Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1982, Qupperneq 35
m 1
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR10. MAI1982.
43
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
EX- .11) á
Setfossi
Oháð framboð til
bKjarstjórnar á Selfossl,
hefur valdið nokkrum urg
meðal kjósenda, snmra
hverra, fyrfr að hafa fenglð
inni í ventanlegum skóla
þroskaheftra. Ekki veit ég
hvort það voru gárungar ár
hópi þeirra óánegðu eða
aðrir gamansamir Selfyss-
ingar sem tóku síðan upp á
að tala um átbrot í hásinu.
Þar stendur i gluggunum
X—M.
„Biblía" morgun-
útvarpsins
Morgnamir i átvarpinu
byrja gjaraan á þvi að
endursögð er svo sem ein
frétt ár Morgunblaðinu og
heimildarinnar rekilega
getið. Raunar notar frétta-
stofa átvarpsins oft frétttr
dagblaðanna sem uppistöðu í
fréttaöflun, eins og eðlllegt
hlýtur að teljast að vissu
marki. Hlns vegar er það
handahófskennt hvort þeirra
heimilda er getíð eða ekki,
nema i morgunátvarpinu.
Það var dcmigert þegar
sjónvarplð fluttt fyrstu
fréttir af miklum karfavelð-
um Sovétmanna rétt utan
íslenzku fiskveiðilögsögunn-
ar. Voru þeim gerö góð skil.
Morguninn eftír tók Morgun-
blaöið þær upp og siðan var
lesið upp ár Morgunblaðinu i
morgunfréttum átvarpsins
en frétta sjónvarpsins ekkert
getíð, né netnna annarra
heimllda en Moggans. Þetta
má kalla billega sloppið fyrir
fréttastofu átvarpsins.
Fiá Tímanum til
lceland Review
Fréttastjórasklpti eru á
döfinni á Tímanum. Páll
Magnússon (H. Magnás-
sonar alþingismanns), sem
varð fréttastjóri Timans við
andlitslyftlngu blaðsins i
fyrra, er ná á föram tO
starfa hjá Iceland Review.
Mun ekki ákveðið hver sezt i
stól Páls á Tímanum.
Iceland Review hefur ná
komið át i tvo óratugi og er
án efa i fararbroddi á
islenzka timaritamarkaðn-
um. Við hlið þess eru siðan
gefin át upplýsinga- og
fréttarit á ensku um islensk
mái, þar sem fréttanef Páls
mun vcntanlega koma að
góðum notum.
gerfi, auk fréttamennskunn-
ar.
Helgarpósturinn tekur
hamskiptum um mestu helgL
Utgefendurnlr voru orðnir
ögn þreyttír á forminu, eins
og lesendur, og þess vegna'
er blaðinu umturaað. Efnis-
þáttum verður breytt tals-
vert og teikningu blaðsins
sömuleiðis.
Þeir Arai Þórarinsson og
Björa Vignir Slgurpáissou
halda ótrauðir áfram rit-
stjórninni þrátt fyrir annir á
videómarkaðnum. Þelr
standa báðir að Framsýn,
sem er ná að hasla sér völl i
framleiðsiu efnis fyrir sjón-
varp og vídeó. Einn af blaða-
mönnum Helgarpóstsins,
Guðjón Arngrímsson, er að
hckka i tign og mun það
létta ritstjórunum umsvifin.
A föstudaginn var þó ekU
Ijóst hvaða titil Guðjón fengi
á blaðinu.
Þá eru Helgarpóstsmenn
að nuela át umsekjendur um
stöðu framkvsemdastjóra.
Bjarnl P. Magnásson, fram-
Guðjón — far títH á rttstjóra
Helgarpóstsins.
bjóðandi til borgarstjóraar á
Usta Alþýðuflokksins, befur
sagt af sér sem stjóri
blaðsins. Astcðurnar eru
annars vegar vaxandi póli-
tiskar nnnlr og hins vegar
velgengni fyrirtckis hans,
sem framleiðir Bossa-
bleyjur.
Tvö ný Uöó
um iþróttir
Prentsvertuflóðið og
málwðið i fjölmiðlunum um
íþróttir er umdeilt efni eu
mörgum þykir það þó enn
ónóg. Vitað er um tvö ný
tímarit um iþróttír sem
byrjaö verður að gefa át á
rueatu vikum. Timaritið
Sport og Allt um knatt-
spyrnu.
Timaritiö Sport verður þá
þriðja blaðið með líku efnl,
það fyrsta kom át 14
sinnum og það ncsta tvisv-
ar. Iþróttafréttamenn á
Timanum setia i þennan
slag, Ragnar Ora Pétursson
og Stefán Kristjánsson.
Þeirra rit mun eiga að koma
át mánaðarlega eöa svo.
Allt um knattspyrnu á hins
vegar að kom át á þriggja
vikna frestí, að minnsta
kostí á hávertiðinni. •
Utgefendur þess verða
Sigurður Helgason og Jens
Elnarsson.
