Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Blaðsíða 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982
Spurningin
Spurt í frystihúsi Búlandstinds, Djúpa-
vogi;
Heldurðu að stjórnin
falli á næstunni og að
kosið verði innan
skamms?
Elvar Kristjánsson. „Nei ég hef enga
trú á aö það verði kosningar á næst-
unni. Eg held að stjórnin lafi eitthvaö
áfram.”
Haukur Elisson: „Nei, það held ég
ekki. Eg held aö stjómin lafi fram á
vor og þá verði kosið.”
Karl Elísson: „Ég vona að hún hangi
eitthvað áfram. Ég vona að það verði
bara sem lengst, allavega eitthvað
framá vor.”
Gunnar Guðlaugsson: „Eg hugsa ekki,
maður vonar að stjómin lafi áfram.”
Erla Einarsdóttir: „Ja, bendir ekki
allt til þess? Eg vona að það verði ekki
fyrr en eftir áramót. Við megum
ekkert vera að því fyrr.”
Guðný Jónsdóttir: „Eg hef engin svör
viö því. Eg veit ekkert um það.”
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lélega stillt hljóðfæri
á sinfóníutónleikum:
Bjami
Pálmarsson
saklaus
— hef ur ekki stillt í Háskólabíói
frá síðustu áramótum
Bjarai Pálmarsson skrifar:
Þriðjudaginn 26. þ.m. skrifar Eyjólf-
ur Melsted gagnrýni um tónleika
Sinfóníuhljómsveitar Islands, er
haldnir voru í Háskólabíói 21. október
sl. I grein sinni segir Eyjólfur m.a.:
„Nú fer látinn sómamaöur ekki leng-
ur höndum um gripinn. Það er lífsins
gangur, menn kveðja og aörir taka við.
En heldur hafa kynslóöaskiptin komið
harkalega við slaghörpuna. Stillingin
er í grunni svo há að óbóin hanga fyrir
neðan, meö voðalegum afleiðingum
fyrir hljómsveit og einleikara. Auk
þess gætir stillarinn nýi ekki nægjan-
lega að mýkt hljómsins í sínu mála-
miðlunarverki. Tvennt er til úrbóta
hins fyrmefnda — annaðhvort að óbó-
leikaramir sagi af hljóðfærum sínum
eða aö stlllarinn færi tónhæð til sam-
ræmis við nafla hljómsveitarinnar.”
Viö feðgarnir, Pálmar heitinn Isólfs-
son og ég, höfum í sameiningu og hvor i
sínu lagi stillt hljóðfæri fyrir hina
ýmsu hljómleika sem haldnir hafa
verið um árabil.
Vegna ofangreindra ummæia
Eyjólfs vil ég því taka fram að ég átti
engan þátt í stillingu fyrir umrædda
tónleika. Ég kom ekki nálægt því verk-
efni og hef ekki stillt i Háskólabíói frá
síðustu áramótum.
Tónlistargagnrýni Eyjólfs Melsted i
DV 26. sl. fjallaði m.a. um lélega
stillt hljóðfæri á tónleikum
Sinfóniuhljómsveitar íslands í Há-
skólabiói 21. október.
Tónlist
Tónlist
Fri elnnl œfingu Sinfónluhljómsveltar Islands.
Af nýjungum í stillingu
og uppstillingu
Tónlaikar Slntóniuhl^tnavaRar Islanda I Hát-
akóiabiói 21. októbar.
Sljórnandi: Jaan-Flarra JaquUaL
Einialkarar: Eugana Ltat o
Efnbakrá Johan Svandaan: Kamaval I Paris,
Franz Liszt: Pianókonsart nr. 1 i Es-dúr,
Dknhri Schostakowltsch: Konsart fyrir pianó,
trompat og strangiasvah. Robart Schumann:
Sinfónia nr. 4 I d-mofl op. 120.
Þegar fylla þarf upp í efnisskrá er
þess gjaman gætt aö byrja á ein-
hverju upplífgandi stykki til upphit-
unar, bæöi fyrir hljómsveit og áheyr-
endur. Hvaö réöi vali verke&iavals-
nefndar veit ég ekki, en Parísar-
karnevaliö stóð þama eins og
brenninetla í fjólubeði. Hafi samnor-
ræn ræktarsemi ráöiö heföi veriö
nær aö leika eitthvaö sem tæki fyrr
af.
Aö Svendsen afloknum tóku hljóm-
sveit og einleikari til viö píanókon-
sert Liszts. Umskiptin frá Norö-
manninum Svendsen voru þvi líkust
aö flogiö væri þvert á ótal timamörk
og hljómsveitin því dægravillt. Hvort
sundurieitni hljómsveitarinnar haföi
áhrif á einleikarann skal ósagt látið,
en karlinn List lék alla vega feil-
nótumar líka með sama glæsibrag
og hitt. — Þaö var hins vegar í þeim
heillandi, undarlega samsetta kon-
sert Schostakowitsch sem allt náði
upp aö ganga. Um aldarfjóröungi
eftir aö hann var fyrst frumfluttur
hér á iandi kemur pianóleikarinn
sem frumflutti konsertinn hingaö og
leikur hann ásamt Lárusi Sveinssyni
með einstökum þokka.
