Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Qupperneq 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
r
Egyptar og Ssra-
elsmenn deilaenn
um landsvæði
á Sinaískaganum
Egyptar hafa kvartaö formlega við
ísraelsk yfirvöld vegna opnunar nýs
lúxus-strandhótels Israelsmanna á
Taba-ströndinni, sem er lítill hluti
Sinaí-eyðimerkurinnar og liggur að
Miöjarðarhafi. Egyptar gera einnig til-
kall til þessa hluta Sinaí.
Kairó-stjórnin segir aö opnun þessa
hótels brjóti í bága við samkomulag
um að þetta svæði skyldi skiliö eftir
sem „einskismannsland” eftir að Isra-
el skilaði Egyptum öðrum hlutum
Sinaískagans í apríl í vor. — Þá hafði
veriö látið bíða síöari tíma samninga,
hver skyldi hafa undir höndum stjóm
Taba.
Mubarak Egyptalandsforseti sagði í
gærkvöldi að Egyptar vildu leysa þetta
ágreiningsatriði með samningum og
friösömumhætti.
Israelsstjórn hefur tekiö vel undir
tilmæli Egypta um samningaviðræður
varðandi Taba, svo fremi sem önnur
atriöi verði tekin til viðræðna í leiðinni.
Hefur enn ekki veriö ákveðið hvenær
þærhefjast.
Samningaviðræöur milli Egypta og
Israela féllu niður eftir innrás Israels í
Líbanon í júní í sumar og hefur
sambúð ríkjanna stórlega versnað
síöan.
ANNAR STÓRBRUNI
í DANMÖRKU
Það hefur ekki verið langt á milli stórbrunanna í Danmörku en þar hafa tvær
kertaverksmiðjur brunnið til grunna með skömmu millibili. Var sú fyrri Asp
Holmblad kertaverksmiðjan í Helsingör en sú seinni Pia Lys á Österbro í
Kaupmannahöfn. Seinni bruninn hefur þó valdið mun meiri usla því að f jar-
lægja varð fleiri hundruð manns úr nærliggjandi húsum og munu um hundrað
þeirra aldrei sjá heimili sín framar. Ekki er enn kunnugt um eldsupptök en
lögreglan útiiokar ekki að hér hafi verið um íkveikju að ræða og hafi þeir sem
að henni stóðu þá sótt hugmyndina í brunann á Asp Holmblad kertaverk-
smiðjunni.
Skáldið og nóbelshafinn Alexander Solzhenitsyn vlð ritstörf. Hann hefur notað útlegðarárin til að ganga frá átta
nýjum bindum í ritsafn sitt Rauða hjólið, sem byrjaði með bókinni Ágúst 1914 og fjaUar um rússnesku byltinguna.
—Kona hans segir að hann bregði fyrir sig þar nýjum frásagnarmáta sem koma muni á óvart.
Solzhenitsyn bú-
inn með átta ný
bindi um rúss-
nesku byltinguna
Kemur fyrst út á rússnesku vorið 1983 en verkið síðan þýtt
áönnurtungumál
Alexander Solzhenitsyn hefur nú lok-
ið gerð margra binda verks um rússn-
esku byltinguna, eftir því sem hann
segir. Hann hefur starfað að þessu all-
an tímann sem hann hefur verið í út-
legðinni, eða rúman áratug.
Þetta er átta binda bálkur sem
kallaður verður „Rauða hjólið”, eftir
því sem kona hans, Natalía, sagði
blaðamönnum á laugardag. Hún segir,
að bækurnar séu skrifaðar á rússnesku
og að eftir sé að þýöa þær. — Raunar
er þetta níu binda verk, því að fyrsta
bindið,Ágústl914, komút 1972.
Natalía segir að bóndi hennar noti í
síðustu fjórum bindunum nýjan frá-
sagnarmáta, eða stíl, sem eigi eftir að
komá mönnum á óvart.
