Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Þad er engin furða að karlmenn taki ekki fæðingarorlof — þar sem úthlutaðarj bætur til þeirra eru mun lægri en hinar föstu mánaðartekjur,” segir J.S. lUm fæðingarorlof: Kynjunum mismunað? \ J.S. hringdi: Það er engin furða að karlmenn I taki ekki fæðingarorlof þar sem út- hlutaðar bætur til þeirra eru mun I lægri en hinar föstu mánaðartekjur. Konan mín fær tekjur frá Trygginga- 1 stofnun ríkisins eftir því hvað hún hafði miklar tekjur síðasta ár. Taki [ hún tveggja mánaða fæðingarorlof en ég þriðja mánuðinn þá fæ ég þær sömu tekjur og hún heföi fengið. Miðast þar upphæðin ekki við mín j laun. Nú vill þannig til að konan hefur unnið aukavinnu, t.d. við að rukka félagsgjöld. Þar af leiðandi hefur hún hærri tekjur en hin föstu mánaðar- laun segja til um. Hún hefur kvittanir -frá vinnuveitanda en það er ekki tek- ið til greina. Lesendabréf þetta birtist 29. apríl sl. Deildarstjóri félagsmála- og upp- lýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins telur aö þar komi fram tölu- verður misskilningur, varðandi rétt feðra til f æðingarorlofs. Frá Tryggingastofnun ríkisins: Réttur feöra tíl fæð- ingaroriofs almanna- trygginga rýmkaður —sérstök lagatúlkun tók gildi 24. f ebrúar á þessu árí Margrét Thoroddsen, deildarstjóri Félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar rikisins, skrifar: Réttur feðra til fæðingarorlofs almannatrygginga var rýmkaður nokkuð með sérstakri lagatúlkun er gildir frá 24. febrúar 1982. Hin nýja lagatúlkun felur það í sér, að sú upp- hæð, sem faðir á rétt á, miðast viö vinnuframlag hans sjálfs, en áöur miðaðist fæðingarorlofsgreiðsla föður við vinnuframlag móður. Aðrar reglur eru óbreyttar og eru i meginatriðum eftirfarandi: Faðir getur tekið síöasta mánuö fæðingarorlofs i stað móður og fellur þá greiðsla til móður niður. Réttur föð- ur felur þannig ekki í sér rétt til við- bótarmánaðar, heldur er hér einungis um að ræða rétt á að fá greiddan þriöja mánuö fæðingarorlofsins í staöinn fyr- ir konu. Skiiyröið er að móðir samþykki skriflega að faðir taki siöasta mánuö fæðingarorlofsins í staðinn fýrir hana. Upphæð sú sem faðlr á rétt á miðast við þann vlnnustundafjölda sem hann hefur unnið siðustu 12 mánuði og gilda hér sömu reglur um föður og móður. Fæðingarorlofsgreiðslur skiptast í þrjá flokka og greiðist 1. flokkur þeim sem unniö hafa 1032 dagvinnustundir siðastliðna 12 mánuöi. Upphæðin erpr. 1. mars 1982 kr. 8.073 á mánuöL Undir 2. flokk heyra þeir umsækjendur, sem unnið hafa 516—1031 dagvinnustund siðustu 12 mánuöi, og er upphæðin þann 1. mars 1982 kr. 5.382 á mánuöi. Rétt samkvæmt 3. flokki eiga þeir sem unnið hafa 515 vinnustundir eða minna síöustu 12 mánuði, og er upphæðin nú kr. 2.691 ámánuði. Faðir sem hyggst neyta réttar sins' til fæðingaroriofs almannatrygginga skal tilkynna það atvinnurekanda með 21 dags fyrirvara og jafnframt hve lengi hann verður frá störfum. Þegar móðir hefur fengiö sína fyrstu greiðslu, getur faðir lagt inn umsókn um þriðja mánuö fæðingarorlofs. Með umsókninni fylgi vottorð vinnuveit- anda, sem staðfesti vinnustundafjölda siöustu 12 mánuöi, og einnig skal vott- orð vinnuveitanda fela i sér staðfest- ingu þess aö umsækjandi leggi niður launuö störf i einn mánuð. \BÍL BÍLASKOÐUN &STILLING Ss 0-10 0 Hátúni 2 A. Smiðshöfða 1 Sími30945 4 Sparið : þúsundir króna með mótor- og hjólastillingu einu sinni á ári SPARIÐ tugþúsundir Endurryðvörn á 2ja ára f resti KOSTA BODA Stúdentagjöfin í ár GÁFNALJÓSIÐ Nýr kristalkertastjaki eftir Bertil Vallien Verö kr. 139.- Opið laugardaga til hádegis. Bankastræti 10 - Sími 13122 Tþróttafélog og félagasamtöl CvjvS'JSP'i-j fflNOJJd Nýjar leiðir til aö fjármagna félagsstarfið • Hið geysivinsæla 21. Bandit. Lukku 7 lukkunúmer, Golden Goal, Bingó bréfspjöld og margt fleira Biðjið um myndbækling og sýnisnorn Einkaumboð á Islandi KRISTJÁN L. MÖLLER SiglufirAi — Simi 94-71133 - • Söluaðili í Reykjavlk og nágrenni KARL HARRY SIGURÐSSON Sfmar: 40S4S RYÐVÖRN SF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.