Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Síða 20
20
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
hkiií
er ekki sérrit
heldur fjölbreytt
og víðlesið heimilisblað
býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra timarita. —
Nú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn-
inga um birtingu heil- eða hálfsíðu i lit eða svarthvítu, — í
hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir
birtingu auglýsinga i VIKUNNI.
nær til allra stétta og altra aldursstiga. Auglýsing i
Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins
takmarkaðra starfs- eða áhugahópa.
13
HKtV
hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og
jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði
hvað snertir efni og út/it. Þess vegna er VIKAN
svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn
svona stór og fjölbreyttur.
selst jafnt og þétt, bœði í þéttbýli og dreifbýli. Þess
vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í
VIKUNNI skilar sér.
er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið-
komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsœl og
víðlesin sem raun ber vitni.
veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu
verði og hver auglýsing nær til allra lesenda
VIKUNNAR.
i W hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar.
Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga
við hana eina og þær fást hjá
A UGLÝSINGADEILD VIKUNNAR í síma
85320 (beinn sími) eða 27022
GULL- og S/LFUfí
HÁLSFESTAfí OG AfíMBÖND
Fíngerð — fínt verð
Póstsendum
MAGNÚS E. BALDVINSSON
Laugavegi 8 — Sími 22804
Menning
Menning
Menning
Hér er veghefill að hreinsa skriðu sem fallið hefur á þjóðveginn milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar.
Einhvem tima mun Sigfús Kristinsson hafa ekið rútu sinniþessa leið.
Þjóðlífsmyndir
af Austurlandi
Vilhjálmur Einarsson:
Dömur, draugar og dándismenn
Æviminningar Sigfúsar á Austfjarðarrútunni
Bókaútgáfan örn og örlygur, 1982.
Þaö eru margir skemmtilegir
sprettir í endurminningum Sigfúsar
Kristinssonar, bilstjóra á Aust-
fjarðarútunni um áratugaskeið og
stofnanda Austfjarðaleiða. I bókinni
greinir hann frá hlaupi sínu í gegn-
um tíöina og f jölbreytilegum
kynnum af mönnum og málefnum
hér og þar austanlands og norðan.
Auk þess kryddar hann frásögnina
með þjóösögum og sögnum af ýmsu
tagi. Margar þeirra innihalda
skemmtilegar mannlýsingar sem
þarft var að bjarga frá gleymsku.
Má til dæmis nefna lýsinguna á séra
Sigurjóni Jónssyni, frjálslyndum
hefðarklerki en gefnum fyrir sopann.
Frásögnin af honum auökennist af
mannlegri hlýju en um leið kímni.
Hið sama má segja um lýsinguna á
Þorsteini Jónssyni kaupfélagsstjóra.
Þá er ekki minni matur í stórlygum
og skemmtilegheitum Gunnars á
Fossvöllum og öðrum gamanmálum
af því taginu sem bókin fer ekki var-
hiuta af.
Gildi endurminningabóka sem
þessarar er einkum fólgið í þjóðlífs-
lýsingu þeirra. Ef vel tekst til bregða
þær upp athyglisverðum myndum
sem nútímamenn geta speglaö sig í
og ef til vill lært af. Auk fróðleiksins
um líf og kjör fyrri tiðar forða þær
oft frá gleymsku ýmiskonar alþýðu-
skáldskap sem varðveist hefur og
mótast á vörum fólks. Að því leyti
eru minningabækumar merkilegur
vitnisburður sem ekki má vanmeta.
Jafnvel að þær geti kennt okkur sitt-
hvaö um munnlegar frásagnir fyrri
tima.
Æviminningar Sigfúsar bregðast
ekki vonum hvað þetta snertir. Hér
kynnumst við manni sem óx upp úr
jarðvegi bændamenningar inn í ver-
öld nútímans án þess þó, að leggja
fyrir róða verðmæti hennar og lífs-
gildi. Að vísu kynnumst við
manninum Sigfúsi ósköp lítið —en
Bókmenntir
Matthías Viðar
Sæmundsson
sjálfskannanir eru nú ekki alltaf
djúptækar í æviminningum — en þó
virðist líf hans hafa stjómast af forn-
um dyggðum eins og nægjusemi og
æðmleysi, sjálfstæöi og sjálfsbjarg-
arviðleitni. Þrátt fyrir erfiöleika
sína og fötlun hefur hann barist á-
fram sáttur við guð sinn og örlög. I
það minnsta snýr bókin þeirri mynd
aö okkur. Klausan að neðan er til
dæmis um þetta: 12 ára gamall sér
Sigfús fram á að verða aldrei heill
aftur:
„Aldrei blandaði ég skapara
minum í það uppgjör sem ég stóö
frammi fyrir en vann úr þessu
einsamall og á eigin spýtur. Eg gerði
mér grein fyrir því að fyrir efnalitinn
sveitapilt væri ekki nema um tvennt
að ræöa, annaðhvort væri lífið búið
eða þá að maöur biti á jaxlinn og
bölvaði í hljóði. Eg valdi síðari
kostinn og eftir á að hyggja held ég
að þetta slys hafi að ýmsu leyti orðiö
mér til góös. Eg hef tekið mér fýrir
hendur ýmislegt það sem annars
hefði farið forgörðum ef ég hefði
gengiðheilltilskógar.” (36).
