Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Page 3
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 7. JUNI1982.
Samkomulag f jármálaráðuneytis og Starf smannafélags Ríkisútvarpsins:
Þarf ekki að koma til endurráðningar
Samkomulag það sem gert var á
laugardag milli f jármálaráðuneytis og
Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins
varsvohljóðandi:
Starfsmannafélagið mun fyrir sitt
leyti tryggja vinnufrið á útvarpinu þaö
sem eftir er af yfirstandandi
samningstimabili. Þeir starfsmenn,
sem sagt hafa upp störfum, geta hafið
störf að nýju án þess að til endur-
ráðningar þurfi að koma. Fjármála-
ráðuneytið mun boða til samninga-
fundar næstkomandi mánudag til á-
framhaldandi viöræðna um sérkjara-
samning félagsins.
Undir þetta skrifa fyrir hönd
Starfsmannafélagsins Ævar
Kjartansson og Dóra Ingvadóttir og
fyrir hönd fjármálaráðherra Þröstur
Olafsson.
-KÞ.
Tæknimenn útvarps aftur til vinnu:
„Eram mjög óánægðir”
—segir Þórir Steingrímsson
„Við erum mjög óánægðir með
þessa skipan máia. En hvers vegna við
létum undan er bezt að ræða sem
minnst á þessu stigi málsins,” sagði
Þórir Steingrímsson, talsmaður tækni- „Það var komizt að samkomulagi
manna útvarps, í samtali við DV. umaðhaldasamningafundídag ogað
Tæknimennútvarpshófuvinnuaðnýju því leyti fengum við svolitlu
síðdegis á laugardag. framgengt,” sagði Þórir.
„GÓÐ LAUSN”
—segir Hörður Vilhjálmsson,
framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins
„Væntanlega verða auglýsingarnar
um stöður tæknimannanna aftur-
kailaöar þar sem tæknimennimir hafa
hafið störf að nýju,” sagði Hörður Vil-
hjálmsson, framkvæmdastjóri Ríkis-
útvarpsins, í samtali við DV, en um
helgina voru stöður tæknimannanna
16, sem gengu út á fimmtudagskvöld,
auglýstar lausar til umsóknar í sjón-
varpi og blööum.
— Eru yfirmenn útvarpsins ánægöir
meðþessa lausn málsins?
„Eg tala að sjálfsögðu aðeins fyrir
mig, en mér sýnist þetta vera góð
lausn. Þetta erufærirtæknimenn sem
slæmt hefði veriö að missa,” sagði
Hörður Vilhjálmsson.
-KÞ.
— Hvað tekur nú við hjá ykkur?
,,Við mætum til okkar vinnu og tök-
um lífinu meö ró meðan á samninga-
viðræðunum stendur. Við ætlum svona
aö athuga okkar gang. I samkomu-
laginu er ákvæöi um aö Starfsmanna-
félagið tryggi vinnufrið til fyrsta ágúst
næstkomandi, en þá renna síöustu sér-
kjarasamningar út. Og við ætium aö
halda vinnufrið og bíða og sjá,” sagöi
Þórir Steingrímsson.
-KÞ.
Landsaamband iðnaðarmanna efndi til hátiðaraamkomu i Gamla bíói á laugar-
daginn i tilefni af 50 ára afmaeli sambandsine. Meðal geeta voru Vigdís Finnboga-
dóttir, forseti fslands, dr. Gunnar Thoroddsen forscetisráðherra og Hjörleifur
Guttormsson iðnaðarráðherra og norrœnir fulltrúar. Á stóru myndinni er Sueinn A.
Sœmundsson forstjóri i rœðustól, en hann var fundarstjóri. Á innfelldu myndinni eru
forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heiðursgestur fundarins, og Sigurður
Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna.
(DV-mynd GVA)
KAPUR
Hjúkranarfræðingur
óskar eftir 2ja-3ja herbergja íbúð, helzt í
risi, sem fyrst. Uppl. í síma 18081 e. kl. 16.
NÝKOMIÐ!
Vorum aö taka upp gífurlegt
úrval af tízkukápum og
drögtum frá Austurríki og
Finnlandi
Rakarastofan Klapparstíg
Sími 12725
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Tímapantanir
13010
Laugavegi 66 — Sími 25980
Sérverzlun með kápur
ISLEKSK ALÞIÐULOG
ICEUKDIC FOLK &ONGH
Ný íslensk þjóðlaga-
plata unnin af
Gunnari Þórðarsyni
Lög eins og Sumar-
kveðja, Hótel Jörð,
Borðsálmur, Þjóð-
söngurinn, Litfríð
og ljóshærð og
Vögguvísa úr Silfur-
tunglinu
Söngvarar eru Ólaf-
ur Þórðarson, Ólaf-
ur Þórarinsson, Sig-
rún Harðardóttir,
Pálmi Gunnarsson,
Agúst Atlason,
Björgvin Halldórs-
son og kór Lang-
holtskirkju