Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Síða 11
TILVIUUN
- EÐA HVAÐ?
Trausti Ólafsson: LEID TIL ANNARRA
MANNA
Hvornig fjöHötluö stúlka rauf tjáningarfjötra
sína.
Iðunn, 1982.67 bls.
1 þessari litlu, en einkar hugþekku
bók er sögö sagan af því hvemig hin
mjög svo fjölfatlaða telpa, Sigríöur
Osk, sem var alls ótalandi og haföi
sáralitla möguleika til aö tjá sig,
náöi svo mikilli fæmi aö hún gat
hafið nám í 7. bekk grunnskóla.
Þetta er jafnframt sagan af því
hvernig kennari hennar, Trausti
Olafsson, leiddi hana áfram skref
fyrir skref af einstakri eljusemi og
þolinmæöi og trú á aö þessi stúlka
byggi y fir getu og hæf ileikum.
Sigríður Osk fæddist árið 1964.
Hún hafði orðið fyrir svo alvarlegum
áföllum í fæðingu að hún beið
varanlegt tjón við. Um átta ára
aldur, eða 1972, var hún vistuð á
Kópavogshæli. Þar dvelst hún enn.
Veturinn 1978—1979 tekur Þjálfunar-
skóli ríkisins við Kópavogshæli til
starfa og er þá byrjað að reyna að
kenna Sigríði Osk, en þá eru um sex
ár liðin frá því að hún kom á hælið.
Sumarið eftir (1979) er Trausti
ráðinn semkennari að þessum skóla.
Hann segist hafa ráðist þangaö
nánast fyrir tilviljun,, ,því aö ég vissi
ákaflega takmarkaö um vangefni og
meðferð vangefinna”. Þremur
bömum, sem ,,auk vangefninnar
voru. .. öll ákaflega hreyfihömluð”
var honum ætlað að kenna, og var
Sigríöur Osk eitt þeirra. Virðist sem
honum hafi í upphafi hrosið hugur
við verkefninu, því að „mér var ofar-
lega í huga spurningin: Hvað get ég
gerthér?”.
Fyrsta veturinn sem Trausti
kenndi viröist ekki hafa verið um
miklar framfarir að ræða hjá
nemandanum. Sjálfur taldi hann sig
hafa notað rangar aðferðir, þ.e.a.s.
kennt telpunni eins og hún væri
mikið vangefinn. Þar hefur honum
verið nokkur vorkunn því að svo
virðist sem fáir hafi trúað því, að svo
væri ekki, og að hann þyrfti þar af
leiðandi að sanna fyrir samstarfs-
fólki sínu aö telpan gæti eitthvað. Og
í öðru lagi hafði hún „verið greind
allt niður í örvitastig”, væntanlega
af sérfræðingum, þó aö ekki sé þaö
sagt. Aö öðm leyti hjálpaði hann
telpunni við líkamsæfingar, sem
hann telur að hafi verið einkar gagn-
legar, ekki sist til aö ná sambandi viö
hana og vekja traust hennar. Undir
vorið fer hann að byrja með henni á
lestrarkennslu. Sigríður Osk sýndi
því námi mikinn áhuga „og hefur
kannski lært eitthvað af því”.
Næsta vetur virðis't sem allmjög
hafi losnað um tilfinningalegar
hömlur. Samband nemanda og
kennara verður mun traustara og
töluverðar framfarir verða í myndun
hljóða og jafnvel einfaldri
samsetningu hlj óða.
Atburður sem
skipti sköpum
I byrjun mars gerist atburður sem
skipti sköpum. Þá kemur bróðir
Sigriðar Oskar í heimsókn, en hann
var við nám í sérkennslu í Kennara-
háskóla Islands. Hann „sagöi mér
frá sérútbúinni ritvél sem hann hafði
séð í sérdeild Hliöaskólans og hægt
væri að stjóma meö því einu að gefa
hljóðmerki í hljóðnema”. Er nú
skemmst frá þvi aö segja, að
Sigríður Osk er látin prófa vélina og
fær hana svo til afnota yfir sumariö.
