Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1982, Blaðsíða 6
22 'DV. FOSTUDAGUR19. NOVEMBER1982. Bókin sem éger að lesa: Viö heyrum oft talaö um Bandarík- in sem land hinna mörgu tækifæra. Þar er hægt aö komast áfram og verða ríkur. Þangað fóru meðal ann- arra margir Islendingar í þeim til- gangi. En hvað verður um þá sem ekki tekst að verða ríkir, þrátt fyrir að þeir reyni allt í þá átt? Um þá, eða einn þeirra, er bókin sem ég er að lesa. Hún er á ensku og heitir An American Tragedy. Hún er eftir Theodore Dreiser og var upphaflega Lítilmagninn í Guðs eigin landi gefin út áriö 1925. Sögusviöiö er upp- haf aldarinnar þegar þeir ríku reyndu ekki eins og nú að fela auð sinn heldur bárust mikið á. A það horfðu hinir fátæku oft og tíöum öfundaraugum. Söguhetja í bókinni er unglingspiltur sem er ákveðinn í því að hefjast upp úr því að vera sá fátækasti af öllum fátækum í að verða ríkur og virtur. Hann sér sem er að það tvennt fer saman. örlögin eru hins vegar ekki á því að hleypa þessum manni neitt upp á dekk. Hon- um mistakast allar tilraunir til aö ná sér í peninga og þar sem ég er stödd í bókinni núna situr hann inni fyrir morð. Irving Howe ritar eftirmála í bók- ina. Þar dregur hann fram þá sam- stöðu sem hann telur nútímamenn í Bandaríkjunum eiga með þessari ólánssömu söguhetju. Það að mis- takast er nokkuð sem er ekki leyfi- legt í guðs eigin Iandi. Hinn stöðugi þrýstingur gerir það að verkum að allir verða að berjast við að komast áfram, hærra og hærra, enginn má sætta sig við orðinn hlut. Þeir sem ekki hafa taugar, kænsku og þol í þessa baráttu eru útskúfaðir af eigin samféiagi. Enginn vill við þá kann- ast og enginn hefur samúð með þeim. Þjóöfélagið virðist beinlinis bíöa eft- ir því að þeim verði eitthvað á og þá erenginmiskunn. Mér er ekki kunnugt um það hvort þessi bók fæst hér í búðum. En verði hún á vegi ykkar eru blaðsíðurnar 830 vel þess virði að lesa þær og hugsaögnum. Dóra Stefánsdóttir HELGARBLAÐ á morgun laugardaginn 20. nóv, — tvö blöð — 64 síður MEÐAL EFNIS Að jörðu skaltu aftur verða... líkbrennslan í Fossvoginum skoðuð ÞARERUSJO- RÆNINGJAR Á HVERJU STRÁI — Rætt við íslending sem lengi hefur starfað í Burma Ný viðhorfí ávana- og fíkniefnafræðslu Rattus Norwegicus — og önnur óskemmtileg dýr Birtir kafíar urnyjustu bókum Péturs Gunnarssonar og Jóns Óttars Ragnarssonar „Oröinn ieiöur áiyftingum" Skúli Óskarsson kraft- lyftingakappi í helgarviðtali Theodore Dreiser, bandariskur - rithöfundur sem fæddist ériö 1871, lóstárið 1945. Matsölustaðir REYKJAVlK ASKUR, Laugavegi 28 B. Simar 18385 og 29355: Opið-kl. 9—24 alla daga. Vínveitingar frá kl. 18 virka daga og allan daginn á sunnu- dögum. ASKUR, Suöurlandsbraut 14. Simi 81344: Opiö kl. 11-23.30. TORFAN Amtmannsstíg, sími 13303: Opiö alla daga vikunnar frá klukkan 10.00—23.30. Vínveitingar. KOKKHUSIÐ Lækjargötu 8, simi 103440: Opið alla daga vikunnar frá klukkan 9.00—21 nema sunnudaga