Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Qupperneq 13
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
13
Kjallari
á fimmtudegi
Magnús Bjarnfreðsson
fyrir þaö skotíð i lítillæti sínu að í það
minnsta einn skyni gæddur maður,
Homo sapiens, væri í þingliði
maddömmunnar.
Stjörnuhrap
En skjótt skipast veður í lofti. Mikið
stjörnuhrap hefur orðið. Það má öllum
vera ljóst við lestur Þjóðviljans síðustu
dagana aö menn þar á bæ hafa séö aö
illilega hafa þeir verið blekktir. Bann-
sett friðardúfan var eftir allt saman
ránfugl sem hafði troðið sér í dúfuham.
Þar með hefur á,it!.ð á mannvitinu
farið sömu leið. Ljóst er að Guð-
mundur er ekki að áliti Þjóövilja-
manna lengur hinn skyni gæddi
maður, tæplega að hann sé uppréttur,
Homo erectus. Meðaldrægumeldflaug-
um var skotíð af stað, þær langdrægu
settar í skotstööu og kafbátasér-
fræðingar flokksins þustu af stað
símleiöis og bréfleiöis með djúp-
sprengjur sínar. Ekkert var of slæmt
til að eigna ránfuglinum dulbúna. Þar
sem orðaforða ritstjóra málgagnsins
þraut var gripið til sögusagnanna að
venju og ótrúlegustu hlutír fundnir
upp.
Málefni og
moldviðri
Álmálið er margslungiö mál.
Iönaöarráðherra telur sannaö aö al-
þjóðlegi auöhringurinn Alusuisse hafi
með reikningskúnstum haft stórfé af
Islendingum. Fulltrúar auðhringsins
hafa brugðist ókvæða við og krafist
þess að ráðherra drægi allar ásakanir
sínar til baka. Enginn dómur skal hér
lagður á það mál, hvort ráðherra hafi
haft rétt fyrir sér í einu og öllu. Hitt
og sýndi stórar og beittar klær. Guð-
mundur hefur setið í svokallaðri álvið-
ræðunefnd sem komiö var á fót meö
fulltrúum allra þingflokka og var eini
þingmaöurinn sem sæti átti í nefnd-
inni. Mun hann væntanlega hafa álitiö
að nefndinni væri ætlaö eitthvert
annaö hlutverk en hlusta á ráðherrann
segja frá því aö viðræður væru
árangurslausar. Þegar ráöherrann
hafði rétt einn ganginn spilað gömlu
plötuna sína, gerðist hann svo djarfur
að flytja tillögu sem miðaði að því að
koma málum úr sjálfheldunni. Það er
ljóst aö aðrir nefndarmenn sættu sig
nokkurn veginn viö tillögu Guðmund-
ar, í það minnsta fulltrúar Alþýðu-
bandalags og ráöherra í nefndinni,
enda þótt þeir vildu koma raforku-
verði upp í rúmlega 14 aura í stað 12,
áður en viðræður hæfust, eins og gert
var ráð fyrir í tillögu Guömundar. Með
þessa lausn fóru fulltrúar ráðherra í
simann og komu sneyptir til baka og
slitu fundi í snarheitum áður en fékkst
að bera tillöguna undir atkvæði.
Það sem mesta athygli vekur við á-
framhaldiö er þaö að ráðherra rang-
túlkar tillöguna svo herfilega aö þar er
engin heil brú í. Hann skýrir beinlínis
rangt frá efni hennar í ríkisfjölmiðlum
og lætur málgagn sitt tönnlast á
ósannindunum. Þegar þannig er staöið
að málum er ávallt óhreint mjöl i
pokanum. Þetta hefur verkað þannig á
mig að ég er orðinn sannfærður um að
ráðherra vildi ekki semja. Ég trúði því
aö einhver tilfinningaleg sjálfhelda
kannski á báða bóga, kæmi í veg fyrir
árangur í samningum en þegar svona
er aö verki staðið þarf eitthvað mikiö
aðfela.
Um hvað var tillagan?
I ofsa og hávaöa ráðherra og
málgagns hans hefur verið reynt að
fela um hvaö tillagan var. Hefur verið
látiö í það skina aö hún hafi verið um
20% hækkun orkuverðs og síðan yrði
gengið að kröfum auðhringsins. Er
engin furða að þeir, sem aðeins hafa
fengið þessa túlkun á málunum, trúi
því að eitthvað sé brogað viö afstöðu
Guðmundar G. Þórarinssonar. Nú er
hins vegar ljóst að tillagan gerði ráð
fyrir því að orkuverð hækkaöi fyrst um
20% áður en viðræður hæfust og því
aðeins yrði gengið til móts við nokkrar
óskir Alusuisse um stækkun eða
breytingar á samningum að viðunandi
samningar næðust um frekari hækkun
á orkuverði fyrir 1. apríl næstkomandi.
