Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Page 17
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1982
17
ár sem sufíar mórauð tfíhafs.'
i — Og hvemig er að standa uppi sem
| einstæður faðir?
„Það er vissulega mikil breyting frá
því sem áður var. Þó er ég langt frá því
að vera óvanur að umgangast barnið.
j En áður var það þannig að einhver
þriðji aðili kom til móts við uppeldið.
I Álagið er þvi meira en áður var.
í Þegar ég tók alfarið við uppeldi
Bjarma þá þurfti ég mikið að breyta
minni vinnutilhögun. Ritstörfín voru í
minum huga númer eitt áður en Bjarmi
kom en hafa nú þurft að víkja úr því
j sæti fyrir uppeldinu. Það fer enda
j gifurlega mikiU timi í að ala upp bam.
Það finnur hver bezt þegar hann vinnur
heima við og er þvi meira með barninu
, en ella. En þetta gengur samt sem áður
allt Ijómandi vel hjá okkur.
Ég get heldur ekki hugsað mér betri
persónu til að búa með en hann
Bjarma. Hann er ákaflega góður og
þægilegur í sambúð — og svo sannar-
lega vona ég að hann verði það áfram
þegarhann feraðbúameð kvenfólki.”
— Telurðu að einhver grundvallar-
munur sé á uppeldisaðferðum konu og
karls?
,,í rauninni held ég að það skipti engu
máli, hvort uppalandinn er karl eða
kona. Ég er að visu í öðrum spomm til
að dæma þessa hluti en margur annar
þar eð ég á þess kost að stunda mina
vinnu heima við. Það er ólikt betra fyr-
ir barnið í stað þess að foreldrið sé að
rassskellast úti i bæ.
í megjndráttum held ég að spuming-
in um uppeldi sé ekki um kyn heldur
mikiu fremur um eðli einstaklingsins.
Til að mynda ættu margar konur ekln
að hafa nokkurn rétt á þvi að ala upp
börn, þó svo að þessi skritni móðurrétt-
ur skyldi þær næstum því til þess.
Það kemur oft upp sú leiðinlega
staða þegar foreldrarnir skilja að báðir
em jafnfærir að ala barnið upp. Ég
kynntist þessu i minni baráttu. Þegar
svona stendur á er það alltaf konan
sem öllu ræður og það er bara ekki rétt-
látt. Karlinn á ekki að þurfa að sætta
sig við þá staðreynd að sjá eftir barni
sinu af þeirri einu ástæðu að hann er
með tippi. Það er varla hægt að komast
lengra frá jafnréttinu.”
JÞaOþarfað vökva
meðsa/tsýru"
— Þú ert sem sagt heimavinnandi
húsfaðir. Segðu mér eitthvað af heima-
vinnunni?
Ég vinn helzt á hverjum degi. Hef
verk strax á morgnana þegar ég drulla
mér á lappir og held svo áfram eitthvað
fram eftir degi, eða þangað til Bjarmi
kemur heim úr skólanum klukkan
fjögur. Þá taka heimilisstörfin við,
búðarráp, matseld, uppþvottur og svo
vökva ég blómið mitt. — Nei, þú skalt
ekki hiæja svo dátt að þvi. Þetta eina
blóm mitt er nefnilega ætublóm og það
þarf að vökva með saltsýru. Því lýg ég
náttúrlega, en óneitanlega er það
gaman til afspurnar.
Annars liða dagarnir minir óskap-
lega tilbreytingasnauðir. Ritstörfín eru
ekki eftirsóknarverð. Þó maður sé að
vissu leyti sinn eigin húsbóndi þá er
þetta samt sem áður alltaf sama
rútínan. Rithöfundurinn er dálitið ein-
mana og hittir ekki marga. Vissulega
getur hann leyft sér að taka sér frí á
vanhelgu dögunum í stað sunnudags,
en það er sjaldan sem tækifæri gefst til
þess.
