Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Page 15
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
15
umfram allt til annarra bóka og rit-
höfunda til viðmiöunar um erindi og
merkingu þeirra. Og saga Antons
Helga var sí og æ aö minna mig á
kvæöi eftirSteinunni Siguröardóttur,
úr bók hennar, Verksummerkjum,
sem er aö vísu alveg prýöilegt kvæði.
Fyrir þína hönd nefnist þaö, ort
fyrir munn stúlku sem nánar er Iýst í
textanum: ung og ófríð, illa gefin,
engu lík. Eg er svo vitlaus að ég get
ekki einu sinni ort þetta sjálf, segir
þar. „Þaö gerir kona úti í bæ. En
hvaö veit hún? ” Og kannski þaö sé sú
spurning sem mestu skiptir í kvæö-
inu.
Sögu Magga í Vini vors og blóma
er á sinn hátt dálítið svipaö háttaö.
Hún gæti sjálfsagt eftir efnisatriðum
sínum verið sönn saga, líkast til eru
sögur eins og þessi sí og æ að gerast í
raun og sannleika. Og hún er líka
dálítið eins og lífiö sjálft að því leyti
til að ekki er auðvelt aö endursegja
hana alla í fáum oröum. En Maggi er
úr sveit, alinn upp hjá afa sínum, ef
ég greip þaö rétt, fólkið hans komið á
tvist og bast, móðir hans í Ameríku,
en hann á móöurbróöur, Magnús
eldra sem er bissnesmaöur. Maggi
hefur verið til sjós, en er kominn í
SigríðurK.
Stefánsdóttir
barnanna og ræða við þau um frið og
sáttfýsi, líkt hænufetinu sem sólin fer
þegar hún er aö hækka á lofti og
breytir smátt og smátt skammdegi í
nóttlausa voraldar veröld?
Verum fyrirmynd sem hefur áhrif
á framtíöina.
Sigríöur K. Stefánsdóttir,
kennari við
Fósturskóla íslands.
Þaö vefst fyrir mér aö finna
búgrein til að benda þér á. Hvemig
væri aö rækta silung? Mýrdælingar
setja skít utan með tjömum sínum til
aö hressa upp á lífríkiö. Búa þannig í
haginn fyrir silunginn. Olíkt er þetta
betri viðleitni en skítkastið í
blööunum. Mér datt þetta í hug af því
að ég sé sjaldan silung á borðum
fólks og mér finnst það göfugt að
framleiða fyrir landann. Þó að lítið
fáist í aðra hönd, er samt hægt að lifa
glaður. Það hefur margur gert. Það
er bara kjánaskapur aö bruöla verð-
mætum eins og margur gerir — allra
helst ef þau em fengin eins og
ölmusa frá öðrum þjóöum. Svei!! Og
ef búskapurinn gengur vel, svo að
eitthvað fæst meira en með þarf til
innanlandsneyslu, finnst mér hægt
að selja ódýrt eða gefa hungruðum.
Bæjarbúum væri ekki vorkunn að
taka þátt í því eða hvar er annars
íslenska höfðingslundin? Hefur hún
ef til vill koðnað niður í lífsþæginda-
kapphlaupinu?
Að síðustu, landar góðir. Höggvið
ekki á líflínur þjóðarinnar, sjávarút-
veg og landbúnað. Spyrjið ykkur
sjálf hvað lengi þið getið lifað á út-
lendum lánum og ölmusu, ef þið for-
smáið gæði lands og sjávar. Munum
að við erum rík. Við höfum tæki,
þekkingu, gott land og duglegt fólk.
Við kunnum h'klega ekki að
skipuleggja en hljótum við ekki að
læraþað?
19.11.
Katrín Árnadóttir,
Hlíð, Guúpverjahreppi.
land, verkstjóri á eyrinni, býr með
Katrínu, sem á ófeðraöa dóttur,
Tótu, vinnur með Villa bróður henn-
ar sem tekur þátt í einhverri bolsa-
hreyfingu. Það gengur svona og
svona sambúöin hjá Kötu og Magga,
samlyndiö hjá þeim Villa. En þau
systkin virðast þó hafa það f ram y fir
Magga aö vita frekar en hann hvaö
þau vilja með lífi sínu, til hvers sé
vinnandi með því. Maggi er ansi
gjarn að láta reka á reiðanum, arka
að auðnu. Hann er að vísu farinn ögn
að eldast, vill innst inni setjast um
kyrrt með Kötu, eignast með henni
barn eins og Tótu. Samt stenst hann
ekki félagsskap Magnúsar frænda
síns, hrossasnattið með honum, og
hann stenst ekki konuna hans,
Maríu, þegar hún vill fá hann til við
sig. Flosnar þess vegna upp úr sam-
búðinni viö Katrínu.