Bækumar verða fyrst prentaðar á
rússnesku vorið 1983 og síðan þýddar á
frönsku, ensku og þýsku.
Það hefur ekki verið haft hátt um
Solzhenitsyn-fjölskylduna síðan hún
•var útlæg gerð úr Sovétríkjunum.
Ásamt fjórum bömum sinum hafa
hjónin búið í Cavendish í Vermont, eins
konar herragarði umgirtum og vel
vörðum.
Konadraphlé-
baröameð
einuaxarhöggi
Vaskleg húsmóðir af Buwenge-ætt-
báiknum í Jinja í Uganda drap hlé-
barða með exi og þurfti ekki annarra
aðstoðar við. Sem var kannski betra,
því áður haföi hlébarðinn stórslasað
sex manns í heimaþorpi hennar.
Hlébarðinn hafði ruðst inn í einn
þorpskofann í leit að æti og var einni
hænunni fómað í ginið á honum.
Hann réðst samt á konuna og síðan
mann hennar og fjóra þorpsbúa sem
komu þeim til aðstoðar.
Þetta gekk ekkí hljóðalaust fyrir
sig, svo að nágrannakonan í næsta
kofa hafði vopnast exi þegar hlébarð-
inn sneri sér að hennar heimili næst.
Með einu höggi sálgaði hún kattar-
kvikindinu og þurfti ekki þar um að
binda.
Hagur PanAm
að vænkast
Pan American World Airways
greina frá því að taprekstur þelrra á
þriðja ársfjórðungi 1982 hafi numiö
28,9 milljónum dollara. Það er samt
ólíkt skárra en á sama árstíma í'
fyrra, þegar tapið nam tæpum 80
miiljónum dollara.
Heildarútkoman eftir níu fyrstu
mánuði ársins er 22,8 milljón doDara
tap og mestan part vegna gengisfell-
inga í Argentinu, Brazilíu og
Mexfkó.
Reagan vex í áliti
Skoðanaicannanlr gefa til kynna að
álit Reagans meðai kjósenda hafi
heldur vaxið siðasta mánuðinn. 1.437
einstakliugar á kjörskrá voru spurö-
ir, síðustu vikuna í október, hveraig
þeim þætti Reagan standa sig í em-
bættinu.
46% létu sér vel líka en 43% þótti
miður. — í september hafði 43% lík-
að embættlsfærsla Reagans vel en
44% miður.
Þegar spurt var elnvörðungu um
frammistöðu stjómar hans á sviði
efnahagsmála töldu 43% hana viðun-
andi en 49% voru óánægðir. t síðasta
mánuði undu 37% vel við hana en
57% voru óánægðir.
Hershöfóinginn
slepptisverðinu
oggreip pennann
FTéttir greina frá því að væntanleg
sé senn á markað bók eftir fyrrum
forseta Argentínu, Leopoldo Galtieri
hershöfðingja. I bók þessari segir
hann að Kúba hafi boðið stjórninni í
Buenos Aires 2.500 manna lið tii
aðstoðar í Falklandseyjastríðinu vlð
Breta. Því mun hafa verið hafnað.
í bók sinni ber Galtieri hershöfð-
ingi sig upp undan því að yfirmenn
hersins hafi brugðist houum í
stríðinu. Honum var þokað úr
forsetaembætti fáum dögum eftir
ósigur Argentínu í deilunni en
innrásarliðið á Falklandseyjum
gafst upp fyrir Bretum 14. júní.
Starramir
iOstende
Starrar hafa iöngum þótt meiri-
háttar plága í Ostende í Belgíu og bæj-
arstarfsmenn veiddu þá áður í net í
hópum til þess að draga eitthvað úr
viðkomu þeirra. Bæði fylgdi hreiðr-
um þeirra undir þakskeggjum óþrif
og óværð (starra-fló) og eins finnst
Ostende-búum lítiil fögnuður að
hávaðanum í þeim. Að ekki sé
minnst á að aðrir smáfuglar fælast
starrann.