Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1982, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1982, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR15. OKTOBER1982. 21 Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Helgi Vilberg, hluti af listamönnunum sjö man þá eru tvsr myndir ef tir Einar DV-mynd: Bj.Bj. igar sýna ðum niandi aöferöir og viöfangsefni, bæði ilverk, vatnslitamyndir, teikningar, skúlp- 'a og þrívíð nýlistaverk. .istamennirnir hafa aUir starfaö á Akur- ri. Sumir eru innfæddir, aörir aðfluttir og j þeir á misjöfnum aldri. Sá elsti fæddur !2 og sá yngsti 1951. Það verður eflaust for- nilegt fyrir Reykvíkinga aö sjá þessa sam- lingu Norölendinga. -gb. Nicholas Ray leikstjóri Hinna losta- fuUu. Hinir losta- fullu íFjala- kettinum Um helgina verður í Fjala- kettinum kvikmyndin Hinir losta- fuUu (The Lusty Men) eftir Nicholas Ray. Hún fjaUar um ródeókappa og aUt þaö sem þessari hættulegu íþrótt fylgir. Robert Mitchum leikur aöal- hlutverkið. Nicholas Ray lést ekki aUs fyrir löngu og er þaö mörgum í fersku minni vegna kvikmyndarinnar sem Wim Wenders geröi um dauðastríð hans, Nick’s Movie. Ray, sem fædd- ist í W isconsin, var bæði þekktur sem kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur. Hann gerði meöal annars kvikmynd- ina Rebel without a Cause með James Dean í aöaUilutverki. -gb. Bók vikunnar: — Lífið á jörðinni Bók sem sameinar fróðleik ogskemmtun Fáir sjónvarpsþættir hafa vakið jafnmikla athygli og þeir náttúru- sögulegu þættir sem David Atten- borough geröi og nefndust Lífiö á jöröinni. Þar var leitað fanga í jarö- lögum, gróðurfari og dýralífi um gervalla jörö og óhemjumikUl fróö- leikur settur fram meö skýrum og skemmtilegum hætti svo unun var á aðhorfa. Nú hefur Mál og menning gefiö út bók undir sama nafni og er þar um aö ræða samantekt á efni því sem sjónvarpið sýndi okkur. Hér kynn- umst við sögu plánetunnar okkar í 3.500 milljón ár, meö hliösjón af þeim dýrum og plöntum sem enn lifa. I bókinni er mikill fróðleikur settur fram á einfaldan hátt svo aö öllum ætti að vera ljóst hvaö verið er aö fjalla um. Skemmtilegar sögur úr heimi dýranna eru auövitað látnar fylgja meö og skýr og f jörlegur stíll Atten- boroughs fær aö njóta sín. I bókinni eru yfir fimm hundruð lit- myndir, sem eru mjög skemmtilegar margar hverjar og margar þeirra hreinustu listaverk. Þetta er mjög vönduö bók og fyrir alla unnendur þessara frábæru sjón- varpsþátta er þama kærkomiö tæki- færi til aö endumýja kynni sín af skemmtilegum og fróölegum texta David Attenboroughs, sem öllum er auðskiljanlegur. -HK. David Attenborough. Tónleikar i Borgarbfói á Akureyri Páll Jóhannesson tenórsöngvari heldur tón- Tónleikar Musica Antiqua Fyrstu tónleikar Musiea Antiqua á þessu starfsári verða haldnir á sal Menntaskólans í Reykjavík laugardaginn 16. okt. nk. kl. 16.00. Leikin verður 19. aldar tónlist fyrir þverflautu og gítarverk eftir Fiirstenau, Sor, Giuliani, Stamitz, Kimberger o.fl. Hljóðfœrin sem leikið er á, eru traversflauta (tré-þverflauta) og efhrlíking af gítar byggðum á 19. öld. Flytj- endur eru kanadiskj flautuleikarinn, Alison Melville, sem dvelst hér um þessar mundir til að taka þátt í tónleikum Musica Antiqua og Snorri Snorrason gítarleikari. Að tónleikum loknum er hlustendum velkomið að rabba við Qytjendur og skoöa hljóðfærin. Rauða húsið Akureyri Málverkasýning Þorláks