Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Qupperneq 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982
Menning
Menning
Menning
Menning
Verkamaöur í gróandanum á
seinni hluta 19. aldar
Jakob Hálfdanarson:
SJÁLFSÆVISAGA
Bornskuár Kaupfólags Þingeyinga.
ísafoldarprentsmiðja 1982.
Þaö fer að sjálfsögöu vel á því á
aldarafmæli Kaupfélags Þingey-
inga, og þar meö samvinnuhreyfing-
arinnar í landinu, aö gefiö sé út nokk-
urt brot af þeim minningum, sem
faöir kaupfélagsins, Jakob Hálfdan-
arson, lét eftir sig og legið hafa aö
mestu í handritum hans til þessa. Nú
hafa afkomendur Jakobs beitt sér
fyrir þessu og unniö aö því, en Isa-
foldarprentsmiöja tekiö útgáfuna aö
sér. Tveir menn hafa öðrum fremur
búið efnið úr garöi, Pétur Sumarliða-
son og Einar Laxness. Pétur lést í
miöju því verki haustið 1981, en
Einar hefur lokið því og ritar for-
Bókmenntir
Andrés Kristjánsson
mála.l upphafi hans segir, aö Jakob
hafi veriö „einn freinsti brautryöj-
andi kaupfélagsskapar” sem hafinn
var í Þingeyjarsýslu á síðustu ára-
tugum 19. aldar. Eg held aö þetta sé
óþörf hógværð fyrir Jakobs hönd og
oröinu „einn” sé þar ofaukið. Eg veit
ekki betur en allir þeir sem um þetta
hafa ritað, bæði í ljósi eigin kynna og
glöggra heimilda, hafi veriö á einu
máli um aö telja hann fremsta braut-
ryöjandann og fööur Kaupfélags
Þingeyinga, eins og segir í oröum
Jónasar Jónssonar, sem Einar vitn-
artil.
Formálinn gerir annars glögga
grein í stuttu máli fyrir því efni, sem
í bókinni er birt, og meðferð þess af
hendi framreiöslumanna. Einar get-
ur þess aö „ýmsir höfundar hafi á
liðnum árum stuðst verulega við
hinar óprentuðu frásagnar Jakobs
Hálfdanarsonar, einkum ævisöguna
og kaupfélagssöguna”, í umfjöllun
um upphaf samvinnuhreyfingarinn-
ar. Hann nefnir f jórar ritsmíðar eftir
þá Jónas Jónsson, Jón Sigurðsson í
Ystafelli, Þorstein Thorarensen og
Gunnar Karlsson. Ritsmíö Þorsteins
gefur hann einkunnina „fjörleg og
skemmtileg”, og í ritverki Gunnars
segir hann „fjallaö um efnið á fræöi-
legan oglæsilegan hátt”. Ekkert skal
dregið hér úr réttmæti þeirra eink-
unna. En hvers eiga þeir Jónas frá
Hriflu og Jón í Felli aö gjalda aö fá
enga einkunn? Ég er illa læs ef þeir
mega a.m.k. ekki teljast skemmti-
legir og læsilegir líka.
Annaö stingur þó enn meira í mín
augu. I þessari upptalningu er ekki
getið þess sem einna mest studdist
viö minningar J akobs á þessum vett- •
vangi, Jóns Gauta Péturssonar, í
Sögu Kaupfélags Þingeyinga 1942.
Skrítiö aö þaö skuli gleymast í þess-
ari upptalningu.
Meginefni bókarinnar er annars
fjórir þættir. Hinn fyrsti er æviminn-
ingar er Jakob reit á fyrsta áratug
aldarinnar. I formálanum segir aö
„stuöst sé viö frumrit Jakobs”.
