Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Page 16
16 DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982. Spurningin Borðarðu hangikjöt á jólun- um? Omar Olafsson iönverkamaður: Já, ég| geri þaö. Eg hef alltaf gert þaö hingaö til. Meöan þess er neytt í hófi er engin hætta. Einar Knútsson flugvirki: Nei, ég á ekki von á að borðá það um jólin. Það veröur alla vega ekki á borðum heima hjá mér. Ég borða þaö þá ekki nema mér veröi boöið í mat. Hope Knútsson iðjuþjálfi: Eg mundi ekki leggja íitla fingur á það. Þaö veld- ur krabbameini og sykursýki og ég tel það eitrað. Ásrún Davíðsdóttir: Já, alltaf og er ekkert hrædd við það. Eg held að ekki sé hættulegt að borða það einu sinni til tvisvar á ári. En ég trúi alveg þessum rannsóknum, ef maður borði alltof mikið af þessu geti þáð verið slæmt. Sigurður Olafsson söngvari: Hvort ég geri og það er hollt í hófi. Það eru engin jól nema sé hangikjöt. Eg fæ kjötið frá Sambandinu og það er reykt héma í bænum. Inga Einarsdóttir (Snúlla) sjúkraliði: Já, já. Það er bara þjóðlegur siöur. Eg er búin að eiga öll mín börn og þarf ekki að óttast neitt. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Nýsamtökádöfinni: Félag forræðislausra feðra — karlmenn misrétti beittir í jaf nréttismálum, segir f ráskilinn faðir Kristinn Grétar Jónasson (5818—9588) skrifar: Karlmenn eru beittir miklu misrétti í jafnréttismálum. Það er staðreynd, því miður. Eg hvet því alla karlmenn, sem þess óska, til þess að hafa sam- band við mig um stofnun samtaka, er hafa þaö aö markmiði að fá fram jafn- rétti í misrétti því sem karlmenn eru beittir: Félag forræöislausra feðra: FFF. Karlmenn... þiö eigið kannski börn eins og ég? Þið eigiö kannski böm, sem þess óskuðu, eins og mín, aö fá að búa hjá pabba... en fengu ekki... og hver er ástæðan? Jú, ef konan er ekki geðsjúklingur eða eiturlyfjasjúkl- ingur þá fær hún undantekningarlaust bömin ef til skilnaðar kemur. Islendingar, við teljum okkur búa í landi jafnréttis. Er það? Því kemur þá fram í skýrslum að margfaldur meiri- hluti fráskilinna kvenna fær bömin? Hvar eru bömin okkar, karlmenn? Er ekki kominn tími til þess að við stöndum saman? Saman getrnn við áorkað miklu. Nýlega voru þessu gerð nokkur skil í útvarpi kl. 8. Kom þar fram maður frá Félagsmálastofnun og fullyrti að um jafnrétti væri að ræða. Eg hringdi og kvaö þetta ósannindi hin mestu. Fréttamaður gerðist „diplo- mat” og kvað þaö mín orð á móti hans. Ég sagöi svo ekki vera, heldur okkar karlmanna allra sem eigum um sárt að binda vegna óréttlætis og gamalla úreltra heföa og Félagsmálastofnunar (kerfisins). Það hringdu fleiri á eftir og tóku í sama streng og ég. Karlmenn, stönd- um því saman. Við vitum hverju verð- ur svarað hverjum einstökum. „Jú, þessum fáu orðum: „Þetta, já það var óvenjulegt og einstakt.” Þeir geta ekki svarað okkur öllum þessum orðum ef viö stöndum saman margir sem ein heild. Karlmenn kúgaðir Konur hafa löngum barist fyrir sama kaupi og viö karlmenn og haft Umfóstureyðingar: Deyðum ekki manns- líf að óþörfu Anna Kristjánsdóttir hringdi: I Miklarumræðureigasérnústaðum ifóstureyðingar; mál sem ekki ætti að þurfa að verða þrætuefni. Það er svo mikið miskunnar- og menningarleysi aö deyða mannslíf að óþörfu. Án þess að líf móöur sé í hættu, ' eða þá að líklegt sé að bamið fæðist illa vanskapaö eða vangefið, ætti fóstur- eyðing ekki að fara fram. Ýmsar konur hafa skrifaö dag- blöðunum bréf þess efnis að fóstureyð- :ingu eigi að framkvæma samkvæmt óskum konunnar sem í hlut á. Ég segi: Látið konum ekki eftir þann rétt, heldur á hann að vera í höndum ábyrgra lækna. Deyðum ekki mannslíf að óþörf u. m > „Það er svo mikið miskunnar- og menningarleysi að deyða mannsHf að óþörfu," — segir Anna Kristjáns- ( dóttir. nokkuö góðan árangur af erfiöi sínu og er það vel. Við karlmenn látum ennþá kúga okkur í þessum málum. Þegar ég skildi gekk ég fyrir sálfræðing hjá Félagsmálastofnun og svo gerðu sömuleiðis börn mín og fyrrverandi kona. Að sjálfsögðu voru börnin látin koma í fylgd konunnar. Við mig var rætt. Og við konuna og börnin var rætt, aö sjálfsögðu ekki þegar ég var við- staddur. Niðurstaðan: Konan hæf, þá fær hún bömin. Þá vitum við það. Allt eins og venjulega. Ég gerðist svo djarfur, svo uppreisnargjam aö spyrja af hverju. Jú, hún er ekki talin geðveik. Hún er því hæf. Er ég ekki hæfur eins og hún? „Jú, jú, en þú ert karlmaður og því ekki eins hæfur.” En börnin hafa ein- dregið óskað eftir að fá að búa hjá mér. „Það kemur okkur ekkert við. Við leggjum ekki í vana okkar aö spyrja börnin.” Em þau ekki komin á skóla- skyldualdur? „Jú, jú, þetta er bara vani. Auk þess eiga þau eldri systkin frá fyrri skilnaði og að sjálfsögðu er betra, að okkar áliti, að hafa öll bömin saman.” „Þau eru nokkuð eldri.” „Þaðskiptir engu. Auk þess sagði ég s jálfur að hún væri hæf. Það hefði ég aldrei átt að gera því konan fyrrverandi sá sér leik á borði og sagði að ég væri ekki hæfur. Annars voru viðtökumar á Félagsmálastofn- un mjög góöar og-ég þar fræddur nokk- uð um hvað okkur feðrum kæmi lítiö við hvað yrði um böm okkar ef viö skildum. Nú, böm mín sá ég ekki í 1/2 ár, þar sem mér var meinaður aðgang- ur að þeim, þrátt fyrir óskir lögfræð- inga beggja, mín- og hennar. Hvað heföi gerst ef ég hefði haldið bömum mínum frá konunni? Blaöagreinar? Uppþot? Loks fékk ég börnin til mín, eftir hótun um málsókn og eftir 6 tíma veru (virðist vera lögboðin) sögðu þau mér þetta: „Þú ert ekki vondur maður, eins og mamma segir. Við viljum vera hjá þér, pabbi, alltaf. Megum viðþað?” Já að sjálfsögðu, bömin mín. Nei, segir kerfið. Þaueraennaðspyrja, vondauf, þó er einhver von...? Nei, segir kerfið. Eg veit að ég er ekki einn um þetta, hvar eruð þið hinir? Viljum við berjast fyrir bömin okkar? Ef þiö hafið áhuga á aö standa að stofnun þess félagsskapar, er ég minntist á í upphafi þessa bréfs, þá skrifið: Kristinn Grétar Jónasson, Post restante (biðpóstur) Aðalpósthús- ið í Reykjavík, 101 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.