Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1982, Síða 36
Tæknimenn útvarps aftur til vinnu án þess að gengið væri að kröfum þeirra: „Málið var í hnút” — segir Þröstur Ólaf sson og f lýtti áður boðuðum samningaf undi ,,Ég tel aö þetta hafi veriö eina lausnin sem hægt var aö grípa til. Málið var komiö í hnút. Ef fram heföi haldið sem horföi heföi þetta leitt til enn meiri erfiöleika, ekki sízt fyrir starfsmenn útvarpsins og Starfs- mannafélagið,” sagöi Þröstur Olafs- son, aöstoðarmaöur fjármálaráö- herra, í samtali við DV í morgun. Undirritaö var samkomulag milli ráöuneytisins og Starfsmanna- félags rikisútvarpsins síödegis á laugardag og hófu þá tæknimenn útvarps vinnu aö nýju eftir tæpra tveggja sólarhringa vinnustöðvun. — Nú fengu tæknimenn engu framgengt af kröfum sínum nema loforö um samningafund. Voru þeim settir afarkostir? „Nei, ekki vil ég segja þaö. Þeir vissu af þessu og samkomulagið var boriöundir þá.’ ’ — Stööur þeirra voru auglýstar lausar til umsóknar. Verða auglýsingarnar aft urkallaöar ? „Þær veröa að sjálfsögðu ekki veittar þessar stööur. Þeir tækni- menn sem sögöu upp en hafa hafið störf aö nýju halda öllu sínu. Hins vegar gæti vantað fleiri tæknimenn tilstarfa.” — Hvenær er samningafundurinn? ,,Hann hefur ekki veriö boðaöur ennþá en hann verður í dag eins og samningurinn segir fyrir um. Og þetta veröur svona venjulegur samningafundur,” sagöi Þröstur Olafsson. -KÞ Hitinn í 22 stigá Þingvöllum I gær komst hitinn á Þingvöllum upp í 22 gráöur svo aö þeir sem ákváöu að bregöa sér sunnudagstúrinn til Þing- valla gátu skartaö sumarklæöunum. Dagurinn í gær var jafnframt sá heit- asti sem komið hefur á Akureyri í sumar en þar komst hitinn upp í 19,5 gráöur. Sól var á Akureyri en dálítið mistur í lofti en Sunnlendingar uröu aö sætta sig viö sólarleysi aö mestu. Veöurfræðingar segja þessi hlýindi ættuö frá Suð-austur Evrópu, þeim hafi fylgt mistur í gær, en í dag megi búast viö tæru lofti og glaöasólskini. Þaö er því ekki hægt aö segja annaö en veöriö leiki við þá sem fá aö stunda útivist þessa dagana. -SKO. ÓKUNNUR KAFBÁTUR — í sænskri lögsögu Frá Jóhönnu Þráinsdóttur, fréttarit- ara DV í Lundi: Síöan á föstudag hefur umfangsmikil leit staöiö aö ókunnum kafbát utan viö Umeaa. Herskip, strandgæzluskip, flugvélar og þyrlur taka þátt í leitinni. Svæöinu hefur veriö lokaö. Nokkrar bollaleggingar hafa verið um aö kafbátnum gæti hafa tekizt aö lauma sér í burtu í skjóli viö annaö skip en varnarmálaráöiö vísar slíku á bug. Er álitiö aö kafbáturinn haldi sig enn á svæðinu og á aö bíöa þess aö hann neyðist til aö gefa sig fram. Síö- astliðna viku fékk vamarmálaráðiö jafnframt tvær aörar tilkynningar um ókunna kafbáta í sænskri lögsögu utan við Sandham ogSundsvail. Sást þeim síöarnefnda bregöa fyrir á ratsjá. Skip og þyrlur hafa verið send út til leitar aö honum. Tilgangslaust þykir aö halda áfram leit við Sandham þar sem kaf- bátar eiga mjög auðvelt með aö sleppa þaöan óséðir. TaJsmenn varnarmála- ráösins segja aö kafbátarnir hljóti aö tilheyra annaöhvort Varsjárbandalag- inu eða NATO. Svæði þessi þykja lítt áhugaverö frá hemaöarlegu sjónar- miði. -ÁS. MikiU mannfjöldi fylgdistmeð hátíðahöldum sjómannadagsins í Reykjavík sem fram fóru í blíðskaparveðri í gær. Ýmislegt var tilgamans gert eins og sjá má. (D V-mynd EO) Féiagfiug. Atkvæðagreiðsla umferðar- .. ° stjóra: J um brottrekstur Félagsfundur í Félagi flugumferöar- stjóra