Tillagan gerir þannig ekki ráð fyrir
neinni tilslökun í samningum, aðeins
að 20% hækkun komi strax og
auðhringnum sé gert Ijóst að 1. apríl sé
þolinmæði okkar þrotín. Ráðherra,
sem ærist út af slíkri tillögu vill ekki
semja, hvað sem hann sver.
A „Gamli maðurinn” í Framsókn hefur að
w því er virðist gengið fram á vígvöllinn, al-
búinn þess að taka í hornin á öllum bolum....’
má öllum vera ljóst og má aldrei
gleymast að alþjóðlegir auðhringir eru
ekki góðgerðarfélög og nota hverja
smugu sem finnst í samningum til þess
að draga að sér fé. Með þeim þarf
stöðugt að hafa öflugt eftirlit því full-
trúar þeirra eru fljótir að finna hvar
færi gefst til undanbragða.
En hvort sem ráðherra hefur haft
rétt fyrir sér eða ekki þá er ljóst að
ráðherra hefur ekki haft enndi sem
erfiði í krossferð sinni gegn auðhringn-
um. Hvort um er að ræða skort á pott-
þéttum sönnunargögnum eða skort á
kunnáttu i mannlegum samskiptum
skal ósagt látið, enda ekki höfuöat-
riöi. Það sem máli skiptir er það aö
málin hafa verið í algerðri sjálfheldu
og ráðherra hefur hvaö eftir annaö lýst
því yfir aö ekkert hafi þokaö í sam-
komulagsátt í viðræðunum. Raunar
virðist nú svo að ráðherrann hafi ekki
skýrt þjóðinni alveg satt frá undir
lokin en látum það kyrrt liggja, hann
er þá ekki einn íslenskra stjórnmála-
manna um þá synd.
Það var við þessar kringumstæöur
sem friðardúfan kastaði dulargervinu
Það er lágmarkskrafa þjóðar til
ráðherra að hann ræði á málefna-
legum grundvelli um þau mál sem
undir hann heyra. Sá ráðherra sem
ekki er fær um það á að víkja. Við
lifum í upplýstu þjóðfélagi en ekki í
pólitísku hænsnabúi og skiptir þá ekki
máli hvort menn vilja hafa þaö rúss-
neskt eða búlgarskt.
Líklega verða stóru eldflaugamar
ekki notaöar í þessu stríði, það verður
háð á afmörkuðu svæði. Væntanlega
situr ráðherrann áfram, enda þótt
hann sé ekki lengur trausts verður og
mál þvælast áfram, öll í sjálfheldu,
fram yfir áramót. Þó kann aö vera að
skammt sé í að þeim stóru verði skotiö
af staö. „Gamli maðurinn” í
Framsókn hefur að því er virðist
gengið fram á vígvöllinn, albúinn þess
að taka í hornin á öllum bolum. Hann
hefur lýst yfir að hann telji stjómarslit
óhjákvæmileg vegná framferðis sam-
starfsflokks í kjördæmamálinu.
Kannski man enginnl eftir álmálinu
lengur, þegar þessi grein kemst fyrir
almenningssjónir.
Magnús Bjarafreðsson.
Togarasaga Guðmundar Halldórs
Guðmundur
Halldór
Guðm. J.
Guðmundsson
Jónas
Guömundsson
Saga
Guðmundar
Halldórs togaramanns nær
yfir langa ævi, allt frá að búa
í steinbyrgjum og róa áraskipum
fyrir aldamót, til hnoðaðra járnskipa.
Jónas Guðmundsson nær ótrúlega
góðu sambandi við þennan tröllvaxna
karakter. Viðtal Jónasar við Guðmund
J. Guðmundsson son hans, er hreint
gull. Þar lýsir Guðmundur heimilis-
föðurnum Guðmundi Halldóri, Verka-
mannabústöðunum gömlu, kjörum
alþýðumannsins og daglegu lífi hans.
Bókaútgáfan Hildur
Skemmuvegi 36 Kópavogi
Símar: 76700 - 43880
er
sannkölluð
sjómannabók
og
brimsölt
TOGAfiAMAOUHINN
GUOMUNDUR HALLDÖfi
OOOWU**1>UB H'aUPOH
Oö SOHUK MAN5
OUOMU«OWR *
ÍÉ6JA Í RA
BYLGJUR: LW — MW — FM STEREO
SNERTITAKKAR — 12 WATTA MAGNARI
AMPS SJÁLFVIRKUR LAGALEITARI — 4 HÁTALARAR
REYKJAVÍK SÍMI 85333
UÓNVARPSBODIN
cc
a
Kr. 6.395,-
(Stgr.)
JÚMBÓ
FRÁ
SAMSUIMG