Iþróttablaðið, sem Frjálst
framtak hf. og ISI gefa át,
heldur svo áfram að koma út'
samkvcmt yfirlýsingu vlð
eigendaskiptí að Ff.
j ‘ j Herbert Guðmundsson
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Úr fátæktarbasli
i frægðarljómann
tn>vai)li: Dóttk koknimumannains ICoS Mmor'o Dotfitsrl
toktotjóri: Mídiosl
Höfissfcs hsndrits: Tom Rlcfcman. handritið byggt i sjátfoavi
sðgu Lonttu Lyisi
Sljðmandl kvlMiyndatðfcu: RsH D. Bodo
Aðoloðisrsn Sisoy Spscak. Tommy Lss Jonss. og Bmroriy
D'Angalo
Rmdsrhfc, irgsrð 1900.
Loretta Lynn átti ekki sjö dagana
sæla fyrrihluta ævi sinnar. Hún ólst
upp í stórum systkinahópi í suður-
hluta Bandaríkjanna. Faðir hennar
var kolanámumaöur og þar eö kjör
námuverkamanna hafa lengst af
verið bágborin kynntist Loretta fá-
tæktinnt Hún var ekki nema þrettán
ára þegar einn af aöaltöffurunum í
héraðinu kom akandi á opnum her-
jeppa og heillaði hana fullkomlega.
Faðir Lorettu reyndi hvað hann gat
til að telja dóttur sina af þvi að
giftast gæjanum á herjeppanumsem
reyndar hét Doolittíe „Mooney”
Lynn. Loretta þáði ekki ráð föður
síns og gif tist Lynn eftir stutt kynnt
I Dóttir kolanámumannsins er
unglingsárum Lorettu lýst á gaman-
saman hátt. Kynni hennar af Mooney
eru talsvert spaugileg í fyrstu svo
ekki sé minnzt á brúðkaupsferðina.
Fátæktin verður aldrei neitt veru-
lega átakanleg enda lýsir hún sér
aðallega i tilgerðarlitlum klæðaburði
persónanna. Það sem gerir bemsku-
stöðvar Lorettu einkum drungalegar
er landslagið og veðrið, hvorttveggja
heldur litiaust og þungbúið.
Loretta og Mooney eignuðust sjö
böm saman en í Dóttur kolanámu-
mannsins sést ekki nema lítíð til
krakkanna. Hæfileikar Lorettu upp-
götvast þó þegar hún syngur við
börnin sín og það er eiginmaðurinn
sem heyrir að hér muni ný stjama á
f erðinnL Eftir það bíður Mooney ekki
boðanna heldur kemur Lorettu í
stúdió þar sem hún hljóðritar eitt lag
og að því loknu halda hjónin af stað
til aö kynna nýju stjömuna.
Kynningarherferðin er oft á tíðum
spaugileg en hún ber árangur og
Loretta skiptir gersr.mlega um ham.
Hún breytist úr dóttur kolanámu-
manns i dæmigerða country &
westem söngkonu með geysimikið
uppsett hár, kúrekahatt og klædd
glanslegum búningum.
Saga Lorettu Lynn er oft á tiöum
sögð á glettnislegan hátt í Dóttur
kolanámumanns ins en það er eins og
leikstjóranum og handritshöfundi
hafi þótt sem þeim ksmi sagan af
Lorettu lítið við. Að minnsta kosti er
alltaf breitt bil á milli Lorettu og
áhorfandans. Fátæktarbasl hennar
og erfiðleikar i hjónabandinu, eftir
að frægðin hefur knúið dyra, er allt
sýnt ósköp hluflaust og verður fyrir
bragðiö heldur áhrifalítiö.
Dóttir kolanámumanns er hins
vegar vel bíóferðar virði vegna
frammistöðu Sissy Spacek. Hún er
stórmerkileg í hlutverki krakkakján-
ans sem giftist þrettán ára og tekst
að vekja áhuga á persónunni Lorettu
Lynn þrátt fyrir að handritið geri
minna úr þessari ágætu kántrisöng-
konu'en efni standa til. Tommy Lee
Jones leikur Mooney Lynn, töffara
og drykkjurút, og þessi forljóti
leikari stendur sig hreint prýðilega í
hlutverkinu. Beverly D’Angelo leik-
ur kántrístjömuna Patsy Cline með
miklum ágætum og var valin i hlut-
verkið vegna þess hve rödd hennar
liklst rödd Cline heitinnar.
Spacek og D’Angelo eru báöar for-
kunnargóðar söngkonur og fullyrða
má að það sé leikur þeirra og söngur
sem bera myndina uppi. Kántríunn-
endur ættu sizt að láta þessa mynd
framhjá sér fara..
-Solveig K. Jónsdóttír.
Vortízkan frá Börmax
Léttur sumarjakki
sem auk þess er
vatnsþéttur
og
vindþéttur
Litur: hvítt
Verö kr. 394,50
Strech gallabuxur
Stærðir: 26—31
Verö kr. 395,00
Póstsendum
F í 3 E ^
LAUGAVEGI 61. SÍMI 22566.
Nýkomnir
anorakkar
úr léttum efnum
vatnsþétt/vindþétt
Litir: blátt,
rautt eða hvítt.
Verö kr. 298,65
Einnig úrval af
buxum á mjög
góðu verði.
Kr. 325, 375, 395.
Póstsendum.
r i 3 E 3
LAUGAVEGI 61. SÍMI 22566.