Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1982, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1982, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 29. MAÍ1982 15 J jöldi blaðamanna og ljósmyndara var msettur þegar Marianna og Franz Jósef Strauss tóku á móti Völu og Gunnari Thoroddsen í Prinz Carl Palais. Heimsókninni voru gero skil í sjónvarpsfréttum og i ^rstökum þsetti í bseverska útvarpinu. DV-myndir Rósa Gísladóttir. Gumutr varö arðlaus” — sagði Vala Thoroddsen, þegar organlstí hóf að lelka lag han§ „Gefðu að mððurmálið mitt,” í kirkjunni í Berlín 99 „Gunnar varð orðlaus, þegar organ- •stinn byrjaði að leika lag hans við „Gefðu að móðurmálið mitt” eftir Hallgrím Pétursson í Kaiser Wilhelms Gedachtnis Kirche í Berlín og er hon- um Gunnari sjaldan orða vant,” sagði ■JUU...U. uio aja , Thoroddsen í Neue Pinakothek ásamt Rögnu Ragnars og Kristinu Claessen. Vala Thoroddsen, þegar blaðamaöur DV náði tali af henni og fylgdarliði i Neue Pinakothek, og spurði um minnisstæöa atburði úr ferðalaginu. „Því hafði verið haldið leyndu fyrir honum að þetta lag yrði leikið í kirkj- unni og kom þetta honum mjög á óvart. Annað sem mér er minnisstætt úr ferðalaginu er Berlínarmúrinn, hann er ófögur sjón. Mér þykir slæmt að geta ekki verið lengur í Miinchen eins og þetta er nú falleg borg.” „Hvar sem við höfum komið hefur góöa veðrið fylgt okkur,” sagði Ragna Ragnars, ,,og teljum við það auðvitað okkur að þakka þótt Þjóð- verjarnir segi auðvitað að þaö hafi bara verið einn liðurinn í skipulagi heimsóknarinnar.” „Það sem mér er minnisstæðast úr heimsókninni,” sagöi Kristín Claessen, „var viðkoman í Köln, en þar lagöi Gunnar blómsveig á legstein Jóns Sveinssonar, Nonna, Hann lézt í Köln á stríösárunum, 1944, og skrifaði flestar bækur sínar á þýzku og er enn- þá lesinn í Þýzkalandi. Annars hefur þessi heimsókn verið til fyrirmyndar. Hver mínúta skipulögð að þýzkum sið og ekkert fariö úrskeiðis.” Síðdegis skoðaði frú Vala Thoroddsen Neue Plnakothek f boði frú Kesslers. t ræðu sinni við borðbaldið í græna salnum í Prinz Carl Palais minntist Strauss meðal annars á eitt og annað, sem tengdi ísland og Bæjaraland. Má þar nefna starf bæverska íslands- vinarins, Konrad von Maurer, sem styrkti Jón Árnason til að safna is- lenzkum þjóðsögum og kostaði útgáfu þeirra. LÍTMYNDIR SAMDÆGURS! Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17. Verzlið hjá fagmanninum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.