Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Qupperneq 22
22
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
Culture Club—Kissing to be Clever:
MENNINGARVITAR
í GÓDU STUÐI
Guðmunda Elíasdóttir— Lífsjátning
LÍFSJÁ TNINGII
Eg get ekki að því gert, að það setur
jafnan að mér hroll þegar ég rekst á
listaverk númer tvö. Hversu oft hafa
óprúttnir gróðapungar ekki misnotað
sér vinsældir vel heppnaös verks og
fyrir græðgi sakir sett á markaö út-
þynnt framhald hins upprunalega
listaverks. Hvergi er græðgi af þessu
tagi eins aúgljós og í kvikmynda-
heiminum en hún er þó, eins og allir
vita, langt því frá að vera óþekkt fyrir-
bæri með öðrum listgreinum. Lái mér
því hver sem vill að það var með kvíða
sem ég setti hljómplötu Guðmundu
Elíasdóttur undir nálina. Ég átti satt
best að segja helst von á því hvimleiöa
fyrirbæri gróðahyggjunnar, „Númer
tvö.”
Eöa var þar kannski á ferðinni ótti
minn við að hljómplata með gömlum
upptökum gæti ekki staöist snilldar-
verkinuí bókarformi snúning?
Að lesa saman
plötu og bók
Ég hafði ekki lengi hlustað þegar ég
sat með bókina góðu frá í fyrra í hönd-
um og fletti. Hvaöa snillingur vann
þessar upptökur meö doktor Páli og
Guðmundu í Dómkirkjunni áriö f jöru-
tíu og sjö? Líkast til um sama leyti og
Guðmunduerneitaðum hlutverkiðí
Júdasi Maccabæusi fyrir óléttu sakir.
Ekki er á upptökunni að heyra að
þunginn hafi háð henni mikiö. Var það
kannski meö söngnum í lagi Jóns
Leifs, Vertu guö faðir, sem efinn
kviknar um hvort hún sé í raun og veru
sópran? Efi, sem Guðmunda tjáir svo:
,,En er ég sópran? Þrátt fyrir hina
gífurlegu hæð mína er ég alltaf hrædd
viö háu tónana. Þeir há mér listrænt;
hæðin stendur í vegi fyrir listrænni
tjáningu, mér finnst ég ekki megna aö
Ijá söngtextunum og tónlistinni þann
djúpa skilning sem þeir krefjast.” —
Og síöan eru upptökurnar allar frá því
eftir að Guðmunda gengur í gegnum
umskólun sína í París, nema Nielsen
lögin tvö sem hún syngur við undirleik
önnu Pjeturss. Þær upptökur eru á
plötu umslagi sagðar gerðar f jörutíu og
átta en af bókinni má fremur ráða að
það hafi verið árið fjörutíu og sjö, og
Guðmunda þá komin á steypinn. Þaö
merkilega við yngri upptökumar er að
þær standa beinu upptökunum frá
fjörutíu og sjö ekki á sporðL Þó hafði
upptökutækni fleygt mjög fram í milli-
tíðinni og tæknin meira að segja náö
út til Islands. Listamannsþroska
Guömundu má þó samt sem áður lesa
úr upptökunum þótt tæknin standi ekki
jafnfætis.
Það er svo
undarlegt
Sjálfur man ég best eftir Guðmundu
syngjandi „I’m just the Girl who can’t
say no”, rétt um það leyti sem rödd
hennar brast. Undarlegt varþað; Guð-
munda hafði þá ekki fengið að syngja
Carmen í konsertuppfærslunni, en
minningin imi hana syngjandi þetta
lag Rogers kom mér til að hugsa til
hennar sem fæddrar Carmenar þegar
ég seinna sá þá mögnuðu ópem á sviði.
Á plötunni fáum viö ágætt sýnishorn af
óperusöngkonunni Guðmundu Elías-
dóttur með þáttunum af Arzucenu úr n
Trovatore, en mest þykir mér samt
koma til laganna sem hún hljóðritaði
með Páli Isólfssyni í Dómkirkjunni og
svo hljóðritananna frá fimmtíu og tvö
með Jórunni Viðar og Fritz Weisshapp-
el. Sérstaklega er hrífandi meðferð
hennar á Sofnar lóa, eftir Sigfús
Einarsson. Einu fegursta lagi íslensku,
sem margir söngvarar eru þó svo ragir
viðaðsyngja.
Undantekning
Piatan er góð í heild, og hún er sönn.
Hér er ekki lagt út hreinsunarævintýri
né dubbað upp í falsað stereo. Upp-
tökurnar fá að standa óáreittar þótt
ekki standist gæðakröfur nútímans.
Eiginlega fékk Guömunda ekki góðan
upptökumann fyrr en hún naut
skráningarhæfileika Ingólfs Margeirs-
sonar og betur hefði verið að hinir fyrri
hefðu getaö skráð svo vel sem hann.
