Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 19
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 7. JUNI1982. 27 Bílasýning Kvartmfluklúbbsins: CORVETTAN HIRTIÖLL VERDLAUNIN Sjöunda bflasýning Kvartmílu- klúbbsins var haldin síðastliöinn hvítasunnudag og var hún haldin í porti Austurbæjarskólans. Var þessi sýning ekkisvipurhjá sjón, miðað við fyrri sýningar klúbbsins, en rigning og slæmt veður settu þar stærsta strikið í reikninginn. Ofli veðrið því að einungis hluti af þeim sem ætluöu að koma með bíla á sýninguna mættu og áhorfendur voru frekar í færra lagi. Það voru hörðustu sýningar- mennimir sem mættu með bíla sína og þeir sem höfðu mest að sýna. Stór hluti bílanna, sem voru á sýningunni, hafði aldrei verið á sýningu áður hjá Kvartmíluklúbbnum og í hefldina var þetta bezta sýning sem Kvartmíluklúbburinn hefur haldiö, sé miöað við sýningargripina. Eins og á fyrri sýningum Kvartmíluklúbbsins gafst sýningar- gestum kostur á að greiða bílunum atkvæði, eftir því hvernig þeim leizt á þá. Var greinflegt aö bláa ’69 Corvettan átti hugi og hjörtu sýn- ingargestanna því að hún var kosin fallegasti, verklegasti og athyglis- verðasti bíllinn á sýningunni. Yfir- burðir Corvettunnar í kosningunum um fallegasta og athyglisverðasta bflinn voru ótvíræðir og hlaut hún meira en 100% fleiri atkvæði en næstu bílar á eftir. I kosningunum um verklegasta kvartmilubflinn var mjórra á mununum og fékk Vettan einungis sjö atkvæði f ram yfir 350 cid Camaroinn hans Ágústs Hinriks- sonar. I öðru sæti keppninnar um falleg- asta bflinn lenti Sigfús Sverrisson, en hann sýndi Chevrolet Corvette L—82 árg. ’77.1 þriðja sæti voru tveir bílar jafnir að stigum. Voru það hvort tveggja Pontiac bílar, Turbo Trans- Am sem Aðalsteinn Snorrason á og Le Mans-inn hans GunnarsHallgríms- sonar, en sá bfll var kosinn fallegasti billinn á bflasýningu Bilaklúbbs Akureyrar þann 17. júní í fyrra. Eins og fyrr sagði lenti Camaröinn hans Ágústs Hinrikssonar í öðru sæti keppninnar um verklegasta kvartmflubilinn en í þriðja sæti lenti Guðmundur Kjartansson með bfl sinn, Shelby American Cobra GT 500, sem hann keypti í vetur. I öðru sæti keppninnar um athyglisverðasta bflinn varð Olafur Olafsson, en hann sýndi VW sem hann hefur byggt upp og endur- hannaö samkvæmt eigin hugmynd- um. I þriöja sæti varð ’65 Chevrolet Impalan hans Omars Guöjónssonar. Sá bíli naut sín ekki fyllilega á sýningunni vegna rigningarinnar, en hennar vegna gat Omar ekki haft blæjuna á bflnum niðri. Sýningargestir kusu einnig verk- legasta mótorhjólið á sýningunni og í þeirri keppni sigraði Flosi Skapta- son. Sýndi Flosi llOOcc Kawazaki hjól. I öðru sæti varð Suzuki Katana 1100 hjól sem Adolf Adolfsson á og í þriðja sæti varö Honda CB 750 en eig- andi þess, Frans Jezorski, sigraði á því í kvartmíluæfingunni sem var i maí. Fyrirhugað er að hafa verðlauna- afhendingu fyrir sýninguna eftir kvartmílukeppnina sem vera á 26. júni og slá þá saman verðlaunaaf- hendingu fyrir hana, bflasýninguna og keppnirnar í fyrra. J.A.K. Bfllinn sem lenti í öðru sæti sem fallegasti bíliinn var ’77 Chevrolet Corvette L—82, en eigandi hans er Sigfús Sverrisson. Þessi bfll hefur tvisvar verið á Kvartmfluklúbbsins áður og staðið sig vel. ’70 Ford Mustang Mach 1, bflllnn hans Guðna Þórs Þorvaldssonar, er sann- kaUaður dekurbfll. Er hann vafalaust glssUegasti bfllinn sinnar tegundar hér á landi og ber hann þess glöggt merki hversu vel Guðni hugsar um hann. DV-mynd Júhann Kristjánsson. Gamla Volkswagen bjallan hans Olafs Olafssonar vakti mikla athygli,eins og aUtaf áður, en að þessu sinni lenti hann í öðru sæti keppninnar um athyglis- verðasta bflinn. DV-mynd Lilja Oddsdóttir. Jóhann Kristjánsson og Lilja Oddsdóttlr sýndu Chevrolet Corvette Stingrey L—36 bflinn sinn á sýningunni. Hafa þau eytt síðastUðnum þremur og hálfa ári í að gera bflinn upp og voru sýningargestir sammála um að það hef ði tek- izt alveg ágætlega, því að þeir kusu Vettuna fallegasta bflinn, verklegasta kvartmflubflinn og athyglisverðasta bfl- inn á sýningunni. DV-mynd Jóhann Kristjánsson Kawazaki 1100 hjóUð hans Flosa Skaptasonar var koslð verklegasta mótorhjóUð á sýningunni, en auk þess sýndi Flosi stórglæsilegan bfl. Var það Chevrolet Camaro Z 28, árg. ’81. DV-mynd Jóhann Krist jánsson Agúst Hinrlksson hreppti annað sætið i keppnlmu um verklegasta kvartmilutækið, en Camaróinn hans hefur lengi verið sigursæU í kvartmflukeppni og átti tslandsmetið í „modlfied” standardflokki í meira en ár. DV-mynd Jóhann Kristjánsson Ferdaáætlun SAS DC-8 flugs til Narssars- suaq og Kaupmannahafnar. Hafid sam- band við ferdaskrifstofurnar, eða SAS, Laugavegi 3,2 hæð - Búnaðarbanka- húsinu - símar: 21199/22299. íð S4S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.