Og þó ég vinni ekki eftir stimpil-
klukku þá hef ég samt ríka tilhneig-
ingu til að vinna markvisst. Ég lít enda
á mitt starf sem hverja aðra vinnu og
geng að því með því hugarfari. Rit-
störfín eru mikið púl, allavega fyrir
mig. Ég þarf að leggja mig allan fram
til að sýna einhver afköst, ekki koma
þau af sjálfu sér.
Það geta eflaust fáir imyndað sér að
sá rithöfundur sem sendir ekki frá sér
bók nema á tveggja til þriggja ára
fresti muni púla mikið. Þeir halda
efíaust að hann liggi upp í loftið og
góni á milli þess sem hann hraðskrifi
eina og eina bók á fáeinum mánuðum
fyrir jólin, allt sitt æviskeið. Og þegar
fólk kaupir bækur rithöfundar og les á
einu kvöldi á aðventunni getur það
skiljanlega ekki ímyndað sér að
samningin hafi tekið langan tíma.
Miklu fremur hafi þetta stokkið
alskapað út úr höfði manns eina
nóttina.
Nei, rithöfundurinn púlir og pælir
og situr alla daga I sveita síns andlits
greyptur ofan í skrifborðið. Það er
náttúrlega breytilegt eftir mönnum
hvernig þeir stunda sína vinnu. Ég þarf
mikinn tíma og seint gæti ég skrifað
eina sögu á ári eða skemur og gefið út
með hreinni samvizku. Sumir geta það
eflaust, en þá er bara spurning hvort
hægt er að lesa verk þeirra.”
— Hefurðu gaman af ritstörfunum?
„Ég hef gaman af þeim þegar vel
gengur, en það er andskoti sjaldan. Ég
er að vísu á sex mánaða ritlaunum og
þarf því vart að kvarta peningalega. En
ef þau laun væru ekki til taks þá held
ég að ég væri varla að þessu. Þá væri ég
fyrir löngu komin á vertíð.
En svo vikið sé frá árans peninga-
hliðinni þá er því ekki að neita að það
er alltaf gaman þegar upp er staðið og
maður er sæmilega ánægður með
árangurinn. En hvað spurningu þinni
viðvíkur þá held ég að ekki sé hægt að
flokka ritstörfin undir skemmtun.
Þetta er viss sálarfróun að sitja og
skapa og tjá sig, en það þarf samt sem
áður ekki að vera skemmtilegt. Ég sezt
alla vega ekki við skrifborðið að
morgni skælbrosandi og segi: Ha ha,
mikið er gaman að fara að skrifa.
Ritstörfin eru kannski skemmtileg að
tíu prósentum, en hin níutíu prósentin
eru sem sagt þessi sálarfróun, þessi
léttir að geta setzt niður og tjáð sig.
Þetta er einhver nauðsynleg útrás.
Þörfin fyrir að skapa er andlegs eðlis
og svipar að vissu marki til líkamlegu
þarfarinnar að éta. Sálin hefur alltaf
þörf fyrir útrás eins og líkaminn fyrir
mat. Mér líður bölvanlega ef ég get
ekki tjáð mig lengi að sama skapi og
mér líður djöfullega ef ég hef ekki étið
lengi.”
— Þeir sem hafa lesið verk þín hafa
óneitanlega orðið varir við sjómanninn
i rithöfundinum. Hversvegna þetta
þörungabragð af bókunum?
„Ég hef fengizt við sjólífið hingað til
eingöngu vegna þess að það hefur til
þessa staðið mér næst. En ég fæst ekki
bara við sjóinn. Taktu eftir því að allar
sögur mínar gerast úti á landi. Ég er
nefnilega svo mikill dreifbýlissinni í
mér. Fólk úti á landi er svo afskekkt.
Því er ekki eins mikið sinnt og þess
vegna leita ég fremur fanga þar en
suðvesturfrá. Það er líka yfrið nóg til
að rithöfundum sem einblina á Reykja-
vík og það sem þar gerist. Mér yrði
ofaukið. Reykjavík er heldur ekki minn
staður.”