Hvaö um það: Undantekninguna höf-
um viö, skráöa á svolítinn klatta úr
vinyl — undantekningu þess að
„Númer tvö” sé útþynning á „Númer
eitt”. Hafandi hlýtt á plötuna og lesið
bókina finnst manni hvorugt geta
staðiðánhins.
EM
„Svarthvítt popp fyrir eyru barna,”
ségir á plötumiðanum á þessari fyrstu
breiðskífu breska menningarklúbbs-
ins, Culture Club, — hvað svo sem það
merkir. Einhvem tíma las ég í viðtali
við söngvara hljómsveitarinnar, Boy
George, aö hljómsveitm semdi tónlist
fyrir húsmæður! Hvorug skýringm er
að mínu viti fullnægjandi: danstónlist
með raggíívafi ásamt góðum blæstri
væri ef til vill nær sanni. — En sínum
augum lítur hver á silfriö.
Culture Club er fyrst og fremst kunn
hér á landi fyrir lagiö Do You Really
Want to Hurt Me?, ljúflingssöng sem
heyrst hefur talsvert í útvarpi og veriö
vinsæll á dansstöðunum. Það lag auk
átta annarra er að finna á þessari
breiðskífu, Kissrng to be clever, mjög
áhugaveröri plötu sem vex í áliti viö
hverjahlustun.
Þetta er ung hljómsveit sem Boy
George setti á laggirnar í fyrra. Þá
hafði hann um tíma verið álitinn góður
kandídat í staöinn fyrir Önnubellu
söngkonu BowWovWov. En Goggi
strákurinn setti markið hærra, kom
sér upp eigin hljómsveit og haföi
blessun guöföður pönksins Malcolm
McLaren, sér til fulltingis. Boy George
vekur athygli hvar sem hann f er, kven-
legur og síöhærður með afbirgðum og
ýmsir eru í vafa um kynferði hans.
Sjálfur lætur hann sér í léttu rúmi
liggja hvað aðrir pískra og hefur bara
gaman af öllu tilstandinu.
Með honum í hljómsveitinni eru Jon
Moss trommuleikari, Roy Hay gítar-
og hljómborðsleikari og Michael Craig
bassaleikari. Þá er fjórtán ára snáði,
Captain Crucial, lausráðinn í hljóm-
sveitúini og syngur annað veifið, tilað-
mynda í laginu Love Twist á þessari
plötu.
Boy George er hörkufínn söngvari og
lög hljómsveitarinnar hafa yfú- sér
dulítiö menningarlegan svip eúis og
vænta má. Grínlaust! Hvort danstón-
list sem þessi á erindi til alþýðu manna
skal ósagt látiö en víst er að þetta er
nýstárleg danstónlist með glás af
sjarmerandi augnablikum. Do You
Really Want To Hurt Me? er aö sönnu
langbesta lagið en platan er heilsteypt
og ég held að Culture Club geti talist
meö efnilegustu hljómsveitum sem
fram hafa komið á árinu.
Iikur eru á áframhaldandi vel-
gengni Boy George og félaga því smá-
skífa með spánnýju lagi, Túne (Qock
of the heart) siglir hraöbyri upp
breska listann, enda söngur í hæsta
gæðaflokki.
Bestu lög: Do You Really Want To
Hurt Me, 111 Tumble 4 ya, I’m Afraid of
Me. -Gsal
Rod Stewart—Absolutly Live:
ROKKIÐ HRESSIR
Flestir sem slitið hafa bamsskónum
og vaxiö upp úr fermúigarfötunum
munu kannast viö Rod Stewart. Hinum
ætti að nægja að vita að Rod er söng-
karl einn nú nálægt miðjum aldri sem
reynir ákaft að halda sér ungum í anda
og útliti með því aö vera í sviðsljósinu
og rokka af krafti. Hann hefur auð-
þekkta hálsbólgulega rödd, hrjúfa og
hása og síst af öllu fallega, en sumum
fúinst hún bara sjarmerandi og
einstaka jafnvel svolítið sexí er mér
tjáð.
Það er annars undarlegt hvað
sumum þessara „gömlu” poppara
tekst að halda sér emum og telst Rod
Stewart óneitanlega til þeirra. Aö vísu
er oröið „gamall” ákaflega afstætt og í
árum taliö era margir eldri en Rod
(t.d. Rolling Stones), en merkilegt er
að flestir þessara náunga höföa alltaf
mest til sama aldursflokks og þeir
Jarðlingar (Earthlings) — Ljóslifandi:
KEMUR Á ÓVART
Það er vissulega jákvætt þegar ungir
menn þrykkja eigin lögum og texta á
plötu, efni sem á fullt erúidi til þeirra
sem unna léttri dægurmúsík. Þaö hafa
þeú- bræður Ágúst og Jón G. Ragnars-
synir gert með nýútkominni hljóm-
skífu súini „Ljóslifandi”, en sjálfa sig
nefna þeir Jarðlinga (Earthlings). Þaö
er bílaleigan Vík sem styður þá félaga
í útgáfiumi.