hefur ákveðiö aö atkvæöa- greiösla fari fram meöal félagsmanna um hvort reka skuli Olaf Haraldsson flugumferöarstjóra á Keflavíkurflug- velli úrfélaginu. Hallgrímur Sigurösson, varafor- maöur félagsins, sagði aö atkvæðaseölar yröu sendir til félags- manna. Hann bjóst viö aö úrslit lægju íyrir um miöjan mánuöinn. Haligrímur sagöi jafnframt aö skýrsla starfshóps þess sem greint var frá í DV á laugardag kæmi máli þessu ekkert viö. „Meö skýrslunni átti aö athuga stöðugildi í Keflavík, þá grunn- mönnun sem þyrfti viö flugumferðar- stjórn þar. En samkvæmt okkar skiln- ingi er ekki þarmeö sagt aö sámannafli sé nægur á mesta annatímanum,” sagöi Hallgrímur. Aö öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um máliö aö svo stöddu. Starfsfélagar Olafs reiddust er hann studdi álit starfshópsins og vilja því reka hann úr félaginu. Helgi Ágústsson deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu sagöi það vera undarlegt ef athugun sú á mannafla- þörf sem starfshópurinn geröi væri málinu óviökomandi. Hann sagöi þaö einmitt vera út af þessari skýrslu sem reka ætti Olaf úr félaginu. „Olafur staöfesti síðar það álit sitt aö hann væri sammála niöurstööum starfs- hópsins um að nóg væri að hafa þrjá menn á næturvakt í Keflavík. Þetta var álit hópsins, þó aö aðrir vilji ekki við þaö kannast nú,” sagöi Helgi aö lokum. GSG frjálsi, úháð dagblað MÁNUDAGUR 7. JÚNl 1982. Handtekinn með Guli & silfur-þýfi Maöur var handtekinn um helgina á Keflavíkurflugvelli meö hluta af þýfinu úr verzluninni Gulli og silfri. Samkvæmt heimildum, sem blaðið telur ekki ástæðu til að rengja, mun hann hafa ætlaö til útlanda til kaupa á eiturlyfjum. Máliö er í rannsókn hjá Rannsóknarlögregluríkisins. -DS. Meirihluti í Hafnarfirði Sjálfstæðismenn og Oháöir borgar- ar hafa gert málefnasamning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. „Samningurinn er þó meö þeim fyrirvara aö félagsfundir samþykki hann. Viö höldum félags- fund í kvöld þar sem samningurinn verður lagður fram,” sagði Arni Gunn- laugsson hjá Oháðum í samtali við DV. -GSG. ísafjörður: Meirihluti myndaður Fjögurra flokka meirihluti hefur verið myndaöur í bæjarstjóm Isa- fjarðar. Það eru Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Oháöir borgarar sem standa að meirihlutanum. Sjálfstæðisflokkurinn er því einn í minnihluta. Meirihlutinn á fimm menn í bæjarstjórninni en sjálf- stæðismenn fjóra. Á síðasta kjörtímabili mynduðu sjálfstæöismenn og Oháðir meirihluta bæjarstjórnar. Næstkomandi fimmtudag verður fundur í bæjarstjóminni. Þar verður kosiö í nefndir og ráö á vegum bæjarins. -GSG. Áreksturogveltur Fólksbifreiö eyöilagðist er henni var ekið út af Þorlákshafnarvegi í gær- morgun. ökumaður var einn í bilnum og slapp án meiösla. Þá var Selfosslögreglan kvödd til er fólksbifreiö valt í Reykjadal í ölfusi aöfaranótt laugardags, eftir að hafa verið ekið á staur. Þrennt var í bif- reiöinni og var fólkið flutt á slysadeild í Reykjavík. Reyndist þaö ekki alvar- lega slasaö. I báðum þessum tilfellum leikur grunur á aö ölvun hafi átt þar sök. I Vesturhólum í Reykjavík eyöilagöist bifreið aðfaranótt laugar- dags eftir að ökumaöur haföi misst stjóm á henni og ekið á steinvegg. ökumaöur skarst í andliti en tveir far- þegar sluppu lítt sárir. Grunur leikur á ölvun ökumanns. -JGH. LOKI Er ekki hægt að fíýta skyndiverkfallinu vegna veðurs og hafa þaðí dag?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.