Eftir þá sumarþjálfun er orðið ljóst,
að Sigríður hefur töluvert vald á staf-
setningu og hér virðist vera komiö
tæki sem henni hentar. Magnús
Magnússon, sérkennslufulltrúi hjá
menntamálaráðuneytinu kemur því
svo i kring að pantaö er tæki handa
Sigríði sem var enn fullkomnara en
það sem var í Hlíðaskóla. Það kemur
að vísu ekki fyrr en vorið 1982, svo
að Sigríður æfir sig á Hlíðaskóla-
tækið mestallan veturinn. Þann
vetur (1981—1982) verður gífurleg
breyting. I ljós kemur að Sigríður
Osk er bæði lesandi og skrifandi,
þekking hennar er furðulega mikil og
sömuleiöis er skilningur með á-
gætum og hún er meira að segja
skáldmælt. Með öðrum orðum
Sigríður Osk reyndist vera vel gefin
þegar allt kemur til alls. Hún „les”
af kappi þungar bækur af
hljóðböndum og virðist bæði muna
efni þeirra vel og skilja það.
Hér hefur að sjáifsögðu verið
stiklað mjög á stóru um efni þessar-
ar bókar, enda ekki tilefni til annars í
umsögn. Bókin er naumast stærri en
væn tímaritsgrein. Kosið hefði ég að
hún væri öllu fyllri, því að
óneitanlega langar mann til aö
Bókmenntir
e*IH.
Sigurjón Bjömsson
kynnast Sigriöi Osk betur og öllum
aöstæöum hennar. En ritið
einkennist engu að síður af einlægni
mannást og velvilja, hugkvæmni
höfundar og ríkri hneigð hans til aö
leita nýrra leiða og aðferða og mikilli
þolinmæöi og þrautseigju. Allt eru
þetta góðir kostir, og hafi hann heila
þökkfyrirsitt merkilega starf.
Ýmsar spurningar
verða áleitnar
En í huga lesandans verða þó
ýmsar spurningar áleitnar og finnst
mér sem ógjörlegt sé annað en varpa
þeim fram. Þeim er hins vegar ekki
svarað í bókinni og s var hef ég ekki.
Sigríður Osk hefur dvalist í sex ár
á Kópavogshæli, þegar byrjað er að
kenna henni, og þá er hún orðin 14
ára. Hvers vegna var ekki byrjað
fyrr?
Þjálfunarskóli ríkisins í Kópa-
vogshæli tekur til starfa veturinn
1978—1979 samkvæmt upplýsingum
höfundar. Þá er Kópavogshæli búiö
að starfa alllengi eða frá árinu 1952,
ef ég man rétt. Ber að skilja þetta
svo að engin regluleg kennsla fyrir
vistmennhafiveriöfyrr enl978?
Trausti Olafsson er ráöinn aö
Kópavogshæli árið 1979, eftir því sem
hann segir, „nánast fyrir tilviljun”
og að því er skilja má án nokkurrar
sérþekkingar. Hvemig má þetta nú
vera? Segir ekki að skólinn sé
„Þjálfunarskóli ríkisins” og þá
væntanlega mjög sérhæfður skóli?
Þangað hljóta að vera ráðnir sér-
fræöingar í kennslu vangefinna.
Trausti virðist lítið hafa vitað
hvernig hann átti að bregðast við og
hvaöa aöferðum hann átti að beita og
ekki fengið aöstoð eða leiðsögn frá
öörum en samkennara sínum, sem
hann ber raunar mjög gott orð. Það
má meira að segja skilja hann svo,
að samstarfsmenn hans hafi haft
litla trú á, að hann næði einhverjum
árangri í starfi sínu. Þetta skil ég
ekki. Naumast hefur verið litið svo á
að hann væri að vinna tilgangslaust
starf ? Til hvers var hann þá ráðinn?
I bókinni er ekki vikið einu orðið
að sérfræðingum Kópavogshælis.
