Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Síða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR10. MAl 1982. Spurningin Eigum við að kaupa Álverið í Straumsvfk? Gnðni Sigurðsson. Það veit ég ekki, ég hef ekkert spáö í þaö. Jón Gunnarsson verzlunarmaöur. Hlægilegt, mér finnst það bara fárán- legt. Ægir Jónsson. Þaö er nóg tap á öörum verksmiðjum. Steindór Arnason skrifstofumaður. Hvað kostar það? Eg held ekki. Eg held ð það sé öruggara að hafa útlendinga með í þessu. Anton Gunnarsson múrari. Því ekki þaö, ef við höfum tök á því? Þá getum við nýtt rafmagnið betur og fengið betra verð fyrir það. Þorvaldur Kjartansson vörubiistjóri. Eg veit það varla. Skellum okkur bara áþað. Lesendur Lesendur Lesendur Lesen Vanrekstur þjóðarbúsins: HVERS VEGNA ER EKKI TEKIDÍ TAUMANA ? — nær 20% þjóðartekna fara í greiðslur á erlendum lánum og kostnað við þau Haraldur Slgurðsson, verkfræðingur skrifar: „Vilji er allt sem þarf,” sagði forsætisráöherra í ræðu sem átti að vera tímamótaræöa. En sá vilji fyrirfannst í litlum mæli hjá þjóðinni nema þá ef vera skyldi vilji til þess að aðrir hertu sultarólina, en þeir sjálfir væru „stikkfrí”. Um langt skeið höfum við Islendingar lifað um efni fram. Til þess að kosta þjóðarreksturinn höfum við tekið erlend lán á lán ofan og jafiivel tekið lán til þess að borga vexti og afborganir af eldri lánum. Það sér hver heilvita maöur að slíkur rekstur þjóöarbúsins getur aldrei gengið svona nema örskamma hriö. 1 okkar tilviki er sá timi löngu kominn að snúa verður viö, enda mun nú svo komið að nær 20% þjóðartekna fara í greiðslur á erlend- um lánum og kostnað viö þau. Eg tel það engum vafa undirorpið aö ráðamönnum okkar er þetta ljóst, en hvað veldur þá þeim ósköpum að ekki er tekið í taumana? Eru þeir hræddir við að segja okkur hverra aðgerða er þörf og framfylgja þeim — eða eru þeir ekki færir um að takast á við vandann? Eru þrýstihópamir orðnir svo margir og öflugir að Alþingi og bæjarstjórnir fái sig ekki hreyft? Er þetta það lýð- ræði sem við teljum bezt? Það skyldi þó aldrei vera aö okkur sé að verða bumbult á blessuðu lýðræðinu. Alvarleg rýrnun þjóðartekna framundan Við höfum búið við efnahagslega velgengni um nokkuð langan tíma og þaö þarf sterk bein til þess að þola slfkt. Sennilega hefur þessi vel- gengni sljóvgað dómgreind of margra og leitt okkur að því efna- hagslega hruni sem nú blasir viö okkur ef ekki verður við snúið. En ráðamenn þekkja ekki Islendinginn rétt ef þeir treysta honum ekki til þess aö draga saman seglin um stund. Það verður vandasamt verk þvi ávallt verður uppi samanburður og mörgum mun eflaust finnast þeir bera þyngra en nágranninn. Slíku erum við þó löngu vön og á ég þar viö „Til þess að kosta þjóðarreksturinn höfum vlð tekið erlend lán ó lán ofan og jafnvel tekið lán til þess að borga afborganir og vexti af eldri lánum. Það sér hver heilvita maðnr að rekstur þjóðarbúsins getur ekki gengið svona nema örskamma hrið,” segir Haraldur Sigurðsson, verk- fræðingur. skattaálögur, sem ljósast koma f ram þegar skattskránni er flett. Þjóðhagsstofnunin hefur nú spáð alvarlegri rýrnun þjóðartekna, loðnustofninn er hruninn sem nytja- stofn þótt búast megi við bata á komandi árum ef rétt er að staðið. A mikilvægasta fiskmarkaði okkar, í Bandaríkjunum, eigum við í erfiðri samkeppnisbaráttu, skreiöar- markaður okkar í Nígeríu er lokaður umfram framleiðsla óarðbærra, niðurgreiddra landbúnaðarafuröa eykst, stóriðja á Islandi er rekin með tapi og olíuverð fer hækkandi. Við allt þetta bætast linnulausar kröfur um aukna og bætta þjónustu hins opinbera. Ekki