Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Qupperneq 9
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982. 9 Útlönd Bróðir Sadats loks fyrir rétt Ismat Sadat, bróöir Anwars heitins Sadats, f jögur börn hans og tvær eigin- konur koma fyrir rétt á laugardaginn til þess að svara til saka fyrir 24 ákæruatriði varðandi svindl og spill- ingu. Þau eru einnig ákærð fyrir aö hafa grafið undan efnahagslífi landsins, fyrir pólitíska spillingu og fyrir aö hafa sölsað undirsig eignir ríkisins. Ismat er sagður hafa misnotað sér hið góða nafn bróður síns, fyrrum Egyptalandsforseta, í kaupsýslunni. Hann hafði stundað svartamarkaös- brask og flutt inn skemmd matvæli, sem prangað var inn á f ólk. Allar eignir hans og fjölskyldunnar hafa verið gerðar upptækar. Hefur hann og þrír synir hans setiö í varð- haldi á meöan rannsóknin hefur staðið yfir. Vinnuagi slæmur í Sovét Samkvæmt upplýsingum í Prövdu eru Kremlverjar nú mjög uggandi um vaxandi hirðuleysi fólks í sámbandi við vinnu sína og skróp þess frá vinnu- stöðum sem kemur hart niöur á fram- leiðslunni. Segir í leiðara í Prövdu að verka- menn standi sig illa í framleiðslunni og eitt ráðiö til að sporna við þessari þró- un sé harðari vinnuagi. Pravda vitnar í flokksleiötogann Yuri Andropov, sem hefur eftirfarandi ummáliðaðsegja: — Viö verðum að koma ákveönara fram í baráttu okkar viö þá sem brjóta niður aga flokksins, rikisins og vinnu- markaðsins. Segir jafnframt í leiðaranum að skrópasýki fólks sé mjög til baga á mörgum sviðum og því miður hafi margir yfirmenn reynt að leyna þessu ástandi. Leggur blaðið til að fólk bendi sjálft á þá sem skiliö eigi að missa vinnu sina sakir drykkjuskapar og ómennsku og ætti brottreksturinn að fara fram opin- berlega. Þannig væri þeim óæskilegu ljóst hvað starfsfélögunum fyndist um háttalag þeirra. Pravda segir að brotlegir geti ekki lengur treyst því að fá vinnu annars staðar en áður var auðvelt fyrir fólk í Sovétríkjunum að fá vinnu aftur þrátt fyrir brottrekstur og þótti engin tiltak- anleg skömm aö slíku. Hjartaþeg- inn nú við betri líðan Læknar segja að nýjasti uppskurður- inn sem gerður hefur verið á Bamey Clark tannlækni hafi tekist vel. Líðan hans er sögð betri en fyrir aðgerðina og að hann sýni öll batamerki. Clark fékk sett í sig gervihjarta 2. desember með sjö og hálfrar stundar langri aðgerð á sjúkrahúsi í Saltvatns- borg í Utah. Er hann tengdur með slöngum við loftpressu sem knýr hjart- að og stjórnar því. Skömmu eftir þá aðgerð fékk hann lungnabólgu í vinstra lunga þegar einn loki hjartans starfaði ekki rétt. Þurfti að skipta um loka og síðan er Clark við betri líðan. VERÐ: ° 20" frá kr. 17.980,- 22" frá kr. 21.060,- 27" frá kr. 24.880,- Gleðileg jól Ætlar þú að fá þér: Litasjónvarp og/eða myndsegulbandstæki fyrir jól? JÓLA TILBOÐ frá kr. 5.000 út. Rest á 6 mán. Myndsegulbönd Verð frá kr. 26.980,- JÓLATILB0Ð Kr. 5.000 út. Restá 6 mán. Þá er valið auðvelt Við bjóðum mesta úrval í bænum yfir 30 mismunandi tæki frá gæðafyrirtækjunum -— NORDMENDE Þú getur valið um 6 stærðir 14,16,18,20,22 og 27 tommur Videotækin frá Nordmende hafa sýnt að þau standa undir nafni. Hjá okkur gera allir góð kaup. Fáðu þér tæki fyrir jól. Við höfum verslað með sjónvörp í 20 ár og gerum það enn. Reynsla okkar er þinn hagur. Bang&Olufsen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.