Harkaleg
kynslóðaskipti
Ég get ekki látið hjá líöa aö minn-
ast á þá breytingu sem oröið hefur á
slaghörpu okkar helsta tónleikahúss.
Nú fer látinn sómamaöur ekki lengur
höndum um gripinn. Þaö er lifsins
gangur, menn kveöja og aörir taka
viö. En heldur hafa kynslóöaskiptin
komiö harkalega viö slaghörpuna.
Stillingin er i grunni svo há aö óbóin
hanga fyrir neðan, með voöalegum
afleiöingum fyrir hljómsveit og ein-
leikara. Auk þess gætir stillarinn nýi
ekki nægjanlega aö mýkt hljómsins í
síhu málamiölunarverki. Tvennt er
til úrbóta hins fyrrnefnda — annað-
\ hvort aö óbóleikaramir sagi af hljóö-
færum sínum eöa aö stillarinn færi
tónhæðtil samræmis við nafla hljóm-
^sveitarinnar. HiÖ síðamefnda er
smekksatriöi og stillingin innbyröis
eflaust fræöilega kórrétt, þótt hún
f ari ekki beint þægilega í minar taug-
Ókunnuglegt
jaffnvœgi
Schumannsinfónían var ágætlega
flutt. Aö visu þurfti aö hlusta í gegn-
um ókunnuglegt jafnvægi sem ný
uppstilling málmblásaranna olli.
Hafi tilraunin meö þessari nýju upp-
stillingu átt aö sýna fram á aö
strengimir væm of þunnskipaöir —
þá tókst hún. Sjálfsagt er að reyna
nýjar uppstillingar, og þær gætu
hugsanlega oröið til bóta, en gæta
veröur þess um leið aö ekki er þaö
sjálfgefið aö það sem hljómar betur
á hljómsveitarpallinum njóti sín bet-
ur í fullum sal áheyrenda og aö þaö
tekur hljómsveitina tima aö aölagast
nýjungum.
EM
Vegna ummæla Haralds Kristjánssonar:
VINDMYLLUR NUTIMANS
OG ANNAR DON KÍKÓTI
,Æ.
meðreiðarsveinamir bíða eftir
umbun sinni
Margrét R. Sigurðardóttir skrifar:
I kjallaragrein í DV sl. miövikudag,
þann 27. október, skrifar Haraldur
Kristjánsson um málefni Iðnnema-
sambands Islands á hinn skringileg-
asta hátt og finn ég mig knúða til þess
að leggja orð í belg.
Haraldur Kristjánsson segir í grein
sinni að 40. þing INSI hafi leyst upp í
múgæsingu og lögleysu. Ekki rökstyð-
ur Haraldur þessi orð, frekar en flest
annaö í greininni. Ekki minnist Har-
aldur Kristjánsson (hér eftir HK) einu
orði á upphlaup á þessu sama þingi; er
HK og félagar hans hlupu sneypulegir
úr þingsal þegar kosið hafði veriö um
hvort stjórnarkjör skyldi endurtekið.
Niðurstöður kosninganna uröu þær
aö 39 voru fylgjandi stjórnarkosningu
en 4 á móti. Haraldur heldur kannski
að með því að hlusta ekki á niðurstöðu-
tölur þá séu þær ekki til!
HK spyr í grein sinni hvort gamla
stjórnin sé hrædd um aö nýja stjórnin
standi sig betur en fyrri stjórnir. Sem
meðlimur síöustu stjórnar INSI vil ég
svara því, fyrir mína parta, að ég
treysti HK til þess að starfa jafn „vel”
sem formaður INSI og hann starfaði
sem meðlimur stjórnar á síðasta
starfsári. Þá var áhugi HK slíkur að
hann mætti á 1 1/2 fund — og á engan
fund annan hjá Iðnnemasamtökunum.
HK segir í kjallaragrein sinni að best
sé að ræða þessi mál án rislítillar
persónuumræðu og leyfi ég mér í því
sambandi að benda á niöurlag
Don Kíkóti og meðreiðar-
sveinn.
kjallaragreinar hans. Svo notað sé
tungutak HK, þá hittir hann þar sjálf-
an „sig í hnakkann”, en einnig á fleiri
stöðum.
I upphafi greinarinnar skammar HK
síðustu stjóm fyrir að hafa ekki komiö
málum sínum í höfn á síðasta kjör-
tímabili. En HK átti einmitt sjálfur
sæti í þeirri sömu stjórn.
Batnandi manni er best aö lifa, eins
og sést á þeim „möguleikum” sem
stjórn hans kynnir, varðandi eflingu
starfsins.
Ekki minnist HK einu orði á hug-
myndir stjórnar sinnar um kjaramál
iðnnema, heldur hefur hann á undan-
förnum þingum komið meö þær tillög-
ur að iðnnemar fari fram á það kaup
sem greiðslugeta atvinnuveganna leyf-
ir.
Vindmyllur nútímans eru Haraldi
Kristjánssyni ekki auðveldari en 17.
aldar vindmyllumar voru Don Kikóta.
Og meðreiðarsveinarnir bíða, nú jafnt
og þá, eftir umbun sinni.