Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1982, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1982, Side 9
DAGBLAÐIÐ&VISIR. LAUGARDAGUR 29. MAI1982. 9 Eftirmáh hosmnga Orslit sveitarstjórnarkosninganna eru ennþá helsta umræöuefni manna á meðal. Meðan sjálfstæöismenn kætast yf ir unnum sigri, sleikja aörir flokkar sár sín. Ef Alþýðuflokkurinn er undanskilinn, en á þeim bæ er þeg- ar hafin maóisk sjálfsgagnrýni, keppast flokkarnir við að telja sjálf- um sér trú um að þeir hafi í rauninni alls ekki tapaö þegar allt kemur til alls. Alþýðubandalagið leitar allt aft- ur um tvo áratugi til að sýna fram á að úrslitin nú hafi verið ágætur sigur flokksins, og Framsóknarflokkurinn virðist una hag sínum vel og heldur því jafnvel fram að kjósendur hafi sýnt flokknum traust! Svarthöfði geröi þessum útskýr- ingum ágæt skil þegar hann sagði: „Þetta kosningaspjall sýnir enn einu sinni að forystumenn geta aldrei viðurkennt eitt eða neitt í póli- tík og eru allra manna síðastir til að skilja hvaö verður flokkum þeirra að fótakefli. Almenningur ætti ekki að undrast þetta, því hin daglegu störf stjómmálamanna bera yfirleitt sama skilningsskorti vitni.” Og Svarthöfði heldur áfram: „I heimi óraunveruleikans, þar sem stjómmálamennimir hrærast, skiptir mestu máli að halda því fram að eng- inn hafi tapaö. Það er hin eina og sannapólitík.” Duttlungar stjórnmálamanna Þessi árátta, þessi flótti frá vem- leikanum. er þess valdandi að vilji kjósenda nær ekki fram að ganga sem skyldi. Staöreyndir eru ekki viðurkenndar, flokkar sem sækja mikið á fá kannski litlu meiri völd en áður. Tökum sem dæmi staði eins og Kópavog og Akureyri þar sem 14000 manns greiða atkvæði samtals. Þar bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig um 10% atkvæða og fjölgar við sig bæjarfulltrúum, einum á Akureyri og tveim í Kópavogi. Engu að síður er stefnt að því aö einangra þennan stóra hóp kjósenda með áframhald- andi vinstra samstarfi. Þaö em sem sagt duttlungar stjómmálamann- anna og flokkanna, sem ráða því hveijir fara með stjóm bæjarfélags- ins en ekki kjósendur sem hafa hóp- ast til Sjálfstæðisflokksins. Vilji þeirra er virtur að vettugi. önnur afleiðing blasir einnig við, þegar stjórnmálaflokkar neita að viðurkenna þau áföll og ósigra, sem þeir veröa fyrir; þegar þeir afneita sjálfssínsök en kenna einhverju allt öðm um. Afleiðingin veröur sú, að þessir sömu flokkar sjá enga ástæðu til að sveigja málatilbúnað sinn til, heldur forstokkast og staöna í fyrri vinnubrögðum og málflutningi. Það liggur jafnvel við að tónninn sé sá, að nú þurfi að ná fram hefnd- um. Kjósendur eiga að fá fyrir ferð- ina og finna fyrir því, hvað það kost- ar að yfirgefa gamla flokkinn og hleypa öðrum til valda. Eða hvaða von er til þess að Framsóknarflokk- urinn breyti um afstööu, þegar hann uppgötvar aö úrslitin i Reykjavík hafi verið traustsyfirlýsing til flokks- ins? Og við hverju má búast af Alþýðubandalaginu þegar það í reiði- kasti og tröllafýlu skammast út í kvenfólkið að bjóða fram og sakar samstarfsflokka sina um linkind, sem hafi flæmt kjósendur yfir á „íhaldið”? Seinheppni Aiþýðufíokksris Alþýðuflokkurinn hefur verið nógu hreinskilinn að j áta, að kosningamar hafi verið stórt áfall, sem rekja megi til þeirra eigin misgerða. Vonandi verður sjálfskrítikin þó ekki svo mM, að ný hallarbylting heflist í Alþýðuflokknum. Ein aðalskýring þeirra kratanna er sú, að málgagn þeirra sé svo lítiö útbreitt, að stefnu- mál flokksins nái ekki til kjósenda. Þetta er fyrirsláttur. Blaðaútgáfa þeirra Alþýðuflokksmanna var engu meiri í kosningunum 1978, þegar þeir unnu sinn stærsta sigur. Frambjóð- endur Alþýðuflokksins hafa verið duglegir við aö skrifa í önnur blöö, meöal annars þetta blaö, og mál- staöur þeirra kemst ömgglega til skila. Hefur ekki einhveijum í Alþýðuflokknum dottiö í hug að ein- mitt vegna þess að fólk las og hlust- aði á frambjóöendur flokksins hafi hann beðið afhroð? Sigurður E. Guömundsson var dæmalaust sein- heppinn í skrifum sínum, einkum er varðar stimamýkt gagnvart Alþýðu- bandalaginu. Vera má, að Alþýöu- flokkurinn telji sig illa staddan í samfloti með Sjálfstæðisflokknum, en ekki tekur betra við ef hann gerist hækja fyrir Alþýðubandalagið. Hið eilífa tal þeirra kratanna um að flokkur þeirra sé vinstri flokkur kemur þeim í koll þegar kjösendur hafa fengið nóg