Bræðumú- eru ekki alls ókunnú- tón-
listarflutningi. Þeú- munu báöir hafa
starfað meö hljómsveitum fyrir nokkr-
um árum og raunar er yngri bróöirinn
Ágúst enn með Störturum. I Jóni hefur
húis vegar ekki heyrst í nokkur ár.
Allt efni á plötunni er framsamið, ef
undan er skilið lagið Hey Bulldog sem
Lennon og McCartney settu saman á
árum áður. Sem höfundar skipta þeir
bræöur skífunni jafnt á milli sín. Hvor
um sig á fúnm lög og texta og ellefta
ballaðan er sameign þeirra.
Lögrn eru létt og renna áreynslulaust
undú- nálúini. Það gætir ekki mikilla
pælinga í þeún, hvort heldur í lagi eða
texta. Mörg laganna eru grípandi og
gætu allt eúis orðið vinsæl. Textamir
era auðlærðir og falla yfú-leitt vel aö
melódíunum. Ekkert þessara laga
stendur upp úr að gæðum eða fersk-
leika. Styrkur plötunnar liggur í heild-
arsvip hennar. Hann er með ágætum.
Textarnir fjalla flestir að einhverju
leyti um ástina. Þeir geta varla talist
mjög frumlegir og margir þeirra eru
einfaldir, kannski of einfaldir sumir.
Eins og lögin era textarnir áreynslu-
lausir, pælinga er ekki þörf við lestur
þeirra.
Þegar litið er til þess að þetta er
fyrsta hljómplata þeirra bræðra sem
þeir eiga allt efni á og svo getur ekki
talist að þeú séu mjög þekktir í popp-
bransanum þá verður ekki annað sagt
en þessi plata komi á óvart. Hún er
betri en umslag hennar gefur til
kynna.
Hljóöfæraleikur er yfirleitt hnökra-
laus á þessari plötu. Undúleikarar
hennar komast flestir vel frá sínu, en
svo sem ekkert meúa en það. Söngur
bræðranna er ekkert „óper” en hæfú
lögumþeúra vel.
Af framansögöu má segja að platan
Ljóslifandi séágæt. Unnendur Jéttrar
dægurtónlistar ættu að hlusta á hdna.
-SER
gerðu þegar þeú voru aö byrja, ungl-
inga og fólks um tvítugt, þó einstaka
gamlir geggjarar fylgi vafalaust
goöum súium tryggir.
Absolutley Live er frá hljómleikum
eúis og nafnið bendú til, tvær plötur
eru í umslaginu og á þeim er safn laga
sem kappinn hefur kyrjað á undan-
fömum árum — gamalla og nýrra.
Upptökurnar era frá nokkrum hljóm-
leikum veturinn ’81— ’82.
Mest ber á þéttu og kraftmiklu rokki
og eru sum lögin fengin að láni hjá
eldri rokkmeisturam, t.d. Chuck
Berry, en með fylgja ýmis rólegri lög
Rods Stewarts svo sem Tonight’s The
Night og Sailúig sem fæstir hafa
komist hjá því að heyra einhvern tíma.
Þar reynir Rod að vera ögn blíðari á
mannúin en hættir til að verða væm-
inn. Ég kann betur viö hann þegar
"keyrt er á fullu. Rod Stewart er betri
rokkari en rómantíker.
NÝJAR
PLÖTUR
A plötuumslagi er klausa þar sem
höfuðpaurinn sjálfur kvittar undir að
ekkert sé fitlað við upptökuna í stúdíói
til að ná burt mistökum hljóðfæraleik-
ara eða óæskilegum hljóöum og
truflunum frá áheyrendum. Hann sver
einnig að ekki sé héldur reynt að falsa
viöbrögö þeirra. Sé þetta satt, hefur
bara verið býsna gaman þama.
Þó platan sé einhæf og e.t.v. leiði-
gjörn til lengdar þá er hressandi aö
bregða henni á við og við. Undúleikar-
amú eru af sama sauðahúsi og foringi
þeirra, vel „show-aðir” og traustir
rokkarar sem oft eiga bara góða
spretti.
Rod Stewart segú aö drekka skuli
með þessari plötu. Hann mælir ekki
meö neinni tiltekmni tegund eða
árgerð, enda er það alveg óþarfi.
Drukkinn eða edrú getur hver sem
gaman hefur af rokki fengið sér smá-
skammt af hljómleikastemmningu og
ruggaö sér í takt við Rod Stewart.
-Jára