Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Síða 21
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
21
Menning
Menning
Menning
Menning
Bókmenntir
Rannveig G.
Ágústsdóttir
Jón Óttar Ragnarsson:
STRENGJABRÚÐUR
Helgafell, Reykjavik, 1982.151 bls.
Höfundur Strengjabrúöa er reiður og
skrifar grein í blaðið okkar, DV, 6. des.
1982 undir heitinu ,,Afturhald allra
alda sameinist.” Þar stendur þessi
setning: ,JEn um leið og dofnar yfir
listinni koma óvinir hennar fram úr
fylgsnum sínum: stjórnmálamenn,
gagnrýnendur, afturhaldsseggir og
segja: hvað sögðum við, þetta er ekki
. list.”
Þó ég sé gagnrýnandi þá verð ég því
miður að hætta á að verða talin í
þessum hræðilega hópi og aö Jóni
Ottarí hafi þama ratast rétt á munn —
að ég muni segja um bókina hans:
þetta er ekki list. En annað get ég líka
sagt: Þetta er spennandi afþreyingar-
saga, fyrsta skáldverk höfundar; en
ekki gallalaus.
Hjáfínufólki
Aðalpersónur sögunnar eru nær
heimsfræg söngkona, bandarísk,
maður hennar — vísindamaður, líka
nær heimsfrægur, vinafólkið sömu-
leiðis. Hjónin heita Regina (ekki
Regína) og Angus, vinirnir Stephan og
Eve, Mike og Jane o.s.frv. og einn
þráður tengist íslandi i stúlkunni Kötu
sem er að læra myndlist í San
Francisco.
Reginu finnst hún svikin af eigin-
manni sínum. Hún fellur fyrir Ric,
þingmanni með meiru, sem vill svo
ekki skilja við kellu sína til aö giftast
henni. Regina leggur hart að sér til að
sigra á sviði sönglistarinnar. Hún á
„nokkra óvini meðal. gagnrýnenda”,
en henni tekst að lokum að sigra þá og
leggja aila að fótum sér. En vel að
merkja, það er ekki fyrr en karlarnir í
lífi hennar eru búnir að yfirgefa hana.
Sorgin og mótlætið örvuðu hana til
dáða og átaka við listina.
Frásögnin er hröð. Engar lýsingar á
aödraganda eöa umhverfi — allt
skeður í gegnum samtöl persónanna
eöa svo gott sem. Sagah er því í ætt við
leikrit. Atburðarásin er þrungin
spennu eins og vera ber í skemmtisögu
en mætti vera fyllri svo að persónur
lifnuðu betur við. Höfundur er nefni-
lega kröfuharður við lesendur að þeir
fylli upp í frásögnina með eigin
ímyndunarafli. Þetta bragð er þó ekki
af ásettu ráði heldur stafar það af
handvömm, því stundum er beinlínis
ómögulegt aö sjá af textanum, hvaö átt
er við. Dæmi: , Jlenni leist vel á
borgarstjórann. Þetta var þægileg
kona. Fór strax að tala um óperur.
Fræddi hana á því að bráöum ætti að
sýna Hollendinginn fljúgandi í San
Francisco.
Hún hafði nokkrum sinnum verið
beðin að syngja í Wagneróperum. Hún
kunni ekki aö meta hann. Hann var of
þungur. Vantaði léttleika ítölsku
meistaranna.” (bls. 18). Já, hvor er
hvor og hvur er hvur og hvers er hvaö?
spyr lesandinn, ekki bara hér heldur
miklu oftar
Hugm yndafræðin
Af skrifum höfundar í DV og vísinda-
Astir í ameríku
störfum hans almennt sem hvetja til
heilsusamlegs lífernis hef ég þá óljósu
hugmynd að hann vilji koma á fram-
færi í verki sínu kenningum um áhrif
umhverfis á manninn. Einnig bendir
heiti sögunnar til að svo sé en það er
tekið úr því sem málpípa höfundar
segir, vísindamaðurinn Mike, við söng-
konuna Reginu þar sem hann er að
reyna að forfæra hana á baðströnd í
Kaliforníu:
„Einmitt. Vel sagt. Við erum leik-
soppar. Strengjabrúður. Á milli okkar
og umhverfisins eru milljón þræðir.
Flesta höfum við aldrei hugmynd um.
Samtstjórnaþeirlífiokkar.” (35).
I samtali þeirra Reginu kemur Mike
með tilgátu um hvers vegna Angus,
maður Reginu, sem hefur verið
nefndur til nóbelsverðlauna, er svo
metnaðarfullur
„Það er eitthvað í uppeldinu”.. ..
,Æg held ég skilji Angus vel. Fyrst
gengur allt í haginn. Svo algjört hrun í
kreppunni. Hann er sendur átta ára til
ókunnrar konu í ókunnrí borg. Er það
ekkinógskýring?”
,,Eg sé ekki samhengið”.
„Niðurlægingin, Regina, hugsaðu
þér niöurlæginguna. Gjaldþrot. Lítil-
lækkun. Þetta hefur brennt sig inn í
vitund hans. Angus er bara að endur-
reisa ættarmerkið.” (34—35).