af vinstrimennsk- unni í landinu. Kjósendur á hinni pólitísku miðju, sem alla jafna eru jarðvegur fyrir Alþýðuflokkinn, hafa lítinn áhuga á aö styðja flokkinn meðan á honum er vinstri halli og svo eindreginn eins og Sigurður boðaði. Tímaskekkja? Annars veltir maður því fyrir sér, hvort Alþýðuflokkurinn sé ekki tíma- skekkja og hvaða vit sé i að halda úti flokki, sem svo áberandi hefur misst fótfestuna í litrófi stjórnmál- anna. Ljóst er að Alþýðuflokkurinn getur varla fest sig í sessi sem for- ystuflokkur meðal launþega í sam- keppninni við Alþýðubandalagið, og Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar vinstri stimpillinn verður aldrei nógu skýr, meðan flokkurinn styður Atlantshafsbandalagið og vamarlið- ið, þótt ekki sé verið að kvarta undan þeirri stefnu í þessum pistli. Hug- sjónir jafnaðarstefnunnar eiga vissulega erindi ennþá, en allt virðist benda til þess, aö kjósendur treysti Sjálfstæðisflokknum fullt eins vel að sinna velferðarmálunum eins og Jafnaðarmannaflokknum sjálfum. Það er að minnsta kosti alveg ljóst, að hið mikla fylgi sitt sækir Sjálf- stæðisflokkurinn að verulegu leyti inn á miöjuna, til þess fólks, sem sósíaldemókratar geta aö jafnaði gert tilkall til. Því hlutverki á Sjálf- stæðisflokkurinn að geta sinnt, ef hann misskilur ekki stöðu sína. Verðskuldar upphefð Þegar kosningamar eru nú yfir- staönar er fróðlegt að virða fyrir sér ýmislegt þaö, sem upp hefur borið í aðdraganda þeirra. Mikið fjaðrafok varð af þeirri ákvörðun hjá Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavík að þrengja prófkosningarnar. Sú ákvörðun hefur ekki haft nein áhrif til hins verra, enda þótt undirritaður sé enn þeirrar skoöunar, að prófkjör eigi að vera opin öllum þeim sem hyggjast greiða flokki atkvæði, hvort sem þeir em flokksbundnir eða ekki. Því var einnig haldið fram, að agreiningur um skipan efsta sætis listans yrði til skaða. Sumum þótti óvarlegt að stilla ungum og óreynd- um manni upp sem borgarstjóraefni. Reyndin varð önnur. Davíð Oddsson varð flokknum enginn Akkilesar- hæll, nema síður væri. Frammistaða hans í kosningabaráttunni var til fyrirmyndar, hann óx af henni og full ástæða er til að óska honum til ham- ingju með verðskuldaða upphefð. Enginn dómur um ríkisstjórnina Ýmsir hafa tilhneigingu til að túlka kosningaúrslitin sem áfall fyrir ríkisstjómina. Ekki benda atkvæði Alþýðuflokksins til þess, og það er flónska af sjálfstæðismönnum að halda því fram. Sigur þeirra byggð- ist á því, að fólk var aö kjósa flokkinn sjálfan en ekki meö eða móti ríkis- stjórninni. Ef þetta hefði verið upp- gjör milli stjórnar og stjómarand- stæðinga, hefði ýmislegt annað gerst í þessum kosningum. Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur hafa hafnað þeirri útskýr- ingu, aö kjósendur hafi verið að kveöa upp dóm um ríkisstjórnina. Þeir eru um leið aö viðurkenna, að Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur, stefna hans og málstaður, eigi hljóm- gmnn meðal kjósenda. Sjálfstæðis- menn eiga að fagna þeirri ályktun og grípahanaálofti. Alþýðubandalagið ókyrrist Ifitt er annaö að auðvitað munu þessar kosningar hafa áhru a maagu ríkisstjórnarinnar og stjórnsýsluna. Þaö var áberandi, að bæði Stein- grímur Hermannsson og Tómas Ámason notuðu fyrsta tækifæri til að fullyrða, að ef ríkisstjómin hefði gripið til efnahagsaðgerða fyrr, hefðu úrslitin orðið stjómarflokkun- um hagstæðari. Þeir ætla að nýta kosningaúrslitin til að knýja á um aögerðir. „Efnahagsaðgerðir eru nauðsyn- legar ekki síðar en í ágúst,” segir Tómas. Mestu áhrifanna af kosningunum gætir þó hjá Alþýðubandalaginu. Flokkurinn tapaði illa og sér fram á endurtekið áfall í komandi alþingis- kosningum, ef svo fer sem horfir. Ekki er óhklegt aö Alþýðubandalag- ið fari aö ókyrrast í stjórnarsam- starfinu af þessum sökum. Flestir spá því að vonska þeirra og von- brigði fái útrás í óbUgjarnri kjara- baráttu, þannig að verkalýðsforingj- ar flokksins teymi verkalýðshreyf- inguna enn einu sinni á eftir sér í þágu flokkshagsmunanna. Þannig munu þeir egna verkalýðinn gegn ríkisstjóminni, sem þeir sitja sjálfir í, og valda enn meiri eriðleikum í verðbólguslagnum, sem þeir sjálfir þykjast heyja. Vonandi tekst þó ríkisstjórninni aö sitja nógu lengi til þess aö enginn vafi leiki á um verðleika hennar. EUert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.