er opiö frá klukkan 10.00—21.00. TOMMABORGARAR Grensásvegi 7, simi 84405: OpiðaUa daga frá klukkan 11.00—23.00. SVARTA PANNAN á horninu á Tryggvagötu og Pósthússtræti , sími 16480: Opið alla daga frá klukkan 11.00—23.30. GOSBRUNNURINN Laugavegi 116, sími 10312. Opið virka daga frá klukkan 8.00—21.00 ogsunnudaga frá klukkan 9.00—21.00. ASKUR, næturþjónusta, sími 71355: Opið á föstudags- og laugardagsnóttum til klukkan; 5.00, sent heim. WINNIS, Laugavegi 116, sími 25171: Opið aUa daga vikunnar frá klukkan 11.30—23.30. LÆKJARBRÉKKA við Bankastræti 2, simi 14430: Opið alla daga frá klukkan 8.30—23.30 nema sunnudaga, þá er opið frá klukkan 10.00—23.30. Vínveitingar. ARNARHÚLL, Hverfisgötu 8—10, simi 18833:' Opið alla virka daga í hádeginu frá klukkan 12.00-15.00 og alla daga frá kl. 18.00-23.30. A föstudags og laugardagskvöldum leika Magnús Kjartansson og Finnbogi Kjartans- son í Koníakklúbbnum, vínveitingar. MENSA, veitingastofa Lækjargötu 2, 2. hæð, sími 11730: Opið aUa daga nema sunnudaga frá klukkan 10.00—19.00 og sunnudaga frá klukkan 14.00-18.00. POTTURINN OG PANNAN, Brautarholti 22: Opiðfrá 8.00-23.30. RÁN, Skólavörðustíg 12, sími 10848: Opið klukkan 11.30—23.30, léttar vínveitingar. BRAUÐBÆR Þórsgötu 1, við Oðinstorg. Simi 25090: Opið kl. 9—23.30 virka daga og 10— 23.30 á sunnudögum. ESJUBERG, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2. Sími 82200: Opið kl. 7—22. Vínveitingar. HOLLYWOOD, Ármúla 5. Boröapantanir í sima 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 ÖU kvöld vikunnar. Vinveitingar. HORNIÐ, Hafnarstræti 16. Sími 13340: Opið kl. 11—23.30. HOTEL HOLT, Bergstaðastræti 37. Borðapantanir í sima 21011. Opið kl. 12—14.30 og 19—23.30. Vínveitingar. HÓTEL LOFTLEHMR, Reykjavíkurflugvelli. Borðapantanir í síma 22321: Blómasalur er opinn kl. 8—9.30. (morgunmatur), 12—14.30 og 19—22.30. Vinveitingar KAFFIVAGNINN, Grandagarði 10. Símar 12509 og 15932. Opið kl. 4 eftir míðnætti til kl. 23.30. Vínveitingar. KRÁIN við Hlemmtorg. Simi 24631. Opið alla daga kl. 9—22. LAUGAÁS, Laugarásvegi 1. Simi 31620. Opið 8-24. NAUST, Vesturgötu 6—8: Borðapantanir í sima 17759. Opið alla daga kl. 11—23.30. NESSÝ, Austurstræti 22. Sími 11340. Opið kl. 11-23.30 aUadaga. ÖÐAL við AusturvöU. Borðapantanir í síma 11322. Matur framreiddur kl. 21-01 sunnu- daga til fimmtudaga, kl. 21—03 föstudaga og laugardaga. ÞÓRSCAFE,. Brautarholti 20. Borðapantanir í síma 23333. Matur framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 20—22. Vínveitingar. HAFNARFJÖRÐUR GAFL-INN, Dalshrauni 13. Sím' 54424. Opið alla daga kl. 8—23.30. Sunnudaga kl. 17—21 er opinn veislusalur með heita og kalda rétti og vínveitingar. SNEKKJAN og SKÚTAN, Strandgötu 1-3. Borðapantanir í síma 52502. Skútan er opin 9—21 sunnudaga til fimmtudaga og 9—22 föstudaga og laugardaga. Matur er fram- reiddur í Snekkjunni á laugardögum kl. 21- 22.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.