Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1982, Qupperneq 40
NYJA AGFAFÍLMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM PIERPOnT Svissnesk quartz gæða^^. 8a6-ll
AUGLÝSINGAR
ÓDYRARI FILMASEM FÆST ALLS STAÐAR ÆM AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11
Frjálst, óháð dagblaö
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982.
Fimmtíu manna fundur
urn hráefnis-og -
framleiðslumál:
„Okkar
fiskur enn
í sérflokki”
Fimmtíu manna fundur allra aöila
aö sjávarútvegi, fiskvinnslu og fisk-
sölu veröur haldinn í dag að frumkvæöi
sjávarútvegsráðherra. Þar veröa lögö
fram mikil gögn og er reiknaö með ít-
arlegum umræöum.
• Steingrímur Hermannsson ráöherra
kvaöst í morgun reikna meö aö standa
aö reglugeröarbreytingum og laga-
frumvörpum síðar í vetur. Þá væri á
dagskrá umfangsmikil kynning í fjöl-
miðlum., ,Þaö hef ur verið kvartaö und-
an ónógum gæðum og viö megum ekki
viö skakkaföllum á þessu sviði. Okkar
fiskur er enn í sérflokki og því sæti
veröum viö aö halda,” sagði ráöherr-
ann.
HERB
Fundir með
Geir og
Kjartani
Þriöja umferð í viðræöum ráðherra-
nefndar viö formenn S jálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins verður í dag.
Hef jast fundir klukkan 17.
Að sögn þeirra ráöherra sem DV
haföi tal af í morgun veröur formönn-
unum tilkynnt aö afsögn ríkisstjórnar-
innar komi ekki til greina. Þreifaö
veröur frekar á málefnasamstöðu og
kosningadegi.
HERB
Nýtt
sölumet hjá
Getraunum
Sala getraunaseðla eykst jafnt og
þétt hér á landi og var sett nýtt sölu-
met síöastliðna viku er 502.922 .' raðir
voru seldar. Ér söluverðmæti þessara
raöa kr. 754.383, en til skipta kemur
helmingur þessarar upphæöar kr.
377.191. Tvær raðir komu fram með 12
réttar lausnir og fá eigendur þessara
raða hvor um sig 132.015 kr. en með 11
réttar lausnir voru 64 aðilar og fá þeir
1768krónur. Ej
LOKI
Næsta landssöfnun verð-
ur fyrir Kröfluskuldum.
Ólafsfjarðarmúlinn:
„Þurfum göng
og ekkert annað
— segir Valdimar Stefánsson vegaeftiiiitsmaður
I vetur er aö vænta niöurstaðna í
rannsóknum sem staöiö hafa yfir í
Olafsfjaröarmúla vegna væntan-
legra jarögangna. 1 sumar voru
boraðar þrjár tilraunaholur i
Kúhagagil, nærri þeim stað þar sem
dauðaslysið varð fyrir helgina.
Virðast menn sammála um að op
væntanlegra gangna Ólafsfjarðar-
megín verði þar. Hvenær hægt
verður aö hefjast handa um gerð
þeirra er ekki hægt að segja á þessu
stigi. Vegaáætlun verður tekin til
endurskoöunar í vetur. Þegar ný
áætlun litur dagsins ljós kemur fram
hversu lengi Olafsfiröingar þurfa
enn að búa við þann óveg sem Múlinn
er. Þar i héraði er fólk orðið lang-
þreytt á ástandinu. Múlinn hefur
krafist stórra fóma og stöðugt er
lifað í öryggisleysi og ótta um hvaö
gerist næst.
Fjórir menn hafa farist í Múlanum
í tveim slysum. TJr þessum slysum
sluppu jafn margir, lítiö eða ekkert
meiddir. Mörgum sinnum hefur svo
gerst að fólk hefur sloppið mjög
naumlega áður en bilar þess hafa
flogið fram af þverhnipinu. Sjálfur
eftirlitsmaður vegarins, Valdimar
Steingrimsson, hefur í tvígang fariö
fram af í sínum bílum. 1 bæði skiptin
slapp hann á óskiljanlegan hátt.
