Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1982, Qupperneq 2
2
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 29. MAI1982.
SKALD í SKÓLA
Nemendaleikhúsið:
Þórdís þjóðfamóðir, börn, tengdabörn og
barnabörn eftir Böðvar Guðmundsson.
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson.
Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdótt-
ir.
Tónlist: Karólína Eirlksdóttir.
Þaö er án efa mannvænlegur hóp-
u. sem í ár útskrifast úr Leiklistar-
skóla Islands. Eins og flest önnurár:
enginn efi á því að eftir tilkomu
skoians eru nýliöar á leiksviði upp og
ofan betur búnir til starfa sinna en
nokkru sinni áður. Og úr nemenda-
hópi skólans á undanfömum ámm
em þegar komnir fram ýmsir bráð-
efnilegir leikarar sem efalaust eiga
eftir að láta mikið að sér kveða á
sviði atvinnuleikhúsanna á komandi
ámm.
Þaö er svo annaö mál að hæfileikar
og starfsþjálfun leikaraefna ráöa
ekki þessu dæmi til lykta ein sér.
Mestu skipta auðvitaö þau starfskjör
sem hinum ungu leikurum bjóðast að
skólagöngu lokinni. Það kann aö
vera að vaxandi fjöldi leikara með
fullgilda starfsmenntun ýti undir víð-
tæka skipulagsbreytingu leikstarf-
seminnar — í útvarpi og sjónvarpi,
svonefndum frjálsum leikhópum,
áhugahópum um leiklist, byggða-
leikhúsum auk hinna reglulegu at-
vinnuleikhúsa í Reykjavík.
En þótt leiklistarskólinn sé góöur
er hitt ekki nema vonlegt aö
nemendahópar hans séu misjafnir
frá ári til árs. Eins og gerist í skól-
um. Engin ástæöa til aö fara út í
mann jöfnuð nemendanna ár fyrir ár,
eða láta sér vaxa í augum mann-
greinarmun sem þykja kann á leik-
hópnum í ár og þeim sem útskrifað-
ist í fyrra, og náði að vísu að flestra
dómi alveg óvenjulega góðum
árangri á sýningum Nemendaleik-
hússins þá. En mér er ekki grunlaust
um að í ár hafi nemendumir verið
ögn eins og seinheppnir með loka-
verkefni sín í Nemendaleikhúsinu.
Að vísu sá ég ekki fyrstu sýningu
þeirra, leikrit um Jóhönnu frá örk,
sem misjafnt orð fór af í haust. En
Svalirnar eftir Jean Genet, sem leik-
ið var í vetur, virtist mér að flestu
leyti ofvaxið verkefni í nemendaleik-
húsi, ef það er yfirleitt tilvinnandi að
vera að fást við það — þótt leikhópur-
inn ynni sér að vísu vaxandi virðingu
manns á sýningunni vegna þeirrar
alúðar og ákefðar sem lögð var í hið
torsótta leikefni. Hvað þá um loka-
verkefni Nemendaleikhússins, nýtt
leikrit eftir Böðvar Guömundsson,
frumsýnt á miðvikudagskvöldið?
Það hljóta að vísu að vera einhver
hin mestu fríðindi Nemendaleikhúss-
ins aö fá til lokaprófs að glíma við ný
frumsamin verk, leiki sem beinlinis
eru samdir handa leikhóp skólans
hverju sinni, og þá væntanlega í nán-
ustu samvinnu höfundar, leikstjóra
og leikhópsins sjálfs. Ætla má að í
slíkri samvinnu sé gagnkvæmur hag-
ur leiklistarnema í skólanum og leik-
skálda eða skáldefna sem ráöin eru
skólaskáld hverju sinni: hvorir
tveggja eiga þess þá kost aö þjálfa
sig í sinni grein við hin hagfelldustu
starfskjör. En auðvitað ræðst þessi
samvinna umfram allt af kringum-
stæðum skólastarfs. Nemendur eiga
mikið komið undir vali skólaskálds-
ins hverju sinni, að til fáist maður
sem hefur nokkuö að segja á leik-
sviöinu og er fær til að koma orðum
að því. Skólaskáld er vissulega ekki
frjálst aö þvi aö láta gamminn geisa
eins og andinn blæs honum í brjóst.
