Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Page 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER1982
33
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Aðstoð frá
ráðherra
Bjöm Einarsson heitir
þróttmikill ungur maður og
ættaöur Irá Mýnesi á Héraði.
Björa hefur um tæplega eins
árs skeið unnið að málefnum
fanga á vegum félagasam-
takauna Veradar í nánum
tengslum við dámsmáiaráðu-
neytið. í starfi sinu kemur
Björa i öll fangelsi landsins
jafnt sem í húsakynni dóm-
stóla og löggæslumanna. Þá
er hann og heimagangur í
ráðuneytinu Og jafnan au-
fúsugestur því ráðuneytis-
menn kunna vel að meta störf
Björas Einarssonar og sér-
lega jákvætt viðhorf til
manna og mannlíf sins.
Kunningjar Björas hafa oft
haft það i flimtingum að hann
væri orðinn aðstoðarmaður
ráðherra. í einni erindisferð
tU Litla Hrauns spurði Jón
Sigurðsson, aðstoðar yfir-
fangavörður, Björa hvort
þetta væri rétt mcð farið.
Gerði Björa lítið úr þeim titli
og brosti i kampinn á sinn
sérstæða hátt en sagði svo
stundarhátt:
„Ekki er ég nú beinlínis
aðstoðarmaður ráðherra en
hann Friðjón Þórðarson er
indælis maður og því er ekki
að leyna að hann hefur náð að
aðstoða mig í einstaka máli.”
Átti völvan við
bók Guðmundar?
Á fundi með blaðamönnum,
þar sem kynnt var bókin Ó,
það er dýrlegt að drottna,
dreifði höfundurinn, Guð-
mundur Sæmundsson, úr-
kUppu úr völvuspá Vikunnar
fyrir árið 1982. Textinn sem
Guðmundur kUppti út er svo-
hljóðandi:
„Og rúsínan í pylsuend-
anum á innlendum vettvangi
er án efa útkoma bókar, sem
verður að telja bók ársins, ef
ekki áratugarins. Mun hún
verða í svoköUuðum rann-
sóknarblaðamennskustil og
sýna hveraig tefldar eru ref-
skákir um völd og fjármuni.”
Vill Guðmundur
Sæmundsson meina að með
útkomu bókar sinnar sé spá
Vikunnar að rætast.
Moggi velur
stefnu sósíal-
demókrata frek-
ar en stefnu
Reagans
„Sænskir sósíaldemókratar
undir forystu Olof Palme
hafa ekki verið taidir sér-
stakir óvinir skriffinnsku og
opinberrar forsjár. Engu að
siður þótti þeim sænska við-
skiptaráðuneytinu ofaukið og
hafa ákveðið að loka þvi á
næsta ári,” segir í leiðara
Morgunblaðsins 26. október
si. Segir að utanrikisráðu-
neytið muni taka yfir helming
verkefna viðskiptaráðuneyt-
isins.
„Astæða er til að vekja
athygli á þessari þróun, ekki
sist með tillitl til þess að frá
þvi Ólafur Jóhannesson fiutti
skýrslu stoa hafa ný og óyggj-
andi rök komið fram hér á
landi sem mæla með þvi að
utanríkisráðuneytið hafi
alfarið forsjá utanrikisvið-
skipta,” segir Mogginn.
Ýmsum brá í brún er þeir
sáu að Mogginn hafðí með
þessum orðum stoum tekið
undir stefnu sænsku sósíal-
demókratanna. Reagan
Bandaríkjaforseti hefur
nefniiega aðra stefnu í
þessum málum. Hann lét við-
skiptaráðuneyti sitt taka yfir
utanríkisviðskiptin. Þótti
mönnum skrýtið aö Moggi
skyldi taka stefnu sósial-
demókrata fram yfir stefnu
Reagans.