Meira fær lesandinn því miður
ekki að vita; tilfinningaheimur
sögumanns er eftir sem áður lokuð
bók þrátt fyrir bókina! (Mig minnir
að eiginkona hans sé ekki einu sinni
nefnd á nafn!) Þetta er leitt aö
mínum dómi því nánari lýsing
sögumanns hefði gefið þjóðlífsmynd
bókarinnar aukið gildi.
Þrátt fyrir þessa vankanta eru
Dömur, draugar og dándismenn
skemmtileg minningabók sem óhætt
er að mæla með. Og fleiri en Aust-
firöingar geta haft gaman af lestri
hennar. Málfar verksins er gott og
hefur skrásetjarinn, Vilhjálmur
Einarsson, skilaö verkefni sínu með
ágætum.
-MVS.
FEKK ÞAR TOBBI
UPPREISN ÆRU
Kór Kennaraháskóla íslands í Norræna húsinu
11.des.
Stjórnandi: Herdís H. Oddsdóttir.
Efnisskrá: Ýmis þjófllög norræn í útsetning-
um:
Hulkonens, Edlúnds, Englunds, Skauges,
Gunnars R. Sveinssonar, Ríkharðar Arnar Páls-
sonar og Hjálmars H. Sveinssonar; Sönglög
•ftir: Kurt Lindgren, Vagn Holboe, Jón Ás-
geirsson, Atla Heimi Sveinsson og Gunnar
Reyni Sveinsson.
Ánægjulegt er aö vita til þess að Kór
Kennaraháskólans skuli aftur vera
kominn á kreik en heldur hefur verið
hljótt um starfsemi hans aö undan-
förnu. Ekki varð eftirvæntingin lítil
þegar söngskránni var flett því í ljós
kom að drjúgur hluti hennar var vel-
þekkt úrvals, en töluvert erfið kór-
músik. Kór Kennaraháskólans komst
prýðilega frá verkefni sínu. Röddum
er að sönnu nokkuð misskipt.
Kvennraddirnar eru þokkalega
mannaðar en karlaraddirnar illa
fámennar. Tæpast gefa hlutföllin í
kómum rétta mynd af kynskiptingu
nemendaliðsins þótt líkast til hafi
kvenþjóðin meirihlutavöld á þeim vett-
vangi. En þrátt fyrir fámenni stóðu
piltamir sig merkilega vel.
Stór hluti kórsins virðist nokkuð
Tónlist
Eyjólfur Melsted
kórvant fólk. Kemur hér í ljós árangur
af starfi dugmikilla kórstjóra við
grunn og framhaldsskóla. Þaö starf
skilar ekki aðeins nokkrum verðandi
atvinnutóniistarmönnum, heldur
einnig tón-gmnnmenntuðum almenn-
ingi sem er jafnvel enn meira virði.
Sönginn í erfiðum útsetningum réð
kórinn dável við og norrænir textar
vom ekki hlaönir framburðar-
ambögum umfram meöaltal, nema
stúfurinn úr Sjúrðarkveði. Þessi perla
færeyskra danskvæöa var tekin sömu
harkatökum og venja er til hjá
íslenskum kóram. Hvers eiga Færey-
ingar aö gjalda? Þótt útsetning
Gunnars Reynis Sveinssonar væri ekki
kórrétt í færeyskum danskvæðastíl var
hún samt alltof gegnumfæreysk til að
réttlætti illa meöferð orðsins.
Kórinn fór yfirleitt vel með íslensku
lögin í seinni hlutanum. Að vísu náði
hann ekki því höfðinglega jafnvægi
sem „barokkveðskapur” Odds Björns-
sonar og Atla Heimis útheimtir og
Maístjama Jóns Ásgeirssonar við ljóð
Laxness líktist í sinni fallegu kórút-
setningu „þorski með slaufu”. Betur
dámar mér upprunalega gerðin,
rauluð við dragspilsundirleik. Vísur
Æra Tobba voru svo laglegur enda-
hnútur á samsöngnum. Má víst segja
með sann að Gunnar Reynir hafi séö til
þess að Tobbi fengi uppreisn æru.