin af öllum þeim sem lesa vikublöð, enda hefur hún skrifað rúmlega fimmtíu framhaldssögur. Söguna um ísfólkiö skrifaöi hún hins vegar samkvæmt sérstakri beiðni norska út- gáfufyrirtækisins Bladkompaniet. Prenthúsið hefur samiö um útgáfurétt á þessum bókum á íslenzku. Morgan Fréttatilkynning Út er komin 32«bókin i bókaflokkunum um Morgan Kane og heitir hún JAFNOKI KANES. Eigendur tveggja gamalla óöalssetra áttu í deilum um olíusvæðiö mitt á milli þeirra. „Silver Oaks” haföi leigt sér byssymann, sem kallaði sig „Neches”. Að baki þessa dulnefnis var fyrrverandi logregluforingi, hinn fordrukkni Morg- an Kane.... „Lexington Twenty” hafði leigt sér haltan, ljós- hærðan byssumann sem var blíðmæltur og bláeygð- ur — með byssu við mjöðm, derringer í jakkaerm- inni og hagla-byssu í hendinni. Þetta voru tveir hættulegustu mennirnir fyrir vest- an. Aðeins annar þeirra gat lifað af fundinn — en hvor? Róttur til róttinda „Réttur til réttinda! Hvaða réttindi höfum við og hvaða réttindi höfum við ekki? Hvaða umbætur viljum við?” Svo nefnist umræöudagskrá á fundi Samtakanna ’78, félags lesbía og homma á íslandi, er verðu haldinn á Hótel Loftleiðum á laugardaginn kl. 17. Rætt verður um misrétti, sem lesbíur og hommar verða fyrir og kynnt stefna erlendra samstarfsfélaga gagnvart slíku, sem og aðgcrðir og árangur. Fundurinn er opin öllum lesbíum og hommum, félagsmönnum og öðrum. Tilkynning Dregið hefur verið í leikfangahappdrætti systrafé- lags Innri-Njarðvikurkirkju. Vinningsnúmer: 66, 435, 1968, 315, 1757, 1559, 937, 229, 935, 286, 354, 188, 69, 1831, 67, 2333, 2125, 1981, 61, 60, 2175, 748, 1818, 1241, 1113, 1558, 1424, 282, 129, 1141,816, 855,283,888,2316, 918, 1268, 1344, 1336, 1118,2431,44,427,398, 432, 1297, 2384, 1992, 1617, 268, 1055, 54, 1140, 612, 633. Uppl. eru gefnar í síma 6031 og 6067. Afmæli Fókur 60 óra Félagar í hestamannafélaginu Fáki munu fara í mikla hóprsiö upp í Mosfellssveit á 60 ára afmælis- degi félagsins, 24. apríl. Farið verður frá Fáks- svæðinu og aö Hlégarði í Mosfellssveit. Söngur og lúörablástur munu lífga upp á feröalagiö. Um kvöldið verður dansleikur í Hlégarði. íþróttir fþróttir um helgina: Föstudagur Knattspyrna: Melavöllur: KR-Víkingur í Reykjavikurmótinu — kvenna kl. 18.30 ogkl. 19.45 Fram og Fylkir. Laugardagur: Knattspyrna Melavöllur: Fram og KR í Reykjavíkurmótinu kl. 14. Hafnarfjörður: FH-Akranes á Kaplakrikavelli í litlu-bikarkeppninni kl. 14 og strax á eftir Haukar- Keflavik. Sunnudagur: Knattspyrna: Melavöllur: Ármann-Þróttur kl. 14 í Reykjavíkur- mótinu í knáttspyrnu. Knattspyrnumót Föstudagur 23. april Melav. — Rm.mfl.kv.—KR:Vík. kl. 18.30 Melavöllur — Rm. mfi. kv. — Fram: Fylkirkl. 19.45 Háskólav.—-Rm. 1. fl. —-Léttir:Þróttur kl. 19.00 Víkingsv.—Rm. 1. fl.—Vík.:Armann kl. 19.00 Breiðholtsv.—Rm. 2. fl. A—ÍR:Leiknir kl. 19.00 Árbæjarvöllur — Rm. 3. fi. A — Fylkir: ÍR kl. 19.00 KR-völlur — Rm. 3. fl. A — KR: Valur kl. 18.45 KR-völlur — Rm. 3. fl. B — KR: Valur kl. 20.00 Þróttarv.—Rm. 3. fi. A.—Þróttur:Vík. kl. 18.45 Þróttarv.—Rm. 3. fi. B—Þróttur:Vík. kl. 20.00 Laugardagur 24. april Melavöllur — Rm. mfl. —KR: Fram kl. 14.00 Fellavöllur — Rm. 4. fl A — Leiknir: Fram kl. 13.30 Breiðholtsv.