Ekki alltaf vandir
að virðingu sinni
í hófi nýlega, þar sem
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra var meðal gesta,
bar á góma bók Guðmundar
Sæmundssonar um verka-
iýðsieiðtoga. Voru menn að
veita því fyrir sér hvers
vegna bókaútgáfan Öra og
örlygur treysti sér ekki til að
gefa hana út og hvers vegna
útgáfan væri svo vönd að
virðtogu sinni.
„Öra og Örlygur hafa nú
ekki alltaf vcrið vaudir að
virðtogu sinni,” muldraði þá
forsætisráðherra. í fyrstu
vissu menn ekki alveg hvað
hann átti við cn svo rann upp
fyrir mönnum að Öm og
Öriygur höfðu gefið út bókina
Valdatafl í Valhöil, sem dr.
Gunnar er lítt hrifinn af.
------------------.Umsjón:
■ KristjánMár Unnarsson.
Kvikmyndir Kvikmyndir
íþróttir Kvikmyndir
Þrátt fyrir slaka heildarmynd,
bregður oft fyrir góðum leik í
myndinni Lúðrarair þagna, skal
þar sérstaklega
nefndur þáttur Timothy Huttons sem
sést i hlutverki stou fremst
á myndinni hér að ofan.
Nýja bíó—
LÚÐRARNIR
ÞAGNA:
Átakanleg
Nýja bíó: Lúöramir þagna (Taps)
Stjórn: Harold Becker.
Handrít: eftir skáidsögu Devery Freemon.
Kvikmyndahandrit: Dorryl Ponicsan.
Kvikmyndun: Owen Roizman.
Aöaihlutverk: George S. Scott, Timothy
Hutton, Ronny Cox, Soon Penn, Tom Cruise,
Brondan Ward, Evan Hondler.
Framleiöendur: Stanley R. Jaffe, Howard B.
Jaffe.
Hver er sæmdin sem því fylgir að
sinna herstörfum? Það verður hver
að svara þessari spurningu fyrir sig
— og svariö verður sennilega jafn-
marglitt og áUt manna er misjafnt á
stríðsbrölti.
En um þá sæmd að vera hermaður
fjallar myndin Lúðrarnir þagna sem
nú hefur verið tekin til sýninga í
Nýja bíói. Myndin er misheppnuð að
því leyti sem snýr að kvikmynda-
handriti. Efnisþráðurinn er dreginn
svo á langinn að úr verður átakanleg
vella á bandaríska vísu.
Mynd þessi er tekin í herskólanum
við Valley Forge og unglingaskólan-
um á sama stað. Vilja framleiðendur
þessarar ræmu óska sérstaklega eft-
ir að það komi fram, að afurð þeirra
túlki alls ekki stefnu forsvarsmanna
ofannefndra skóla! Þar hafa menn
það.
Bunker Hill-herskóUnn, sem er
umgjörð myndarinnar, hefur starfaö
í nærfellt eina og hálfa öld. Hann er í
einkaeign og lífið innan skólans og
nemendur eru eftir því. Skólastjór-
inn um langt árabU hefur verið
Harlan Bache (Scott) og hann leggur
mikla áherslu á við nemendur sína
að þeir eigi að erfa erfðavenjur
skólans — sæmdina.
En það er komið að tímamótum.
Bache er ekki fyrr búinn að útnefna
nýjan „kadett” skólans Brian
Moreland (Hutton) að honum er til-
kynnt að rífa eigi skólann og byggja
á rústum hans f jölbýUshúsahverfi.
Bache og nemendum hans feUur
þetta mjög þungt, en hann er stað-
ráðinn í að neyta allra bragöa til að
skólahúsnæöiö verði ekki rifið og fær
til þess stuðning nemenda sinna.
En svo kemur fyrir atvik sem
setur strik í reikninginn. Bache verð-
ur ungum manni aö bana en fær
síðan hjartaáfaU og er iagöur inn á
sjúkrahús og deyr þar skömmu
síöar.
