Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1982, Side 26
DV. FIMMTUDAGUR16. DESEMBER1982.
26
$ BERGIÐJAN KLEPPSSPITALA J
$
*
$
*
*
♦
¥
-¥■
■¥■
+
¥
¥
BERGIÐJAN KLEPPSSPITALA
JÓLAMARKAÐUR
Skreytingar, — útiljósaseríur — jólahús og aörar
framleiösluvörur unnar af vistfólki. Opiö alla
daga til jóla milli kl. 9 og 17.
Sími 38160.
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
ÚTBOÐ
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í tölvubúnað
fyrir aðalskrifstofu í Reykjavík. Utboðsgögn verða
afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar ríkisins,
Borgartúni 5, Reykjavík frá og með föstudeginum
17. desember 1982 gegn 1.000 kr. skilatryggingu.
Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eöa
breytingar skulu berast Aætlanadeild Vegagerðar
ríkisins eigi síðar en 28. desember 1982.
Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í
lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar
ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík fyrir kl. 13.45
fimmtudaginn 6. janúar 1983, og kl. 14.00 sama dag
verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim
bjóðendum, er þess óska.
Reykjavík, idesember 1982.
Vegamálastjóri.
Þarítu
• Ráðgjöí eða hönnun
• Jarðvinnsluverktaka
• Byggingarverktaka
• Pípulagningarverktaka
• Rafverktaka
• Múraraverktaka
• Málaraverktaka
• innréttingaverktaka
• Hurðarsmiðjur
• Gluggasmiðjur
• Dúklagningameistara
• Stálsmiðjuverktaka
• Hreingemingarverktaka
• Flutningsverktaka
• o.íl. o.íl.
Þetta er fyrirtœki sem leitast við að
veita góða þjónustu þar sem ábyrgð,
ráðvendni og þekking em höfð í
fyrirrúmi.
Fyrirtœkið er eingöngu í samvinnu við
fullgilda íagmenn.
Allir samningar samkvœmt staðli.
Tilboð—verksamningar—greiðsluskilmálar
s Fyrirtœkið staríar almennt á sviði
| framkvœmda og breytinga, jafnt í
gömlu sem nýjum húsum.
VERKTAKAIÐNADUR HF
Skúlatún 4.105 Reykjavík.
Símar: 29740 og 29788.
H.s. 54731.
Dulsálarfræöi
og vísindi
— breska sálarrannsóknafélagið 100 ára
The Society for Psychical Re-
search eins og það heitir á ensku var
stofnaö 1882 af nokkrum kunnum
brezkum visindamönnum og rithöf-
undum. Fyrsti forseti þess var heim-
spekingurinn Henry Sidgwick, en
margir frægir menn störfuðu í félag-'
inu frá upphafi, svo sem eðlisfræð-
ingamir W.F. Barrett, Oliver Lodge
og William Crookes, rithöfundurinn
og skáldið F.W.H. Mayers o.fl. Félag
þetta er frægt sem hið fyrsta vísinda-
félag til rannsókna á dulsálarfræði
eða parapsyehology eins og þessi
fræöigrein er nú oftast kölluð.
Svipuð eða sams konar sálarrann-
sóknafélög voru síðan stofnuð víðar,
hið ameríska 6 árum seinna, og vís-
indalegar rannsóknir hafa fariö
fram í ýmsum löndum, svo sem á
Niðurlöndum, Frakklandi, Italiu,
Rússlandi, Japan o.v., og Para-
psychological Laboratory við Duke
University í Durham í Bandaríkjun-
um var allfrægt á árunum 1930—60.
Hinar heföbundnu vísindasto&ianir
og háskólar voru all-lengi treg til að
viðurkenna þessa nýju vísindagrein,
en nú er það breytt og kennarastólar
í henni viö ýmsa háskóla.
