Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Side 18
18
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982
Bílar
Bflar
Bflar
Ómar
Ragnarsson
reynsluekur
Mitsubishi
Pajero:
Skemmtilegur jeppi
af hentugri stærö
HELSTU STÆRÐIR: Izuzu Lada Bronco
Pajero Trooper Sport 1974
Vél: 4 cyl 2555 cc. 4—1950 4-1569 8-4918
Afl: 103 DINHÖ 88 78 130
Þyngd: 1365 kfló 1290 1150 1600
Hjólhaf: 2,35 2,65 2,20 2,33
Sporvídd: 1,40/1,38 1,34/1,30 1,43/1,40 1,40
Lengd: 3,92 4,38 3,72 3,85
Breidd: 1,68 1,65 1,68 1,83
Hæð: 1,88 1,80 1,64 1,83
Veghæð: Hraðivið 23,5 cm 22,5 22;0 20,0
1000 snún. íhæstagír: 1000 snún. í lægsta 27,3 km/klst 29,2 24,7 30
gír: 3,7 km/klst 3,8 4,3 4,5
Sæti: 5—7 5 4 5
Hámarkshraði 140km/klst. 132 132 ca 135
Eyðsla: (áætluð) ca 13-20 1 /100 km 12-18 12-16 16-25
þeir hafi neitað sér um að hafa
gormafjöörun að aftan.
Pajero hoppar nær ekkert til að
aftan í þvottabrettum, og þegar hann
skrikar til hliðar í kröppum beygjum
er það mjög jafnt skrið að framan og
aftan, og að mestu hættu- eða hrekk-
laust. Þó endar skriðið í alltof
krappri beygju með útskriði að
aftan. Nikk- eða bátahreyfingar eru
einnig furðulitlar, en þegar hryggir
eða öldur í veginum komast yfir
vissa stærð steypir hann þó stömp-
um, enda annað óhugsandi þegar
haft er í huga hve stuttur billinn er á
milli f ram- og afturhjóla.
Þeir hjá Heklu, sem hafa umboð
fyrir bæði Pajero og Range Rover
bíla, ættu ekki að afskrifa sölumögu-
leika Range Rover, þótt þeir hafi nú
Pajero á hendi h'ka, því að Range
Rover trónar enn á toppnum í flokki
lúxus-jeppa, þrátt fyrir harönandi
samkeppni, til dæmis frá Benz. Bara
það eitt að Range Rover hefur ein-
staka þungadreifingu, 50% þungans
á hvorum öxli, skipar honum í sér-
flokk, auk þess sem hægt er að fá
hann með fernum dyrum, en Pajero
og Izuzu Trooper aöeins með tvenn-
um.
Ókostir erfiðra þyngdarhiut-
falla í lágmarki
Stærsta vandamál í hönnun jeppa í
flokki Pajero er það að þegar bíllinn
er óhlaðinn er hann allmiklu þyngri
að framan en aftan, en dæmiö snýst
við þegar bíllinn er fylltur af fólki og
farangri. Þetta veldur ósamræmi í
fjöðrun, sem skapar illleysanlegt
dæmi. Gamli Broncoinn var gott
dæmi um þetta. Mjúkur að framan
og fremur stinnur að aftan, og þar af
leiðandi með leiðinlegar nikk-hreyf-
ingar og steypti jafnvel stömpum á
öldóttum vegi og skaut út undan sér
afturendanum í holum og þvotta-
brettum. Pajero er af svipaðri stærð
og gamli Broncoinn var og vandinn
vegna þungadreifingar því hinn
sami. Munurinn er bara sá að hönn-
uðum og sérfræðingum Mitsubishi
hefur tekist alveg lygilega vel að
draga úr þessu misræmi, jafnvelþótt
Ekkert lát er á japönsku innrásinni
í bílaiönaðinn. Fyrir átján árum kom
Toyota-jeppinn á markaö hér á
landi, sterkur og einfaldur vinnu-
hestur, sem veitti Land Rover og
Willys samkeppni. Tólf árum seinna
kom svo Subaru, brautryðjandi í
alveg nýjum flokki fjórhjóladrifs-
bíla. En þar á milli var lítiö um
japanska samkeppni, og Wagoneer,
Range Rover, Blazer, Bronco og
Ramcharger hafa að miklu leyti
fengið að vera óáreittir. Meira að
segja Lada Sport hefur ekki fengið
japanska keppinauta. En nú er
friðurinn úti.
Með skömmu millibili hafa
nýir, japanskir fjórhjóladrifsbílar
rutt sér til rúms í öllum flokkum
fjórhjóladrifsbila, allt frá Suzúki,
sem er einn út aif fyrir sig í flokki
mini-jeppa, og Daihatsu, sem einnig
heldur uppi merki frumhugmyndar
Willys-jeppans, og upp í stærri gerðir
Nissan Patrol og Toyota Landcruis-
er.
