Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1982. BMMAÐIBiWÆSIM Útgáfufólag: Frjóls fjölmíðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Framkvœmdastjóri og útgófustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aöstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Póll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síðumúla 12-14. Auglýsingar: Sfðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smóauglýsingar, skrifstofa. Pverholti 11. Simi 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. ‘ Áskriftarverö ó mánuöi 110 kr. Verö í lausasölu 8 kr. Helgarblaö 10 kr. Diskó á vegum ríkisins í þann mund sem fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um skyldusparnaðinn, boðaði Sam- band veitingamanna til blaðamannafundar, þar sem þeir kynntu opnun nýs veitingastaðar á vegum ríkisins. Enda þótt ráðherrann af lítillæti og veitingamenn af kurteisi hafi ekki bent á samhengi þessara atburða, þá er hverjum manni ljóst, að veitingastaðir verða ekki til af engu. Einhvers staðar verður að fá fé til að standa undir svo nauðsynlegum framkvæmdum. Þessi nýi veitingastaður er í gömlu Rúgbrauðsgerð- inni og eftir lýsingum að dæma er hann til mikillar fyrirmyndar. Þar eru dýrindis veislusalir, stórt og gott dansgólf, fullkomið diskótek í sérhönnuðu borði, bar og setustofa. Þessu til viðbótar eru minni samkomu- salir, veislueldhús og notalegustu vistarverur á samtals fjórum hæðum. Síðast en ekki síst eru þar rúmgóð gufuböð með tilheyrandi baðaðstöðu, afslöppunar- og búningsherbergjum. Eftir því sem spurst hefur munu forsvarsmenn rikis- ins hafa hugsað sér að nota þennan nýja veitingastað til ,,funda og boða á vegum ráðuneytanna” en veitingamenn upplýstu á blaðamannafundinum að júbilantar úr menntaskólum hefðu fengið afnot af staðnum. Þótt ekki sé vitað til þess að þeir jubileri á vegum ráðuneytanna, þá sýnir sú ráðstöfun að stjórnarráðið mun forðast allan klíkuskap þegar ,,al- mennilegt” fólk vill gera sér glaðan dag. í reglugerð, sem fjármálaráðuneytið hefur sjálft samið af lítillæti um eigin umgengni og meðferð á veitingastaðnum, segir að „fundarsalir skuluaraðeins leigðir stofnunum rikisins, en fjármálaráðuneytið getur heimilað frávik frá þessari reglu”. Þetta frávik ber vott um víðsýni og eyðir þeim mis- skilningi að staðurinn sé aðeins byggður fyrir ríkis- bubba. Vildarvinir og skjólstæðingar fjármálaráðu- neytisins geta auðveldlega fengið þar inni, auk þess sem þetta fyrirkomulag sparar ríkinu það umstang að rukka inn skemmtanaskatt, söluskatt, veitingaleyfi eða hafa eftirlit með brennivínsálagningu hjá „almenni- legu” fólki. Nú hefur það að vísu ekki verið á vitorði almennings, að „fundum og boðum ráðuneytanna” fylgdi diskódans.en þegar betur er að gáð er auðvitað ljóst, að vel fer á því, að gestir ráðuneytanna bregði undir sig dansfæti. Menn sjá til dæmis fyrir sér, næst þegar Muller og Maier og allir samningamennirnir frá Alusuisse koma næst til fundahalda á íslandi, hversu haganlegt það verður að geta boðið þeim í diskódans og gufubað á einum og sama staðnum. Engum þarf að koma á óvart, þótt næsta skrefið hjá stjórnarráðinu verði að panta hingað skemmtikrafta á borð við þá sem troðið hafa upp í Manhattan og Glæsibæ. Engar sögur fara af því, hvað þessi veitingastaður ríkisins hefur kostað í uppsetningu og kemur vitaskuld engum við, frekar en svo margt annað sem kerfið aðhefst. Var ekki Seðlabankinn búinn að viða að sér hinu vandaðasta bókasafni í kyrrþey og hefur ekki Framkvæmdastofnunin reist sér gufuböð og nudd- stofur fyrir sjálfsaflafé? Vonandi fer nú ekki óbreyttur almúginn að gera veður út af því, þótt ríkissjóður reki veitingahús og bjóði ráðstefnugestum í diskódans að loknum erfiðum fundahöldum! Það á hverjum manni að vera ljóst, að fjármálaráð- herra hefur ærna ástæðu til að leggja skyldusparnað á skattgreiðendur. Veitingastaðir kosta sitt, jafnvel þótt útgjaldanna sé hvergi getið. -ebs. Lengd einnar mínútu veltur á því hvorum megin við baðherbergis- dymarþú stendur Ég hef aðeins einu sinni farið í veiðitúr og komið heim úr honum meö eina fallega þriggja punda dós af fiskbollum. Mér fannst því skjóta skökku við þegar út úr páskaegginu mínu valt núna fyrr i mánuðinum miði með spakmælinu: Sá með minnstu reynsluna veiðir alltaf stærsta fiskinn. Ég er þó siöur en svo aö rengja þetta spakmæli. Reyndar fór ég í veiöitúrinn beint með það í huga. Ég hef oft séð nýliðana draga þyngstu fiskana á meðan þeir með dýrustu og vönduðustu tækin urðu að koma við í fiskbúöinni á leiðinni heim. En sem sagt, í minu tilfelli brugðust þessi lög- mál náttúrunnar. Ég lærði af þessu aö litlu lögmálin, sem stjórna llfi