Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 7. JUNI1982. 13 Kjallarinn Þór Jakobsson reiðhjóla sparaði bensinlítrana og það sem er enn meira virði: heilsu þegnanna. Hjólreiðadagurinn mikli gæti því þannig orðið skipuleggjurum bæjanna umhugsunarefni og eins konar áskorun um að bregða við skjótt — næstu árin — og fara að gera ráð fyrir reiðhjólum, líkt og gert hefur verið í Kaupmannahöfn í langa tíð. Það lygnir þrátt fyrir allt á Fróni öðru hverju og verður þá vel hjólandi hér eins og annars staðar á jörðinni. Hjálparhönd Hjólreiöadagurinn er skemmtun, en hann er annað og meira: honum er ætlaö að halda því við sem er í góðu lagi og einna dýrmætast: heilsu hinna hraustu. En honum er einnig ætlað að örva þá lánsömu til að rétta þeim hjálparhönd sem miður mega sín á einhvem hátt, gleðja þá, svo að þeir á hinn bóginn geti notið lifsins í ríkara mælienella. Þetta síðastnefnda veit ég, að margirhinna ungu,semkomnirvoru langan veg hjólandi á völlinn, höfðu haft í huga við söfnunina dagana á undan — þótt annað væri þeim kannski ofar í huga þessa fjörugu stund á Laugardalsvelli á sjálfan Hjólreiðadaginn. En þaö var líf og fjör á hlaupa- braut leikvangsins, bekkjum og stúkum þennan dag og raunar svo iöandi af lífi, að ýmsum ábyrgðar- þrungnumþótti nóg um. Það reyndi á þolinmæði þeirra. Þökk sé þeim, og þökk sé öllum öðmm, sem unnu með Sigurði Magnússyni, framkvæmda- stjóra Styrktarfélags lamaðra og fatiaðra, að mótun nýrrar vorhefðar í Reykjavik og nágrenni: Hjólreiða- deginum, degi heilbrigöi og umhygg ju í senn. Þór Jakobsson veðurfræðingur. ER TAP» HVATNING TIL KÍSILMÁLMS? Eins og oft hefur komið fram í fjöl- miðlum hefur iðnaðarráðuneytið í vaxandi mæli tekið upp nýjar vinnuaðferðir við undirbúning mótunar iðnaðarstefnu. Þessar nýju vinnuaðferðir hafa lítt verið kynntar almenningi svo að undirritaður viti. Nú ber svo við að eigi alllitið tilefni er til staðar um þessar mundir til þess að íhuga á hvern hátt iðnaðar- ráðuneytið mótar stefnu í stóriðju- málum: Hljóðlega fór í gegnum Alþingi stuttu fyrir þingslit í vor heimild til ríkisstjómarinnar að hefja undir- búning kísilmálmverksmiðju á Reyðarfiröi og seint í maí berast svo fréttir um að stofna eigi undir- búningsfélag vegna verksmiðjunnar 4. júní með kr. 25 milljóna (2500 milljón gamalia kr.) framlagi ríkis. Sú kyrrð sem ríkt hefur um fram- gang þessa máls er mikil miðaö við háværar deilur um rafgreiningar- stóriðju á Islandi og mikil átök um kísiljámverksmiðjuna á Grundar- tanga, áður en heimild til byggingar hennar fékk framgang á Alþingi. Því er ekki úr vegi að spyr ja: 1) Hver eru aðalatriðin í þeim áætlunum sem iðnaðarráðuneytið hefur lagt fram varðandi þessa kísil- málmverksmiðjuá Reyðarfirði? 2) Hvaða tilefni er til bjartsýni á framtíð þessarar verksmiðju við Reyðarfjörð þegar kísiljárnblendi- verksmiðjan við Grundartanga er rekin með stórfelldu tapi, um 60 milljónir (6000 millj. gamalla kr.) árið 1981, sem mun vera um 48% af veltu hennar það ár? (Samkv. heim- ild Morgunblaðsins 27. maí sl.). 