Hann er ekki bara að yrkja leikrit.
Umfram allt er hann að semja texta
til alveg tiltekinna nota, starfsþjálf-
unar og leikstarfs, í tilteknum hópi
leiklistamema.
Þess er því varla að vænta að hinir
frumortu leikir Nemendaleikhússins
hafi gefiö af sér mikilsháttar skáld-
skap eöa varanlegar leikbókmennt-
ir. Þótt ekki sé fyrir að synja aö svo
Leiklist
r
Olafur Jónsson
geti einhvemtíma tekist til. En það
hefur þar fyrir jafnan verið gaman
að þessum skólaleikjum með einu
móti eða öðru. Og þær sýningar
gefast best þar sem best hefur tekist
aö semja leikrit að tilætluðum hags-
munum leikhópsins, veita leikendun-
um sem fjölbreyttasta kosti og
möguleika í meðferð frásagnar- og
leikefnis.
Eftir frumsýningu Nemendaleik-
hússins á nýju leikriti Böðvars
Guðmundssonar um Þórdísi þjófa-
móður og hyski hennar, sviðsetningu
Hallmars Sigurössonar, er ég satt aö
segja ansi efins um hvemig slík til-
ætlun hefur tekist í þetta sinn. Og
hreint ekki ljóst hvert Böðvar hefur
ætlað sér að halda sínu sögulega frá-
sagnarefni.
Efni leiksins mun vera sótt í raun-
vemlegt sakamál frá 18. öld, eftir
heimildum sem tilgreindar em í leik-
skránni. Þetta er ekki ósvipaö efni og
lesa mátti í Haustskipum Björns Th.
Bjömssonar um árið, ef ég man þá
bók rétt: saga um örbirgan lýð sem
ómennsk ævikjör og aldarfar knýrtil
óhæfuverka, uppreisnar sem fyrir-
fram er vonlaus og dæmd til aö mis-
takast. Þetta er þátttakendum í at-
burðunum orðið ljóst um þaö bil sem
leiknum lýkur. Það verður að byrja
alveg frá byrjun ef þeim á að verða
uppreisnar auðið. Þau em alls
umkomulaus í heiminum sem leikur-
inn lýsir. Og umkomuleysi þeirra
stafar ekki bara af hatrammlegum
stéttaandstæðum í samfélagi þeirra,
harðýðgi réttarfarsins og höfðingj-
anna, heldur af þeirra eigin undir-
gefni undir örlög sín, af því hvað þau
em alls ómegnug að rísa sameigin-
lega og standa saman gegn kúgumm
sínum. Þau eru vanmáttug á meðal
annars vegna þess að þau beina heift
sinni umfram allt hvert gegn öðru og
sínumlíkum.
Leikritið um Þórdísi þjófamóöur
virtist mér verulega ólíkt fyrri
leikritum Böðvars Guðmundssonar
sem öll vom samin í og handa
Alþýöuleikhúsinu. Mesti styrkur
þeirra fólst í hnyttni og hagmælsku í
textanum, stílfærslu og stundum
revíulegri skopgervingu frásagnar-
efna á sviðið. I þetta sinn er ekki
reynt til við fyndni og textinn raunar
alveg einkennilega fábreyttur,
harmatölur og heiftarorð á víxl, án
eiginlegrar dramatískrar framvindu
eða átaka í leiknum.
Eftir stuttlega kynningu sögufólks-
ins byrjar leikurinn á bráöum og
fyrirhyggjulausum flótta saka-
manna úr landi á stolnum bát og ætla
að komast undan til Grænlands. Hon-
um lýkur úti í hafsauga um það bil
tveimur stundum síðar, en þar í milli
er sögð upp sagan af Þórdísi þjófa-
móður og börnum hennar, þremur
sonum, dóttur, tengdadóttur og
tengdasyni, í samfléttu hópatriða og
leikatriða. En framvinda efnisins
fannst mér aldrei verða nógu ljós,
persónulýsingar ekki nógu skýrar,
textinn einhæfur um of til að leiknum
auðnaðist það skáldlega líf á sviðinu
sem stílað var eftir. Nema leikstjóra
hafi mistekist aö hagnýta raunveru-
lega úrkosti og möguleika textans í
verki á sviðinu.