okkar, bregðast um leið og við reynum að nota þau okkur til framdráttar. Við vitum til dæmis að þvl verr sem línan þín er flækt þeim mun betra er fiskiriiö allt I kríngum þig. Flækirðu hins vegar línuna af ásettu ráði til að gefa félögunum möguleika á góðu fiskiríi þá virkar þetta ekki. Við vitum líka að það byrjar alltaf að rigna daginn sem við þvoum bílinn, en þvoi maður bflinn sinn einungis til aö snapa sér rígningu A skrælnaðan grasblettinn þá virkar þetta ekki. Það virkar heldur ekki aö fara I bað til þess eins að fá vinina til að hringja. Sé þetta hins vegar ekki tilgangurinn þá hringja þeir allir um leið og við erum komin oni. Það getur þvi verið svolítið erfitt að sanna að um lögmál sé að ræða þegar við verðum fyrir barðinu á sömu tilviljunum aftur og aftur. Samt hafa vísindamenn óhikað flokkað eftirfarandi undir lögmál: Sendibréfalögmálið: Öruggasta leiðin til að láta sér detta eitthvað fleira í hug er að sleikja aftur umslagið. Bíólögmálið: Fólkið sem situr innst kemur alltaf siðast. Lögmál naglaklippunnar: Klukku- tíma eftir að þú klippir af þér neglurnar þarftu að skrúfa eða plokka eitthvað upp. Erlenda flugvallalögmálið: Fjar- lægð útgönguhliðsins er í öfugu hlut- falli við tímann sem þú hefur til að ná vélinni. Rúmfélagalögmálið: Sá sem hrýtur hæst sofnar fyrst. Símalögmálið: Þegar þú hringir í vitlaust númer þá er aldrei á tali. Bókaútgáfulögmálið: Það er alltaf ein villa sem enginn tekur eftir fyrr en bókin hefur verið prentuð. Leigubílalögmálið: Þegar nokkrir viðskiptafélagar taka saman leigubíl lendir það á þeim i framsætinu að borga. Viðbótartúlkun annarra vísindamanna við leigubilalögmálið: Það skiptir ekki máli hve margir þeir eru né hver borgar, þeir setja allir fullt fargjald á útgjaldareikningana sina. Fyrri sjúklingareglan: Því slitnari og leiðinlegri sem tímaritin á biðstof- unni eru þeim mun lengur þarftu að biöa eftir að röðin komi að þér. Úr rítvél Jóns Björgvinssonar Seinni sjúklingareglan: Jafnvel vatn er vont ef þú þarft að taka það inn samkvæmt lyfseðli. Hið fræga lögmál um samskipti kynjanna: Líkurnar á því aö ungur maöur hitti töfrandi fallega og mjög tilkippilega ógifta konu aukast til muna ef hann er í för með: a) stúlku sem hann átti stefnumót við, b) konunni sinni, c) myndarlegri og rikari vini sínum. Lögmál hjónabandssælunnar: Ending hjónabandsins er í öfugu hlutfalli við kostnaðinn við brúð- kaupið. Músalögmálið: Allt sem gott er í þessu Iífi veldur krabbameini í músum. Lögmálið um skoðanaágrein- ing: Allt er mögulegt ef þú veist ekki hvað þú ert að tala um. Lögmálið um einföldu lausnirnar: Við öllum flóknum vandamálum er hægt aö finna einfaldar og auðveldar, rangar lausnir. Lögmálið um samþykktir: Það er auöveldara að fá fyrirgefningu en leyfi. Vinalögmálið: Vinur sem þú hjálpar í nauðum mun minnast þín — næst þegar hann er í nauðum. Lögmálið um varanleika óhreininda: Til aö gera einn hlut hreinan verður að gera annan hlut skítugan. Sumir visindamenn hafa fengizt við fullyrðingar fremur en lögmál í rannsóknum sinum. Fullyrðing dr. Coit um afl neikvæðrar hugsunar: Þaðer ómögu- legt að koma bjartsýnismanni skemmtilega á óvart. Fullyrðingin um heildargáfur: Heildargáfur mannkynsins breytast ekki, það er bara mannfjöldinn sem eykst. Fullyrðingin um einst@klingsgáfur: Fegurð sinnum heili er föst stærð. Afbrotafullyrðingin: Ástæðan fyrir því að glæpir borga sig ekki er sú að þegar þeir gera það eru þeir nefndir eitthvað annað. Sérfræðingafullyrðingin: Sérfræð- ingur nefnist sérhver sá sem sóttur er út fyrir bæjarmörkin. Bankastjórafullyröingin: Banka- stjóri er sá sem lánar þér peninga ef þú sannar að þú þurfir ekki á þeim að halda. Afstæðiskenning hins fræga dr. C. Ballance: Lengd einnar mínútu veltur á því hvorum megin við baðher- bergisdyrnar þú stendur. Margir visindamenn hafa líka varið starfsævi sinni i að afhjúpa nokkrar af mikilvægustu leiðunum til árangurs í starfi. Hér eru nokkrar af uppskriftum þeirra: öll erfiðustu úrlausnarefnin skaltu láta þeim lata í hendur hann finnur alltaf auðveldustu lausnina. Ef þú veizt ekki hver af þeim er sérfræðingurinn veðjaðu þá á þann sem spáir lengsta afhendingartíman- um og mesta kostnaðinum. Leyndardómurinn á bak við góðan árangur er heiðarleiki. Strax og þú getur þóst búa yfir honum ertu á grænni grein. Ef þú vilt að aðrir tali vel um þig skaltu ekki gera það sjálfur. Og svo að lokum ein fullyrðing um svipað efni: Það góða við egóista er að þeir tala ekki um aðra. Þaö byrjar alltaf aö rígna daginn sam bíllinn er þveginn. En sé billinn þveginn til að útvega rigningu á skrælnaöan grasblettinn dugar þaö þó ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.