Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Side 8
8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Undirbúa Bretar
landgöngu á Falk-
landseyjar?
Vetrarveörin hamla öllum flotaaögerðum og viðbúið þykir að Breta þrjóti þolin-
mæðina meðan Argentínumenn reyni að þæfa málið.
S-Atlantshafsfloti Breta er sagöur
hafa skotið niður argentinska þyrlu í
gær, hertekiö eitt njósnaskip og haldið
uppi stórskotahríð á ýmsar stöövar
hernámsliösins á Falklandseyjum.
Stórskotahríðin þykir bera keim af
Reagan til í að
minnka vígbúnað
Reagan Bandarikjaforseti hefur lagt
til að bæði Sovétríkin og Bandaríkin
fækki kjamorkueldflaugum sinum um
þriðjung og sagði hann að umræður um
málið ættu aö hef jast í endaðan júní.
Reagan hefur líka boðizt til aö hitta
Bresnjef aö máli í þvi skyni að bæta
sambúðina milli þjóöanna. En hann
setti fram nokkur skilyrði fyrir nýrri
slökunarstefnu.
Áttræð en ástfangin
Mehmet Nergis og Fatma
Coskun, bæði áttræð, komu fjöl-
skyldum sínum í mikið uppnám er
þau tilkynntu að þau ætluðu að
ganga í hjónaband. Bæði hafa þau
misst fýrri maka sína og eiga til
samans 69 bamabörn.
Fjölskyldunum fannst gifting
ekki koma til greina svo þau
Mehmet og Fatma gerðu sér lítiö
fyrir og stmku til f jalla.
— Við emm afar hamingjusöm,
sögöu þau í viötali við tyrkneska
blaðið Hurriyet, eftir að
múhameðstrúarprestur hafi veitt
þeim blessun sína í litlu fjallaþorpi.
Hann krefst þess aö Sovétmenn kalli
her sinn heim frá Afganistan,
herlögum verði aflétt í Póllandi og
Kúbumenn fari frá Angóla. Einnig
krefst hann þess að Kremlverjar hætti
allri íhlutun í málefni Suður- og Mið-
Ameríku ogSA-Asíu.
I ræöu sem Reagan hélt í Eureka
menntaskólanum sagði hann aö
vesturveldin mundu auka viðskipti sín
við Sovétríkin ef leiðtogar þeirra legðu
meiri áherzlu á að bæta lífskjör
almennings en vígbúast.
— En bæði þeir leiðtogar sem nú
sitja að völdum og þeir sem taka við
verða að vita að fylgi þeir árásarstefnu
svara vesturveldin í sömu mynt, sagöi
hann.
Reagan fór hörðum orðum um stefnu
og aögerðir Sovétmanna i ræðu sinni,
en aöalkjami hennar var þó tillaga
hans um að bæöi löndin dragi töluvert
úr kjarnorkueldflaugnaeign sinni,
kjamhleðslum þeirra og öðmm eyði-
leggingaráhrifum þessara vopna.
Þetta var önnur tillagan sem
Reagan kemur fram með á tæplega
sex mánuðum um aö draga skuli úr
vígbúnaðarkapphlaupinu. Er talið að
tillögur fylgi í kjölfarið á vaxandi
kröfum almennings í V-Evrópu og
Bandaríkjunum um að Bandaríkin
samþykki sovézkar hugmyndir um
stöðvun á framleiðslu kjara-
orkuvopna.
þvi að Bretar séu að bæla niður her-
námsliðið til undirbúnings hugsanlegri
landgöngu.
Þyrian var af Puma-gerð, sem
Argentinumenn nota til liösflutninga
og hafði hún 16 hermenn innanborðs
þegar Bretar skutu hana niður yfir
PortStanley.
Einn argentínskur sjómaður féll í
árás Breta á argentínskan togara sem
Bretar segja aö hafi veriö sendur inn á
hættusvæðið til njósna. Þrettán
særöust.