eruliðin nema 15 ár síöan þjóðin þurfti að sigrast á áþekkum erfiðleikum og þeim er nú blasa við okkur. Þá tókst með samstilltu átaki að rétta við þjóðarhag og snúa efna- hagslegri vöm í sókn. Háöamenn lands- og bæjarmála, takið til hendinni. Þjóðin mun ekki bregðast ykkur, finni hún að drengi- lega séaömálumstaöið. GöturíKópavogi: Oft veríð slæmar en aldrei þvílík martröð eins ognú — hallærislegustu og verstu vinnubrögð sem ég hef séð, segir bæjarbúi Kópavogsbúi, 4132—8932, skrifar: Þar sem ég bý hér í Kópavogi og vinn þannig vinnu hér einnig að ég er mikið á ferð í bíl, þá get ég ekki lengur oröa bundizt vegna þess ástands sem er hér á gatnakerfinu. Oft hafa götumar hér i bæ verið slæmar, sennilega frá upp- hafi, en aldrei þvílík martröö eins og nú í vetur og vor. Það er sama hvar ekið er, alstaöar sama sagan, hola við holu. Jú, það hefur verið reynt að gera við þetta, en þvílík vinnubrögð! Maður horfir á 3—4 menn á vörubíl, sennilega með olíumöl, sletta í holumar og stappa svo ofaná með fótunum. Aö sjálfsögöu er mölin farin upp úr holun- um áður en dagurinn er liðinn. Maður gæti haldiö að þeir menn sem hafa meö þessi mál að gera hjá bæn- um, hefðu aldrei séð neitt tæki eða vél sem þjappar mölinni almennilega saman. Þetta eru sennilega hallæris- legustu og verstu vinnubrögð sem ég hef séð. Svo er nú tvennt annað sem mig langar að nefna. Það er annarsvegar gangstéttaleysið og svo hinsvegar götulýsingin. Hér vantar mikið af gangstéttum og götulýsing er mjög léleg. Við hjónin eigum 6 ára dóttur sem er í skóla, og emm búin vera hálf- smeyk við að senda hana í skólann kl. verðug og mjög svo brýn verkefni fyrir Þið, sem ráðið þessu, vaknið og kom- 8.30 í vetur vegna þessa. Þetta eru allt stjómendur bæjarmála. ið þessu í lag. Strax í súmar! „Jú, það hefur verið reynt að gera við þetta, en þvílík vinnubrögð! Maður horfir á 3—4 menn á vörubíl, sennilega með olíumöl, sletta í holurnar og stappa svo ofaná með fótunum,” segir 4132—8932, sem hefur lítið álit á viðhaldi gatna og skyldum málum í Kópavogi. DV-mynd: GVA Um bannið á Rokk í Reykjavík: Hvar eru lýðræðislegu vinnubrögðinhennar Huldu? Kristin Asgeirsdóttir, 5725—0690, skrifar: Aðalástæðan fyrir þessu bréfi er bannið á myndinni Rokk í Reykja- vík. Mér finnst hálf undarlegt hvern- ig K vikmyndaeftirlitið starfar. I Kvikmyndaeftirlitinu er þrjár manneskjur: Jón Gissurarson, Erlendur Valdimarsson og Hulda Valtýsdóttir. Eftir þvi sem ég hef heyrt, vildi Jón láta banna myndina innan 10 ára, Eriendur vildi engin bönn, en Hulda vildi banna hana inn- an 14 ára sem svo varð raunin á fyrst framan af, þótt 12 ára aldurstak- mark kaani síðar. Hvar eru nú lýð- ræðislegu vinnubrögðin hennar Huldu, sem hún talar um í Morgun- blaðinu 22. þessa mánaðar? Kannski eru þeir Jón og Erlendur bara í eftir- litinu til þess að keyra Huldu á milli kvikmyndahúsa. Viötalið við Bjarna í Sjálfsfróun varð til þess að Hulda vildi fara aö byrgja brunninn. En Huidu hefur ekki fundizt ástæða til að byrgja brunninn fyrr í vetur þegar myndin Up in smoke var sýnd bannlaust í Laugarásbíói. Sú mynd var út í gegn um menn sem voru að reykja hass. Kannski heldur Hulda að unglingar innan 14 ára séu ekkí læsir þar sem þessi mynd var ekki íslenzk. En ef til vill er bara svolitill pólitískur þefur af þessu. Hulda er nefnilega til hægri, en það get ég varla ímyndað mér að Friðrik Þór sé eftir að ég sá hanníFréttaspegli. Að lokum vil ég hvetja alla for- eidra barna innan 12 ára að drífa sig á myndina. Það verður enginn fyrir vonbrigðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.