Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR16. JtJLl 1982. SYNINGITILEFNIAF ARIALDRAÐRA I tilefni af ári aldraðra veröur á laugardaginn opnuö á Kjarvals- stööum sýning sem kölluö er „Oft hefur ellin æskunnar not". Á sýning- unni veröa verk eftir ýmsa alþýðu- listamenn. Margir þeirra hafa tekið til við listgrein sína þegar þeir hættu öðrum störfum sakir aldurs. Einnig verða á sýningunni handmenntaverk unnin í ýmis efni; tré, járn, stein, leöurogfleiriefni. Myndhöggvararnir Asmundur Sveinsson og Sigurjón Olafsson hafa lánað verk eftir sig á sýninguna. Meðal annarra sem eiga verk á sýn- ingunni eru Gríma, Samúel Jónsson í Selárdal, og Oskar Magnússon. Hrafnhildur Schram og Finnur Fróöason sáu um uppsetningu sýn- ingarínnar. 1 tengslum við sýninguna á Kjar- valsstöðum verður einnig efnt til málþings á vegum Samtaka líf eyris- þega ríkis og bæja. Fyrsta málþingið verður næstkomandi þriðjudag , 20. júlí kl. 20.30. Þar mun Jón Snædal Jæknir ræða spurninguna: Hvað er hægt að gera til að halda andlegum og líkamlegum kröftum. Á eftir verða spurningar og umræður sem dr. Friðrik Einarsson stjórnar. A fimmtudag mun Valborg Bents- dóttir ræða spurninguna: Hvenær er eðlilegt aö menn láti af störfum? Siðar verður efnt til málþinga um fleiri mál. Framkvæmdanefnd sýn- ingarinnar mun gefa út sýningar- fréttir sem fá má hjá gæzlufólki á Kjarvalsstöðum. I þeim geta menn kynnt sér hvað í boði er hver ju sinni. I sambandi við söfnun sýningar- muna á „Oft hefur ellin æskunnar not" hafa verið tekin á myndbönd viðtöl við aldraö fólk sem að hand- mennt vinnur. Friðrik G. Friðriks- son sá um viðtölin. Myndbandasýn- ingin tekur þrjár og hálfa klukku- stund og verða sýningar yfirleitt tvisvar á dag á meðan á sýningunni á KjarvaJsstöðum stendur. Sýningarnefndina skipa: Eggert Asgeirsson, Finnur Fróðason, Ás- laug Sverrisdóttir, Friðrik G. Friðriksson, og SverrirKristinsson. Hulda Á. Stefánsdóttir og séra Sigurður H. Guðmundsson munu opna sýninguna „Oft hefur ellin æsk- unnar not" klukkan 15 á morgun. Hún er opin daglega frá kl. 14 til 22. iSýningunni lýkur 8. ágúst og er að- gangurókeypis. -SKJ Finnur Fróðason og Hrafnhfldnr Schram sjá um uppsetulngu sýningarinnar „Oft hcfur ellin sskunnar not". Þau halda hér á f orkunnarf allegri skútu en að baki þeirra má sjá málverk eftir Grimu. DV-mynd Þó. G. MOSARINORRÆNA steínhöggmyndir Rudskringumhúsið Sýningar Jurtasýningin I Norrmna húxlnu er harla fróðlag. Hér að otan sést mosinn homolothecium sericeum. DV-mynd: Þó.G. Sýning Norræna hússins á íslenzk- um jurtum á án efa eftir að koma mörgum á óvart A sýningunni gefur að lita fjðldann allan af mosum en auk þess má á sýningunni sjá þörunga, fléttur, lyng og fleiri plönt- ur. Gróöurinn á sýningunni er þannig vaxinnaðfæstir veita honumað jafn- aði athygli né hafa tækifæri til að virða hann fyrir sér. Bergþór Jóhannsson sá um uppsetningu sýningarinnar fyrir hönd Náttúrufræðistofnunar Islands, en Norræna húsið f ór þess á leit við Náttúrufræðistofnunina að hún sæi um uppsetningu sýningar á íslenzk- um jurtum. 1 fyrra sumar voru ís- lenzkir stcinar til sýnis i anddyri Norræna hússins. Salurinn í kjallara Norræna húss- ins er nú lokaður vegna viðgerða. Einnig er unnið aö lagfæringum á stéttum umhverfis húsið. Umhverfis Norræna húsið standa nú höggmynd- ir danska myndhöggvarans Johns Ruds. Hann hcfur látið þau orð falla aö honum mundi verða mikið ágengt fengi hann f 61k til að taka hendurnar upp úr vösunum og strjúka stein- ' höggmyndirnar. Höggmyndir Ruds eru líka þægilegar hvort heldur horft er á þær eða hönd strokiö yf ir þær. -SKJ Manuela Wiesler leikur á einleikstónleikum i HaUgrimskirkju á sunnudags- kvöldið. Mynd: Ásgeir Long. MANUELA LEIKUR í HALLGRÍMSKIRKJU 1 Manuela Wiesler leikur einleik á flautu i Hallgrimskirkju klukkan 20.30 á sunnudagskvöld. A efnisskránni eru fimm áköll eftir André Jolivet, tilbrigði um La Folia eftir Marin Marais og Sónata eftir Hilding Rosenberg. Að tón- leikum loknuni verða kvöldbænir. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við 'f ramlögum í orgels jóö Hallgrimskirkju. í -SKJ J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.