—Rm. 4. fl. A—ÍR:Fylkir kl. 13.30 „Lengst inni í frumskóginum, á trúboðsstöð hjá þrcmur nunnum, fann ég gamla enska orðabók...” Nýlistarsýning helgarinnar — Vatnsstíg3b: Málar myndirnar meðan á sýn- ingunni stendur —Olle Tallinger f rá Svíþjóð Nýlistasafnið við Vatnsstíg er að frumskóginum, á trúboðsstöð hjá verða æ vinsælli sýningarstaður. þremur nunnum, rakst ég á enska Þetta eru fyrrverandi húsaky.ini orðabók og fór að grufla í henni. Rydens-kaffibrennslunnar, há og þröng, hvitkölkuð herbergi. Ólíkustu Smátt og smátt varð ég heUlaður af listaverk njóta sín þarna vel, sama þeim mörgu merkingum sem búið hvort eru risastórar járnmyndir Árna geta í einu orði. Og ég fékk ótal hug- Páls og Magnúsar eða tauteppi Tótu. dettur. Eins og til dæmis Á föstudag kl. 20 opnar Olle Tall- „avalanche”. Það þýðir snjóskriða. ingar, ungur Svíi, búsettur í Kaup- Jafnframt þýðir það skyndileg eyði- mannahöfn, nýstárlega sýningu á iegging. Eða eitthvað sem hvolfist þessum stað. Hann setur upp 15 hvít- yfir mann, af saklausara tagi, eins og málaða striga og 15 skilti sem á eru óvenjumikill póstur. letruð orð. Siðan byrjar hann að Á sýningunni mála ég eina mynd út mála myndirnar og ætlar að reyna að frá hverju orði. Þær eru allar metra verða búinn á tíu dögum. Sýningar- háar, en fyrsta orðið er einn bók- gestir fá sumsé að sjá listamann stafur og myndin 16 cm breið, næsta vinna! En það mun fyrir suma lang- orð tveir bókstafir og myndin 32 cm þráðsjón. breið, síðasta orðið 15 bókstafir og ,,Ég fékk hugmyndina í Afríku, myndin2,40m breið.” Zambíu, þangað sem ég fór í fyrra að Sýningin verður opin alla daga frá heimsækja móður mína. sem er 23. apríl til 2. maí frákl. 14—22. hjúkrunarkona þar. Lengst inni í Austfirðingafélagið í Reykjavík: EFNIR TIL SAMK0MU HL KYNNINGAR Á BYGGÐARLÖGUM Á AUSTURLANDI Austfirðingafélagið í Reykjavík efnir um þessar mundir til nokkurrar nýjungar í sarfsemi sinni. Er þar urn að ræða kynningarsamkomur, til- einkaðar ákveðnum byggðarlögum á Austurlandi hverju sinni. Fyrsta sam- koman af þessu tagi verður haldin í veitingahúsinu Glæsibæ sunnu- daginn 25. apríl og hefst kl. 14. Samkoman verður helguð þrem syðstu hreppum Suður-Múlasýslu, þ.e. Geithellnahreppi, Búlandshreppi og Beruneshreppi. Eysteinn Jónsson, fyrrum ráð- herra, ræðir um svæðið frá Lóns- heiði að Streiti og sýnir litskyggnur. Sjálfur er Eysteinn uppalinn á Djúpa- vogi og þekkir því þessi byggðarlög mjög vel. Doktor Jakob Jónsson les eigin óprentuð ljóð, Ásdís Ríkharðsdóttir tónlistarkennari les kvæði eftir föður sinn, Rikharð Jónsson myndhöggv. iara, og Birgir Stefánsson kennari les ljóð eftir Eirík Sigurðsson skóla- stjóra og rithöfund. Þá mun Grímur M. Helgason handritavörður flytja ýmsan fróðleik úr gömlum sóknar- lýsingum. Samkoma þessi er öllum opin. Gert er ráð fyrir að góður tími gefist til samræðna á milli atriða. Veitingar er hægt að fá á staðnum. -ELA. Eysteinn Jónsson, fyrrum alþingis- maður og ráðherra, ræðir við gesti á Austfirðingahátið á sunnudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.