Valdimar sagði i samtali viö DV i
gær að alls hefðu 11 vélknúin ökutæki
farið út af Múlavegi og nokkrum
sinnum hefðu bílar oltið eftir
veginum eða farið upp fyrir hann.
„Það er afskaplega lítið hægt að
gera til úrbóta á veginum,” sagöi
Valdimar, „við þurfum göng og
ekkert annað en göng.”
-JBH.
Flugleiðir — SAS:
Samningur
um aukna
samvinnu
Samningur um aukna samvinnu
Flugleiða og SAS var undirritaður í
morgun. Eftir því sem DV kemst næst
felur þessi samningur í sér að ein ferð
veröur farin í viku milli Kaupmanna-
hafnar og Keflavíkur í nafni beggja
félaganna og einnig verður farin ein
ferð í viku milli Keflavíkur, Stokk-
hólms og Oslóar í nafni beggja. Vélar
Flugleiða annast flugið.
SAS hafði til skamms tíma millilend-
ingu í Keflavík á leiðinni til Grænlands
en nú fljúga vélar félagsins þangað
beint. Flugleiðir hafa nú sótt um leyfi
til áætlunarflugs til Grænlands.
Fyrmefndur samningur felur í sér
að skrifstofa Flugleiða hefur aðgang
að bókunarkerfi SAS og SAS hefur
sams konar aðgang aö bókunartölvu
Flugleiða. -PÁ.
Ólympíuskákmótið:
Jafntefli
við Skota
Islendingar og Skotar gerðu jafntefli
í karlakeppninni á ólympíuskákmótinu
í Sviss í gær. Hlaut hvor þjóð um sig
tvovinninga.
Guömundur Sigurjónsson tapaöi
fyrir McNab, Jón L. Arnason vann
Combie og Margeir Pétursson geröi
jafntefli við Swanson. Ingi R. Jóhanns-
son gerði sömuleiðis jafntefli viö
Byron. Islenska karlasveitin er því
meö 8 vinninga eftir 3 umferðir.
Islenska kvennasveitin tefldi í gær
við finnsku sveitina og sigruðu þær ís-
lensku með tveimur vinningum gegn
einum. Guðlaug og Aslaug sigruðu sina
andstæðinga en Sigurlaug tapaði. Is-
lensku stúlkumar eru með fimm vinn-
inga eftir 3 umferðir.
Júgóslavar eru nú efstir í karlaflokki
með 10 vinninga en fast á hæla þeirra
koma Sovétmenn og Vestur-Þjóðverj-
armeð9,5vinning ogbiðskák.
Kínverjar leiða í kvennaflokki með
7,5vinning ogbiðskák. ás.
'N\ ■
' N V
)SÍ ‘ * \ "«
X
■ '■ •» >
■' * *■ :> - *■?* OjL ■ m
Ó-vegurínn fyrír Ólafsfjarðarmúla. Hvað þurfa ÓlafsfíríUngar að blða lengi aftír úrbótum í samgöngumálum?
GROF ARAS A UNGA
KONU í BREIÐHOLTI
Ung kona varð fýrir grófri árás
unglingspilts í Breiöholti um klukkan
hálfníu í gærkvöldi. Talsvert sér á
konunni eftir árásina. Hún er meðal
annars stokkbólgin í andliti og auk
þess losnuöu nokkrar tennur í henni.
Konan var að versla í blómabúð-
inni Breiðholtsblómum í Amarbakka
2. Hún var á bíl og hafði lagt honum
fyrir utan verslunina. Þegar konan
var búin að versla og kom út í bílinn
stóðu þrír unglingspiltar fyrir aftan
hann. Þeir hindruðu hana síðan í að
aka í burtu. Konan fór út og bað pilt-
ana um að hætta þessari iðju sinni.
Einn piltanna tók orð konunnar
óstinnt upp og réðst á hana. Sló
hann hana nokkmm sinnum í and-
litiö. Auk þess var ráðist á bíl hennar
og sparkað í hann. Drengirnir hlupu
síðan allir á brott og er þeirra nú
leitað af lögreglunni.
-JGH.