3) Hverjir aðrir kostir í iðnaðarupp- byggingu voru teknir til samanburð- ar í undirbúningsathugunum iönaöarráöuneytisins varöandi þessa fyrirhuguðu verksmiðju við Reyðarfjörð og hvemig var saman- burði kostanna háttaö? Lífræn stóriðja fremur en ólífræn Sú hugmynd að nýta raforku i stórum stíl til verðmætasköpunar þarf alls ekki einvörðungu að beinast að rafgreiningu málma, enda hlýtur flutningskostnaður hráefnis til landsins að vera óþægilegur kostnaöarauki i slikri framleiðslu, hvort sem um er að ræða framleiðslu á áli, kisiljárni eða öörum málmsam- böndum. Sé hugað að hráefnum til iönaöar- framleiðslu í stórum stíl, efnum sem til eru í landinu, kemur strax fram í hugann hið stórkostlega magn af slógi og fiskúrgangi sem hér er hent árlega og sem gæti verið hráefni til lífrænnar stóriðju af ýmsu tagi. 60.000 tonn af nýtanlegu hráefni úr botnfiskaflanum eingöngu hefur ver- ið nefnt, auk þess sem lífræn stóriðjuframleiðsla gæti unniö fisk- mjöl yfir í verðmeiri framleiöslu. GeirV. Vilhjálmsson Einnig úr landbúnaðinum eru til staöar veruleg verðmæti sem nú er hent, s.s. úrgangur úr sláturhúsum og mikið magn af mysu. Þessi lífrænu hráefni fara nú í súg- inn, skapa meira að segja mengun og umhverfisvandamál, en eru mjög verðmæt. Ur þeim má vinna í stórum stíl einstök lífræn efni sem selja má til matvæla- og lyfjaframleiðenda. I tengslum við lífræna stóriðju af þessu tagi, þar sem lífræn undir- stöðuefni væru unnin, gæti svo komið til innlendur iönaöur sem ynni ir þessum lífrænu undirstöðuefnui i. Nægir i því sambandi að nefna lyf j a- framleiðslu, framleiðslu sérhæföra næringarefna og fleira sem of langt mál er að ræða hér. Það er þjóðþrifamál að nýta sem mest af þeim lífræna úrgangi sem nú er hér hent. Við Islendingar hljótuir að geta fundið samstarfsaðila á slík- um sviðum iðnaðar ekki síður en á sviði málma eða málmblendis. Hvemig á því stendur að kísil- málmverksmiöja við Reyðarfjörð skuli nú vera komin svo mjög til álita er vitaskuld iðnaðarráðuneyt- isins að gera grein fyrir. En margir fleiri kostir eru nærtækari og fýsi- legri þegar hugsað er um iðnþróun frá sjónarhóli náttúruverndar og með betri nýtingu sjávarafla eða landbúnaöarafurða i huga. Geir Viðar Vilhjálmsson. Miðað við stórfellt tap ó rekstri kisiljámverksmiðjunnar við Grundartanga finnst mörgum í hssta móta undarlegt að undirbúningur sé nú hafinn að kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð. Þó er raforkuverð til Grundartangaverk- smiðjunnar 30—40% lsgra en til nýiðnaðar af þessari gerð í Noregi, að því er gagnrýnendur hafa haldið fram. Er ekki margt þarfara hsgt að gera í iðnaðaruppbyggingu ó Austurlandi en að framleiða kisilmólm með tapi? spyr greinarhöfundur. dekkið nokkumveginn jafnstíft í sóla og hliðum, dekkið fjaðrar vel og steinar og bungur á veginum ganga upp í sólann sem hvelfist utan um ójöfnuna. Þannig finnst lítið fyrir þeim og aksturinn veröur hljóðlátur og mjúkur, en það er einmitt stærsti kostur þessara dekkja. Gallar þessa fyrirkomulags eru hinsvegar helstir þeir aö í hliðarátaki eins og þegar beygt er skælist dekkið mjög mikið til hliðar (hliðin utanvert í beygjunni getur jafnvel lagst alveg niður í götu) og sólinn innanvert lyftist að meira eða minna leyti frá götunni. Snertiflötur minnkar til muna og bíllinn hefur tilhneigingu til aö skríða út úr beygjunni. Aksturseigin- leikar em sem sagt slæmir og slit- hraðinn af sömu orsökum mjög mikill, sérstaklega í innanbæjar- akstri. I „diagonal” dekki eru jafnmörg burðarlög i hliðum og sóla og því skælist dekkiö sem ein heild. Með betri vegum og meiri hraöa þóttu kostir diagonal dekkja vega sífellt minna og minna en gallamir meira og meira. Menn lögöu hausinn í bleyti og reyndu að bæta úr þessu. Evrópumenn vildu gera eitthvaö alveg nýtt og verður komiö að því síðar, en Ameríkumenn töldu