Sama orðalag er haft um annan
efniskaflann, „Kaupfélag Þingey-
inga frá 1881—1891”. Umfjöllun og
neöanmálsskýringar viö kaflana
sjálfa benda þó helst til þess aö veriö
sé aö birta því sem næst orðréttan
texta. Sé svo hæfir sterkara oröalag
en „stuöst sé við”. Um þetta ættu les-
endur helst ekki aö þurfa að vera í
vafa.
Tveir síöari efniskaflarnir eru
„Eitt orö um viðskipti”,'grein um
kaupfélags- og verslunarmál úr
Ofeigi frá 1892, og ,,Fáir drættir úr
djúpi”, grein sem birtist í Tímariti
kaupfélaganna 1912.
Sjálfsævisagan, lengsti hluti
bókarinnar, er um margt hin merk-
asta og sýnir Jakob á ööru og stærra
lífssviði en vettvangi kaupfélagsins,
fyrst í uppvextinum á heiöarbýli
austan Báröardals og síöan viö bú-
skap í Laxárdal og á Grímsstöðum
við Mývatn. Frásögnin af félags-
málaþætti hans í heimabyggðum
bregður skýru Ijósi á þann jarðveg,
sem menningarkvistir Þingeyinga á
síðari helft 19. aldar spruttu úr.
Kaflinn um bemskuár kaupfélags-
Þessi mynd hefur óvíöa birst. Hún er tekln fyrir framan Jaðar ó Húsavik nær
aldamótum 1900. Standandi í efstu tröppu: F.v. Jakob Hálfdanarson, Pétur
Jónsson á Gautlöndum og Benedikt Jónsson á Auðnum. 1 annarri tröppu að
ofan: F.v. Sigurður Jónsson á Ystafelli og Bjarni Bjamarson, sölustjóri. í
þriðju tröppu: F.v. Ámi Jónsson frá Þverá og Sigurjón Friðjónsson, síðar á
Litlu-Laugum. Neðst t.v. er Júlíus J. Ölafsson (Júllibúi).
ins er ekki síður mikilvæg heimild og
geymir margt til fróöleiks um upp-
haf kaupfélagsins, en þess verður
auðvitaö aö minnast að Jakob ritaöi
þá grein í sínum bæjardyrum og
hann gefur ekki fulla mynd nema viö
hliðina og í samfléttun við þær minn-
ingar sem aörir frumherjar kaupfé-
lagsins rituðu. En hann er þó einhver
mikilvægasti hornsteinn þeirrar
sögu og þar er margt sem Jakob gat
einn sagt frá svo að fullgilt væri. En
öllum hlýtur aö vera ljóst, aö Jakob
ritar þessa frásögn sína sem
heimildargagn til manna sem vita
fyrir mikið um bemsku félagsins og
þarf því ekki aö segja allt. Fjar-
stæöum lesendum öld síöar er þátt-
urinn því líklega ekki ljós mynd án
skýringa eöa fyllingar. Þaö dregur
þó ekki úr réttmæti þess aö birta
hann þarna eins og gert er.
Svipað má segja um Ofeigsgrein-
ina, Eitt orö um viðskipti. Húnér rit-
uð sem hugleiöing eöa „orð í belg”
margra Ofeigsgreina, sem áöur voru
birtar, og oft svör viö þeim. Af þessu
leiðir auövitaö aö hún skilst ekki til
nægilegrar hlitar af öörum en þeim
sem kunnugt er efni þeirra greina.
Eigi aö síöur er hún mjög merkileg
og skilgóð skýrsla um viöhorf og rök-
semdir Jakobs og allgott vitni um
hugmyndir hans um þennan félags-
skap í öndveröu. Þessi grein er líka
mikilvæg fýrir þaö, aö hún kallaöi
fram andsvör og rökræður frá forvíg-
ismönnum kaupfélagsins, einkum
Benedikt á Auönum og Pétri á Gaut-
löndum, og stuðlaöi þannig aö mikl-
um umræðum þar sem samvinnu-
sjónarmiöin voru ýtarlega skýrð og
skilgreind fyrir dómi almennings í
héraðinu. Fyrir bragðiö vitum við
miklu meira um frumhugmyndir ís-
lenskra samvinnumanna, og þaö er
ekki litils virði.