Skotmörkin, sem stórskotahríðinni
var beint að , vom öll i námunda við
Port Stanley, höfuöstaö Falklands-
eyja, en þar er meginher Argentínu-
manna saman kominn.
Bretar hafa tekið fyrir í bili frétta-
flutning frá brezku herskipunum eða í
það minnsta upplýsingar um stað-
setningu þeirra. Heyrzt hefur að liðs-
flutningaskip þeirra hafi verið færð i
námunda við eyjarnar, sem þykir
benda til þess að Bretar ráögeri land-
göngu einhvern næsta daginn.
Argentinustjóm hefur veitzt að
Bretum fyrir þessa árás, á meðan
viðræður fari fram í aðalstöðvum
Sameinuðu þjóðanna i viðleitni til þess
aö koma á vopnahléi. Hlé haföi orðiö á
bardögum og ekki komið til átaka í
fimm daga þegar Bretar gerðu árásina
í gær.
Bretar telja að Argentínumenn séu
að reyna að draga allt á langinn svo að
vetrarverðið geti unnið með þeim gegn
brezku flotadeildinni. Munu Bretar
ekki treystast til að draga lengi úr
þessu að láta til skarar skríða, ef
samningar takast ekki fljótlega. Land-
ganga á einhverjum hluta Falklands-
eyja þykir og efla aöstöðu Breta til
þess að knýja á lausn.
Ákafar vopnahlésvið-
ræður yfir helgina
Umtalsverður árangur er sagður
hafa náðst í samningaviðræðum Breta
og Argentínumanna undir handleiðslu
de Cuellar framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna um helgina.
Sagði framkvæmdastjórinn, sem átti
tvo fundi með hvorri sendinefndinni,
f jóra í allt, aö einstök atriði i viöræðun-
umþyrftu skýrari útlistunar við.
Sir Anthony Persons, oddviti brezku
nefndarinnar, sagði aö töluvert hefði
áunnizt en eftir væri samt að leysa úr
mikilvægum ágreiningsatriöum. —
Argentínumenn hafa ekkert látið frá
sér fara um viðræðurnar.
Þær hófust á föstudaginn og stóð síö-
asti fundurinn lengi frameftir í gær-
kvöldi. Það hafði þó horft til þess að
ekkert yrði af honum, eftir að fréttir
bárust i gær um ný átök við Faklands-
eyjar.
Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ,
frú Jeane Kirkpatrick, lét eftir sér
hafa í blaðaviðtali um helgina að
Argentínumenn hefðu hundsaö ráð-
leggingar Bandaríkjastjórnar gegn
hernámi Falklandseyja vegna þess að
stjóminni í Buenos Aires væri svo tamt
að beita ofbeldi til lausnar vandamál-
um sínum innanlands að hún skildi
ekki viðbrögð annarra við ofbeldi.
„Ofbeldi er svo hversdagslegt í
Argentínu að það þykir ekkert tiltöku-
mál,” sagði hún. „Og þeir skilja ekki
enn að umheimurinn skyldi kippa sér
svona upp við hernámið. ”
Hjerte-Speed
Hjerte-Flame
Hjerte-Twist
Hjerte-Sagita
sendingar
Ódýrt smyrna, straufríir dúkar í úrvali.
Löberar og dúllur.
Ennfremur ísaumaöir og heklaðir dúkar í
úrvali.
L
HOF
Ingólfstræti 1 (gognt Gamla bíói). Sími 16764.
PLO og Israel
skiptast á árásum
Flestir Israelsmenn sem búa nærri
landamærum Líbanon urðu að hírast í
loftvamarbyrgjum í nótt vegna stór-
skotahríðar skæruliöa PLO sem voru
meö þvi að svara loftárásum Israels-
manna á bækistöövar þeirra í gær.