Hefurðu skrifað öll þín verk með
sama hugarfarinu?
„Fyrsta bókin — Vindur vindur
vinur minn — er ólik þeim sem á eftir
koma. Ég get heldur ekki ímyndað mér
að nokkur rithöfundur skrifi fyrstu
bók sína með sama hugarfarinu og
næstu bækur sínar.
Þegar ég var að skrifa Vindinn var ég
mikið að hugsa um spurninguna, hvort
ég ætti að gerast rithöfundur eða ekki.
Dalvískir vinir mínir hugsuðu á þeim
árum hvað Gulli væri að drallastinni í
húsi: Af hverju drullar mannauming-
inn sé ekki á sjóinn? Það var sem sagt
spurningin um það hvort yrði ofan á,
sjómaðurinn eða rithöfundurinn. Hún
angraði mig mikið.
Feðgamir Guðiaugur Arason rithöfundur og Bjarmi
Guðiaugsson nemi.
Ég hafði lengi gengið með þá grillu
að fara í stýrimannaskóla, gerast skip-
stjóri og svo hefði einbýlishúsið og
Benzinn komið á eftir. Ég reyndi mikið
að forðast hugsanir mínar um að gerast
rithöfundur á þessum árum. Það var
enda svo fjarlægt þá. Á timabili reyndi
ég að komast hjá því að skrifa með því
að álíta það allt eins gott fyrir mig að
svala sköpunarþránni í málaralistinni.
Lengi ætlaði ég í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands.
Að loknum þessum alvöruárum
komst ég loks að þeirri niðurstöðu að
ef ég ætlaði að láta mér líða vel í lífinu.
þá þyrfti ég að helga mig alfarið ein-
hverju af þessu þrennu. Málaralistin
stóð alltaf tæpt í huganum, ritstörfin
og sjómennskan börðust sín í milli, en
þegar hægri sveiflan leit dagsins ljós
árið sjötiu og fjögur hvarf ég til Kaup-
mannahafnar eins og áður segir.
Eftir nokkrar vikur fór lífsstarfið að
skýrast. Sjórinn hætti smátt og smátt
að toga í mig — og penninn var gripinn
traustataki.”
— Og hvað eiga sögur þínar að segja
okkur? Hvert ertu að fara með bókum
þínum, eins og jafnan þykir hæfa að
spyrja rithöfunda?
„Eger svo sem ekkert að fara, annað
en það að ég er að sinna þeim áhuga-
málum mínum sem ég hef hverju
sinni.” — En er ekki óhætt að líta
aðeins yfir farinn veg og tæpa lítillega á
innihaldi bókanna?
„Vindurinn er sprottinn upp úr
æskuhugleiðingum um utangarðs
mann í þjóðfélaginu.
Þegar ég skrifaði Vikursamfélagið
hafði ég mikinn áhuga á Samvinnu-
hreyfingunni og kaupfélagsvaldinu.
Mér fannst og finnst hún vera komin
alllangt frá sínum upprunalegu mark-
miðum. Frumhugmyndin að stofnun
kaupfélaga er svo langt frá því sem nú
þekkist að með ólíkindum má telja.
Sambandið við fólkið er horfið og
þessar litlu og vinalegu búðarholur eru
orðnar að bákni og hrikalegu auðvaldi
sem er kló á þjóðfélaginu. Vegna þessa
varð Víkursamfélagið til.
„Áhugiminn
ákvenfóiki"
Eldhúsmellur spretta upp úr áhuga
mínum á jafnréttismálum og sjálfsagt
líka meðfæddum áhuga mínum á kven-
fólki. Sérstaklega þó hlutverki sjó-
mannskonunnar í því sambandi. Ég er
að ígrunda spurninguna hvar hún
standi í hugarheimi þeirra kvenna sem
froðusnakkast um jafnréttið og þykjast
allar lausnir finna svo því verði við
komið.
