Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 7. JONI1982. Ef verkföll skella á: BUR-togarar líklega látnir sigla með afla —fáist gott verð erlendis „>ví er ekki aö leyna aö til greina kemur aö senda eitt af skipunum í siglingu. En þaö fer algerlega eftir markaönum úti,” sagði Björgvin Guömundsson, forstjóri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, er DV forvitn- aöisUum áhrif væntanlegra vinnu- stöávana á togara Bæjarútgeröar- innar. Fiskverkunarstöövar Bæjarút- gerðarinnar eru mjög afkastamikl- ar. Geta þær unnið tiltölulega fljótt úr afla hvers togara. Áhrif boðaöra verkfalla haf því seinna áhrif á tog- ara BUR heldur en marga aöra tog- ara. Ingólfur Arnarson kom inn fyrir helgi og er farinn út aftur. Hjörleifur fór á veiðar á föstudagskvöld. Ottó N. Þorláksson og Jón Baldvinsson fóru út á fimmtudagskvöld. Gert er ráö fyrir aö tveir þeir síðastnefndu komi inn á milli tveggja daga verkfallsins og allsherjarverk- fallsins, þaö er dagana 14. til 16. júní næstkomandi. Snorri Sturluson kemur væntan- lega inn í dag og Bjami Benediktsson á þriöjudag. Aö sögn Björgvins Guð- mundssonar verður ákvöröun um hvort þeir fara aftur á veiöar tekin eftir helgi. -KMU. Einn af togurum Bsjarútgeröarinnar, Ingólfur Amarson, kemur að landi. Þeir voru einbeittir á svip, þátttakendumir í hjólreiðakeppninni á Þingvöll og aftur til baka, þegar lagt var á stað austur á Iaugardaginn. Hollywood og Hótel Valhöll efndu til þessarar keppni. Matsölu- staður í Þor- lákshöfn Matsölustaður var opnaður í Þorlákshöfn fyrir rúmri viku. Ber hann heitið Veitinga- og sjómanna- stofan Messinn. Eins og nafnið bendir til býður staðurinn, auk veitinga, upp á að- stöðu fyrir sjómenn á vertíð. Sjó- menn munu geta farið í gufubað og sturtu og leikið billjard, svo eitthvað sé nefnt. Hvers konar grillréttir verða á boðstólum, auk réttar dagsins. Eigendur eru þrenn hjón úr Vest- mannaeyjum, sem öll hafa setzt að í Þorlákshöfn; Sævar Guöjónsson og Sif Svavarsdóttir, Amþór Sigurösson og Þóra Sigurðardóttir og Gísli Guð- jónsson og Guörún Alexandersdóttir. Messinn verður opinn frá klukkan 9 til 22 en um helgar milli klukkan 10 og 21. -KMU. TRIMM- DAGUR ÍLOK Sunnudagurinn 27. júní næstkom- andi verður sérstakur trimmdagur. Iþrótta- og ungmennafélög landsins standa að trimmdeginum. Ætlunin með honum er að vekja athygli alls almennings á íþróttastarfi og hvetja sem flesta til þátttöku. A að reyna að glæða áhuga fólks fyrir íþróttum og útivist. Stigakeppni verður á trimmdegin- um. Einstaklingar fá stig fyrir þátt- töku í íþróttum en stigin reiknast til viökomandi kaupstaðar eða sýslu. Verða verðlaun veitt fyrir hæstu stigatölu miðað við íbúaf jölda. Allir geta orðið þátttakendur í trimmdeginum. Eitt stig fæst fyrir 200 metra sund, 2.000 metra skokk, fimm kílómetra göngu, tíu kilómetra hjólreiðar. Ennfremur fyrir þrjátíu tÚ fjörtíu minútna þátttöku í hvers konar íþróttaæfingum, svo sem blaki, badminton, fimleikum, hand- knattleik, knattspyrnu eöa körfu- knattleik. Þá fá fatlaöir stig fyrir 25 metra sund, hjólastólaakstur, boccia, bogfimi og hestamennsku. -KMU. Svo mælir Svarthöföi Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Vilja verðbætur fyrir óveiddan f isk Sjómannadagurinn var haldinn í gær með pompi og prakt. Menn fóru í stakkasund og kappróðra og sinntu ýmsu því skemmtanalífi sem í senn byggir á hreysti og hæfileikum. Þannig hefur þetta verið alla sjómannadaga. Og Morgunblaöiö lét menn sína tala viö fjölda sjómanna, og fóru þeir til þess vítt og breitt um