hag- kvæmara og betra að nota þaö sem fyrir var með nokkrum viðbótum. Frá þeim kemur byggingarlag 2) beltahjólið. Þá er tekin burðargrind meö skáböndum eins og í diagonal dekki og utan um hana sett belti, eins og gjörð langsum umhverfis dekkið og náði breidd þessa beltis yfir alla breidd sólans. Með þessu er sólinn orðinn stífari en hliðamar og heldur betur snertingu við veginn þó að hliðamar skælist í beygjum. Þessi dekk em rásfastari og endast betur en diagonal dekkin, en sólinn er stinnari og gleypir ekki steinvölur með jafn- miklum ágætum. Beltahjólin em því nokkru harðari í akstri á malar- vegum. Skrefið var þó ekki stigið til fulls þvi aö skáböndin í dekkinu vilja enn toga sólann frá götunni í hliöarátaki, þótt í minna mæli sé en áður. Belta- hjólið hefur notið gífurlegra vinsælda vestanhafs, en er nú loks að láta í minni pokann fyrir lausn Evrópumanna, byggingarlagi 3), radialdekkinu. Burðarþræðir radial hjólbarðans Uggja alUr þvert á dekkiö frá felgubrún þvert yfir sólann að hinni felgubrúninni, utan um þessa grind er svo belti, eitt eða fleiri,. langsum umhverfis hjóUð. Með þessu fyrirkomulagi er mikU sveigja í hliöum en mjög stífur sóU. Arangurinn er sá að nær útilokað er að hluti sólans lyftist frá yfirborði vegarins jafnvel í kröppum beygjum á mikilU ferð. Við sUkar aðstæður skælast hUðamar mjög mikið en sólinn er eins og Umdur við götuna. Lengst er gengið í þessa átt með að hafa aðeins eitt burðarlag í hUðum en 2 belti úr stálvírum í sólanum, slíkt dekk hefur lagerlega óviöjafnanlega aksturseiginleika, en hefur jafnframt tapað mestu af hæfUeikum diagonal dekkja til aö gleypa steina og annað upp í sólann. Radial dekk eru því nokkru harðari en önnur tU aksturs á vondum vegum. Þá segjum við skUið við bygging- arlag hjólbarða að sinni. Eg hef stundum heyrt menn tala um radial dekk annars vegar og nælon dekk hins vegar, en eins og nú ætti að vera ljóst er „radial” byggingarlag, en nælon er gerviefni á sama hátt og rayon og polyester. Flestir kannast við að dekk sé svo og svo margra strigalaga, þama er verið að tala um hversu mörg lög burðarþráða séu í dekkinu og enn tala menn um strigalög þótt strigi hafi ekki verið notaður í dekk frá því amma var ung, ef svo má að orði komast, strigalögin svoköUuöu em nefnUega ÖU orðin úr gerviefnum, m.a. næloni, rayoni, polyestero. fl. Að lokum langar mig að stíkla á stóru i gegnum sólninguna sem minnst var á í upphafi. Heitsólning Allt mynstur er raspað af hjól- barðanumþartilaðeinserstutt eftir inn í „striga”, síðan er barðinn lím- borinn og lagður á hann sóU úr suðugúmmíi (einsþykkur og lakkrís- borði), mynsturlaus, og síðan er allt sett í mót sem mótar mynstrið og sýður nýja sólann við barðann. Slíkur sóli nær yfirleitt ekki lengra en gamli sóUnn. Aftur á móti hefur verið flutt inn töluvert magn af heitsóluðum dekkj- um þar sem nýi sólinn nær með þunnri kápu alveg upp að felgubrún og hafa þau verið kölluö heilsóluð tU aðgreiúingar. I kaldsólun er hins vegar limdur tilbúinn mynstraður sóli á dekk sem hefur verið raspað niður. Jæja.ég vona aðþetta rausímér hafi gert eitthvað ljósara en áður var og ef þið hafið hugsað um dekk á meöan þiö lásuð þetta er hluta af tUganginum náð. I sambandi við hjólbarðadaginn, 2. júníl982. (BUgreinasambandið, Bifreiða- eftirlit rUcisins, dómsmálaráöuneyt- ið, Fél. ísl. bifreiðaeigenda, lögregla ogUmferðarráð). Árni Árnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.