Gamlar ljósmyndir í bókinni eru
hið ágætasta fylgifé, þar á meðal
tvær teikningar eftir Amgrím mál-
ara og ljósmyndir eftir Eirík Þor-
bergsson.
Einar lætur þess getið í formála,
aö Jakob hafi aö sjálfsögöu hvorki
veriö rithöfundur eöa skólamaður.
Þaö er rétt, en rithöfundur er hik-
laust sá maöur sem lætur eftir sig
annað eins ævistarf á blöðum og
hann hefur gert. Auðvitað er ritmál
hans ekki í sama stakki og nú öld síð-
ar — sem betur fer — og finna má
þar ýmsa hnökra sem stinga í augu
okkar. En frásögnin er oftast skýr og
eðlileg, og þaö getur varla farið fram
hjá aðgætnum lesanda, hve hug-
kvæmur hann er stundum í orömynd-
um og merkingarbeitingu. En hann
er sjálfmenntaöur maður sem ritar
tabnálsitt.
Handrit Jakobs munu vera mörg
og margvísleg og í þeim mikill
fróöleikur um líf og starf fólksins hiö
næsta honum í tíðinni. Fæst mun þó
svo frágengið aö hægt sé aö setja þaö
beint í prentsmiðju. Þaö dregur ekki
úr gildi þessi, og þetta þyrfti að nýta
og búa til ferðar. Mér koma til að
mynda í hug þrír bálkar bréfa hans,
sem ætti aö velja úr og birta. Fyrst
má nefna bréfaskipti hans viö
Brasiliufara, þar sem hvorir segja
hinum fréttir, mikil fróöleiksnáma.
Þá eru bréfaskipti Jakobs og Þóröar
Guðjohnsens eftir aö sá siöamefndi
fluttist til Danmerkur hinmarkverð-
ustu og fróðleg um skipti þessara
„fjandvina”, og perluvina aö
síöustu. Loks er að nefna bréfaskipti
Jakobs viö Kristján Jónasarson frá
Narfastöðum, en þau bréf geyma
miklar heimildir um upphaf og
fyrstu tíö Kaupfélags Þingeyinga.
Úr þessum bréfasöfnum þyrfti aö
velja, fella þau saman og birta bréf
beggjaísamstæðu.
Jakob Hálfdanarson er meðal
merkustu og mikilvægustu braut-
ryöjenda Islendinga á gróskuvorinu
mikla — síðari hluta 19. aldar. Þessi
bók vekur réttmæta athygli á því og
hlýtur aö vera kærkomin þeim, sem
vilja láta hugann reika til þeirra vor-
daga. Bókin er vandlega og vel að
heimanbúin.
Andrés Kristjánsson.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Fjórði hver skreiðarfiskur í vexti
Einstakir ráöherrar í ríkisstjóm-
inni hafa lýst yfir furðu sinni vegna
vaxtahækkunar þeirrar, sem Seðla-
bankinn ákvað fyrir helgina. Virðist
því líta út fyrir að ekki fari saman
ákvörðunarvald banka og stjómar,
sem er kannski skiljanlegt, því sam-
kvæmt lögum á Seðlabankinn að
geta ákvarðað vexti hverju sinni.
Aftur á móti hefur enn ekki verið tek-
in ákvörðun um vexti vegna útflutn-
ingslána, en þar virðist vera um
stjórnarákvörðun að ræða, eigi
hækkun að verða á vöxtum af þeim
lánum. Þannig era mál þessi næsta
flókin og erfið, og Ijóst að hreyfing er
á efnahagsmálum, sem ráðherrar
ráða ekki við, og geta raunar lítið
gert annað en lýsa yfir undrun sinni.
Frumskógur efnahagslifsins þarf ef-
laust sitt dýralíf eins og aðrir skógar.