Israelskar flugvélar höfðu ráðizt á
Damour (við Beirút) og Zaharani og
Sidon á ströndinni og beindust árásim-
ar að skotfærageymslum, fallbyssu-
stæðum, skotbyrgjum og hernaðar-
mannvirkjum fleiri, eftir því sem sagt
varíTelAviv.
Var sagt að lof tárásimar hefðu verið
ákveðnar eftir alvarleg brot PLO-
skæruliða á vopnahléinu undanfama
daga. Vísað var til tímasprengjunnar
sem sprakk í almenningsvagni í Jersú-
salem í gær og annarrar, sem sprakk
nærri Ashkelonskóla og einnig vom til-
nefndar jarðsprengjur, sem komið hef-
ur verið fýrir í norðurhluta Israels og
við landamæri Libanon.
Vopnahléö sýnist nú á leiðinni út um
þúfur en því var komið á fyrir tilstilli
Sameinuðu þjóöanna eftir harða bar-
daga Israelsmanna og skæmliða i júli i
fyrra.
Rússnesk
gamansemi
I ræðu sem Reagan forseti hélt í
menntaskólanum Eureka, en
þaöan útskrifaðist hann 1932, sagöi
hann brandara er hann eignaði
Sovétmönnum og sagði hann aö
brandarinn sýndi að almenningur
hefði kímnigáfuna enn í lagi þrátt
fýrir harðstjómina. Er brandarinn
samtal mill Bandaríkjamanns og
Rússa oghljóðarsvo:
Bandarikjam.: Eg get gengiö inn
á skrifstofu forsetans í Hvíta
húsinu, barið þar i skrifborðið og
sagt: — Reagan forseti, mér
geðjast ekki að því hvemig þú
stjómar Bandaríkjunum.
Rússinn: Eg get líka gert það
sama.
Bandaríkjam.: Hvemigþá?
Rússinn: Eg get gengið inn á
skrifstofu Bresnjefs forseta
í Kreml, barið í skrifborðið og
sagt: — Herra forseti, mér geðj-
ast ekki að þvi hvemig Ronald
Reagan stjómai Bandaríkjun-
um.
Eining boðar til verkfalls
J
Neöanjaröarfélagar í Einingu,
hinum óháðu verkalýðssamtökum Pól-
lands, hafa hvatt til 15 minútna verk-
falls í höfuðborginni á fimmtudaginn, í
tilefni þess að heriögin hafa verið i
gildi í fimm mánuði.
Þessi verkfallsáskorun kom fram í
útsendingu leyniútvarpsstöðvar Ein-
ingar i Varsjá i gærkvöldi en þegar út-
sendingin hafði staðið i minútu eða svo,
drukknaði hún í kröftugri poppmúsík
sem sennilega hefur verið send út af
yfirvöldum.
Ef til verkfallsins kemur, verður það
fyrsta meiriháttar vinnustöðvunin í
Varsjá síðan herinn tók völdin og hafa
launþegar ekki boöið herlagayfirvöld-
um þannig byrginn.
Mikil ólga hefur magnazt í landinu
síðustu vikuna, sem byrjaði á mót-
mælaaðgerðum Einingar á mánudags-
kvöld, en þeim fylgdu götuóeirðir i
flestum stærstu borgum landsins. I
gær kom upp kvittur um að efna ætti til
uppþota og mótmælaaögerða um leið
og hið opinbera efndi til hátiöarhalda
til að minnast sigurdagsins i lok síðari
heimstyrjaldar. Fjölmennt lögreglu-
og herlið var kvatt til Varsjár.
Talsmenn Einingar hafa einnig
hvatt til ýmissa mótmælaaðgerða með
verkfallinu næsta fimmtudag. Utvarp
þeirra hvatti i nafni Zbigniew Bujak,
sem fer huldu höfði en stjórnar sam-
tökunum í f orföllum Walesa, til þess að
öll umferð yröi stöðvuö í eina minútu
um nónbil og aö fólk legðist á flautur
bílasinna.
Herlögin banna verkföll og viðurlög
em þung.