Nú vill svo sorglega til að Villi ferst
í vinnuslysi við höfnina, sem kannski
var Magga að einhverju leyti að
kenna. Svo mikið er víst að hann
tekur slysið nærri sér: Kannski það
gæti vakið hann til vitundar um hver
hann eiginlega sé og hvar staddur
sjálfur. Hann vill skilja að skiptum
við Magnús og Maríu, taka aftur
saman við Kötu. En hún er ekkert
upp á það komin, hefur síðan þau
Maggi skildu verið hjá foreldrum
sínum austur á landi, en ætlar i haust
að fara aö búa með vinkonu sinni,
aqnarri einstæðri móður. Magga
verður ekkert ágengt með hana. Og
stendur í sögulokin aleinn uppi og
alls vant.
Bókmenntir
Ólafur Jónsson
Það er í þessum svifum sem peir
Toni sögumaður kynnast á dekkja-
verkstæðinu þar sem Maggi vinnur
eftir slysið. Segir Tona sögu sína yfir
glasi einhvem tíma. Og nú er hún
komin út í bók að þremur árum liðn-
um. En hváð veit strákur úti í bæ,
eins og Toni, eiginlega um mann eins
og Magga, um lífið sjálft?
Af kviðmágum
Eitthvað gengur Tona til, að leggja
niður atómbull en skrifa í staðinn
þessa bók um Magga. Fyrir þremur
árum hafði hann nýskeð hrökklast
burt úr menntaskóla, búinn að gefa
út bókina sína, vann í svip á verk-
stæöinu með Magga. Hvað eiga þeir
saman? Skrýtiö að engu er líkara en
bæði Maggi sjálfur, og líka Magnús
eldri, frændi hans, Mangi sveitti sem
svo var eitt sinn kallaöur, hafi í æsk-
unni gengið með einhvers konar
listamannsgrillu. Eins og Toni. Þar
fyrir utan gefur sagan til kynna að
það sé Toni sem á Tótu með Katrínu,
án þess að Maggi viti neitt um það.
Og má vera að Maggi eigi barnið
sem María ber kannski undir belti í
sögulokin. Af einhverri ástæðu gat
Maggi látið sig uppi við Maríu þótt
hann væri eins og lokuð bók við Kötu.
Kannski það sé um síðir kvenfólkið
sem mestu skiptir í sögunni og í líf-
inu. En þeir Toni og Maggi eiga þá
kynnin við Katrínu saman: „Það er
ekki eðlilegt hvað maður lendir á
miklum aumingjum alltaf,” segir
hún sjálf um þetta efni. Og gæti stað-
iðíkvennabók.
Væri ekki annað líf að loknu þessu,
labbaði ég í sjóinn strax í dag, sagði
stúlkan í kvæðinu góöa eftir Stein-
unni Sigurðardóttur. Vill henni til að
til er annað h'f — það er allt annað líf,
segir þar. SaganskilstviöMaggavin
vom einan og yfirgefinn í eitthvað
svipuðum sporum viö búðarglugg-
ann í Álfheimum þar sem flíkaö er
heimsins gæðum, bæði nýju Lunatic
sjónvarpstækjunum og hinum
heimsfrægu Breakable postuhns-
styttum. Maggi brýtur að vísu ekki
upp búðargluggann þótt hann nappi
sér kannski jólasveini úr búöinni að
sögulokum. Og hleypst að svo búnu
burt frá henni óútkljáðri.
I því held ég raunar að liggi gildi
þessarar sögu, skemmtun sem af
henni stafar: af tilfæringunum, leik
sögunnar með efni sitt, af því að
sagan lætur það um síðir standa opið
og óútkljáð. Tona sögumanni óar eitt
og annað í fari Magga kunningja
síns, tannleysið og táfýlan og sá
siður að bora í nef sér. Finnst hann
sjálfsagt ekki haga lífi sínu skyn-
samlega. Samt sem áður lætur hann
um síðir hjá líöa að hafa vit fyrir
Magga. Hvað sem þeireiga sameig-
inlegt1 Toni og Maggi, hvað sem það
er sem Toni vill Magga, er Tona
kannski orðið um síðir ljóst að Maggi
eigi sér annað líf en þaö sem verði
lesið og læst í til dæmis formúlur
skáldsögu. Allt annað líf.
MYNDABÓK
PAULS GAIMARDS
Myndir úr Islandsferðum franska vís-
indamannsins Pauls Gaimards 1835
og 1836.
Heillandi og fróðlégar teikningar sem
gefa glögga mynd af lífsháttum ís-
lendinga á^þessum tímum, klæðnaði
þeirra híbýlum og bæjarbrag á ís-
lenskum heimilum.
Dr. Haraldur Sigurðsson ritar fróð-
legan inngang.
Pessi fagra bók er kjörgripur og heim-
ilisprýði — og auk þess tilvalin gjöf
handa hollvinum erlendis.
Við eigum fleiri góða gripi í bókum og
viljum benda mönnum á að enn er til
nokkuð af
KORTASÖGU ÍSLANDS I—II
eftir dr. Harald Sigurðsson.
BÓKAÚTGÁFA
MENNINGARSJÓÐS
SKÁLHOLTSSTÍG 7
Sími 13652