Spuraingin er því hvaða valdaper-
sóna það er, sem nu leikur Tarsan í
trjánum. Ráðherrarair sverja hlut-
verkið af sér, og hafa þeir þó verið
arkitektar frumskógarins aö stærst-
umhluta.
Þeir sem bíða nú með fullar
skemmur af skreið eftir því að hægt
verði að selja hana, eða mælda stafla
af saltfiski, sem ekki selst, hafa
auðvitað mest af vöxtum að segja.
Einnig það unga fólk, sem berst nú í
að byggja yfir sig, og þarf að lifa á
skammtima lánum, vegna þess að
húsnæðismálalán eru takmörkuð.
Vaxtabyrði þessara aðiia er slik, að
enginn skilur í raun og veru hveraig
þetta blessast hjá þeim. Og auðvitað
blessast það ekki. Fjórði hver fiskur
af skreið fer nú til að greiða vexti, og
fleiri fiskar geta farið í þá hit ef lengi
dregst að koma skreiðinni í verð.
Fiskverkendur eru því hægt og síg-
andi að fara á hausinn með fullar
skemriur af fiskbirgðum, sem hér
standa engum til gagns nema þeim
sem telja efnahagslifinu best borgið
meö tvöfalt hærri vöxtum en þeir
tóku hér á áranum, sem kenndir
voru við okur og sáu fyrir að milljón-
in yrði litils virði.
Fjórði hver fiskur i vexti er
sérkennilegur fjármagnskostnaður,
þegar haft er í huga að helstu sam-
keppnisþjóðir okkar á fiskmörkuð-
um, eins og Kanada og Noregur
annað tveggja taka enga vextl af
lánum út á óseldar fiskbirgðir eða
hreinlega niðurgreiða fiskfram-
leiðsluna til að halda atvinnu og afla-
tækjum gangandi. Á sama tíma og
við erum að reyna að flytja út verö-
bólguna okkar og fá útlendinga til að
éta hana i mynd freðfisks, saltfisks
og skreiðar, eru Norðmenn og Kan-
adabúar að selja fisk á sömu
mörkuðum, sem verðleggst ekki
samkvæmt tUkostnaði og heldur ekki
samkvæmt vaxtakostnaöi. Þetta eru
nú þær glimrandi aðstæður, sem is-
lensk fiskverkun býr við. Ekki virð-
ast gerðar neinar ítarlegar
ráðstafanir tU að jafna samkeppnis-
aðstöðuna, en á haustdögum, þegar
aUar geymslur eru fuUar af óseldum
fiski, er hins vegar brugðið á það ráð
aðhækka vextina.
Seðlabankinn fer að lögiim i sinni
ákvörðun og gerir örvæntingarfuUa
tilraun tU að hægja á útstreymi f jár,
sem enn fæst lánað 10—20% undir
verðbólgu. En slíkar ráðstafanir
innanlands auka bara erfiðleikana i
undirstööuatvinnuvegi þjóðarinnar.
Kunnugir menn staðhæfa, að fyrir
utan að missa einn fisk af hverjum
fjórum í vexti, sé borin von að við
getum reynst samkeppnisfærir á er-
lendum mörkuðum vegna rangs
gengis. Þeir raunar staðhæfa að
gengisskráningin hér hafi verlð vit-
laus lengi og muni nú aUt að 30% á
réttu gengi og því sem það er skráð.
Engar ráðstafanir geta tU lengdar
komið í staðinn fyrir rétta skráningu
á gengi. Það hefur verið reynt áður
að möndla með gengið og tókst
hörmulega. Sú reynsla er svo ný, að
menn ættu að geta tekið mið af henni
enn þá. En því er ekki áð heUsa. Og
tU viðbótar þessu öUu gæti aUt eins
farið svo að lítUl fiskur fengist úr
sjónum næstu árin. Þá vœri kannski
ráð að selja útlendingum vextina.
Svarthöfði.