Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1982, Blaðsíða 3
Messur ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2.00. Dagur aldinna í söfnuð- inum. Ollum öldruöum í sókninni sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar. Samvera og kaffi- veitingar kvenfélags Árbæjarsóknar eftir messu. Meðaldagskráratriða: Pétur Sigurðs- son alþm. flytur ræðu, Matthildur Matthias- dóttir syngur einsöng, Inga Þórðardóttir leik- ur á gítar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Bamaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 2.00 að Norðurbrún 1. Sr. Arni Bergur Sigurbjömsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Bamasam- koma kl. 11.00. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.00 í Breiðholtsskóla. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 2.00. Eðvard Ingólfs- son rithöfundur flytur ávarp á vegum Þing- stúku Reykjavíkur og ísl. ungtemplara, sem kynna starfsemi sína í Safnaðarheimilinu eftir messu og bjóða upp á veitingar. Organ- leikari Guðni Þ. Guðmundsson. Miðvikudags- kvöld kl. 8.00 verðlaunahátíð fermingarbama síðasta vors. Félagsstarf aldraðra miðviku- dagseftirmiðdag. Sr. Olafur Skúlason dóm- prófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11.00 í Safnaðarheimilinu við Bjamhóla- stíg. Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÖMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Þórir Stephensen. Stud. theol. Gunnlaugur Garð- arsson predikar. Kl. 2.00 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur, organleik- ari Marteinn H. Friðriksson. Laugardagur: Barnasamkoma í Vesturbæjarskólanum við öldugötu kl. 10.30. Sr. Agnes Sigurðardóttir. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 2.00. Sr. Magnús Guðjónsson predikar. Fél. fyrrv. sóknarpresta. FELLA- OG HÖLAPRESTAKALL: Laugar- dagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2.00. Sunnudagur: Barnasamkoma í Fella- skóla kl. 11.00. Guðsþjónusta í Safnaðarheim- ilinu Keilufelli 1 kl. 2.00. Sr. Hreinn Hjartar- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta með altarisgöngukl. 2.00. Kirkjukaffi. Aldraðir sérstaklega velkomnir. Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Æskulýðsfundur föstudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSPRESTAKALL: Basar kvenfé- lags Hallgrímskirkju hefst kl. 2.00, laugard. 20. nóvember. Kirkjuskóli bamanna er á laugardögum kl. 2.00 í gömlu kirkjunni. Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjömsson. Þriðjudaga kl. 10.30 fyrirbænaguðsþjónusta, beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur 24. nóv.: Náttsöngur kl. 22.00. Inga Rós Ingólfsdóttir leikur einleiksverk eftir J.B. Bach. Fimmtud. 25. nóv.: Opið hús fyrir aldraða kl. 15.00. HÁTEIGSKIRKJA: Bamaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2.00. Ummyndun Krists. Sr. Amgrímur Jónsson. KARSNESPRESTAKALL: Fjölskylduguös- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00 árd. Full- orðnir eru hvattir til að koma með bömunum til guðsþjónustunnar. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Oskastund bamanna kl. 11.00 Söngur, sögur, leikir. Guðsþjónusta kl. 2.00. Organisti Jón Stefánsson, presturSig- urður Haukur Guðjónsson. InnUeg þökk tU þeirra fjölmörgu, sem minnast kirkju sinnar á afmæUsárinu með því að svara bréfi bygg- ingamefndar. Það styttist í nothæfa kirkju. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugardagur: Guðs- þjónusta Hátúni 10, 9. hæð, kl. 11.00. Sunnu- dagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 2.00 Fermingarböm aðstoða. Kirkjukaffi eftir messu í kjaUarasal kirkjunnar í umsjá kvenfél. Laugarnessóknar. Þriðjud.: Bæna- guðsþjónusta kl. 18.00. Æskulýðsfundur kl. 20.30. Miðvikud.: Biblíuskýringar kl. 20.30. Föstud.: Síðdegiskaffi kl. 14.30. Sóknarprest- ur. NESKIRKJA: Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel og kór- stjóm Reynir Jónasson. Kirkjukaffi. Erindi og umræður kl. 15.30. Dr. Bjöm Bjömsson fjaUar um efnið: Ábyrgð kristins manns. Sr. Guðmundur Oskar Olafsson. I dag, laugar- dag, samverustund aldraðra kl. 15.00, gestir verða: Magnús Einarsson frá Laxnesi, Einar öm Einarsson og Jónína Gísladóttir. Mánu- dagskvöld kl. 20.00: Æskulýðsfundur. Mið- vikud. kl. 18.20: Fyrirbænaguðsþjónusta. Prestamir. SELJASÓKN: Barnaguösþjónusta Oldusels- skóla kl. 10.30. Bamaguðsþjónusta að Selja- braut 54 kl. 10.30. Guðsþjónusta Olduselsskóla kl. 14.00, Guðmundur Guðmundsson guðfræði- nemi prédikar. Mánudagur 22. nóv.: Fundur æskulýðsfélagsins í Seljaskóla kl. 20.30. Fimmtud. 