Brian Moreland yfirkadett tekur
máUð í sínar hendur. Piltarnir vig-
búast innan skólaveggjanna og setja
fram kröfur um að skólanum verði
ekki lokað, hvað þá að hann verði rif-
inn. Harðnar deilan smám saman,
uns fylkisstjórinn tekur af skarið og
sendir þjóðvarðliðið á vettvang...
Þaö verður að segja eins og er að
mynd þessi er ágætlega leikin. Flest-
ir leikenda hennar eru unglingar,
sem mjög líklega hafa lítt lesiö sig í
gegnum kvikmyndahandrit áður, en
þeir skUa hlutverkum sínum mjög
þokkalega. Timothy Hutton á eðU-
lega stærstan þátt í þessum leik, en
meðferð hans á hlutverki kadettsins í
myndinni er oft glæsileg. Gerge S.
Scott stendur og fyrir sinu í hlutverki
Bache hershöfðingja.
En það sem dregur þessa mynd
níöur fyrir mörk meðahnennskunnar
er sem fyrr segir handritið. Býsnin
ÖU af langdregnum, jafnvel Ula unn-
um atriöum, er að finna í þessum til-
búningi. Flest þessara atriða eru
þess eðlis að áhorfandanum er ætlað
að kjökra í sæti sínu og sýna meö-
aumkun. Islenskir kvikmyndahúsa-
kappar eru þekktir fyrir margt ann-
að en að láta glepjast af þeim leik
kana.
-Sigmundur Erair Rúnarsson,
vella
AUGLÝSING
FRÁ TÖLVUNEFIMD
Að gefnu tilefni vill tölvunefnd vekja athygli á ákvæöum 19.
gr. laga nr. 63/1981 um kerfisbundna skráningu á upplýsingum
er varða einkamálefni en þar segir m.a. að öllum, sem annast
tölvuþjónustu fyrir aöra, sé óheimilt aö varðveita eöa vinna
úr upplýsingum um einkamálefni, sem falla undir sérákvæöi
4. gr. og 5. gr. laganna eða undanþáguákvæði 3. mgr. 6. gr.
þeirra, nema með fengnu starfsleyfi tölvunefndar. Með tölvu-
þjónustu er átt við sérhvern starfsþátt í sjálfvirkri gagna-
vinnslu með tölvutækni.
Reykjavík,
október 1982.
Sólheimar - Grímsnesi
Starf forstööumanns heimilisins á Sólheimum
Grímsnesi er laust til umsóknar.
Upplýsingar um starfið gefur stjórn heimilisins,
Valgeir Ástráðsson, s. 78811, Jón Sig. Karlsson, s.
41500 og Guðrún Þórarinsdóttir, s. 99—2120.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist formanni, Valgeiri Astráðssyni,
Akraseli 28, fyrir 20. nóvember.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 15., 17. og 19. tölublaði Lögbirtingablaösins 1982 á
eigntoni Borgartangi 2, Mosfellshrcppi, þingl. eign Kristbjöras Áraa-
sonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs, Inga Ingimundarson-
ar brl. og Áraa Guðjónssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 5.
nóvember 1982 kl. 15.30.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Dvergholt 14, Mosfellshreppi, þingl. eign
Ólafs Jóhannssonar, fer fram á eigntoni sjálfri föstudaginn 5. nóvem-
ber 1982 kl. 16.30.
Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á v.b. Þórunni RE-189, þingl. eign Ölafs Inga Hrólfs-
sonar og Ölafs Jóns Gústafssonar, fer fram í eða við bátinn í Hafnar-
f jarðarhöfn f östudaginn 5. nóvember 1982 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst varíl05„ 108 1981 og 2. töiublaði Lögbirttogablaðstos 1982
á eigninni Oldutún 12,1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Björgvins Hall-
dórssonar fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri föstudag-
inn 5. nóvember 1982 kl. 14.00.
Bæjarfógetton i Hafnarfirði.