Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Síða 11
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982.
„Vonaaðþetta
veröi tiI frambúöar”
—segir Andres Valdimarsson syslumaður sem senn tekur
við „feitustu” sýslu landsins
Arnessýsla hefur löngum veriö
nefnd eitt af feitari umdæmum
landsins og færri komizt að en vilja
þegar þangaö skal ráöa sýslumann.
Nýlega var auglýst eftir manni i þaö
starf og í vikunni féll hnossiö í hend-
ur Andrési Valdimarssyni, núver-
andi sýslumanni i Snæfells- og
Hnappadalssýslu.
Hann er fæddur og uppalinn í
Reykjavík, sótti nám í Menntaskól-
ann á Akureyri og lauk lögfræöiprófi
frá Háskóla Islands. Þá tók hann til
starfa sem fulltrúi bæjarfógeta í
Kópavogi og tvö ár var Andrés hjá
lögreglustjóranum í Reykjavik. En
þá hófst ferill og leiöin lá norður á
Hólmavik, þar sem hann tók viö em-
bætti sýslumanns Strandasýslu.
Eftirsjöárí því starf i, færði hann sig
suður á bóginn í núverandi starf,
meö aðsetur í Stykkishólmi og þar
eru nú árin að verða sjö einnig.
Verða það lika sjö ár á Self ossi?
„Eg vona nú sannarlega aö þaö
veröi lengur, maður veröur þreyttur
á þessum f lutningum landshomanna
á milli. Bæði ég og fjölskyldan öll
hlökkum til aö taka viö þessu starfi
og kynnast nýjum staö og vonum aö
dvölin þar verði til frambúöar.”
Er þetta draumaembættið?
„Það skal ég ekkert segja um,.en
þetta þykir gott embætti. Af hverju
það er, á sennilega margar ástæöur.
Selfoss er vel staösettur bær, sam-
göngur um sýsluna greiöar og örstutt
aö komast í bæinn. ”
En af hverju sýslumaöur, eru ekki
fleiri störf sem heilia?
„Þaö er nú einu sinni þannig aö eft-
ir aö laganámi lýkur, verður maöur
aö gera upp viö sig hvort farið er út i
lögfræöistörf eða til starfa hjá þvi
opinbera. Og starf sýslumanns er
með því betra sem völ er á, held ég.
Annars hef ég lítið velt fyrir mér öðr-
um möguleikum, svo sem störfum i
ráðuneytum eða ööru slíku. Enda er
öll fjölskyldan sammáia um aö gott
séaöbúaútiálandi.
Þú stefnir þá ekkert á pólítískan
frama, þingmennsku eöa annað
slikt?
„Nei, ég hef aldrei veriö sériega
virkur í stjórnmálum. Auövitað hef
ég mínar skoöanir, en hef lítiö komið
nálægt flokksstarfi.”
Hvað gerir sýslumaöur ?
„Nú, hann er æðsti embættismaöur
hverrar sýslu, yfirmaður dómsmála
og undir hann falla ótal verkefni, allt
frá umfangsmiklum framkvæmdum
i þinglýsingar og hjónavigslur. ”
Eru hjónavigslur algengar á sýslu-
skrifstofum?
„Nei, þær eru fremur undan-
tekningar heldur en hitt. ”
En hvað gerir sýslumaöur í fri-
stundum?
„Æ, ég veit þaö ekki. Ahugamálin
eru svo sem ekki mjög margvísleg.
Þó get ég nefnt ferðalög. Við gerum
mikiö aö þvi aö feröast, fjölskyldan.
Það er nú einu sinni svo að á þessum
stööum eins og Hólmavík og Stykkis-
hólmi er ekki aðstaöa til fjölbreyti-
legra tómstunda, engir golfvellir,
sundlaugar eða slíkt.”
En bækur, lestu mikið?
„Þaö þykir vist afskaplega
menningarlegt aö játa slíkt upp á
sig, en ég verö að viöurkenna aö sá
áhugi er ekkert afgerandi hjá mér.”
Nú, Andrés er búinn aö minnast oft
á f jölskylduna, enda er þaö dágóöur
hópur. Konu sina krækti hann í á
Akureyri á menntaskólaárunum, nú
eöa hún í hann. Heitir hún Katrín
Heiga Karlsdóttir. Bömin eruf jögur,
tveir piltar, 18 ára gamlir og tvær
stúlkur, 8 og 10 ára. Þau eru senni-
lega þegar byrjuð aö pakka, enda
ekki langt í stórflutninginn til Sel-
foss, því aö þar tekur Andrés viö em-
bættil. júlí. -JB
ÚTBOÐ
Rafmagnsverktakar Keflavíkur hf. óska eftir tilboðum í að
steypa upp og fullgera að utan iðnaðarhús að Iðavöllum 3,
Keflavík. Byggingin er tvílyft og er samanlagður gólfflötur
2474 ferm en rúmmál 7793 rúmmetrar. Búið er að steypa
neðstu gólfplötu. •'*
Útboðsgögn eru til afhendingar á teiknistofunni gegn 1000
kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 21. maí 1982
kl. 17. e.h.
Teiknistofa Steingrims Th. Þorieifssonar,
Ármúla 5, 4. hæö, Reykjavik.
BÓTASAUMUR
Innritun í bótasaumsnámskeið HMI stendur nú yfir. Getum
enn bætt við örfáum nemendum á maínámskeiðið. Næsta
námskeið hefst mánudaginn 24. maí. Innifalið í námsgjöldum
er:
1. 3 kennsluaðferðir og 108 munstur með öllum nauösynlegum
sniðum og efni í formin.
2. Efni í kodda (verkefni 1) og efni í 60 x 100 cm vatterað vegg-
teppi (verkefni2).
3. Nálar, tvinni og annað sem til þarf.
Umsjón og tilsögn: Anna Þórdís Guðmundsdóttir.
| Ég óska eftir að fá sent
kynningarrit HMÍ mér
I að kostnaðarlausu
Heimilisf:
PandH
MEIMNTA
SKOLlH
VELTUSUNDI 3
SÍMI s 91/2 76 44
ISLANDS
MICHELIN R4DIAL
ERUMVKRl
OG EiVmST Ml \ UENGUR
Michelin Radial dekk eru mjúk og með
breitt yfirborð, sem gefur gott grip ogeykur
öryggi í akstri.
Michelin Radial dekk laðafram bestu
akstureiginleika hvers bíls.
, UMBOÐ
ISDEKKHF
Smidjuvegi 32 — Kópavogi
Sími 78680