Þar finnst mér vera mikil eyða. Nú
er mér kunnugt um að á hælinu
starfa bæði læknar, sérmenntaðir í
málum vangefinna, og sálfræðingar.
Þaö er að vonum, því að Kópavogs-
hæli er rannsóknar- og meðferðar-
stofnun ríkisins fyrir vangefna. Og
henni hefur veriö ætlað for-
gönguhlutverk í þeim málum, a.m.k.
lengst af, að því er ég hygg. Þessir
sérfræðingar hljóta að hafa fylgst af
alúð og áhuga meö framförum
telpunnar, því að það er víst ekki á
hverjum degi sem annan eins
hvalreka rekur á fjörur vísinda-
manna. Og líklegt er — þegar
upphaflegt mat á getu er haft í huga
— að þeir hafi lagt sig fram um að
endurmeta getu hennar og aðstoðað
kennarann við val aðferöa og út-
vegun kennslutækja o. fl. Um þetta
hefði mig fýst að vita meira, enda
hefði þar komiö gagnlegur bókar-
auki.
Undarlega margar
tilviljanir!
Trausti var ráöinn fyrir tilviljun.
Enda þótt sú tilviljun komi manni
spánskt fyrir sjónir, vekur önnur
tilviljun ekki minni spum. Það er
heimsókn bróðurins, sem hafði
„uppgötvað” hina merkilegu ritvél í
Hlíöaskóla. Þarna skortir mig enn
skilning. Er sjálfur „Þjálfunarskóli
ríkisins” þá ekki í fararbroddi hvað
varðar öflun tækja til kennslu van-
gefinna? Ef svo er ekki hvernig
stendur þá á því? Og jafnvel þó að
hann kunni að vanta einhver gagnleg
tæki, svo sem þetta, vita þá sér-
fræðingar stofnunarinnar, sem
væntanlega fylgdust vel með allri
framvindu mála og hvers var vant,
.— ekki hvaða tæki eru á boðstólum?
Því kem ég ekki inn í höfuðið. Kópa-
vogshælið hlýtur að fá öll helstu
tímarit um málefni vangefinna. Það
hlýtur að fá senda lista yfir
kennslutæki og lýsingar á þeim. Og
skrítið finnst mér ef sérfræðingarnir
sækja ekki ráðstefnur og tækja-
sýningar erlendis. Hvers vegna í ó-
sköpunum er Hliöaskóli svona miklu
betur með á nótunum? — Þá er mér
líka spurn, hvers vegna með þurfti
alveg sérstakrar fyrirgreiðslu og
velvildar frá menntamála-
ráðuneytinu til að kaupa þessa ágætu
ritvél frá Svisslandi? Eg vil ætla aö
einföld ákvörðun forstöðumanns eða
yfirlæknis Kópavogshælis hefði átt
að duga? Nokkurra fleiri spurninga
kynni mig að langa til að spyrja, en
einhvers staðar verður aö setja loka-
punktinn. En að lokum get ég þó ekki
stillt mig um að spyrja sem svo: Var
það þegar öll kurl koma til grafar
ekkert annaö en tilviljun,
einstaklega gleðileg tilviljun, að
Sigríður Osk er ekki ennþá „greind
allt niður í örvitastig” og alls ófær
um aö tjá hina skýru og vel þroskuöu
hugsun sína? Og hvað er að segja
um alla hina sem á Kópavogshæli
hafa dvalist frá árinu 1952 og til
þessa dags? Er það kannski líka
tilviljun, ef ekki hafa dvalist fleiri
líkar Sigríðar Oskar á hælinu á um-
liönum 30 árum, án þess að vera
leiddir út úr myrkri einangrunar
sinnar? Svo að ekki sé minnst á
tilviljunarlögmál í sambandi við þá
sem eiga eftir aö koma. Mér þætti
ekkert ósanngjamt þó að þau
heilbrigðisyfirvöld, sem reka Kópa-
vogshæli, kynnu aö vilja forvitnast
eitthvað um svör við sumum þessara
spuminga.
Sigur jón Björasson.
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982