Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 32
40
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MANUDAGUR 7. JUNI1982.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Hórgœ/ir Hastassja Htta vlð Ijón nokkurt t kvlkmyndlnniCat paoplo ".
Nastassja
Klásdóttir Kinski
Sviðsljós fékk nýlega bréfkorn frá
lesanda sem segist hafa lúmskt
gaman af því aö lesa um fræga fólkiö
og segist auk þess vera Kinski aðdá-
andi. Auk þess bendir lesandinn á
ónákvæmni hjá Sviðsljósi hinn 6. maí
síöastliöinn og bendir á aðsýningar á
mynd sem Kinski leikur í,„One from
the heart” eftir snillinginn FF Copp-
ola, séu enn ekki hafnar. Þess má þó
geta aö forsýningar voru á myndinni
í Bandaríkjunum í janúar og hún var
sýnd á Cannes kvikmyndahátíöinni,
aö vísu án nokkurs auglýsinga-
skrums, utan keppni. Til að bæta
Kinski aödáanda þetta birtum viö
hér gullfallegar myndir af Nastössju
Kinski semblaðinu bárust nýlega. Af
henni er annars það helzt aðfrétta aö
kvikmyndastjórinn Wolfgang Peter-
sen (Báturinn, sjá DV laugardag 29.)
vill fá hana aftur heim til Þýzka-
iands til aö leika i næstu my nd sinni.
Hlnn góðkunni leikari Jack Lemmon fékk verðlaun á Cannes kvik-
myndahátíðinni fyrir leik sinn i myndinni Týndur IMissingl. Þykir
Lemmon túika einkar sannfærandi bandariskan föður sem leitar að
syni sinum.
Verðtaunum
úth/utað
/ Cannes
Á dögunum var Gullpálmanum,
æöstu verðlaunum kvikmynda-
hátiöarinnar í Cannes, úthlutaö. 2
kvikmyndir deildu meö sér verðlaun-
um, „Missing” eftir Costa-Gavras og
myndin „Yol” sem er eftir landflótta
Tyrkja, Yilmas Giiney aö nafni.
Costa-Gavras er Frakki af grískum
ættum og er aöallega þekktur fyrir
kvikmyndina „Z”. Myndin er samt
sem áður bandarisk og fékk aðal-
leikarinn Jack Lemmon verðiaun
fyrir beztan leik. Nokkra athygli
vekur aö báöar þessar myndir hafa
pólitískan undirtón. „Missing”
fjallar um ungan Bandaríkjamann
sem er látinn hverfa vegna þess aö
hann veit of mikiö um þátt CIA í
valdaráni Pinochets í Chile 1973. Hin
verölaunakvikmyndin „Yol”
(Vegurinn) er gerö af Jandflótta
Tyrkja. Fjallar kvöcmyndin um
örlög nokkurra tyrkneskra fanga
sem fá frí úr fangelsinu til aö heim-
sækja fjölskyldur sínar. Höfundur-
inn, Giiney, er ekki alveg ókunnur
fangelsum í heimalandi sínu því aö
hann sat í fangelsi meö 100 ára dóm
unz honum tókst aö strjúka og flýja
iand. Franskir gagnrýnendur hafa
lofaö þessar myndir en verðlaunaút-
hlutunin er þó mjög erfið því aö
geysilegur fjöldi frábærra kvik-
mynda kemur til greina. Wemer
Herzog, sem er Islendingum að góðu
kunnur fyrir kvikmyndir sínar (t.d.
Nosferatu), fékk verðlaun fyrir
beztu kvikmyndastjóm á mynd sinni
,,Fitzcarraldo”. Bezti kvenleikari
var svo valin hin ungverska
Jadwega Jankowska — Cieslak.
Italinn Antonioni fékk sérstök verö-
laun í tilefni af 35 ára afmæli hátíðar-
innar í Cannes. Antonioni er heims-
þekktur leíkstj óri en þekktust
mynda hans hérlendis mun vera
„Blowup”.
Af öörum myndum, sem athygli
vöktu, má nefna nýjustu mynd
Steven Spielberg, E.T.K., sem var
frumsýnd á hátíðinni, og nýjustu
mynd Francis Ford Coppola „One
from the heart”. Báðar voru þær
utan keppni. Einnig má nefna
mynd Wim Wenders, „Hamett”, og
„Passion” eftir meistara Jean-Luc
Godard. Og aldrei þessu vant var ein
óperumynd mjög umtöluð. Er þar á
feröinni „Parsifal”, kvikmynd Hans-
Jiirgen Syberberg, byggð á verki
Wagners, mynd tekur rúma 4 tíma í
sýningu. Þá er bara að vona að við
þurfum ekki aö bíða í mörg ár eftir
öliu þessu augnakonfekti.
Getiö þiö nú hver er
nýjasta vestræna stjarnan
sem slær í gegn í Sovétríkj-
unum! Jane Fonda?
Victoria Principal? O sei
sei nei. Það er engin önnur
en gamla konan Marlene
Dietrich. Nú fyrir skömmu
hóf sovézka pressan að lofa
Dietrich og mynd hennar
Bláa engilinn, sem afi og
amma muna vel, í hástert.
Áhorfendur viröast vera á
sama máli því myndin
gengur vel. Með sama
áframhaldi ættu Sovét-
menn að uppgötva Brigitte
Bardot, svona um það bil
áriö2020!
Blár engill
sveimar um
Sovétríkin
Er Lou Reed í raun
skáldið góðkunna?
Þekkja ekki allir Lou Reed? Þeir
sem þekkja hann ekki ættu aö kynn-
ast honum. Hann hefur verið í eldlín-
unni í rokkinu í 16 ár og gaf út fyrr í
vetur nýja plötu, „The blue mask”,
sem jafnast á viö þaö bezta sem hann
hefur nokkru sinni gert. Lou fór ný-
lega til Parísar vegna útkomu plötu
sinnar þar í borg. Lou var ekki í nein-
um vafa um hvaða hóteli hann vildi
búa á, aðeins eitt kom til greina:
„L’Hotel”. Af hverju? spyrja menn.
Nú, vegna þess aö Lou Reed telur sig
vera Oscar Wilde endurborinn og
fannst því ekki úr vegi aö rifja upp
gamlar endurminningar á L’Hotel
þar sem Skari Villti dvaldist í gamla
daga....
Á myndinni er Lou ásamt konu sinni
Sylviu í leit að horfnum tíma á
L’Hótel.