Kristinssonar og Guðmundar Oddssonar stendur yfir í Rauða húsinu á Akureyri. Þeir félagar sýna þar 10 málverk. Þorlákur tók þátt í samsýningu sjömenninganna í Nor- ræna húsinu í sumar en Guðmundur Oddur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga norðan heiða og sunnan. Báðir hafa þeir stundað nám í nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Is- lands. Tónlist JASS Stúdentakjallaranum Sunnudagskvöldið 17. okt. kl. 21.00. Þeir sem spila eru: Tómas Einarsson, bassi, Sigurður Flosason, saxófónn, Friðrik Karlsson, gítar, Gunnlaugur Briem, trommur. Tónleikar í félagsmiðstöð- inqi Árseli í Árbæ í kvöld 1 kvöld föstudag verða tónleikar í Árseli og kemur þar fram E.K. Bjamason band. Það skipa: Emil Karl Bjamason, bassi, Guð- mundur Pálsson, gítar + söngur, Pétur Egg- ertsson, gítar + söngur, Ingólfur Sigurðsson, söngur, Erling Kristmundsson, trommur, áður í Basil fursta og Nátthröfnum. Á tónleik- unum koma einnig fram 04U. leika laugard. 16. okt. kl. 17 í Borgarbíói á Akureyri. Sunnudaginn 17. okt. kl. 17 heldur hann tónleika í félagsheimilinu Miðgarði i Varmahlíð. Undirleikari verður Jónas Ingi- mundarson. Kirkjustarf Frá Neskirkju Næstkomandi sex sunnudaga verður efnt til fræðsluerinda og umræðna í safnaðarheimili Neskirkju. Rætt verður um trúarleg og siðræn efni út frá biblíulegum textum og leitast við áð tengja þá umfjöllun við umræðu og áhuga- efni samtímans. Þeir dr. Bjöm Björnsson prófessor og dr. Einar Sigurbjömsson pró- fessor munu verða í forsvari þessara stunda til skiptis og Qytja stutt inngangserindi til skýringar og til örvunar almennri umræðu. Efnisskrá verður sem hér segir: Sunnud. 17. okt: „Nema þér trúið standist þér ekki” (Jes. 7:9). Dr. Einar Sigurbjömsson. Sunnud. 24. okt:: Grundvöllur kristins sið- gæðis (Mk. 12:30). Dr. Bjöm Björnsson. Sunnud. 31.okt.: „Vér sáum dýrð hans” (Jóh. 1:15). Dr. Einar Sigurbjömsson. Sunnud. 7. nóv.: Hann gjörir alla hluti i.ýja. (2 Kor. 5:17). Dr. Bjöm Bjömsson. Sunnud. 14. nóv.: „Hjarta yðar skelfist ekki” (Jóh. 14:1). Dr. Einar Sigurbjömsson. Sunnud. 21. nóv.: Er kirkjan þjóðfélagslega ábyrg? (Mk. 12:31). Dr. Bjöm Bjömsson. Þessir samfundir, sem öllum era opnir, hefjast eins og fyrr segir nk. sunnudag kl. 15.30 í safnaðarheimili Neskirkju. Tilkynningar Sólarkvöld af stað Hin vinsælu sólarkvöld Samvmnuferða-Land- sýnar hefjast að nýju í Súlnasalnum. Vegna mikillar aðsóknar siðastliöinn vetur veröa nú þrjú kvöld í röð, föstudags-, laugardags, og sunnudagskvöld. Að þessu sinni er Holland og þá sérstaklega Amsterdam kynnt. Leitast verður við að skapa hina réttu hollensku stemmningu, hoU- enskur matur og drykkur á borðum og hoUenskir listamenn skemmta. HoUendingar eru frægir fyrir blómarækt og fá aUar konur blóm sem Aad Groeneweg eigandi verslunar- innar Breiðholtsblóm hefur útbúið af þessu tílefni. Á þessum sólarkvöldum verður að sjálf- sögðu spUaö bingó, tískusýningar verða ÖU kvöldin og hinn frábæri jafnvægissnUlingur Walter WasU skemmtir. Hljómsveitin Gautar frá Siglufirði leikur fyrir dansi ÖU kvöldin. Næstu sólarkvöld verða síðan 19.