I tilefni af 100 ára afmælinu hefur
brezka sálarrannsóknafélagið geng-
ist fyrir útgáfu minningarrits er
nefnist „Psychical Research, A
Guide to its.History, Principles &
Practices” (The Aquarian Press,
Willingsborough, Northampton-
shire). Útgáfustjóri er próf. Ivor
Grattan-Guinness, en bókin er safn
34 ritgerða eftir kunna sérfræðinga í
dulsálarfræði, ýmsa þeirra fræga
menn. Bókin er nokkurs konar yfir-
litsrit til kynningar fyrir nýliða og
upprifjunar fyrir aðra, sem nokkuð
eru kunnugir sálarrannsóknum sem
fræðigrein, og um leið tilraun til að
meta stöðuna eftir 100 ára rannsókn-
arstarf.
Ufeftir
fíkamsdauðann
Og hver er svo niðurstaöan á slíkri
fræðimannaráðstefnu um það, sem
fyrir marga er mergurinn málsins?
Hvað er álit vísindamanna um það
hvort meðvitund mannsins lifir eftir
líkamsdauöann?
Sennilega er óhætt að segja að vis-
indin viöurkenni nú nokkrar helztu
tegundir dularfullra fyrirbæra og
jafnvel að mörg þeirra virðist styðja
kenninguna um annað lif.
Hinu er þó ekki að leyna, að ekki
eru allir á einu máli. Meðal annars er
Yngvi Jóhannesson.
ekki fyllilega á hreinu hvaö kalla
mætti sönnun. Aðstaða er hér önnur
en í hinum hefðbundnu raunvísind-
um, þar sem hugsanakerfi og lögmál
eru dregin af efnislegri reynslu og
skynjanaeðli mannsins og á tilraun-
um sem hægt er að endurtaka og
nota til að byggja upp skýringar,
sem samrýmast nokkurn veginn
hversdagslegri reynslu svo langt
sem þær ná. Að vísu viðurkenna
margir að á yztu þröm efnisvísind-
anna sé komiö aö lítt skiljanlegum
hlutum, þar sem túlkanir fjalla í
rauninni meira um líkindi en vissu,
og kann þá að styttast bilið yfir til
hinna dularfullu fyrirbæra.
Það er öllu meira talað um líkindi
en sannanir í lúnni nýju og vanda-
sömu fræðigrein dulsálarfræðinnar.
Hér kemur það líka til að margir eru
kröfuharðari um sannanir í þessu
efni en nokkru öðru og láta sér ekki
nægja líkur sem þeir mundu um-
svifalaust taka gildar um margt ann-
að. Ef til vill er þetta að sumu leyti
réttlætanlegt viðhorf, því alkunnugt
er að óskhyggja veldur stundum
blekkingum og mörg dæmi til þar
sem er beitt brögðum vísvitandi.
En hvað um það,'sterk líkindi geta
verið mikils virði og nálgast smám
saman fullar sannanir. Eða færi
menn nær sannfæringu, sem í raun-
inni skiptir kannski meira máli en
„sönnun”. Enda mun sjálfsreynd
dularfullra fyrirbæra oft verða
drýgst á metunum.
Varnarfína
Maður verður þess stundum var,
að fólk sem hefur misst ættingja eða
nána vini furðar sig mjög á því að
verða aldrei fyrir neinum boðum frá
hinum framliðnu, hversu mikiö sem
þeir þrá þaö. En á þessu kann að
finnast eðlileg skýring, eins og
franski heimspekingurinn Henri
Bergson benti á 1914. Þó að vera
kunni hlið á milli heimanna, er fyrir
því þung hurð sem ekki bifast nema
sérstaklega standi á. Það er af þvi aö
í manninum býr líffræðileg nauðsyn
á því að hann gefi sig afdráttarlaust
að þessu lífi meðan varir ævi hans
hér, en opinn eða auðveldur aðgang-
ur að annarri tilveru mundi e.t.v.
trufla eða rugla hlutverk þessa lífs.