25. nóv.: Fyrirbænaguðsþjónusta Tindaseli 3 kl. 20.30. Sóknarprestur. Frumsýning helgarinnar: ■mi Hí * ^ vv....: Dagleiðin langa inn í nótt eftirEugene O’Neill Á sunnudagskvöldið kl. 20 frum- sýnir Þjóðleikhúsið meistaraverk bandaríska skáldsins Eugene O’Neill: Dagleiðinlangainnínótt. Þetta var það síðasta af 47 leik- ritum sem Eugene O’Neill skrifaði og ekki frumsýnt fyrr en þrem árum eftir dauða hans. Það vakti þegar gífurlega hrifningu, og hefur raunar ‘ verið sýnt áður í Þjóðleikhúsinu, árið 1956, undir nafninu Húmar hægt að kvöldi. Sjónvarpsmynd um það meö Laurence Olivier í aðalhlutverki (sem faðirinn) hefur einnig verið sýnd hér. Allt um það er m jög gaman aö fá tækifæri til að sjá það aftur. Það kemur nú í nýrri þýðingu eftir Thor Vilh jálmsson með seiöandi orð- kynngL Leikstjórinn er O’Neill sér- fræðingur frá Bandaríkjunum, Kent Paul að nafni, og leikmyndahönn- uður og ljósameistari verður Quentin Thomas. Hann er breskur og hefur m.a. starfað með Royal Shakespeare Company, en er nú sestur að vestan- hafs. Leikritið gerist á einum haustdegi og lýsir fjölskyldu sem er af írsku bergi brotin. Talið er að Eugene O’Neill hafi haft sína eigin fjölskyldu til fyrirmyndar. Faðir hans var leikari sem lenti í þeirri sjálfheldu að leika Greifann af Monte Cristo svo vel að hann varð að halda því áfram í sextán ár samfleytt. Móðir hans var skáldhneigð kona, en leitaöi sér huggunar við ófullnægðum draumumí veröld vímugjafa. Rúrik Haraldsson og Þóra Friðriksdóttir fara með hlutverk þeirra hjóna, en Amar Jónsson og Júh'us Hjörleifsson leika syni þeirra tvo. Júlíus útskrifaðist úr Leiklistar- skóla Islands í hittifyrra og fær nú sitt fyrsta stóra hlutverk á leiksviði. Hann leikur þann bróðurinn, sem talinn er líkjast Eugene O’Neill sjálfum. Þá fer Lilja Guðrún Júlíus Hjöríeifsson leikur sitt fyrsta stórhlutverk á sviói Þjóðieikhússins sem yngri bróðirinn i ieikriti Eugene O 'Neill, Degleiðin langa inn inótt. DV-mynd: GVA. : Þorvaldsdóttir með litlð hlutverk. Eugene O’Neill kynntist leikhúsinu kornungur vegna starfs föður sins. Eftir misheppnaöan vetur í háskóla fór hann til sjós og flæktist viða. Hann kynntist margs konar fólki, drakk mikið viskí, en fyrst og fremst varð hann eitt mesta harmleikja- skáld Bandaríkjamanna. Brostnir draumar, persónuleg skipbrot, mis- skilin ást, öllum þessum mannlega vanda lýsti hann af djúpum skilningi og hjartans einlægni. -ihh. Sokkabandiö hefur átt miklum vinsæidum að fagna á Vestfjörðum að undanförnu. kkabandið í fyrsta sinn í Rey DV-mynd: Bj. Bj. JwfMáF’ Hf f ___________ Isfirska kvennahljómsveitin, Sokkabandið, hefur lagt land undir fót og spilar í fyrsta sinn í Reykjavík í kvöld, föstudag. Verður það á dans- leik Kvennaframboðsins í Hreyfils- húsinu við Grensásveg. Dansleikur- inn hefst klukkan 22.00 og stendur til 3.00 eftir miðnætti. Aldurstakmark er 18 ár. Sokkabandið var stofnað í septem- ber síðastliðnum og hefur æft og spil- að síðan. I hljómsveitinni eru sex eldhressar konur á aldrinum 15 til 38 ára, allar húsmæður nema ein. Vinna utan og innan heimilis kemur ekki í veg fyrir tónlistarsköpunina. Og tónlistarstefnan er hin f jölbreyti- legasta, létt rokk er þó mest áber- andi, reggae flýtur meö inn á milli. Frumsamið efni er í hávegum haft. Ekki er hægt að kalla Sokkabandið kvenréttindahljómsveit, sjálfar segja stelpumar hana vera mann- réttindahljómsveit. 1 það minnsta er hljómsveitin mjög athyglisverð. JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.