Að þessu leyti kann leikurinn að
bregðast hagsmunum leikenda í
hópnum: hlutverk piltanna í leikn-
um, Hannesar og Einars, sona Þór-
dísar, og Bjarna tengdasonar hennar
svo einkennilega keimlík í ofstopa
sínum og runnu út í eitt, en Bjami
öskubak, krypplingur og spilar á
flautu, fannst mér á huldu leikinn út í
gegn. Pálmi Gestsson, Ellert Ingi-
mundarson, Arnór Benónýsson og
Kjartan Bjargmundsson fóru með
þessi hlutverk, en örn Ámason hlut-
verk tveggja valdsmanna, prests og
sýslumanns, sem i leiknum virtust
frekar kaldrifjaðir sjónarvottar en
beinir þátttakendur í hörmungum
hans.
Skýrari urðu kvenlýsingamar og
þar hygg ég að fram hafi komið efni-
legar leikkonur í hlutverkunum,
Erla Skúladóttir: Þórdís þjófamóðir,
Margrét dóttir hennar: Sólveig Páls-
dóttir og tengdadóttir hennar, Sigríð-
ur: Ragnheiður Tryggvadóttir. Hvað
sem skáldlegum úrkostum. leiksins
að öðm leyti h'ður fannst mér að í
þessum þremur kvenlýsingum kæmi
fram hans eiginlega úrlausnarefni:
skáldleg tjáning hins örbirga, alls-
lausa lífs sem jafnharðan og ósjálf-
rátt elur með sér lífsvon, lífsmáttinn
sjálfan. Og mun að visu sigra um síð-
ir.
En þetta eða önnur þvílík yrkisefni
auðnaöist því miður ekki að leysa úr
læðingi á þessari sýningu Nemenda-
leikhússins.
Menning
Hljómleikar á útitaflinu
Hljómsveitin Þeyr og Þursaflokk-
urinn gangast fyrir útihljómleikum
er haldnir verða á útitaflinu nk.
mánudag klukkan 15. Hljóm-
leikamir bera yfirskriftina „Ham-
skipti” og er ætlunin að tónvæða
hvítasunnuskap borgarbúa lista-
gyðjunni til lofs og dýrðar.
Guðný og He/ga
/eika samant
Fróðir menn munu telja tón-
listarviðburð hvitasunnunnar í ár
vera hljómleika þeirra Guðnýjar
Guðmundsdóttui’ fiðluleikara og
Helgu Ihgólfsdóttur semballeik-
ara en þeir verða að kvöldi ann-
ars i hvítasunnu, mánudaginn, í
Bústaðakirkju og hefjast kl.
20.30. Þær Guðný og Helga eru
fyrir löngu kunnar sem tónlistar-
menn en hafa aldrei áður haldið
tónleika einarsaman.
Á efnisskrá þeirra verða fimm
sónötur fýrir fiðlu og sembal og
hafa tvær þeirra ekki verið flutt-
ar hérlendis áður, þ.e. eftir
Georg Muffat og Heinrich Ignaz
Franz Biber. Þeir voru samtíma-
menn og störfuðu báöir í Salz-
burg á síðari hluta 17. aldar. Són-
ötur þeirra ku forvitnilegar, t.d.
er hermt eftir ýmsum dýrahljóð-
um í sónötu Bibers.
Annað á efnisskrá Guðnýjar og
Helgu er sónata eftir Mozart,
sem hann samdi aðeins átta ára
gamall, og tvær sónötur eftir
Bach.
Tónleikarnir veröa eins og áður
sagöi í Bústaöakirkju annan í
hvítasunnu og byrja kl. 20.30. Að-
göngumiðar verða seldir viö inn-
ganginn. -Ms.