Varnarlína þarna á milli getur því
verið nauðsynleg, og telja sumir að
rannsóknir bendi til þess að hún fel-
ist m.a. í verkaskiptinu milli heila-
helminga, þannig að vinstra heila-
hvel hafi fyrstu landamæravörzluna
á hendi, en samskiptin, þegar þau
gerast, stjórnist af hægri heilahelm-
ingi. En líffræðileg£U- sannanir eru
taldar vera fyrir verkaskiptingu
milli heilahelminga, þótt margt sé
þarennáhuldu.
Islenzka sálarrannsóknafélagið
var stofnað 1920 og stóðu að því
ýmsir gáfaöir menn, svo sem
Haraldur Níelsson, Þórður Sveins-
son og Einar Kvaran. Það gefur út
tímaritið „Morgun” sem er vandaö
og vinsælt rit. Fjöldamargar bækur
hafa komið út á islenzku um dulræn
efni. Af nýlegum bókum er kannski
ástæða til að geta sérstaklega um
eina í flokki vísindarita, en það er
„Þessa heims og annars” eftir dr.
Erlend Haraldsson, mjög athyglis-
verð bók. Yngvi Jóhannesson
Menning Menning Menning
Misráðnir tónleikar
Tónleikar Anne-Lise Gunnorsjaa og Jónínu
Gísladóttur í Norrœna húsínu 12. desember.
Efnisskrá: Edvard Grieg: Ved Rondano, Den
sœrde, Langs ein á, Jeg elsker dig; Jean
Sibelius: Flickan kom ffrðn sin alsknings möte,
Drömmen, Var det en dröm?, Svarta Rosor;
Björn Fongard: Þrír söngvar úr Orðskviðum
Salómons; Johan Kvandal: Norske Stevtoner,
op. 40.
Norska sópransöngkonan Anne-Lise
Gunnersjaa söng í Norræna húsinu á
sunnudag við undirleik Jónínu Gísla-
dóttur. Ekki verður sagt að söngskrá-
in, að minnsta kosti ekki fyrri hlutinn,
hafi komiö flatt upp á mann. Var þar á
ferðinni kópía af kynningareintaki
skandinavískra söngvara. Þeirri út-
gáfunni sem er haldið að hinum
barbarisku þjóðum, utanSkandinavíu.
Er því líkast að söngvarar úr löndum
þessum telji sig knúna til að burðast
meö eitthvert skylduprógramm, sem
eitt sýni hið rétta andlit skandi-
navísks ljóðasöngs út á viö. En segja
veröur að þar gæti lítillar hugmynda-
auðgií vali.
Tónlist
Sem gull
af eiri
Anne-Lise Gunnersjaa er gagn-
menntuð og vel þjálfuð söngkona og
skilaöi verkefnum sínum með ágætum
til áheyrenda, við staöfastan, en held-
ur hlutlausan meðleik Jónínu Gísla-
dóttur. Á seinni hluta efnisskrárinnar
valdi söngkonan sér verk landa sinna
tveggja, sem ekki eru eigendur fastra
liða í skandinavískri söngskrá og
verða likast til ekki. Björn Fongard er
kjarkmaður að ráðast í að tónsetja
Orðskviði Salómons. Þaö sýndi sig að
Orðskviðimir þola nánast hvaða með-
ferð sem er og báru af músíkinni, sem
gull af eiri. Atthagaást og væntum-
þykja skein úr flutningi Anne-Lise á
heldur langdregnum stefjabálki Jo-
hans Kvandal. Kvandal gerir lítið
annað en að skreyta einfaldar alþýðu-
vísumar með misvel viðeigandi píanó-
leik. Með tímasetningu tónleikanna
held ég að framið hafi verið stórt
glappaskot — eöa hvernig á að reikna
með aðsókn á tónleika norskrar söng-
konu með norska söngskrá á sama
tíma og allir sannir Islandsnorömenn
hópast á annan stað til að fagna ljósa-
dýrðinni á Oslóartrénu?
EM
Eyjólfur Melsted