Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Page 7
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
Neytendur Neytendur
Algjört bann við hráu kjöti:
Vikulega brennt miklu
af spægipylsu
og svínak jöti
—f ólk virðist ekki vita af auknu
aðhaldi
Rósa Þorsteinsdóttir frá ísafirði
hringdi:
Ég kom fyrir nokkru frá Dan-
mörku. Á Kastrupflugvelli keypti ég
mér spægipylsu. Þar var ekkert
skilti lengur uppi um það að ekki
mætti koma með slíka vöru til Is-
lands. Þegar ég lenti í Keflavík var
hins vegar pylsan tekin af mér. Og í
rútunni á leiöinni í bæinn heyrði ég
mann seg ja frá því að af honum hefði
verið tekið létt soðið svínakjöt. Þetta
kom okkur báðum jafnmikið á
óvart. Hingað til hefur verið leyfi-
legt, að ég taldi,að koma með svona
mat inn í landiö. En mér var sagt í
Keflavík að búið væri að setja ný lög
sem bönnuðu slíkt. Ég hef hins vegar
ekki heyrt neitt um siík lög. Mig
langar líka til að vita hvaö gert er viö
það sem tekið er af manni.
Svar:
Sveinbjörn Agnarsson í Landbún-
aðarráöuneytinu sagði að ekki væri
búið að setja nein ný lög. Árið 1928<
hefði verið sett reglugerð sem bann-
aði innflutning á ósoðnum mat (og
spægipylsa og léttsoðið svínakjöt
telst til þess flokks). I áranna rás
hefði hins vegar verið farið að slakna
á því að reglugerðinni væri nægilega
framfylgt. Því hefði í sumar er gin-
og klaufaveiki varð vart í Danmörku
verið ákveðið að herða nú á því að
reglunum væri fylgt. Um þetta hefði
öllum tollstjórum verið sent bréf.
Ég spurði Sveinbjöm hvort ástæða
væri til að ætla að þessu ákvæði yrði
eitthvað breytt í frjálsræðisátt. Hann
sagði svo ekki vera. Menn vissu ekki
nóg um það hvemig gin- og klaufa-
veiki smitaöist að þeir þyröu að
taka neina áhættu. Árið 1952 hefði til
dæmis orðið geysilegt tjón í Kanada
þegar þangað barst gin- og klaufa-
veiki með pylsu frá Þýskalandi.
Sveinbjöm var þá spurður að því
hvort þetta hefði verið nægilega
kynnt fyrir fólki. Taldi hann svo
vera. Auglýst hefði verið í öllum
blööum og til skamms tima aö
minnsta kosti hefði hangið uppi
spjald á Kastrup með þessum
ákvæðum skráðum á.
Kristján Pétursson deildarstjóri í
Tollgæslunni á Keflavíkurvelli hafði
aðra sögu að segja. Hann sagöi aö á
hverjum einasta degi kæmi fólk með
eitthvað af mat inn í landið sem taka
yrði af því. Mest frá Kaupmanna-
höfn. Fólk virtist ekki vita af þessum
nýja strangleika og teldi að heimilt
væri að koma með reyktan eða létt-
soöinn mat. Þaö væri því að koma
með slíkan vaming í mesta granda-
leysi. Kristjáni þótti sorglegt að
þurfa að brenna mat áhverjum degi
en samkvæmt lögum mætti ekkert
annað við hann gera.
Björn Olafsson sem hefur yfirum-
sjón með toliskoðun á Smyrli var
spurður að því hvort sömu ströngu
reglur væra þar í gildi. Hann sagði
svo vera. Allur matur sem með
Smyrli kæmi væri skoðaöur og hann
brenndur ef hann væri ekki í
samræmi við gildandi reglur. Lítið
væri hins vegar um að þetta kæmi
fýrir. Vandlega hefði verið auglýst á
viðkomustöðum Smyrils að bannaö
væri að koma með kjöt til Islands og
vissu því allir farþegar af því. Nokk-
uð hefði veriö um þaö í fyrrasumar
aö leiðangrar heföu komiö með mikið
af mat með sér. Vandlega hefði verið
farið í gegnum hann og allt það eyði-
lagt sem minnsta ástæða var til að
ætlaaðgætiboriðsmit. -DS
7
Technics ™
Geröu drauminn aö veruleika
Technics Z-25
Verð aðeins
19.890.- Stgr.
KEFLAVÍK
HAFNFIRÐÍNGA. G“?.,Í.nn®.?.°n ©JAPIS hf.
STRANDGÖTU 28
^^■— Technics
Einar
3finnsL_
Bólungarvík
Ný sending af frönskum jólaskóm
Tískusýning
laugardag kl. 11.30
Laugavegi87 Sími 10-5-10,
ÞEGAfí ÞÚHELLIR UPPÁ GrandOS KAFFI,
NOTARÞÚ MINNA,
ENFÆRD SAMT HID SANNA KAFFIDRAGÐ.
Grandos
GÆÐ/ OFARÖLLU