—21. nóvem- ber. Fundir Vetrarstarf Kvenstúdenta- félags íslands hefst með hádegisverðarfundi um skólamál í veitingahúsinu Arnarhóli laugardaginn 16. október. Gestur fundarins verður Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, og ætlar hann að fjalla um áhrif breytinga á grunnskóla og framhaldsskóla. Kvikmyndir Rauða torgið í MÍR-salnum „Rauða torgið” nefnist sovésk kvikmynd, gerð 1970, sem sýnd verður i MIR-salnum, Lindargötu 48, sunnudaginn 17. okt. kl. 16. Leikstjóri er Vassilí Ordinskí. Myndin er i tveimur hlutum og sækir sögu- þráðinn í atburði borgarastríðsins eftir byltinguna 1917. Hefst fyrri hlutinn á því að ein herdeildin í gamla keisarahemum gengur sem heild til liös við Rauða herinn eftir orrustu við Þjóðverja og lýkur þann dag sem hermennirnir sverja ráðstjórninni hollustu á Rauða torginu í Moskvu. I kvikmyndinni er brugöið upp svipmyndum af mönnum, sem voru mjög ólíkir að eðlisfari en áttu það sam- eiginlegt að vera þátttakendur í stofnun og mótun hins nýja ríkis. 1 fyrri hlutanum segir frá Amelín kommissar 1918 og í þeim siðari frá Koltjakov deildarforingja 1919. Enskir skýringartextar eru með myndinni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Samtök áhugamanna um kvikmyndagerð (S.Á.K.) Fyrsta námskeiö vetrarins veröur frábrugöiö fyrri námskeiðum sem S.Á.K. hefur staöiö aö. Er hér um aö ræöa videonámskeiö sem verö- ur laugardaginn 16. október og hefst í Álfta- mýraskóla kl. 13.00 og veröur staldraö þar viö um stund og farið í undirstööu myndbanda- gerðar. Að því loknu veröur farið niöur á Laugásveg 19 þar sem Ismynd er til húsa og fylgst með vinnubrögðum atvinnumanna. 13. nóvember veröur námskeiö í kvikmyndagerð. Skemmtanir BROADWAY: Á fóstudags- og láúgardags- kvöld mun hljómsveitin Galdrakarlar leika fyrir dansi. Á sunnudagskvöldið mun diskó- tekið dynja. KLÚBBURINN: Á föstudagskvöldið mun hljómsveitin Atlantic leika ásamt tveim diskótekum. Síðan á laugardagskvöldið mun Mobydick leika fyrir dansi. HOLLYWOOD: Þar verður diskótekið á fullu alla helgina undir öruggri handleiðslu hinna sívinsælu diskótekara. GLÆSIBÆR: Grétar Laufdal verður í diskó- tekinu um helgina frá klukkan 10—03, það er diskósalur ’74, tónlistin úr safni ferðadiskó- teksins. Grétar býður alla velkomna og óskar gestum góðrar skemmtunar. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi í öðrum sal hússins öll kvöld helgarinnar. ÞÓRSKAFFI: Þar mun dansinn duna um helgina. Á neðri hæð er diskótek en á efri hæð- inni skemmtir Dansbandið gestum staöarins. Húsið opnað ki. 10. SIGTÚN: Diskótek verður bæði föstudags- og laugardagskvöld. HÓTEL SAGA: Á föstudags- og laugardags- kvöld mun Sumargleðin skemmta í Súlna- salnum og mun dansinn duna frá ki. 22—03. Auk þess er grillið opið alla daga. ÓÐAL: Á föstudagskvöld verður Ásmundur í diskótekinu, Fanney á laugardag og Dóri á sunnudag og að venju allir í banastuði. SNEKKJAN: Á föstudagskvöld verður Hall- dór Arni i diskótekinu en á laugardagskvöld mun hljómsveitin Metal skemmta gestum staðarins. VILLTI TRYLLTI VILLI: Á föstudags- og laugardagskvöldið mun diskóið duna á fuiiu undir öruggri handleiðslu Jóns Axels, Gunna og Ivars og er allt liðið í bænum 16 ára og eldra velkomið. Munið passann því að Finn- bogi svarti verður í dyrunum. Stuðið stendur yfir frá kl. 21—03. Svo á sunnudaginn dynur fjölskyldudiskóið frá kl. 14—17 og fyrir 13 ára og eldri frá 20—23.30. HREYFILSHÚSIÐ: Opið laugardagskvöld, gömlu dansarnir. HÓTEL BORG: Diskótekið Disa sér um diskósnúninga bæði föstudags- og laugardags- kvöld. Sunnudagskvöld verður hljómsveit Jóns Sigurðssonar með tónlist af vönduðu tagi sem hæfir gömlu dönsunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.