landið. Óhætt mun aö segja aö sjómannadagurinn er íslenskasti há- tíðisdagur, sem starfsstétt heidur hér á landi, þvi þótt islenskir sjómenn séu í alþjóðlegum samtök- um, halda þeir hátíðisdögum fyrir sig og skemmta sér undir eigin fánum og merkjum, og íslenska fánanum. Forustulið sjómanna berst þessa dagana á vettvangi launabar- áttunnar, sem er orðin okkar dag- lega brauö. Aldrei liður svo ár í senn, aö ekki sé öllu sagt lausu milli stétt- anna og í stéttunum innbyröis. Þessi miklu magasýrustríö eru auðvitaö orðin næsta þreytandi, því aldrei virðist nóg að gert til leiöréttingar. Verðbólgan er mæld með vísitölu, sem allar stéttir virðast sammála um að ekki megi breyta. Samkvæmt vísitölunni fengu launþegar rúmlega 10% kauphækkun um síðustu mánaöamót. Nú er stefnt að sam- komulagi upp á 5% grunnkaups- hækkun. Þessi hækkun á eftir að koma út í aukinni verðbólgu á næstu mánuðum. Hún verður greidd eftir á eins og venjulega, enda er því ekki mótmælt, og þess vegna verður þessi grunnkaupsstreita nú aðeins til að minnka ráðstöfunarlaun enn frekar. En launþegahreyfingin verður að fá að semja um eitthvaö, hvað lítil- mótlegt sem það er, og virðist samningaþófið og niðurstöður þess oftar en hitt heyra til sálgæslu. Forustuliöiö verður að sýna árangur, þó ekki sé nema upp á fimm prósent, á sama tíma og vísitalan mælir laun- þegum helmingi hærri kaupbætur. Sjómenn hafa verið sér á báti og sem betur fer fá margir þeirra allmikið í sinn blut, eða svo hefur það verið þangað til nú, að vafamál er hvort þorskurinn hefur ekki synt út úr landhelginni. Þá minnkar auðvitað aflahluturinn i samræmi við það. Dæmi er þess að þrjá skipstjóra verður að hafa á bát yfir árið, svo skattarnir fari ekki alveg með þá. Það verður auðvitað einhver breyting á því, fyrst minna fæst af þorski. Fiskverð hefur verið hækkað um rúm tíu prósent, þótt engin hækkun hafi orðið á verði til útflutnings. Gengið var rétt fram að þeim degi. Nú er það orðið vitlaust aftur, vegna þess að við getum ekki flutt út tíu prósent fiskverðshækkun nema breyta skráningu krónunnar. Gengisfelling eykur enn á verð- bólguna sem nú er komin í rúm sextíu stig. Þannig er haldið áfram að moka afurðum þjóðfélagsins í eldinn vegna þess að menn verða að fá að semja um eitthvað. Flotinn tapar þrjátíu prósentum á hverjum fiski sem dreginn er um borð, svo tíu prósent hækkunin lagar ekkert fyrir hann. Auknar gengisfellingar laga ekkert heldur. Forustulið sjómanna er komið í stórar stellingar til að leita réttar við samningaborðið. Þeir eru líka mjög óánægðir eins og útgerðin, sem tapar 30% á hverjum fiski. Oánægja sjómanna, segir forustuliðið, stafar af uppsöfnuðum vanda þar sem jafn- ræði sjómanna með landsmönnum hefur ekki verið virt á undanförnum árum. Auk þess eru uppi stórar kröfur um, að bættur verði í launum sá aflabrestur sem orðinn er, þannig að þótt minna veiðist haldi sjómenn tekjum sinum miðað við meðaltal, en það meðaltal á eftir að finna. Með þessari kröfu virðist forustulið sjómanna vilja slá frá sér hlutaskiptareglunni gömlu, sem hefur verið undirstaöa samninga við sjómenn. Þurfi að bæta aflaleysi með hækkuðum launum er gamla reglan einfaldlega fallin úr gildi. Sumir munu telja að mál sé til komið, enda langur vegur frá árabátum til nútíma veiðiskipa. Kröfur af þessu tagi eru að verða hin almenna regla yfir linuna. Þjóðartekjur verða 2% minni á árinu. Aflahlutur minnkar. Engu að siður skulu einhverjir fengnir til að borga fyrir þorsk sem ekki veiðist. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.