Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
OPINNDÁLKUR—OPINNDÁLKUR— OPINNDÁLKUR—OPINN DÁLKUR
Fyrir þremur vikum lögðum við fram tillögu fyrir les-
endur og neytendur. Tillaga sú fól í sér að fólk léti frá sér
heyra um hvernig það færi að því að spara í þeim tilgangi
að gefa öðrum góð ráð. Þetta var einn liðurinn í tillögunni,
annar var sá, að fólk léti okkur vita hvar hægt væri að fá
góðar vörur á „gamla verðinu”, sem sagt hvar væri hægt
að gera góð kaup. Þá fannst okkur ekki saka að fólk léti
okkur vita hvar það yrði góðrar þjónustu aðnjótandi í við-
skiptalífinu. Þá má líka benda á misbrestina.
' Tillaga okkar hefur greinilega verið samþykkt af lesend-
um, því margir hafa haft samband við okkur, og hafa sitt-
hvað til málanna að leggja, góðar ábendingar og þarfar.
Höfum við ákveðið að skipa opna dálkinum fastan sess á
mánudögum. -ÞG
ILLA FARH) MEÐ MATVÆU OG
SÍDAN KVARTAÐ OG KVEINAÐ
I mörg ár hef ég haft frystihólf á
leigu. Ekki er það í frásögur færandi,
en mér blöskrar að s já allan þann mat,
sem þama er hent á hverju árí. Fólk
hefur annaðhvort ekki borgað leigu-
gjaldið af geymslum sínum og þær þá
tæmdar eða þá maturinn hefur veríð
geymdur of lengi og skemmzt.
Þama hef ég séð svínslæri, laxa,
kjúklinga, sláturkeppi nosturslega
vafða í álpappír, gæs, ýsuflök og margt
fleira í pokum og kössum, sem ég veit
dtki hvað er. Þessu er safnað í hrúgu
og síðan keyrt á hauga. Þessi matur
kostaði bæði peninga og vinnu sem
þama fer til spillis bara á þessum eina
stað.
Sumir þeirra, sem þama eiga hlut að
máli hafa kannski látið eftir sér að
kvarta um að þeir þurfi að vinna nær
allan sólarhringinn alla daga vikunnar
til aö hafa í sig og á til að „láta enda ná
saman”. Til hvers í ósköpunum er fólk
að fylla frystihólf af mat, sem það
nennir svo aldrei að ná í? Það verður
litill gróði af kaupunum á haustin,
þegar meirihluta matarins er hent
ónýtum vegna trassaskapar.
Hvemig væri að við settumst niður
og strikuðum út óþarfa kostnaö í
heimilishaldinu t.d. aö kaupa mat ein-
göngu tU aö henda honum og emjuðum
svolítið minna yfir öllum heimatilbúnu
vandamálunum okkar. Og hættuna að
gera kröfur til annarra þegar við
viljumsjálf vera stikkfrí.
Því miður ganga opinberir aðilar á
undan i alls konar bmöli og óráðsíu á
öllum sviðum. Það hefur fleira farið á
öskuhaug en matvæli úr fyrrnefndum
frystigeymslum. Voru ekki einu sinni
myndir af litfógrum breiöum í blöðum,
voru það ekki tómatar?
Sigrún Bergþórsdóttir
Hafnarfirði
Bréfritarí talar um litfagrar breiðtir af
tómötum. Þó ekki sé þetta litmynd þá
birtnm hér mynd af tómötum ó haug-
unum.
Vert að geta þess sem vel er gert
Kristján Vilhelmsson i Garðabæ
hafði samband vlð okkur nýlega og
vildi koma þakklæti til tveggja aðila á
framfæri.
Þannig er mál meö vexti að Kristinn
ætlaði aö leggja hellur i garðinn sina
Hringir hann í Björgun hf. og pantar
hjá þeim sand, sem nota átti sem
undirlag fyrir hellumar. Tekið er á
móti pöntuninni og síðan hríngir hann
á Vörubilastöð Hafnarfjarðar og biöur
um að sandurinn verði sóttur i
Sævarhöföa, þar sem Björgun hf. er til
húsa. Bílstjóri af vörubilastööinmni
tekur aö sér verkiö, sækir sandinn og
ekur honum í hlað, heim til Kristins.
Búiö er að afhlaða og sandurinn um 70
tunnur við djmar hjá Kristni þegar
hann svo síðar um daginn kemur úr
vinnu.
Kemur þá i ljós aö ekki hafði veriö
afgreiddur sá sandur sem beðið haföi
veríö um. Nú voru góð ráö dýr. Haföi
Krístinn samband viö fyrirtækið
Björgun hf. strax og tjáði þeim þessi
mistök með sandinn. Þar var brugðið
skjótt viðognæsta dag sendu þeir vöru-
bil með réttu sandtegundina og tóku
hina hrúguna til baka honum að
kostnaðarlausu.
Þetta er i stuttu máli frásögn
Krístins Vilhelmssonar í Garðabæ.
Hann vill gjaman geta þess sem vel er
gert, „bæöi forsvarsmenn fyrirtækis-
ins Björgunar hf. og eins vömbUstjóri
á Vömbílastöð Hafnarfjarðar eiga
þakklæti skilið fyrir góða”, eins og
Kristinn komst að orðL
-ÞG
Ceyfaraveit) fviir
Við bjóðum 3ja vikna ferðir til Florida á hreint ótrúlegu verði
frá kr. 9.960
í tengslum við leiguflugið til
Toronto efnum við til hópferða til
Florida á verði sem slær flest annað
út. Flogið er til Toronto og þaðan
beint áfram til Tampa á Florida.
Dvalist er í 20 nætur við ströndina í
St. Petersburg og einnar nætur
gisting er síðan í Toronto áður en
haldið er heim til íslands á ný.
Ströndin í St. Petersburg er einn
vinsælasti baðstaður Florida og
auðvelt er síðan bregða sér til til-
breytingar í heimsóknir til Walt
Disney’s landsins, Kennedy-höfða
o.fl.o.fl.
Gisting í íbúðum á
Sun-dial
Rúmgóð „studio” eða íbúðir með
einu svefnherbergi. Öll herbergi
loftkæld, búin sjónvarpi, kapalkerfi,
síma og baðherbergi. Sundlaug í
hótelgarðinum og örstutt á
ströndina.
Brottf arardagar:
Júní: 3, 14, 24.
Júlí: 5, 15, 26.
Ágúst: 5, 16,
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆET112 - SÍMAR 27077 & 28899