Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1982, Blaðsíða 6
22 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR16. JULl 1982. Matsölustaðir REYKJAVlK ASKUR, Laugavegi 28 B. Símar 18385 og 29355: Opið kl. 9—24 alla daga. Vínveitingar trá kl. 18 virka daga og allan daginn á sunnu- dögum. ASKUR, Suðurlandsbraut 14. Sími 81344: Opið kl. 11-23.30. TORFAN Amtmannsstíg, sími 13303: Opið alla daga vikunnar frá klukkan 10.00—23.30. Vinveitingar. KOKKHÚSIÐ Lækjargötu 8, sími 103440: Opið alla daga vikunnar frá klukkan 9.00—21 nema sunnudaga er opið frá klukkan 10.00—21.00. TOMMABORGARAR Grensásvegi 7, sími 84405: Opiðalla daga frá klukkan 11.00—23.00. SVARTA PANNAN á horninu á Tryggvagötu og Pósthússtræti , sími 16480: Opið alla daga frá klukkan 11.00-23.30. GOSBRUNNURINN Laugavegi 116, simi 10312. Opið virka daga frá klukkan 8.00—21.00 og sunnudaga frá klukkan 9.00—21.00. ASKUR, næturþjónusta, sími 71355: Opið á föstudags- og laugardagsnóttum til kiukkan; 5.00, sent heim. WINNIS, Laugavegi 116, simi 25171: Opið alla daga vikunnar frá klukkan 11.30—23.30. LÆKJARBRÉKKA viö Bankastræti 2, slmi 14430: Opið alla daga frá klukkan 8.30—23.30 nema sunnudaga, þá er opið frá klukkan 10.00—23.30. Vínveitingar. ARNARHÖLL, Hverfisgötu 8—10, sími 18833: Opið alla virka daga í hádeginu frá klukkan 12.00—15.00 og alla daga frá kl. 18.00—23.30. Á föstudags og laugardagskvöldum leika Magnús Kjartansson og Finnbogi Kjartans- son í Koníakklúbbnum, vínveitingar. MENSA, veitingastofa Lækjargötu 2, 2. hæð, simi 11730: Opið alla daga nema sunnudaga frá klukkan 10.00—19.00 og sunnudaga frá klukkan 14.00-18.00. POTTURINN OG PANNAN, Brautarholti 22: Opiðfrá 8.00—23.30. RAN, Skólavörðustíg 12, sími 10848: Opið klukkan 11.30—23.30, léttar vínveitingar. BRAUÐBÆR Þórsgötu 1, við Oðinstorg. Simi 25090: Opið kl. 9—23.30 virka daga og 10— 23.30 á sunnudögum. ESJUBERG, Hótel Esju, Suöurlandsbraut 2. Sími 82200: Opið kl. 7—22. Vinveitingar. HOLLYWOOD, Ármúla 5. Borðapantanir í síma 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 öll kvöid vikunnar. Vínveitingar. HORNIÐ, Hafnarstræti 16. Simi 13340: Opið kl. 11-23.30. HÖTEL HOLT, Bergstaðastræti 37. Borðapantanir í sima 21011. Opið kl. 12—14.30 og 19—23.30. Vínveitingar. HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavíkurflugvelli. Borðapantanir í sima 22321: Blómasalur er opinn kl. 8—9.30. (morgunmatur), 12—14.30 og 19—22.30. Vinveitingar. KAFFIVAGNINN, Grandagarði 10. Símar 12509 og 15932. Opið kl. 4 eftir miðnætti til kl. 23.30. Vínveitingar. KRÁIN við Hlemmtorg. Sími 24631. Opiö alla daga kl. 9—22. LAUGAÁS, Laugarásvegi 1. Simi 31620. Opið 8-24. NAUST, Vesturgötu 6—8: Borðapantanir í sima 17759. Opið alla daga kl. 11—23.30. NESSÝ, Austurstræti 22. Sími 11340. Opiö kl. 11—23.30 alladaga. ÓÐAL við AusturvöU. Borðapantanir í síma 11322. Matur framreiddur kl. 21—01 sunnu- daga til fimmtudaga, kl. 21—03 föstudaga og laugardaga. ÞORSCAFE,. Brautarholti 20. Boröapantanir í síma 23333. Matur framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 20—22. Vínveitingar. AKUREYRI BAUTINN og SMIÐJAN. Hafnarstræti 22. Simi 96-21818. Bautinn er opinn alla daga kl. 9.30— 21.30. Smiðjan er opin mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18.30—21,30. Föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11.30— 14 og 18.30—21.30. Vinveitingar., HÓTEL KEA, Hafnarstræti 87-89. Sími 96- 22200. Opið kl. 19—23.30, matur framreiddur til kl. 21.45. Vínveitingar. HAFNARFJÖRÐUR GAFL-INN, Dalshrauni 13. Sími 54424. Opið aUa daga kl. 8—23.30. Sunnudaga kl. 17—21 er opinn veíziusalur með heita og kalda rétti og vínveitingar. SNEKKJAN og SKUTAN, Strandgötu 1—3. Borðapantanir í sima 52502. Skútan er opin 9—21 sunnudaga til fimmtudaga og 9—22 föstudaga og laugardaga. Matur er fram- reiddur í Snekkjunni á laugardögum kl. 21— 22.30. AKRANES STILLHOLT, Stillholti 2. Simi 93-2778. Opið kl. 9.30—21 virka daga og 9.30—22 laugardaga og sunnudaga. Léttar vínveitingar eftir kl. 18. Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina STÆRSTA FRJALSIÞROTTA- MÓT ÁRSINS NÚ UM HELGINA Þrjústórmótásamatímaílaugardalnum - ein landskeppni, Norðurlandamót ogReykjavíkurleikamir ^ 1 Það er mikið að hafa í sportinu um þessa helgi eins og aðrar helgar. Hver stórviðburðurinn á fætur öðr- um er um helgamar og svo er einnig núna. Það stærsta um þessa helgi er þó líklega keppni í frjálsum íþróttum sem verður á Fögruvöllum í Laugar- dal en þar má segja að verði ein þrjú mótígangiíeinu. Þar verður í fyrsta lagi lands- keppni í frjálsum íþróttum karla við Wales. Þá verður þarna bikarkeppni kvenna með þátttöku allra Norður- landanna og loks verða Reykjavíkur- leikamir á dagskrá. Þarna verða margir heimsfrægir frjálsíþrótta- menn — og konur — og auk þess allt okkar bezta frjálsíþróttafólk. Veröur vel þess virði að leggja leiö sína í ,,dal hinna heitu lauga” um helgina til að sjá allt þetta afreksfólk í keppni. Knattspyrna: Einn leikur verður í 1. deild karla í knattspymunni í kvöld — KA leikur við KR á Akureyri. Þá verður Bauta- mótið í kvennaknattspymu sett á Akureyri í kvöld en þar keppa 10 lið á Þórs- og KA-vellinum um helgina. Á morgun leika IBV — IBI í 1. deildinni í Vestmannaeyjumkl. 14.00 og annað kvöld kl. 20.00 mætast á Kópavogsvellinum Breiðablik og Fram. Er það í fyrsta sinn sem leikið er í 1. deild karla í knattspyrnu hér á, landi á laugardagskvöldi. I 2. deild leika á laugardaginn Völsungur — Reynir, Skallagrímur íþróttir — Þróttur R., Njarðvík — Þór Ak. og Þróttur N. — Einherji. Þá verða líka 7 leikir í 3. deild og einir 11 leikir í 4. deildinni. Þá ieika einnig á laugar- daginn kl. 16.00 KR og Akureyri á KR-vellinumí „oldboyskeppninni”. Á sunnudaginn verður heldur ró- legra í knattspymunni. Þá verður einn leikur í 2. deild kl. 20.00 á milli ■ Fylkis og FH og einn leikur í 3. deild A á milli IK og Grindavíkur. GoK I golfinu verður ieikið á öllum völl- um landsins um helgina. Þá lýkur meistaramótum klúbbanna en þau hafa staðið yfir frá því um miðja vik- una. Hjá sumum klúbbunum endar keppnin á laugardag en öðmm á sunnudeginum. Siglingar Eitt siglingamót verður um helg- ina. Það er Toppermót sem verður á Arnamesvogi og byrjar kl. 10.00 f.h. báða dagana. OnO GRIMM SÝNIR í NÝUSTA- SAFNINU Svisslendingurinn Otto Grimm opnar sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3 b, í dag. Á sýningunni veröa málverk og teikningar. Otto er fæddur árið 1955 í Suhr í Sviss. Hann stundaði myndbstarnám þar í landi og síðan í Jan van Eyck Academie í Maastricht í HollandL Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einka- sýningar. Síðastliðinn vetur dvaldist hann í París á styrk frá svissneska ríkinu. Otto dvelst á Islandi á meðan á sýningu hans stendur. Sýningin í Nýlistasafninu verður opin frá klukkan 4 til 10 daglega fram til 30. júli. -SKJ Félagarnir Gunnar Pill Jóakimsson og Jón Oriðriksson fá virkilega að spretta úr spori iLaugardainum um helgina. Þar hefur Jón m.a.'lofað að setjanýtt íslandsmet i500 metra hlaupiilandskeppninni við Wales.*• O V-mynd Friðþjófur. Eitt afnýjustu verkum Otto Grlmm heitir Malerhand - kopf - werk. Sýning' Ottos i Nýlistasafninu stendur útjúllmánuð. Samhygð með sirkus- markað Samhygð ætlar að brydda upp á ýmsum nýjungum á morgun. Hyggj- ast samtökin gæða öskjuhlíöina lífi með því að halda þar sirkus-markaö í fjáröflunarskyni. Verður ágóðanum varið til aö standa straum af New Y ork f erðum Samhygðar. Á sirkus-markaðnum fær fólk tæki- færi til að skoöa ýmsa muni og kaupa og prútta af hjartans lyst. Veitinga- sala verður á staðnum og boðiö upp á vænar stríðstertur og annað þjóðlegt meðlæti meðkaffi og gosdrykkjum. Ýmislegt verður til gamans gert á sirkus-markaðnum. Sungið verður og dansað, teknir sprettir í iífsgæða- kapphlaupinu, sýnd leikrit og trúöar og jólasveinninn koma í heimsókn. Það kann að virðast undarlegt að nefna jólasveininn í júlí, en Sam- hygðarfólk telur sér ekkert ómögu- leg. Sirkus-markaðurinn hefst klukkan 15 ó morgun, laugardag, og stendur til klukkan 18. Félagar í Samhygð telja þátttöku sögu ríkari og vilja meö útigleði sinni stuðla að því að gera Reykjavík mennska. -SKJ Samhygðarfólagar að leggja upp i terð til New Ýork. Þar kynna samtökin starfseml slna og hyggja gott tillandnimsins. Sirkus- markaðurinn er til styrktar New York ferðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.