Pelastikk er loks allt annars eðlis en
fyrri bækurnar, þó óneitanlega finnist
seltubragð af henni. Ástæðan fyrir því
að ég skrifaði þá bók var sú að ég hafði
mikla löngun í mér til að upplifa liðna
tíma sem sjálfsagt aldrei verða endur-
fengnir nema í huganum einum. Og
þar eð hann fer að kalka innan fárra
ára þótti mér tilhlýðilegt að festa
þessar minningar á blað. Með bókinni
er ég líka að leitast við að gera hlut
islenzkra sjómanna aðeins meiri í bók-
menntunum okkar en hann hefur verið
til þessa.”
— Hvað ertu að fást við um þessar
mundir?
„Ég á kannski svolítið erfitt með að
talaumþað en ég er að reyna að brjóta
nokkur gömul og ný fyrirbæri til
mergjar. Þetta er verk sem ég hef á
undanförnum tíu árum verið að grípa í
og aldrei getað einbeitt mér af alvöru
að fyrr en nú. Þetta er ekki bein sjó-
mannasaga og fjailar að mörgu leyti
meira um ólíka hluti en mínar fyrri
sögur. Að uppbyggingu er hún kannski
ekkert ósvipuð þeim samt sem áður.
Annars er of snemmt að segja meira af
þessari en hún kemur vonandi út fyrir
næstu jól.”
Þú hlýtur nú eitthvað að yrkja,
svona rétt til þess að hvíla þig á
skriftunum?
„Ég yrki stundum mér til hugðar-
hægðar níðvísur og orðljótar klám-
vísur. En ég mun seint taka mig alvar-
legan sem ljóðskáld.
Ég hef langsamlega mest gaman af
þvi að yrkja eitthvað sem hægt er að
hlæja að. Það má kannski segja að
ljóðagerðin sé svolítil hvíld frá ritstörf-
unum, að því leyti að hægt er að hlæja
að henni. Ég get éndalaust hlegið að
svona bullljóðum, sem alls ekki má
taka alvarlega. Þau finnast mér bezt.
Mér dettur í hug þegar ég sit hérna og
naga á mér neglurnar, að fyrir nokkru
framdi ég á mér þrjú kraftaverk. Það
fyrsta var að ég hætti að naga á mér
neglurnar sem ég hafði gert frá því ég
tók tennur. í öðru lagi fór ég í bindindi
á áfenga drykki og í þriðja lagi lagði ég
af um rúm tíu kió. Ég var orðinn and-
skoti feitur og sem sagt mjókkaði um
heil ósköp svona allt i einu upp úr
þurru.
Þetta fannst mér svo mikilfenglegt
að ég varð að búa til um þetta ódauð-
legt ljóð sem myndi lifa um ókomna
framtið á vörum þjóðarinnar; Það er
svona ef ég man rétt:
Nú cr éf; hœttur aö nafta
nef;lur rnínar tiu.
Frjálst fiærflesta duf’a
fá aó vaxa að nýju.
Unclan þeim skitinn skeféfi
i'ið skröpun hverfii slóra
hóna ofi hið til drottins
í hakkann þeim síóan klóra.
l.uf;t hef ép vín op veipar
á væna timhurhillu.
Vei þeim scm tárió teypar
of; treöur svo jörö i villu.
í árin þau tíu aö tölu
tiemt hef éy ámu stóra
nófi hef éfi náó aö drekka
nú er ép hættur aó þjöra.
Foröum mér þóttifýsió
aó fitna daya lanaa.
A'ú lekur afmér lýsiö
svo larjarnir á mér hanaa.
Kilóin tíu eru töpuö
éa tippiö mitt sá í vetur
éa erarannur meö aóöar nealur
peri þeir aörir betur!
En auðvitað ferðu ekki að birta þetta
bull mitt. Maður verður að eiga sitt
lýríska stolt sem rithöfundur!”
— Nei, nei, þetta verður ekki birt,
segi ég annars hugar — og spjallinu
lýkur — við tökum að horfa út um
blessaðan stofugluggann og eyðum
ekki frekari orðum hvor áannan. -SER.