Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Qupperneq 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982
13
VERÐBOTASKERÐINGU
EÐA LENGINGU ORLOFS?
Siðasta Alþýðusambandsþing gerði einróma ályktun um lengingu orlofs.
Alþýðuflokkurinn hefur hvað eftir
annaö krafist þess að villimannlegri
lánapólitík yrði útrýmt. Alþýðu-
flokkurinn hefur beitt sér fyrir úrbót-
um með tillöguflutningi á Alþingi. tJr-
bótum, sem boða lengri lánstíma og
hærri lán, sem þýðir betri kjör lántak-
enda, bjartari framtíð fyrir íbúða-
kaupendur og húsbyggjendur.
Margt mætti til tína um árásir þess-
arar ríkisstjórnar á launafólk og
dæmalaus svik við boðaöa stefnu. Til
dæmis er nú verið að ganga af hús-
næðislánakerfinu dauðu. Þar er allt
smærra í sniðum en fyrirhugað var er
alþýðuflokksmenn héldu um stjórnvöl-
inn. Sjóðir eru svo til tómir. Húsbyggj-
endur fá nú fyrirheit, en engar efndir.
Fá lægri lán og erfiðari.
Nú á veturnóttum engist ríkis-
stjórnin sundur og saman. Þeir Eggert
og Albert hafa yfirgefið skútuna.
Alþýðubandalagið situr sem fastast.
Þeir eru stórorðir, en óttinn við að tapa
ráðherrastólunum kemur þó annaö
slagið fram. Nú hafa þeir i hótunum
við fólkið í landinu og við stjómarand-
stööuna. Þeir hóta margfalt meiri óða-
verðbólgu en þeim hefur þegar tekist
aö koma á. Þeir hóta öllu illu fái þeir
ekki að skeröa verðbætur láglauna-
fólks um hehning nú fyrir jólin.
I loforðalista þeim er fylgir bráða-
birgðalögunum er lofað bót og betrun.
En menn skyldu hafa í huga að bráða-
birgðalögin og loforðalistinn er sitt-
hvað og í ríkisstjórninni er engin sam-
staða um hvað skuli efnt og hvað ekki.
„Orlofslengingu strax"
Nokkur undanfarin þing höfum við
alþýðuflokksmenn boriö fram tillögu
um að orlof verði lengt, laugardagar
verði felldir út sem orlofsdagar. Þessu
hafa ríkisstjórnarmenn verið andvígir.
Þeir hafa notað aðstöðu sína til að
svæfa málið. Þar hafa alþýðubanda-
lagsmenn ásamt meðreiðarsveinum
sínum í Framsóknarflokknum gegnt
kalli Vinnuveitendasambandsins. Til-
laga okkar hefur hins vegar vakið
verðskuldaða athygli. Fjölmörg verka-
lýðsfélög hafa ályktaö um máliö og
krafist þess að tillaga okkar verði sam-
þykkt. Síðasta þing Alþýöusambands
Islands ályktaði einróma um máliö og
krafðist þess að tillaga okkar alþýðu-
flokksmanna yrði samþykkt. En í
ríkisstjórninni hafa launþegar enga
málsvara átt.
I tillögu okkar, sem við enn höfum
lagt fram, er gert ráð fyrir því að allir
launþegar fái notið langs starfsaldurs
hjá sama atvinnurekanda í auknu or-
lofi og fái einnig þann rétt við ákveðin
aldursmörk. I tillögunni er gert ráð
fyrir að meö niðurfellingu laugardag-
anna hækki orlof í 10,17% af kaupi.
Eftir 10 ára starfsaldur eða við 40 ára
lífaldur hækki orlof í 11,59%. Eftir 18
ára starfsaldur eða við 50 ára lífaldur
hækki orlof í 13,40% af kaupi.
Nú verður fróðlegt að sjá hvernig við
verður brugðist. Þeir á Þjóðviljanum
hafa nefnt það að fái þeir ekki vilja
sínum framgengt um að skerða
verðbæturnar fyrir jólin, verði orlofið
ekki lengt.
„Áfangasigur verkafólks"
Við skulum vona að mennirnir sjái
að sér. Stjórn efnahagsmála er að mati
okkar alþýðuflokksmanna annað og
meira en að krukka í kaupið. Viö krefj-
umst þess aö verkafólk fái sömu rétt-
indi og opinberir starfsmenn í orlofs-
málum sem og öðrum málum. Lenging
orlofs er sjálfstætt mál, samþykkt
bráðabirgðalaga um nakta kaupskerð-
inguerannað.
Það verður nú fylgst með því hvort
Vinnuveitendasambandið ræöur enn
gerðum Alþýðubandalagsins og ann-
arra stjómarliða Fáist fmmvarp
okkar í orlofsmálum samþykkt er mik-
ill sigur unninn hvað varðar hagsmuni
verkafólks.
Næsti áfangi er að koma þessari
ríkisstjórn frá. Ríkisstjóm sem hefur
komið efnahagsmálum í öngþveiti og
hefur engin önnur ráð en að kmkka í
kaupið.
Það yrði mikill áfangasigur fyrir
launafólk. Þá getur sókn til betri lífs-
kjara og réttlátara þjóðfélags hafist að
nýju.
Karl Steinar Guðnason
alþingismaður.
Vopnin
tryggja
tor-
tímingu
- ekki fríð
Ný von
Friöarhreyfingarnar í Evrópu og
Bandaríkjunum hafa gefið nýja von.
Von um að hægt verði að snúa þessari
brjálæðislegu þróun viö þar sem eitt
slys eða villa í tölvubúnaði gæti þýtt
endalok mannkynsins. Ein ástæðan
fyrir auknum umsvifum hersins og
Nató hér á landi má eflaust rekja til
þeirrar andstöðu sem hann hefur oröiö
fyrir á meginlandi Evrópu. Það hlýtur
að vera skylda okkar Islendinga, alla
vega þeirra sem vilja í alvöru vinna aö
afvopnun aö koma í veg fyrir að ávinn-
ingar friðarhreyfinganna erlendis
verði að engu hafðar með því að her-
foringjarnir flytji til kjarnorkuvopnin
og komi þeim fyrir í kafbátum sem em
staðsettir i hafinu í kringum Island.
Eg álít að þær íslensku friðarhreyf-
ingar sem vilja standa undir nafni og
vinna sinn skerf í þágu friðar og af-
vopnunar í heiminum verði að berjast
fyrst og fremst gegn hemaðarbrölti á
eigin landi og taka undir kröfur er-
lendra friðarsinna um algjöra afvopn-
un, kjamorkuvopnalaus svæði og
síðast en ekki síst að krefjast þess að
hafið í kringum íslandi verði lýst
kjamorkuvopnalaust svæði.
Gleymum því ekki að hergagna-
framleiðslan nærist á stríðsóttanum og
styrjöldum og. framleiðendumir og
þjónar þeirra svífast einskis þegar
þeir reka áróður fyrir vöm sinni.
Margrét Einarsdóttir.