Ekki meira um fortíð Angusar til að
styðja þessa kenningu en sagt frá því í
nokkrum setningum af hverju Stephan
sé sama marki brenndur vegna áhrifa
úr æsku. En síðar er Regina látin
hugsa til þessa samtals við Mike:
„Hún fór allt í einu að hugsa um það
sem gerðist á ströndinni forðum. Allt
sem Mike hafði sagt. Hvemig
umhverfið mótar manninn, nauöugan
viljugan.
Var hún kannske sjálf öðru vísi en
hún gerði sér í hugarlund? Var
kannske eitthvað sem hún þurfti að
breyta? Var hún sjálf afsprengi af sínu
eigin umhverfi?
Loft fyrir ofan lyf jabúð. Sex systkini
um eina móður. Faðir sem var stöðugt
nærri. Of nærri. Faöir sem ekkert gaf
nemametnaö, loftkastala.” (88).
Ekki meira um fortíð Reginu. Það
væri allt í lagi með það ef lesandi væri
ekki leiddur í þeirri villu að veriö væri
að lýsa strengjabrúðum eða streng-
brúðum (fallegra orð), sem stjómast
af umhverfinu og áhrifum úr uppvexti.
Þetta verður ekki nógu sannfærandi af
því að við fáum of lítinn skammt í
þessum drögum, hugmyndin er ekki
sýnd, ekki fléttuð inn í söguna heldur
tyllt utan á hana.
Að vinna eða ekki vinna
Hver svo sem hugmyndafræðin á aö
vera í sögunni er það staðreynd að '
verk hins metnaðarfulla menningar-
vinar Jóns Ottars Ragnarssonar
verður ekki boðberi nýrra tíma í skáld-
skap á annan hátt en að færa af-
þreyingarlitteratúmum íslenska nýjar
týpur. — Þar sem hinn gamli þýddi
vinnukonuróman fjallaði oftast um
aöalsmenn á Englandi segir þessi saga
okkur frá vísinda- og listafólld i
velferðarríkinu JUESSEI. Sá enski
fjallaði um samdrátt kynjanna
og upphaf hjónabands, sá
amerísk/íslenski um framhjáhald og
lok hjónabands.
Fólkið í ensku sögunum vann ekki
neitt en fólkið í þessari sögu hefur
hafist til auös og valda vegna vinnu
sinnar og/eða afreka á sviði lista.
Höfundi tekst þó meistaralega að
komast hjá umfjöllun um störf þess,
telur ja&ivel að ofurkapp þeirra í þessu
leynda starfi leiði til ógæfu í einkalífi.
Það er kannski best aö gera ekki neitt
eða að minnsta kosti „leggja meiri
rækt við litlu hlutina í lífinu” eins og
Regina talar um á blaðsiðu 150. Slíkt
geta þeir sagt sem þegar haf a allt.
Er hér kannski komin staðfesting á
kenningum bandarískra vísinda-
manna að skeið framfara og metnaðar
sé senn á enda runnið í hinum
vestræna heimi, að „The Faustian
Man” Oswalds Spenglers sé dauður og
að „the will to power” sé ekki lengui
ríkjandi þáttur í eðli bandarísku
þjóöarinnar. Þróunin, sem m.a. lýsti
sér í hippamenningu og hnignun lista
o.fl„ sé vísbending um upphaf á enda-
lokum vestrænnar menningar?
Jón Óttar: Áhrif umhverfís é
manninn?
Bilavörubúðin
FJÖÐRIN
Skeifan 2 simi 82944
Gefið hagnýta
Jó/agjöf
Handhœgar
gjafaumbúdir.
ENNEITT
80KMENNTAAFREK
MATTHÍASAR JOHANNESSEN
I þessari bók, Félagi orð, eru greinar, samtöl og Ijóð frá jmsum
tímum sein höfundur hefur nú safnað saman í eina bók. Sumt af
þessu efni hefur áður birst á prenti, en annað ékki. í bókinni eru
greinar um bókmenntir og stjórnmál, og m.a. áður óbirtar frásagnir
af sovésku andófsmönnunum Hrodský, Búkovský og Hostropovits,
sem allir hafa komið hingað til lands, en eru heimsþekktir hver á sínu
sviði. Fjölmargir íslenskir og erlendir menningar- og stjórnmálamenn
koma við sögu í bókinni. Kaflaheitin gefa nokkra hugmynd um
verkið: Af mönnum og málefnum, l'ndir „smásjá hugans" (al
Buckminster Fuller), Rispur, Bréf til Gils (Guðmundssonar fyrrun
alþingismanns sem vöktu mikla athvgli á sínum tíma), Andóf og
öryggi og Vetur á næstu grösum, en þar eru áður óbirt Ijóð Matthías-
ar sem tengjast efni bókarinnar með sérstökum hætti.
ÞJÓÐSAGA
ÞINGHOLTSSTR4ETI 27 — SÍMI 13510