Tveir nýir, japanskir jeppar hafa
nú þeyst fram í flokki þeirra jeppa,
sem f ara milliveg og eru málamiðlun
í fjórhjóladrifshugmyndinni. Þetta
eru Mitsubishi Pajero og Izuzu
Trooper. Uppbygging þeirra er mjög
svipuö og stærsti munurinn fólginn í
því að Pajeroinn er 30 sentimetrum
styttri á milli hjóla. Báðir eru með
sjálfstæða stangafjöðrun að framan
og heilan driföxul með blaðfjöðrun
að aftan. Bílarnir eru í sama þyngd-
arflokki, og mismunur á verði þeirra
ekki mikill, þannig að þegar menn
hugsa um bíla á þessu reki kemur
samanburður á þeim fljótt upp í hug-
ann.
Álitlegur, lipur jeppi
Pajeroinn kom seinna til skjalanna
og er alveg nýr bíll hér á landi. Tæki-
færi gafst til að fara á honum í sæmi-
lega fjölbreyttan reynsluakstur, og
þaö er óhætt aö slá því strax föstu að
hér er um álitlegan bíl að ræða.
I Pajero-jeppanum hafa framleið-
endumir reynt að þræða mjög vand-
rataöan meðalveg í því að skapa
fjórhjóladrifsbíl, sem héldi sem best
kostum fólksbíls, án þess að það
kæmi niöur á eiginleikum í torfærum
— eða öfugt — að skapa jeppa, sem
missti sem minnst af eiginleikum
jeppans, þótt hann væri sveigöur í átt
til þæginda fólksbílsins. Strax í upp-
hafi fyrstu kynna af bilnum fær
maður tilfinningu fyrir því að
óvenjuvel hafi tekist að skapa þama
f jölhæfan bíl.
Pajeroinn hafði verið á landsreisu
þegar ég tók fyrst í hann, og sumir
sem höfðu tekið í hann á undan mér
líktu honum við Range Rover. Það
finnst mér nú of djúpt í árinni tekið,
og raunar ósanngjarnt að ætlast til
slíks, því að hér er um nokkru minni
bíl að ræða og í allt öðmm verðflokki.
Mælaborðið í Pajeró á kannski sinn
þátt í því aö mönnum kemur Range
Rover í hug, því aö það er ísmeygi-
legeftirlíking. I miðjunni trónar
skemmtilegur hallamælir, sem er þó
í raun G-mælir og mælir þann kraft,
sem togar í bílinn til hliöanna eða
fram og aftur. Þessi mælir getur því
sýnt 40 gráðu halla á sléttum vegi, ef
hratt er ekið i beygju! En þegar
engin flýtni er í láréttu plani á bíln-
um sýnir mælirinn hallann í gráöum
og er ágætis instmment til síns
brúks.
Range Rover-svipur á mæleborði og innráttíngu.
Það er mikið færst í fang að ætla
sér að skapa alhliða, þægilegan bil
en hafa hann þó svo stuttan að hann
sé dugmikill í grófum torfærum, lip-
ur, og setjist ekki niður á kviðinn. I
þessu efni hefur tekist glettilega vel
til í gerð Pajero.
Ágætis fararskjóti
Við fyrstu kynni af Pajero grípur
þaö mann strax hve skemmtilegur
billinn er í akstri. Þaö er mest að
þakka vélinni, hvaö hún er kraftmik-
il og gefur góða seiglu eða tog. Stýrið
leikur vel í hendi, billinn furöu rás-
fastur, miðað við það að ekki er tann-
stangarstýri. Þetta er vökvastýri,
sem fyrir minn smekk mætti vera
ögn fljótara, minna doblað. Svið gír-
anna er vel valið, og manni finnst
strax gaman að aka þessum bíl.
Vegna þess hve setið er hátt og bíll-
inn tiltölulega lítill um sig er útsýni
Plús:
Kraftmikil vél.
Þægileg stæröarhlutföll.
Skemmtilegir aksturseiginleikar.
Heppileg fjöðrun, eínkum aö
framan.
Oflugt miðstöðvarkerf i.
Góð setstaða og bilstjórasæti.
Skynsamlega nýtt innanrými.
Góðirhemlar.
Mínus:
I lægra lagi að framan.
Ekki laus við nikk- og
bátahreyflngar.
Takmarkað fótarými fyrir stór-
vaxna.
Lágt aftursætisbak.
Kveikja beint aftan við kæliviftu.
Is
AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ!
AUKABLAÐ UM
Kemur út laugardaginn 13. nóvember nk. og fylgir Helgarblaði DV þann dag
Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa ó að auglýsa vöru sína eða þjónustu I þessu aukablaði
vinsamiegast hafi samband við auglýsingadeild DV
Siðumúla 33, Reykjavik, sími (91) 27022 fyrir kl. 17.30 fimmtudaginn 4. nóvember.
ATHUGIÐ: Blöðunum verður dreift i stœrra upplagi en venjulega á AKUREYRI og nágrenni
sdU